Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 14.12.1983, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983 Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Fulltrúar ritstjóra Fréttastjórar Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson, Björn Jóhannsson. Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 250 kr. á mánuöi innanlands. I lausasölu 20 kr. eintakiö. „Staðan orðin glórulaus" Efasemdir um 15 þúsund króna kröfuna á formaimafundi ASI: Óraunhæft að stefiia að aðgerðum í bráð — en fólk má ekki sitja með hendur f skauti, segir forseti ASÍ Jón Ingvarsson, fram- kvæmdastjóri Isbjarnar- ins, sagði í Morgunblaðinu í gær, að staðan í rekstri frystihúss og togara fyrir- tækisins væri orðin svo glóru- laus að ekki væri lengur hægt að halda honum áfram. Frá og með næsta föstudegi, 16. desember, missa samtals 230 starfsmenn ísbjarnarins vinnuna vegna uppsagna. Enn einu atvinnufyrirtækinu í undirstöðuatvinnugrein efna- hagslífsins verður lokað og enginn veit í raun hvenær það verður opnað aftur. Fyrir þá sem ekki hafa kynnst því af eigin raun hve gífurlega röskun ákvarðanir sem þessar hafa í för með sér er ógjörlegt að setja sig í spor stjórnenda og starfsfólks ís- bjarnarins eða annarra stór- fyrirtækja sem eru í svipaðri aðstöðu. Uppsagnirnar í ís- birninum eru því miður ekki einsdæmi. í höfuðstað Norð- urlands, Akureyri, ræða menn nú mikið síðasta stór- áfallið í atvinnumálum þar, uppsagnir 60 starfsmanna í Slippstöðinni. Hvort og hvernig unnt verður að bæta úr verkefnaskorti Slippstöðv- arinnar er óráðið, en augljóst er að hvaðeina sem gert verð- ur krefst opinberra fjárútláta í einni eða annarri mynd. Ástæðurnar fyrir því hvers vegna eins er komið og raun ber vit'ni hafa svo oft verið raktar að það skal ekki gert hér og nú. Aðeins minnt á að orsakanna er ekki einungis að leita í fortiðinni heldur líka framtíðinni, því að aflahorfur á næsta ári setja auðvitað verulegt strik í reikninginn, þegar útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki kanna hvort staða er glórulaus eða ekki. Fiskiþing og Landssamband íslenskra útvegsmanna hafa sameinast um tillögur um stjórnun fiskveiða á árinu 1984 er hafa það í för með sér, ef samþykktar verða af al- þingi, að allar veiðar á ís- landsmiðum verða leyfis- bundnar og kvótaskipting verði sett á allar aðalfiskteg- undir og á öll skip yfir 12 brúttórúmlestir, en sameigin- legur heildarkvóti á skip 12 rúmlestir og minni. Til grundvallar við ákvörðun á skiptingu aflamagns milli skipa á að leggja hve mikið hvert skip hefur veitt á síð- ustu þremur árum. Með kvótakerfinu er gerð tilraun til að ná utan um hluta þess gífurlega vanda sem útgerð og fiskvinnsla standa frammi fyrir. En vandinn er ekki þar með leystur, síður en svo. Fjár- hagsdæmið hefur ekki einu sinni verið kynnt opinberlega og því síður hefur verið tekið á því. Vilji menn hafa yfirsýn yfir svo að ekki sé talað um stjórn á þróun íslenskra efna- hags- og atvinnumála verða þeir að gera sér grein fyrir niðurstöðunni í útgerðar- dæminu. Fram hjá þessari staðreynd verður ekki gengið nú frekar en endranær. Það er einmitt vegna þess að þetta dæmi hefur ekki verið gert upp að stjórnendur útgerðar- og fiskvinnslufyrirtækja um land allt standa í glórulausu stórviðri þessa dagana. Úrslitamál Alþýðubanda- lagsins Að venju er störfum al- þingis hagað með þeim hætti að öll mál eru afgreidd í tímahraki vegna jólaleyfis þingmanna. Nú verður fjár- lagafrumvarpið hespað af, tekin afstaða til frumvarps- ins um nauðsynlegar laga- breytingar til að koma á kvótakerfinu í fiskveiðum og stefnan í húsnæðismálum ákveðin með nýjum lögum um það efni. Þannig mætti áfram telja og er þó ekki minnst á útgerðardæmið aftur sem að ofan er getið. En hvað er það sem stjórn- arandstaðan telur brýnast að afgreiða á alþingi fyrir jóla- leyfi nú á þessum tímum vax- andi atvinnuleysis og magn- aðrar óvissu um alla afkomu þjóðarinnar? Jú, að frum- kvæði Alþýðubandalagsins er það sett sem skilyrði fyrir því að þingmönnum gefist kostur á að greiða úr brýnum úr- lausnarefnum, að tillaga um afvopnunarmál nái fram