Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 283. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
283. tbl. 70. árg.
FOSTUDAGUR 9. DESEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Hörð átök á Persaf lóa:
írakar segjast hafa
sökkt sex skipum
Nicosiu. 8. des. AP.                                                                 ¦»
Nicosiu, 8. des. AP.
SEX skipum írana var sökkt og ein
irönsk herþota skotin niður í dag í
mikilli orrustu á norðanverðum
Persaflóa, sem bæði skip og flugvél-
ar tóku þátt í. Skýrði INA, hin opin-
bera fréttastofa íraks frá þessu í dag
en viðurkenndi jafnframt, að ein
herþota frá írak hefði verið eyðilögð.
Var gefið í skyn, .-.ð flugvélin hefði
hrapað yfir írönsku landi og sagt, að
íranir bæru ábyrgð á öryggi flug-
mannsins.
INA skýrði ekki frá, um hvers
konar skip hefði verið um að ræða,
heldur aðeins, að sézt hefði til
fjðlda óvinaskipa á siglingu á
norðausturhluta Persaflóa. „Skip
og herþotur frá Irak réðust strax á
óvinaskipin og grönduðu sex
þeirra, sem sáust sökkva brenn-
andi í hafið, en önnur skip Irana
flýðu í ofboði til írönsku hafnar-
borgarinnar Bandar Beilam,"
sagði í tilkynningu herráðs íraka í
Korchnoi frestadi
áttundu skákinni
London, 8. desember, frá  lljálmari Jónssyni
blaoamanni Morgunblaosins.
ÁTTUNDA einvígisskák Kasparovs
og Korchnoi, sem átti að hefjast
klukkan fjögur í dag, var frestað að
beiðni Korchnoi. Hvor keppenda um
sig hefur rétt til að fresta skák einu
sinni og hefur Kasparov þegar nýtt
sér sinn rétt til þess. Næsta skák í
einvígjunum hér í London er níunda
skákin í einvígi þeirra Riblis og
Smyslovs, sem þeir tefla á morgun,
föstudag.
dag. Sú borg liggur um 80 km fyrir
norðan helztu olíuútflutningshöfn
írana á Kharg-eyju. Þá sagði
ennfremur • í tilkynningunni, að
herþotur íraka, sem flugu á vett-
vang til aðstoðar herskipunum,
hefði mætt herþotum frá Iran og
skotið eina þeirra niður í loftbar-
daga. Hins vegar hefðu öll skip og
herþotur íraka snúið heim heilu
og höldnu nema ein flugvél, sem
hrapað hefði „sökum taeknigalla".
íranska herráðið sagði í dag, að i
íranskar flugvélar hefðu skotið
niður eina herþotu íraka af gerð-
inni Sukhoy-22, sem smíðuð var í
Sovétríkjunum. Hins vegar var
hvergi minnzt á þær staðhæfingar
íraka, að þeir hefðu sökkt sex
skipum fyrir írönum og skotið
niður eina flugvél þeirra.
Frá NATO-fundinum í Brtissel. Geir Hallgrímsson, utanrfkisráðherra íslands sést hér ræða við U. Elleman-
Jensen, utanríkisráðherra Danmerkur í aðalstöðvum Atlantshafsbandalagsins í Briissel við upphaf fundar
utanrfkisráðherra bandalagsins þar í gærmorgun.
Einhugur á fundi
NATO í Brussel
Kriissel, 8. des. AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRAR Atlantshafsbandalagsins ræddu í dag á fundi
sínum í Briissel þá neitun Rússa að halda áfram viðræðum um takmarkanir
á langdrægum kjarnorkueldflaugum (START), en viðræður þessar hafa farið
fram í Genf. Haft var eftir brezkum sendistarfsmanni, að „þetta kæmi ekki
mjög á óvart. Þessi afstaða Rússa nú þarf samt ekki að þýða það, að þessar
viðræður verði ekki teknar upp að nýju".
Fundur NATO, sem utanríkis-
ráðherrar 16 aðildarríkja banda-
lagsins sitja, fer fram fyrir lukt-
um dyrum, en engin formleg til-
kynning var gefin út um efni fund-
arins í dag. Slík tilkynning verður
hins vegar væntanlega gefin út í
lok fundarins á morgun, föstudag.
