Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						Bítlaæðið
r
*tgmiÞIafc£fe
HöLiywesB
MIÐVIKUDAGUR 2. NOVEMBER 1983
VERÐ I LAUSASÖLU 20 KR.
Berit tók
niöri við
Engey
FLUTNINGASKIPIÐ Berit, sem er
leiguskip Hafskips hf., en í eigu
finnskra aðila, tók niðri suður af
Engey þegar skipið var að fara út úr
Reykjavíkurhöfn í gærkveldi.
Samkvæmt upplýsingum sem
Morgunblaðið fékk hjá Björgólfi
Guðmundssyni, forstjóra Haf-
skips, sigldi skipið upp á sandrif
við Engey. Með flóðinu tókst síð-
an hafnsögubátunum að ná skip-
inu á flot. Bjóst Björgólfur við því
að skipið myndi sigla eins og ekk-
ert hefði í skorist, því ekki var
talið að um skemmdir væri að
ræða á skipinu.
Varpa kúlu
100 km leið
IJM AÐRA helgi munu nemendur
Iþróttakennaraskólans á Laugar-
vatni safna fé til styrktar íslenskum
Ólympíuförum á frekar óvenjulegan
hátt.
Þeir ætla að varpa kúlu 100 km
leið frá Laugarvatni til Reykjavík-
ur. Fyrsta kastið verður á hlaðinu
fyrir framan íþróttakennaraskól-
ann en endað verður á Laugar-
dalsvellinum í Reykjavík.
Sjá frétt á íþróttasíðu.
Skipið sem sökk, ms. Kampen, var smíðað í Kína í ársbyrjun:
Verðmæti farmsins lið-
lega 8 milljónir króna
Stórflutningaskipið ms. Kamp-
en, sem fórst undan suðurströnd
íslands í gærkvöldi, var í eigu
þýzka útgerðarfyrirtækisins Schulz
og Klemensen í Hamborg, sam-
kvæmt upplýsingum sem Morgun-
blaðið fékk hjá Eimskipafélagi fs-
lands, sem var með skipið á leigu
síðustu vikur.
Skipið var leigt til sérstakra
tímabundinna stórflutninga-
verkefna, s.s. flutninga á vikri,
brotajárni, kolum og fleiru. Ms.
Kampen var á leið frá Amster-
dam með 5.300 tonn af kolum
fyrir Sementsverksmiðju ríkis-
ins á Akranesi, en verðmæti
farmsins nam liðlega 8 milljón-
um króna.
M/s Kampen var sjósett í
janúar á þessu ári í Zhonghua,
skipasmíðastöðinni í Shanghai í
Kína, en það er byggt samkvæmt
þýzkum teikningum og eftir
ströngustu kröfum flokkunar-
fyrirtækisins     Germanische
Lloyds.
Burðargeta skipsins var 6.150
tonn og var um 280 þúsund rúm-
fet að stærð. Það var sérstaklega
búið til stórflutninga og einnig
með búnað til gámaflutninga.
Lestar skipsins voru boxlaga og
20sjómílur
A þessu korti má glöggt sjá hvar ms. Kampen fórst á Kötlugrunni um 50 sjómflur austur af Vestmannaeyjum, en
skipið var á leið frá Amsterdam með kolafarm fyrir Sementsverksmiðjuna.                Koct MW. G.Ó.I.
með stórum síðutönkum.
Allur tækjabúnaður ms.
Kampen var þýzkur, og var það
búið öllum fullkomnustu
siglingatækjum  sem  tíðkast  í
þýzkum skipum. Skipið hafði
verið í leigu hjá Eimskip frá 12.
september, en fyrirhugað var að
skila skipinu úr leigu 11. nóv-
ember nk. í Rotterdam.
Að sögn Eimskipafélags-
manna reyndist skipið í alla
staði hentugt í þeim flutningum
sem það var notað í á vegum fé-
lagsins.
Eimskipafélagsmenn ásamt Hannesi Þ. Hafstein, framkvæmdastjóra Slysa-
varnafélagsins, sitjandi. F.v. Hörður Sigurgestsson, forstjóri Eimskips, Garð-
ar Þorsteinsson, forstöðumaður Norður-Ameríku- og stórflutningadeildar,
Þórður Sverrisson, blaðafulltrúi Eimskips, og Þórður Magnússon, fram-
kvæmdastjóri fjármálasviðs Eimskips.                  i .,,,.,,„ mu köe
Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra um birgðastöðuna á Bandaríkjamarkaði:
1138 milljón króna
hækkun á einu ári
„MÉR FINNST viðbrögð forráðamanna Sölumiðstöðvar hraðfrystihúsanna með
ólíkindum. Ég sé ekki betur en að þeir ætli að snúast við hógværum athuga-
semdum tnínum með innantómum hrópyrðum og útúrsnúningum. Ég tel þess
vegna rétt að rifja upp innihald þeirra orða sem ég viðhafði á Hafnarfjarðar-
fundinum," sagði Sverrir Hermannsson iðnaðarráðherra í tilefni af yfirlýsing-
um Þorsteins Gíslasonar framkvæmdastjóra Coldwater í Mbl. sl. laugardag, en
þar segir Þorsteinn m.a. að Sverrir rangfæri birgðastöðuna í Bandaríkjunum.
