Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
ttgmiWMbfo
STOFNAÐ 1913
281. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 7. DESEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kasparov
nær forystu
Lundúnum, 6. desember. AP.
GARRY KASPAROV sigraði Vikt-
or Korchnoi eftir 43 leiki í áskor-
endaeinvíginu í skák í gær, hefur
þar með náð forystu, 4—3. Þá
krækti Vassily Smyslov í vinning,
er Zoltan Ribly gaf biðskák þeirra.
Smyslov hinn sovéski hefur því
tveggja vinninga forystu.
Sjá nánar frásögn á miðopnu.
EBE-fundur-
inn leysti
ekki f jár-
hagsvandann
Aþenu, 6. desember. AF.
ÞRIGGJA daga ráöstefnu leiðtoga
EBE-landanna lauk í Aþenu í Grikk-
landi í gær án þess að fjárhags-
vandamál bandalagsins væru leyst.
Engin fréttatilkynning var gefín út í
ráöstefnulok og allar yfírlýsingar leið-
toganna bentu til þess að vonbrigði
þeirra væru mikil.
Ekki er þetta talið marka enda-
lok Efnahagsbandalags Evrópu eft-
ir 25 ára sögu, en á hinn bóginn eru
fjárhagsörðugleikarnir geysilegir
og efnahagslíf landanna flestra er
bágborið. Atti að gera tilraun til að
stilla saman strengi á ráðstefnunni,
en orð Margaret Thatchers í fund-
arlok segja margt um hvernig til
tókst: „Það fengust engar niður-
stöður. — Engar."
Fjárhagsvandi bandalagsins mun
Uklega versna heldur en hitt og
reiknað er með vaxandi pólitískri
spennu landa í milli, sérstaklega
þar sem Bretland er annars vegar
og hin löndin mörg hver hins vegar,
enda hafa Bretar lengi talið að
framlög þeirra til EBE hafi verið
allt of mikil miðað við hluti ann-
arra. Var það nokkuð sem Margaret
Thatcher ætlaði að kippa í liðinn.
m    m  '*	á rvVt »».¦¦«* .1.	
	•«*?	
mmm^tmm* xMm^*	LT *^-^	
mÍ^^	fc&s*	
' _ 7/.	m£uL	
Dýrmætar bókmenntir VESTUR-þýska    ríkisstjórnin keypti í gær á uppboði hjá Soth-bys í Lundúnum „Guðspjöll Hin-riks  Ljóns",  sem  er  fagurlega skreytt handrit frá 12. öld. Ritið var slegið á slíka upphæð, að listaverk hefur aldrei áður selst svo dýrt. Uppboðið stóð aðeins yfir  í 2 mínútur.  Kaupverðið: rúmlega  8,14  milljónir  sterl-ingspunda,  eða  rúmlega  341 milljón íslenskra króna. Á með-fylgjandi  símamynd  má  sjá starfsmann  hjá  Sothbys  sýna gripinn. Sjá nánar frétt bls. 15.		
Fórnarlömb sprengingarinnar liggja eins og hráviði um allt.
Strætisvagn sprakk í loft upp í Jerúsalem:
Símamynd AP.
PLO stóð fyrir hryðjuverki
sem drap og særði 50 manns
— Arafat og menn hans senn frá Trípólí
Tel Aviv, Beinil, Trípóli. 6. desember. AP.
ÖFLUG SPRENGJA tætti strætisvagn í sundur í miðborg Jerusalem í
gær og létu 4 lífið, en 46 særðust, margir alvarlega. Sprengjan reif þakið
af vagninum og mölvaði allar rúður. PLO lýsti verknaðinum á hendur
sér, í tilkynningu frá samtökunum sagði að það hefði heppnast að
sprengja í loft upp rútubifreið sem flutti „hermenn", eins og komist var
að orði. Sannara reyndist að það voru óbreyttir borgarar sem urðu fyrir
barðinu.
Aðkoman yar hroðaleg. Eitt
vitni sagði: „Ég sá þakið og hlið-
arnar þeytast burt og er spreng-
ingin var um garð gengin tók við
hryllileg þögn. Það voru engin
hróp og engin óp. Fólkið sat ger-
samlega lamað í sætum sínum,
meira og minna sundurtætt og
brunnið. Ég sá litla stúlku horfa
tómum augum  í kring um  sig.
Andlit hennar var ein brunarúst
og annan handlegginn vantaði.
