Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 167. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
167. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚLÍ 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Dollarinn
slær met
London, 25. júlí, AP.
DOLLARINN var skráður á
hærra verði í dag gagnvart vest-
ur-þýska markinu en dæmi eru
um í sjö og hálft ár og hefur hann
aldrei verið hærri gagnvart gjald-
miðlum Frakklands, Hollands, ít-
alíu og Noregs.
Þegar gjaldeyrismörkuðum
var lokað í dag var Bandaríkja-
dollar skráður á 2.6095 vestur-
þýsk mörk, 7.8450 franka, 2.9190
gyllini, 1,542.85 lírur og 7.3585
norskar krónur. Kaupsýslu-
mönnum bar ekki saman um
hvort dollarinn myndi halda
áfram að styrkjast, en talið er
að aukning peningamagns, um
300 milljónir dollara, sem til-
kynnt var vestanhafs á föstu-
dag, hafi haft veruleg áhrif á
verðhækkun dollars í dag.
Líta margir svo á að aukning-
in kunni að leiða til hærri
bankavaxta í Randaríkjunum.
'L^ykV". •    ¦•••¦-
Símamynd AP.
FANGAR FLUTTIR — írakar, sem íranir tóku til fanga í innrásinni í Kúrdistan á fíistudag, þræða
?allveg milli fangabúða í norðurhluta íran. íranir tóku meira en nmmtíu íraka til fanga í byrjun innrásarinnar.
fréttum í dag segir að ekkert lát sé £ bardögum í Kúrdistan í norðurhluta íraks. Virðist sem harkalegustu
átökin fari fram við bæinn Haj Omran, sex kflómetra innan við landamæri frak.
Liföi á
maurum
Soutb Lake Taho, K«liforniu,
25. júií. AP.
BANDARÍSKUR landgönguliði,
sem féll í djúpa gjá og lokaðist þar
í fimm vikur segist hafa haldið í
sér lífinu með því að borða maura.
Landgönguliðinn, tuttugu og
tveggja ára að aldri. léttist um
þrjátíu og fjögur kfló í prísundinni
áður en björg barst.
Karl Bell, en svo nefnist mað-
urinn, var við góða heilsu á
sjúkrahúsi i dag eftir að honum
var bjargað á sunnudaginn.
Honum hafði þó sjálfum tekist
að skreiðast upp á gilbarminn
áður en fjallgöngumenn komu
auga á hann. Staðurinn, þar sem
óhappið átti sér stað hinn 15.
júni sl., er í um 240 kílómetra
fjarlægð norðaustur af San
Fransisco. Bell brákaðist á ökla
og skaddaðist á rifi við fallið.
Hann sagði að nokkur tími hefði
liðið áður en hann tók að leggja
sér maura til munns og hefði
hann einnig lifað á mosa og
vatni.

%i
^^:^_       :
<*&
Sím.mynd AP.
EFTIRHREYTUR FLÓÐSINS — Húsmæður í
Misumi, í suðvesturhluta Japan, hreinsa burt brak og reka af götum
eftir flóðin um helgina. Lögregla skýrði frá því í dag að minnsta skoti 90
manns, hefðu farist í flóðunum, sem urðu af völdum stórrigninga.
Sjá nánar á bls. 19.
Kissinger ætlar á
stúfana á nýjaleik
Washington, Panamaborg, 25. júlí. AP.
REAGAN Bandarikjaforseti ræddi viö Henry Kissinger í Hvíta hús-
inu í dag um væntanlegt hlutverk hans sem formanns nýskipaðrar
Mio-Ameríkunefndar forsetans. Sérlegur sendimaður Reagans í
Mið-Ameríku, Richard Stone, hugðist í dag halda til Venezuela.
Mikil leynd sem verið hefur yfir ferðum sendimannsins, hefur
hrundið af stað vangaveltum um hvort hann reyni nú að koma á
fundi með fulltrúum vinstrisinnaðra skæruliða í El Salvador.
Á fundi, sem hann átti með
blaðamönnum eftir viðræður við
Reagan, sagði Kissinger að hann
og aðrir nefndarmenn myndu
ferðast um ríki Mið-Ameríku, þar
á meðal Nicaragua. Hann neitaði
ísraelsráðherrar
á fiind Reagans
Jerúsalem, París, 25. júlí. AP.
TVEIR ÍSRAELSKIR ráðherrar, Yitzhak Shamir, utanríkisráðherra, og
Moshe Arens, varnarmálaráðherra, halda á morgun, þriðjudag, til Washing-
ton, þar sem talið er að þeir muni neita að verða við áskorunum bandarískra
yflrvalda um að fresta flutningi herliðs frá miðhluta Líbanons. Forseti
landsins, Amin Gemayel, hvatti til þess í París í dag að almenningur á
líbönskum landsvæðum, þar sem ísraelar og Sýrlendingar hafa herlið, fengi
að greiða atkvæði um stuðning sinn við stjórnina. Atkvæðagreiðslan, sagði
forsetinn, yrði að undirlagi Sameinuðu þjóðanna.