Sverrir sagði síðan: „Ég sagði þar
að það hlyti að vekja áhyggjur að
sjá birgðir freðfisks á Bandaríkja-
markaði nær tvöfaldast frá því á
sama tíma í fyrra. Menn hlytu að
hafa áhyggjur af þessu og eins
hlytu menn að spyrja hvernig
standi á því að þessi sölusamtök
Árangurslaus leit á
Breiðafírði í gær
„ÞYRLA varnarliðsins fór af stað til
leitar á Breiðafirði um klukkan 7.00
í morgun og einnig eldsneytisvél frá
varnarliðinu," sagði Hannes Haf-
stein, framkvæmdastjóri Slysa-
varnafélags Islands, í samtali við
Morgunblaðið í gær er hann var
spurður um leit að skipverjunum
þremur sem saknað er af Hafernin-
um sem fórst við Bjarneyjar í gær.
„Þyrlan var í Stykkishólmi um
klukkan 8.00 og flutti 12 manna
hóp úr Slysavarnasveitinni þar og
fulltrúa sýslumanns út í Bjarneyj-
ar til leitar í eyjunum. Síðan hóf
þyrlan leit á svæðinu. Tíu bátar
fóru einnig til leitar og um borð í
flóabátnum Baldri var 30—40
manna hópur úr björgunarsveit-
um Slysavarnafélagsins á norðan-
verðu Snæfellsnesi og höfðu þeir
meðferðis fjóra báta til að komast
í land í eyjunum," sagði Hannes.
„Sjó var mikið tekið að lægja, en
gekk á með éljum, en þess á milli
var gott leitarveður, þó hvasst
væri í lofti. Ekkert fannst og vél-
arnar komu til baka laust eftir
klukkan 16.00, en leitarmenn voru
í eyjunum alveg fram í myrkur,"
sagði Hannes Hafstein.
okkar, hálfgerð einokunarsölusam-
tök, SÍS og Sölumiðstöðin, þrætast
á um undirstöðuatriði í sölu-
mennskunni, sjálft verðið. Ég
spurði: Er hætta á að Kanadamenn
séu að vinna þennan markað af
okkur með undirboðum og að verð
okkar sé of hátt? Ég sagði að mér
fyndust þeir hafa verið athafnalitl-
ir þó þeir hefðu unnið fullkomin af-
reksverk hér áður. — Mér fyndist
að þeir hefðu um of lítið aðhafst í
markaðsleit undanfarin ár og væru
eins og ég orðaði það, kannski
frosnir fastir. En hver eru svo
viðbrögðin? Það er reiknað út í
snatri að ég krefjist lækkunar sem
nemi einhverjum 300 íbúðarhúsum
— eða voru það kannski 300 togar-
ar?
Staðreyndin er sú, að daginn
fyrir Hafnarfjarðarfundinn fékk ég
í hendur frá Seðlabanka íslands
skýrslu þar sem segir að freðfiskur
á Bandaríkin hafi numið 1248 millj.
kr. í ágúst 1982. í ágúst 1983 segir
að freðfiskur á Bandaríkin hafi
numið 2386 millj. kr. Það var um
þessa tölu sem ég var að tala og
menn geta reiknað það út, að þetta
er einhvers staðar yfir 90% aukn-
ing. Hér er um óvefengjanlegar
staðreyndir að tala.
Síðan er allur málflutningur í
samræmi við þessi orð hins virðu-
lega forstjóra, þar sem hann orðar
það svo, að ég sé að vinna óskiljan-
leg skemmdarverk og fleira í þeim
dúr, að ég viðhafi lausmælgi og
fleira. Ég hlýt að spyrja: Er maður
með réttu ráði sem þannig talar?
Og eru sölusamtökin hafin yfir alla
gagnrýni eða athugasemdir. Auð-
vitað er leiðtogum og forustu-
mönnum sjálfrátt, hvernig þeir
mæta aðfinnslum eða athugasemd-
um eða umræðum, en það er ekki
traustvekjandi slíkt háttalag sem
þeir hafa í frammi með þennan
blekkingarvaðal og vængjabusl."
Kærður fyrir
nauðgun á13
ára stúlku
LIÐLEGA tvítugur maður á
Hellu hefur verið kærður fyrir að
hafa nauðgað 13 ára gamalli
stúlku.
Hún gætti barna fyrir
manninn á laugardagskvöldið.
Hann kom ölvaður heim til sín
og neytti aflsmunar til þess að
koma fram vilja sínum. Hann
hefur verið sendur í úttekt
vegna eldri dóms, sem hann
átti eftir að afplána — það var
fyrir minniháttar brot.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32