Sumir höfðu kastast úr sætum
sínum og Iágu langt í burtu. Það
var blóð um allt."
Skotið var á bandarísku friðar-
gæsluliðana í gærkvöldi, áköf
vélbyssuskothríð frá stöðvum
drúsa skammt frá flugvellinum i
Beirut. Engan sakaði, en Banda-
ríkjamennirnir svöruðu með léttri
fallbyssuskothríð. Þá skutu Sýr-
lendingar á ómannaðar fjarstýrð-
ar könnunarflugvélar fsraela í
gær og grönduðu tveimur, sögðust
þeir jafnframt hafa skotið niður
eina herþotu þeirra, en fsraelar
báru það snarlega til baka, auk
þess sem þeir sögðu aðeins eina
mannlausa könnunarvél hafa
hrapað eftir skothríð Sýrlendinga.
Enn er allt með kyrrum kjörum
í Trípólí, en loftið þrungið spennu
eftir sem áður. Komið hefur í ljós
að Yasser Arafat hefur beðið
Grikki um aðstoð við að koma sér
og hermönnum sinum í burt frá
borginni. Hafa Grikkir ákveðið að
verða við beiðninni og einn helsti
talsmaður Arafats í Trípólí sagði í
gær að nokkur grísk skip væru
væntanleg innan „fárra daga".
Munu þau flytja Arafat og menn
hans til Túnis og Norður-Jemen.
Munu skipin sigla undir fánum
Líbanon og Sameinuðu Þjóðanna.
Hörðustu bardagar
ársins í Afganistan
Nýju Delhi, 6. desember. AP.
VESTRÆNIR diplómatar sem ekki
létu nafna getið greindu frá því í
Nýju Delhi í gær, að fjölmennar
hersveitir Sovétmanna og afganskra
stjórnarhermanna hefðu ráðist að
stöðvum frelsissveita í Shomali-
héraði fyrir skömmu. Voru gerðar
margar árásir með aðstoð skrið-
dreka, stórskotaliðs, herþota og
vopnaðra þyrla. Var mótspyrnan
hörð og mannfall mikið.
Sagt var að 2500 sovéskir her-
menn hefðu tekið þátt í bardögun-
um og enn fleiri af hermönnum
Babraks Karmal sem er forseti
leppstjórnarinnar í Kabúl. Nokkur
hundruð skriðdreka voru notuð í
átökunum, en tugir þeirra voru
eyðilagðir þar sem mótspyrna
frelsisliða var mikil. Felldu þeir
marga Rússa og stjórnarhermenn,
auk þess sem þeir handtóku 24
Sovétmenn. Nákvæmar tölur um
mannfall lágu ekki fyrir, en ljóst
að frelsisliðarnir höfðu einnig orð-
ið fyrir miklu mannfalli.
Árásirnar hófust í lok nóvember
og þeim lauk að sögn diplómat-
anna á föstudaginn. Voru bardag-
arnir harðastir í svokölluðum
Guldara-dal, en þetta eru einhver
mestu átök sem orðið hafa í hinu
hrjáða landi á þessu ári.
Gullránið mikla:
Öryggis-
vörður var
handtekinn
Lundúnum, 6. desember. AP.
BRESKA lögreglan Scotland Yard
grcindi frá því í gær, aíi öryggis-
vörður sem starfaði við gull-
geym.sluhúsið viö Heathrow-flug-
viill. þar sem glæpamenn rændu 3
tonnum af gulli i dögunum. hefði
verið handtekinn og grunaður um
aðild að ráninu.
Handtakan kom mjög á óvart,
því talið var að lögreglan hefði
lítið í höndunum til að moða úr
og í raun ekkert annað en lýsingu
á tveimur vörubifreiðum sem
hugsanlegt væri að hefðu verið
notaðar til að aka þýfinu af
vettvangi er ránið var framið.
Oryggisvörðurinn sem handtek-
inn hefur verið, heitir Anthony
John Black. Talið er öruggt að
þjófarnir hafi verið sex talsins,
en þeir hótuðu meðal annars að
bera eld að einum varðanna ef
hann opnaði ekki gullhirslurnar.
Ekki hefur verið látið uppi
hvaða aðili átti gullíð sem rænt
var, en talið að það sé einhver í
austurlöndum fjær. Hefur sá
þegar fengið helming tryggingar-
upphæðarinnar greidda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32