að ganga á alþingi fyrir jólaleyf- ið, hvaða tillaga er óljóst, enda eru þær fjórar sem nú liggja fyrir þinginu. Á meðan Róm brann lék Neró á fiðlu. Þegar alþingismenn ættu að einbeita kröftum sínum að því leysa úr gífurlegum þjóð- arvanda, vill Alþýðubanda- lagið að þeir setjist niður og ræði fjórar tillögur um af- vopnunarmál. Á FORMANNAFUNDI Alþýðusam- bands íslands, sem haldinn var um sl. helgi, komu fram miklar efasemdir ým- issa verkalýðsforingja um að krafan um 15 þúsund króna lágmarkslaun fyrir dagvinnu sé réttmæt gagnvart öllum launþegum og að hægt verði að koma henni í framkvæmd. Á fundinum kom einnig fram, að formenn verkalýðsfé- laganna telja afar varasamt að félögin leggi sjálf út í harða kjarabaráttu, þeir vilja heldur halda í samflotið svokall- aða. Hugmynd um að félögin reyndu að ná sjálfstæðum samningum var viðruð af Ásmundi Stefánssyni, forseta ASÍ, en fékk ekki hljómgrunn. „Það er öllum ljóst, að krafan um 15 þúsund króna dagvinnutekju- tryggingu myndi jafna út nær alla taxta Alþýðusambandsins," sagði Guðjón Jónsson, formaður Sambands málm- og skipasmiða, í samtali við blm. Morgunblaðsins í gærkvöldi að afloknum sambandsstjórnarfundi ASÍ, sem haldinn var á eftir for- mannafundinum. „Þessi krafa hefur ekki verið hugsuð til enda en hug- myndin hefur verið sú, að eftirvinnu- taxtar fylgdu eftir sem áður samn- ingsbundnu kaupi, eins og það er í dag.“ Guðjón tók undir það, að 15 þúsund króna dagvinnutekjutrygging gæti falið í sér visst óréttlæti gagnvart ýmsum hópum. „Ég er ekki viss um að þetta sé framkvæmanlegt," sagði hann. „Tekjur myndast á fleiri vegu en með dagvinnulaununum einum. Allir erum við sammála um að nauð- synlegt sé að bæta afkomu þeirra lægst launuðu og sjálfur tel ég að réttast sé að þurrka út alla taxta, sem eru undir 15 þúsund króna mark- inu.“ Hann sagði það hafa legið í loftinu, eins og allir vissu, að fólk væri ekki reiðubúið í aðgerðir á þessum tíma. „Við höfum viljað láta áhrif efna- hagsaðgerða ríkisstjórnarinnar koma í ljós. Nú tel ég að þau hafi komið fram en ég er ekki þeirrar skoðunar, að rétt sé að taka ákvörðun um að- gerðir á þessum tíma, þegar svo skammt er til jóla. Ég tel rétt að bíða fram yfir áramót og taka þá ákvörð- un með tilliti til atvinnuástands og fleiri þátta." Ásmundur Stefánsson, forseti Al- þýðusambandsins, sagði blm. Morg- unblaðsins, að öllum hefði verið ljóst frá upphafi að mikil vandkvæði yrðu við framkvæmd samninga um 15 þús- und króna lágmarkstekjurnar. „Þó lögðum við áherslu á, að samið yrði til skamms tíma með það í huga að bæta hag hinna lægstlaunuðu en neyð þeirra er svo yfirgnæfandi og alvarleg að það þolir enga bið. Við töldum því, og teljum enn, að sérstök hækkun lágmarkstekna væri skyn- samleg lausn, sem stæði á meðan væri gerður ítarlegri samningur til lengri tíma. Þessi afstaða var áréttuð á fundinum. Ef ekki næst bráða- birgðasamningur þá þarf að skoða málin í samhengi til lengri tíma — en það er bráðnauðsynlegt að leysa vanda lágtekjufólksins," sagði Ás- mundur. Forseti ASÍ sagði augljóst, að í þessum efnum væru ekki til neinar einfaldar eða gallalausar lausnir. „Þannig er augljóst, að ef skattkerfið er notað, sýnir reynslan, að skatt- gögnin eru óáreiðanleg heimild um aðstæður manna og eins eru upplýs- ingarnar allt að tveggja ára gamlar. Mín skoðun er sú,“ sagði Ásmundur, „að hvað sem vandkvæðunum líður verði að leita að leiðum á öllum víg- stöðvum: Bæði þarf að hækka kaup hinna lægstlaunuðu og að taka tillit til þeirra með skattaaðgerðum." Á undanförnum vikum og mánuð- um hefur komið fram, að verkalýðs- foringjar eru almennt þeirrar skoð- unar, að nú sé ekki vilji í félögunum út um landið að grípa til aðgerða í kjarabaráttunni. „Ég get tekið undir það, að það er ekki raunhæft að stefna að aðgerðum í bráð,“ sagði Ás'mundur. „Hvorki desember né janúar eru heppilegir mánuðir til al- mennra verkfallsaðgerða. Það sem ræður mestu þar um er atvinnu- ástandið, eins og það er í dag. Víða um land er atvinnuleysi og nánast um allt landið er mikil óvissa í atvinnumálum. Breytingar á lögum um veidar í fiskveiðilandhelginni: Ekki