Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . 1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30
31 . . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 170. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						ir ir    á*. ^a£siður
170. tbl. 70. árg.
FÖSTUDAGUR 29. JÚLÍ 1983
Prentsmidja Morgunblaðsins
Pólland:
Kirkjan hafði
áhrif á þingið
Varsjá, 28. júlí. AP.
PÓLSKA þingið samþykkti í gær ýms-
ar nýjar reglugerðir sem heimila her-
stjórn landsins að koma á ýmsum
þeim hömlum, sem í gildi voru meðan
herlög voru í landinu, en hins vegar
hafnaði þingið tillögum um hert viður-
'ög gegn því að tala illa um stjórnvöld
og ríkið.
Þessi afgreiðsla þingsins kom
nokkuð á óvart, því fremur var bú-
ist við því að járnhælsreglugerðirn-
ar yrðu samþykktar. Kaþólska
kirkjan í Póllandi kom hér við sögu,
hún ritaði hinum 460 manna þing-
Craxi:
Hlynntur
eldflaugum
Kómarborg, 28. júlí. AP.
BETTINO Craxi, formaður ítalska
Sósíalistaflokksins, sagði í gær, að
tækist honum að mynda stjórn á ít-
alíu, myndi sú stjórn styðja heils
hugar ákvörðun sem stjórnvöld tóku
árið 1979 um að koma fyrir á ítalíu
hluta þeirra meðaidrægu kjarnorku-
flauga sem NATO mun koma fyrir
víðs vegar í Vestur-Evrópu í lok
þessa árs.
ítalir skuldbundu sig til að setja
upp 112 stýriflaugar í Comiso á
Sikiley, en nýlegar skoðanakann-
anir hafa leitt í ljós, að allt að
60% ftala eru mótfallnir því að
umræddum flaugum verði holað
niður á ítalskri grund. En Craxi
sagði, að ítalir ættu í raun ekki
annarra kosta völ, þar sem þeir
væru ekki í minni hættu en aðrir
íbúar Vestur-Evrópu vegna með-
aldrægra flauga Sovétríkjanna.
„Það verður að vera mótvægi,"
sagði Craxi.
heim tveggja síðna bréf, þar sem
varað var við því að stjórnarfarið
væri farið að bera keim af gamla
Stalín-tímabilinu í Sovétríkjunum.
Eigi að síður samþykkti þingið
harðasta hluta laganna, sem heim-
ilar refsingu (allt að fimm ára
fangelsi) fyrir að taka þátt í starf-
semi ólöglegra félagssamtaka, svo
sem verkalýðsfélaga. Þær reglur
sem fyrir voru náðu einungis til
leiðtoga slíkra félaga.
Fleiri pólitískum föngum hefur
verið sleppt í Póllandi og sá kunn-
asti þeirra er Janusz Onyszkiewicz,
einn af helstu talsmönnum Sam-
stöðu. Hann sagði i samtali við
fréttamenn í gær, að hann byggist
fastlega við því að margir leiðtoga
Samstöðu, sem farið hafa huldu
höfði síðan að samtökin voru bönn-
uð, myndu gefa sig fram á næst-
unni. Sagði hann þá myndu gera
það einkum til þess að halda bar-
áttu hinna frjálsu verkalýðsfélaga
á   lofti.
Mið-Ameríka:
„Spor í áttina"
George P. Schulz, utanríkisráðherra Bandarfkjanna, sagði í gærkvöldi. að rfkisstjórnir Bandaríkjanna og ísraels
væru sammála um að brottflutningur ísraelska herliðsins að hluta til frá ákveðnum svæðum í Líbanon væri spor
í áttina að því að flytja ekki einungis allt herlið ísraels frá landinu, heldur einnig herlið Sýrlands og PLO.
