Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 231. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
80 SIÐUR
231. tbl. 70. árg.
SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Loka Iran-
ir Hormuz-
sundi?
Morlaix, Frakklandi, 7. oktober. AP.
FRÖNSK stjórnvöld neituðu hvorki
í gær eða játuðu að hafa sent írök-
um fimm Super Etenard-orrustuþot-
ur, sem sérsmíðaðar eru til að skjóta
hinum hættulegu Exocet-flugskeyt-
um. íranir höfðu áður hótað að ef úr
yrði, myndu þeir loka hinni miklu
olíuflutningsæð, Hormuz-sundi.
Ónafngreindir heimildarmenn
báru fram fregnirnar á föstu-
dagskvöldið og svo aftur í gær. f r-
akar hafa fyrir nokkru fengið
talsvert af fyrrgreindum Exocet-
skeytum frá Frökkum og hafa lagt
fast að þeim að fá þoturnar sem
allra fyrst. Stjórnvöld í París hafa
ekki haft hátt um niálið frá upp-
hafi, einkum vegna hótana írana
um lokun sundsins. Þá hafa Bret-
ar, Bandaríkjamenn og fleiri Vest-
urlandaþjóðir hvatt Frakka til
þess að selja írökum ekki um-
ræddar þotur vegna vandræðanna
sem það kynni að hafa í för með
sér.
600 ára pen-
ingaseðlar
á uppboði
Lundúnum, 8. október. AP.
ELSTU peningaseðlar heims, sem vit-
að er um, voru seldir á uppboði f
Lundúnum í gærdag. 1 m er að ræða
3 seðla, sem prentaðir voru í Kína á
valdatímum Ming keisara á 14. öld.
Fengust 670 sterlingspund fyrir seðl-
ana þrjá eða sem svarar 28.000 ísl.
krónum.
Peningaseðlar þessir eru að verð-
gildi eitt „kwan" og eru hvorki
meira né minna en 30 sm langir.
Munu þeir hafa verið prentaðir ein-
hvern tíma á bilinu 1368—1399.
Verðeiningin „kwan" var geysihá á
þessum tíma og þeir, sem ekki voru
af ættum Mandarína, gátu aðeins
látið sig dreyma um slíka upphæð.
Ljósm. Jóhann G. Kristinsson.
Þessi fallega mynd talar sínu máli. Er hún frá sumrinu sem nú hefur kvatt
landsmenn.
Kínverjar skera upp herör gegn glæpum:
Yfir þúsund afbrotamenn
hengdir frá því í ágúst
Peking, 8. október. AP.
BJARTVIÐRISDAG nokkurn í
Kína í síðasta mánuði voru 30 af-
brotamenn hengdir skammt frá
Marco Polo-brúnni í Peking. Þess-
ar aftökur eru síður en svo nokk-
urt einsdæmi.
Frá því þetta fréttist hafa
fregnir borist af yfir 30 henging-
um á einum degi í Shanghai.
Áfram er hægt að telja; 40 í Ti-
anjin, 30 í Harbin, 43 í Xian, 22 í
Datong, 12 í Beidahe. Þetta eru
aðeins nokkur dæmi og enginn
nema yfirvöld í Kína veit með
vissu hver er heildartala þeirra
afbrotamanna, sem hengdir hafa
verið á undanförnum vikum.
Heimildir innan raða erlendra
diplómata í landinu herma, að
a.m.k. 1000 manns hafi verið
hengdir frá því í ágúst í mikilli
herferð stjórnvalda gegn glæp-
um. Þessum fjöldahengingum
hefur ekki verið leynt fyrir al-
menningi og jafnvel ferðamenn
bera því við, að þeir hafi séð lík-
in dinglandi í snörunum.
Fátt bendir til þess, að þessari
hengingaröldu sé að ljúka. Að
sögn erlendra diplómata settu
yfirvöld í Kína sér það takmark
að aflífa 5000 afbrotamenn og
handtaka 50.000 fyrir lok þessa
mánaðar. Segja þeir jafnframt,
að aftökurnar séu liður í þriggja
mánaða herferð yfirvalda gegn
glæpum í landinu. Talsmenn
stjórnvalda hafa ekki viljað
staðfesta þessi ummæli.
Viðurlög við afbrotum hafa
mjög verið hert í Kína jafnframt
því sem lögregla og dómstólar
hafa óskoraðra vald en áður. Af-
brot, sem áður þýddu fangelsis-
dvöl, geta nú leitt til dauðadóms.
Þá eru afbrotamenn í auknum
mæli sendir í þrælkunarvinnu í
saltnámunum í Qinghai. Aðrir,
sem ekki hafa eins alvarlega
glæpi á samviskunni, eru sviptir
búsetuleyfi í viðkomandi borg og
sendir út á landsbyggðina.
Að sögn erlendra diplómata
þykja aðgerðir yfirvalda um
margt minna á skelfingarskeið
það, sem kennt var við fjór-
menningaklíkuna. Þeirri stefnu,
að senda afbrotamenn í betrun-
arbúðir, hefur verið varpað fyrir
róða með þeim ummælum, að til
þessa hafi allt of mikil linkind
verið sýnd. Sýnt sé, að ekkert
nema harka dugi í baráttunni
gegn glæpamönnum í landinu.
Rússar
rógbera
Walesa
Moskva, 7. október. AP.
Sovéskir fjöl-l
miðlar hófðul
enn ekki greintl
frá því aðl
pólskí verka-|
lýðsleiðtoginn
Lech Walesal
hefði hlotið'
friðarverðlaun IL. Æmff i
Nóbels í gær, hins vegar var
mikill rógur og níð um Walesa í
sovéskum blödum og útvarpi.
Sögðu sovésku fjölmiðlarnir
frá lélegri segulbandsupptöku
sem pólsk stjórnvöld voru sögð
hafa komið höndum yfir. Á
spólunni sögðu kommúnistar
vera samtal Lech Walesa og
bróður hans, Stanislaws, þar
sem Walesa var að segja að
hann hefði lagt stórfé inn í
banka Vatíkansins og Stanis-
law skyldi fara utan og fjár-
festa fyrir sig. Sögðu sovésku
fjölmiðlarnir að Walesa hefði
auðgast mjög á því að sá hatri
og stjórnleysi í Póllandi, fyrir
það hefðu Vesturlönd borgað
vel og Walesa væri nú millj-
ónamæringur.
Nicaragua:
Harðir
bardagar
í nótt
Managua, Nkaragua, 9. oklóber. AP.
TIL ATAKA kom í gær á milli
hermanna stjórnarinnar og
skæruliða skammt frá landa-
mærunum við Costa Rica, að
því er talsmenn stjórnarhers-
ins sögðu í morgun.
Réðust skæruliðarnir á
stjórnarherinn með sprengju-
vörpum seint í gærdag í El
Naranjo-héraði, um 10 kíló-
metra suður af höfuðborg-
inni Managua. Hart var bar-
ist þangað til seint í nótt, en
tölur um fallna og særða
lágu ekki fyrir.
Utanríkisráðuneytið í Nic-
aragua skýrði á fimmtudag
frá því, að 300 skæruliðar
biðu átekta rétt innan
landamæra Costa Rica,
reiðubúnir að ráðast á bæ-
inn Penas Blancas hinum
megin landamæranna. Fóru
stjórnvóld í Nicaragua fram
á það við yfirvöld í Costa
Rica i gær, að þau gerðu allt
sem í þeirra valdi stæði til
að stöðva yfirvofandi árás
og forðuðu þannig blóðsút-
hellingum.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48