framkvæmt nem um eignaskipulagsins sagði Guðmundur H. Garðarsson við umræðurr í fyrrakvöld mælti Halldór Ás- grímsson sjávarútvegsráðherra fyrir stjórnarfrumvarpi, í neðri deild al- þingis, til breytinga á lögum um veiðar í fiskveiðilandhelgi íslands. Vegna umræðna um frumvarp félagsmála- ráðherra um Húsnæðismálastofnun ríkisins, sem stóð fram á kvöld, mælti sjávarútvegsráðherra ekki með frum- varpinu fyrr en klukkan 22. Umræðan stóð til um klukkan hálf eitt, er henni var frestað, en þá voru margir þing- menn enn á mælendaskrá. Halldór Ásgrímsson gerði grein fyrir aðdraganda þess að frumvarp- ið væri nú lagt fram. Sagði hann að nefnd sem fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra hefði skipað á síðasta ári til að endurskoða lögin um veið- ar í fiskveiðilandhelginni hefði skil- að áliti í janúar síðastliðnum. Af ýmsum ástæðum hefði frumvarp nefndarinnar ekki verið lagt fram þá, en nú væri ástand þessara mála þannig að nauðsynlegt væri að grípa til meiri aðgerða en áður hefði verið gert. Gerði sjávarútvegsráð- herra grein fyrir meginatriðum frumvarpsins og skýrði einstakar greinar þess. Alltaf má deila um hve mikil af- skipti við eigum að hafa af veiðun- um, sagði sjávarútvegsráðherra síð- an efnislega, en ekki verður hjá því komist að grípa til þessara stjórn- unaraðgerða vegna þeirra sveiflna sem óhjákvæmilega eru í sjávarút- vegi okkar. Ljóst er, að þegar til lengdar lætur leiðir óheft sókn til ofveiði og ávallt verður hætta á að hver og einn hugsi fremur um eigin hag, að afla sem mest, en líti þá ekki til þjóðarhags. Þess vegna er óhjákvæmilegt að auka afskiptin, því miður, en ekki er séð fyrir end- ann á því í dag hvernig þau vanda- mál sem að sjávarútveginum steðja verða til lykta leidd. Helstu hags- munasamtök sjávarútvegsins, stjórn LÍÚ og Fiskiþing, hafa fjall- að um þessi mál og lagt þessar að- gerðir til. Ég geri mér ljóst að þess- ar tillögur eru ekki tilkomnar vegna þess að þessir aðilar óski þeirra, en þetta eru þeir aðilar sem þekkja einna best til vandans og vilja að áföllunum verði þannig jafnað niður. Ekki er á þessari stundu hægt að fullyrða hversu víðtækt kvótakerfið verður. Þó eru margir hræddir við það, það er að öll hvatning hverfi og það kapp minnki sem einkennt hef- ur fiskveiðar okkar íslendinga til þessa. Nauðsynlegt er að þingið veiti þessar heimildir þannig að hægt verði að setjast niður með hagsmunaaðilunum og ákveða fisk- veiðistefnuna fyrir næsta ár. I þessu sambandi óska ég eftir sem bestu samstarfi hér í þinginu og í landinu öllu. Þetta er viðkvæmt mál sem varðar hag hvers einasta byggðarlags í landinu svo og hvers einasta einstaklings. Hins vegar geri ég mér grein fyrir því að aldrei verður gert svo öllum líki, sagði Halldór Ásgrímsson sjávar- útvegsráðherra. Guðmundur Einarsson (Bj.) tók næstur til máls. Gerði hann aðdrag- anda frumvarpsins að umræðuefni og gagnrýndi að sú umræða hefði eingöngu farið fram utan þings en frumvarpið væri síðan lagt fyrir al- þingi í mikilli tímapressu. Efnislega um frumvarpið, sagði Guðmundur, að inntaki þess væri hægt að lýsa í einni setningu: Ráðherra getur gert það sem honum þóknast innan fisk- veiðilandhelginnar. Sagði hann að frumvarpið gæti, ef að lögum yrði, gerbreytt öllu lífi í landinu og myndi hafa áhrif á flest það sem máli skipti í þjóðlífinu. Hugsanlega væri hér um að ræða afdrifaríkasta mál sem hingað til hefði komið á borð þingmanna. Nefndi hann nokk- ur dæmi sem hann taldi að sam- þykkt frumvarpsins hefði í för með sér. Sagðist Guðmundur ekki hafna kvótafyrirkomulaginu en máli skipti hvernig þvi væri beitt. Kvóta- kerfið gæti aukið gæði, nýtingu og hagræðingu að einhverju marki en því fylgdi á hinn bóginn gífurleg eignatilfærsla og olnbogarými til sérstakra átaka takmarkaðist mjög. Taldi hann nauðsynlegt að fá meiri upplýsingar um hvaða reiknireglum yrði beitt við kvótaskiptingu og hvaða reglur ættu að gilda um framsal eða beina sölu kvóta. Þetta væru slík meginatriði að alþingi bæri að fjalla um þau og gæti þingið ekki afsalað sér þeim rétti til ráð- herra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.