Schulz gaf út yfírlýsinguna að loknum hálftíma löngum fundi Ronald Reagans og Yitzak Shamir, uUnríkisráð-
herra ísraels, og Moshe Arens, varnarmálaráðherra. Mikil ólga er annars fyrir botni Miðjarðarhafs og á
meðfylgjandi símamynd AP má sji herlögreglu í fsrael skjóta táragasi að mótmælendum. Sjá nánar frétt á
blaðsíðu 14.
Fundahöld og yfirlýsing-
ar er stríðslíkurnar aukast
Bettino Craxi
Washington, Managua og Tegucigalpa, Honduras,
ENN jaðrar við stríðsastand í Mið-
Ameríku. Bandaríkin hafa stóraukið
herafla sinn vegna æfínganna sem
þeir kalla svo og sovésk hergagna-
flutningaskip sigla hraðbyri í átt til
Nicaragua.
Ronald Reagan Bandaríkjafor-
seti sagði í gær að ýmsar forsend-
ur væru fyrir því að hægt væri að
komast að friðsamlegri niðurstöðu
í þessum málum. Ein þeirra, og sú
mikilvægasta, væri að það yröi að
koma á lýðræði í Nicaragua, að
öðrum kosti þýddi lítið að ræða
um lausn vandans. í þessum orð-
um Reagans kemur fram stefnu-
breyting, því til þessa hefur krafa
bandarískra stjórnvalda fyrst og
fremst verið að stjórnvöld í Nicar-
agua skiptu sér ekki af innanrík-
28. júlí. AP.
ismálum nágrannaríkjanna. Reag-
an sagði jafnframt að það sem
farið væri fram á væri ekkert ann-
að en loforð sem sandinistastjórn-
in gaf árið 1979, en þá var því
mjög hampað að haldnar yrðu
kosningar sem allra fyrst.
Sandinistar hafa verið við
stjórnvölinn í Nicaragua í fjögur
ár og óliklegt er talið að þeir verði
við kröfum Reagans, því aldrei á
þessum fjórum árum hefur stjórn
þeirra verið styrkari. Er stjórnin
svo örugg í sessi, að það hvarflar
að fáum að skæruliðasveitirnar,
stjórnarandstæðingarnir, gætu
náð völdum af þeim, þrátt fyrir
hinn dygga stuðning Bandaríkj-
anna.
Sem fyrr segir, eru sovésk skip á
leið til Nicaragua með vopn og
vistir. Bandaríkjamönnum þykir
það kaldhæðnislegt, að þegar þar
að kemur, munu skipin renna sér í
gegn um Panamaskurðinn. Jimmy
Carter, fyrrum forseti Bandaríkj-
anna, samdi við Panama í forseta-
tíð sinni um að afhenda ríkinu
skurðinn, en samningur sá gengur
ekki endanlega í gildi fyrr en árið
1999. Þangað til telst skurðurinn
bandarísk eign. Eigi að síður væri
það ögrun á hæsta stigi að meina
sovésku skipunum að sigla um
hann.
Utanríkisráðherrar  Contadora-
landanna fjögurra, Mexíkó, Pan-
ama, Kólumbíu og Venezuela sátu
á ströngum fundum í gær og
framhald verður á þeim í dag.
Ekkert var látið uppi um árangur
fundanna, en ýmsir telja þá einu
vonina. Ráðherrar Costa Rica,
Honduras, El Salvador, Guate-
mala og Nicaragua sátu einnig
fundinn. Þá var Richard Stone,
sérlegur sendifulltrúi Bandaríkj-
anna í Mið-Ameríku væntanlegur
til Costa Rica í gær. Ekki var talið
útilokað að hann myndi eiga fund
með leiðtogum vinstri sinnaðra
skæruliða El Salvador.
Kafbátaleitin við Grænland:
Þeir sovésku skilja
eftir sig slóðina
KtupmannahoTn, 28. júlí AP.