Samkomulag mun hafa orðið um
að taka þátt í öryggismálaráð-
stefnu þeirri í Stokkhólmi, sem
hefjast á í næsta mánuði með að-
ild 35 þjóða, þar sem þjóðir Aust-
ur-Evrópu munu einnig eiga full-
trúa.
Mikill einhugur
„Ég tel, að umræður á þessum
fundi hafi verið mjög fróðlegar og
gagnlegar og ».5 mikill einhugur
hafi komið þar fram," sagði Geir
Hallgrímsson utanríkisráðherra í
viðtali við Morgunblaðið frá
Briissel í gær, en hann situr
NATO-fundinn fyrir Islands hönd.
Sagði ráðherrann, að fundurinn
hefði verið lokaður að undanskil-
inni setningu hans, en fundinum
lyki á morgun, föstudag, með sam-
eiginlegri yfirlýsingu. Þá sagði
utanríkisráðherra ennfremur, að
engin sérstök mál varðandi ísland
hefðu verið til umræðu á þessum
fundi.
Skotinn til bana
Lfk Edgar Grahams, eins af forystumönnum mótmælenda á Norður-
írlandi, liggur hér undir ibreiðu á gangstétt í Belfast, eftir að tveir
byssumenn, klæddir sem skokkarar, komu hlaupandi og skutu hann
umsvifalaust til bana. Gerðist þetta á miðvikudag fyrir utan lagahá-
skólann í Belfast, þar sem Graham var kennari.  Sjá bls. 22.
Norðursjór:
Leyfa minni
fiskveiðar
Rriissel, 8. des. AP.
Framkvæmdaráð     Efnahags-
bandalags Evrópu (EBE) hefur
ákveðið, að heildarmagn þess
fisks, sem aðildarríkjum banda-
lagsins verði heimilaö að veiða í
Norðursjó á næsta ári verði
1.457.960 tonn eða 162.680 tonn-
um minna en á árinu 1982, en þá
voru veiðikvótar aðildarríkjanna
síðast ákveðnir. Skýrði talsmaður
EBE frá þessu í dag. Verður heild-
armagn á þeim þorski, sem veiða
má á næsta ári 439.470 tonn, sem
er 82.870 tonnum minna en í fyrra
og leyfilegar veiðar á markrfl eiga
að nema 330.000 tonnum eða
45.000 tonnum minna en í fyrra.
Þá verður ekki heimilað að veiða
nema 163.400 tonn af ýsu, sem er
38.300 tonnum minna en áður.
Þessir veiðikvótar eiga að ná
jafnt til þess hlutar Norðursjáv-
ar, sem tilheyrir landhelgi aðild-
arríkja EBE sem til svonefndra
sameiginlegra hafsvæða, þar
sem ríki utan EBE mega einnig
veiða. Að því er veiðar á síld
snertir, sem er sú fisktegund, er
verið hefur í hvað mestri hættu
á þessu svæði, hefur fram-
kvæmdaráðið til athugunar að
leyfa veiðar á 150.000 tonnum,
sem er 82.000 tonnum meira en
1982.
Norskur rækju-
togari sekkur
Osló, 8. des. AP.
ÓTTAZT er um líf sjö norskra
rækjusjómanna, eftir að rækjutog-
aranum „Bellsund" hvolfdi og
hann sökk um 180 sjómílur fyrir
vcstan Bjarnarey á þriðjudags-
kviilil. Níu manna áhöfn var á skip-
inu. en tveir þeirra fundust seint á
miðvikudagskvöld og var bjargað
lifandi, iflir að hafa verið 29
klukkustundir á reki. í kvöld var
enn haldið áfram ákafri leit, þar
sem Bellsund sökk og tók fjöldi
skipa og flugvéla þátt í leitinni.
Samkvæmt frásögn þeirra,
sem bjargað var, sökk skipið á
örfáum mínútum. Einum skip-
verja tókst ekki að komast frá
borði og fór hann niður með skip-
inu. Enda þótt öllum hinum tæk-
ist að ná í sérstaka björgunar-
búninga, komust aðeins tveir
þeirra upp í gúmbjörgunarbáta,
sem blésu sig upp sjálfir.
Tilviljun olli því, að mönnun-
um tveimur var bjargað. Enn
hefur ekkert spurzt til hinna sjö,
sem saknað er.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48