Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 25.09.1983, Blaðsíða 20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 25. SEPTEMBER 1983 DJÚPAVÍK á Ströndum að fara í eyði ■ Séé yfír Djúpuvík sem nú er að fara í eyði. Úr tveimur húsum þorpsins liðaðist reykur upp um strompa, kyrrt yfir öllum öðrum mannvirkjum stað- arins, hrópandi andstæður í mannvirkjum athafnatíma annars vegar og hins vegar í barnahóp sem lék sér sem ein hönd á fjörukambinum. Þorpið Djúpavík að fara í eyði í vetur, köld hús fram- undan, en börnin eiga fram- tíð sína á öðrum stöðum. Hvers vegna, er spurt? Vegna einangrunar, vegna lélegrar aðstöðu í sambandi við samgöngur, vegna skólagöngu, vegna þess að ekki hefur verið rímað á móti þeim athafnamönnum sem lögðu kapp á að halda byggð í plássinu meðal ann- ars með því að byggja eigin bryggju. Grein: Árni Johnsen Myndir: Ragnar Axelsson Suðurlandið á Djúpuvík var á sínum tíma hótel fyrir mik- inn fjölda fólks sem vann í plássinu á sfldarævintýrisárun- um milli ’30 og '40. Leikið með kettlinga. að var búið í tveimur húsum í Djúpavík sl. vetur, en nú er fólkið á förum, hjón á miðjum aldri, Páll Sæmunds- son og Lilja Jónsdóttir og Þórður Markússon, en Lýður Hallbergs- son ásamt konu og sjö börnum lokar einnig sínu húsi í vetur. Þau fóru til Skagastrandar sl. haust og Lýður var þar yfir rækjutímann ásamt Karli bróður sínum á bát þeirra, Dagrúnu, en síðan hefur hann verið í Djúpuvík. Það stefnir hins vegar allt í háfjöru mannlífs- ins i plássinu þrátt fyrir það að þessi staður hafi gefið íbúum sín- um góðar tekjur. Þegar við litum við var fólk að búa sig undir að flytja, Lýður í Húnavatnssýsluna, Páll og Lilja til Reykjavíkur og Þórður til Akraness. Páll og synir voru að reyna að bjarga hrút úr sjálfheldu í fjöllunum austan við plássið, en Þórður var að bjarga lambi úr björgunum vestan við plássið. „Við sem erum að flytja héðan verðum að byrja upp á nýtt, við fáum ekkert fyrir eigur okkar, hvorki hús né höfn, svo það er andskoti erfitt að standa í þessu," sagði Lýður sem flutti til Djúpa- víkur ásamt fjölskyldu sinni árið 1961. „Við vorum mest að vinna við stauragerð úr rekavið í sumar, fiskiríið var mjög lítið, hrein smá- kóð, svo smá að þorskurinn var ekki hirðandi. Við höfum því sinnt rekaviðnum og bjóðum staura hér á staðnum fyrir 40 kr. en þeir inn- fluttu sem Sambandið selur eru allt að helmingi dýrari og mun verri. Það hefur hins vegar verið mjög erfitt að selja staura í sumar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.