TALSMAÐUR danska varnarmálaráðuneytisins staðfesti í gær, að hin 15
daga langa kafbátaleit danska og bandaríska sjóhersins við vesturströnd
Grænlands hefði skilað árangri. Fannst tveggja metra langur fjarskipta-
móttökuhólkur, sem er úr sovéskum kafbáti kominn. Þi er reynt að
nálgast annan slíkan sívalning sem liggur á fsnum 300 km suður af Nuuk.
Fjarskiptahólka þessa nota
kafbátar til að ná sambandi við
móðurstöðvar sínar. Græn-
lenskur fiskimaður fann fyrri
hólkinn í fjörunni skammt frá
Nuuk. Talsmaðurinn sagði, að
enginn vafi væri á því, að hólk-
arnir væru úr sovéskum kafbát-
um, en ógerningur væri að gera
sér grein fyrir því hvar kafbát-
urinn eða bátarnir hefðu verið
staðsettir er hólkunum var skot-
ið fyrir borð.
Leit á þessum slóðum er geysi-
lega erfið, strandlengjan er
meira en 2.400 kílómetra löng og
hver fjörðurinn af öðrum skerst
inn í landið. Til þessa eru hólk-
arnir tveir einu vísbendingarnar
um tilvist kafbátanna, ef frá eru
taldar skýrslur sjónarvotta sem
telja sig hafa séð kafbátana.
Fyrsta tilkynningin kom 13. júlí,
er áreiðanlegur maður sá kafbát
koma upp á yfirborðið í Diskó-
flóa, aðeins 25 metrum frá bát
hans. Eftir lýsingu hans á bátn-
um, var sennilega um Victor
3-kafbát að ræða. Þeir eru sov-
éskir, kjarnorkuknúnir og búnir
kj arnorkuvopnum.
Selja Bandaríkin
vopn til íran?
/ttrich. 28. júlí. AP.
HIÐ virta svissneska vikublað
Weltwoche sagði frá því í síðasta
tölublaði sínu, að síðustu mánuðina
hefðu allmargar flutningsvélar lent í
Teheran í íran. klyfjaðar bandarísk-
um vopnum. Segir blaðið vopnunum
hafa verið skipað um borð á Kenn-
edy-flugvelli.
Greinarhöfundurinn, Andreas
Kohlschuetter, sem er mikill sér-
fræðingur í málefnum Mið-Aust-
urlanda, ritaði í grein sinni, að
komur fjölmargra véla frá Flying
Tiger og Cargolux hefðu verið
staðfestar af öruggum heimildar-
mönum og flestar hefðu vélarnar
millilent í Júgóslaviu á leið sinni
til Teheran. „Aðstoð í ýmsum
myndum frá Bandaríkjunum til
handa írönum hefur stóraukist að
undanförnu, þó lítið hafi farið
fyrir því á yfirborðinu. Það eru
íranir sjálfir sem sótt hafa fast
eftir aðstoð," skrifar Kohlschuett-
er. Gat hann þess, að íranskir og
bandarískir sérfræðingar hefðu
átt miklar viðræður um olíuleit,
íranir vildu kaupa mikið af vara-
hlutum í flugvélar frá Bandaríkj-
unum og hefðu íranir beðið ónefnt
þriðja ríki um að beita sér fyrir
því að Bandaríkin seldu íran vopn.
Stríði írana og íraka linnir ekki.
íranir sögðust í gær hafa skotið
niður þrjár orrustuþotur traka,
þar af tvær Mirage-vélar af
franskri gerð. Nú er barist í
Kúrda-fjöllunum í norðaustur-
hluta íraks og segjast íranir hafa
sótt 10 kílómetra inn í Irak. Irakar
telja það af og frá og telja sig hafa
grandað 300 hermónnum Irana og
eyðilagt marga skriðdreka og víg-
vélar. Fullyrðingar Irana um
mannfall í liði óvinanna eru í lík-
um dúr. M.a. segjast Iranir hafa
komið höndum yfir 12.000 ónotaða
riffla af sovéskri gerð og 238 fall-
byssur og sprengjuvörpur af ýms-
um stærðum og gerðum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32