Að sögn ísraelskra embætt-
ismanna munu ráðherrarnir tveir
eiga fund með George Shultz,
utanríkisráðherra Bandaríkjanna,
á þriðjudag og e.t.v. með Reagan
forseta á miðvikudag. Forsetinn
bauð ráðherrunum að koma eftir
að Menachem Begin, forsætis-
ráðherra, aflýsti fyrirhugaðri för
sinni til Bandaríkjanna.
Á fundi ísraelsku ríkisstjórnar-
innar um helgina lýsti Arens því
yfir að flutningar herliðsins
myndu byrja í vikunni og yrði það
smám saman afturkallað frá u.þ.b.
sex hundruð ferkílómetra svæði í
nágrenni Beirut og Chouf-fjalla.
ísraelska útvarpið hefur eftir
heimildum í Washington að
bandarísk yfirvöld kunni að fara
þess á leit við ráðherrana að flutn-
ingi herliðsins verði frestað um
sex mánuði til að gefa líbanska
hernum tækifæri til að taka við
stjórninni á svæðunum. Talið er
að ísraelsmenn séu staðráðnir í að
fara sínu fram.
Ummæli Gemayels í París komu
fram eftir klukkustundar langan
fund hans með Mitterrand forseta.
Þrír líbanskir stjórnmálaleiðtogar
höfðu tilkynnt um stofnun frelsis-
samtaka líbönsku þjóðarinnar að-
eins tveimur sólarhringum áður.
Samtökin eru mótfallin stjórn
Gemayels og njóta stuðnings Sýr-
lendinga. Gemayel sagði að at-
kvæðagreiðslan myndi taka af all-
an vafa um stuðning fólks við lög-
mæta stjórn landsins.
hins vegar að hann eða aðrir í
nefndinni myndu taka þátt í
nokkrum samningaviðræðum.
Fundur Reagans og Kissingers
var hinn fyrsti síðan Mið-
Ameríkunefndin var skipuð í síð-
ustu viku, en málefni Mið-Amer-
íku hafa verið í brennidepli hjá
forsetanum að undanförnu. Mik-
ilvæg atkvæðagreiðsla mun fara
fram í fulltrúadeild bandaríska
þingsins í vikunni, en þá verður
tekin afstaða til leynilegrar að-
stoðar stjórnarinnar við andstæð-
inga sandinista í Nicaragua. Búist
er við að bandarískt flugmóður-
skip komi til vesturstrandar Mið-
Ameríku einhvern næstu daga og
ráðagerðir um auknar heræfingar
flotans á svæðinu eru á döfinni.
Talsmenn bandarísku stjórnar-
innar hafa sagt að umsvifum þess-
um sé ætlað að auðsýna ákveðnum
öflum vald og viljafestu Banda-
ríkjanna, svo og að búa bandarískt
herlið undir að gegna hugsanlegu
neyðarkalli.
Talsmaður bandaríska sendi-
ráðsins í Panama sagði í dag að
Stone, sendimaður Reagans, hefði
notað helgina til hvíldar á Conta-
dora-eyju, en neitaði að segja til
um hvort hann hefði reynt að ná
sambandi við skæruliðaforingja í
El Salvador. Stone mun halda til
Costa Rica á miðvikudag til við-
ræðna við Luis Alberto Monge,
forseta, um ástandið í heimshlut-
anum.
Skæruliðar í El Salvador sögðu í
dag að þeir hefðu fellt eða sært
tuttugu og þrjá hermenn stjórnar-
innar í árás á bæ í austurhluta
landsins um helgina. Talsmaður
stjórnarinnar sagði hins vegar að
hermenn stjórnarinnar hefðu fellt
áttatíu skæruliða í árás í dag á
bækistöðvar þeirra við Guazapa-
fjall.
Sjá nánar um Mið-Ameríku bls.
17.
Neyddu
barþjóna
til ölteiti
London, 25. júli. AP.
RÆNINGJAR réðust inn á öld-
urhús í London í gær, neyddu
starfsfólk til að hella sig kóf-
drukkið og höfðu síðan á brott
með sér peninga og önnur verð-
mæti fyrir um fjögur þúsund
sterlingspund eða um hundrað
sextíu og fjögur þúsund ís-
lenskra króna.
Að sögn lögreglunnar, Scot-
land Yard, réðust tveir grímu-
klæddir menn inn á krána eft-
ir lokunartíma og var annar
vopnaður byssu en hinn öxi.
Skipuðu ræningjarnir sex
manna þjónustuliði krárinnar
að kneyfa ódæmi áfengis og
biðu svo uns það fékk ekki
rönd við reist. Fóru þeir þá
ránshendi um staðinn og
hurfu á brott í húmi nætur áð-
ur en fórnarlömbin komu til
sjálfs sín. Kráin, sem ber
nafnið „Rauða ljónið", er í
Colliers-Wood hverfinu í suð-
urhluta borgarinnar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48