Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 287. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						fftttnilJffiMfeí
STOFNAÐ 1913
287. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 14. DESEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
í
Herskip skjóta á
stöðvar í Líbanon
Beirút, 13. desember. AP.
TVÖ BANDARÍSK herskip héldu uppi skothríð á stöðvar Sýrlendinga í
miðhluta Líbanon cflir hádegi þar sem skotið var að bandarískum könnun-
arflugvélum yfir Líbanon skömmu áður.
Einnig héldu þrjú ísraelsk
herskip uppi linnulausri klukku-
stundar skothríð á stöðvar
Palestínuskæruliða í Trípólí í
norðurhluta Líbanon. Af hálfu
herstjórnarinnar var árásin á
stöðvar skæruliða, sem hliðhollir
eru Arafat, sögð árangursrík.
Árás ísraela var gerð aðeins
fáum klukkustundum eftir að Pal-
estínuskæruliðar, sem njóta
stuðnings Sýrlendinga, sögðu Ara-
fat reyna komast hjá því að yfir-
gefa borgina og hótuðu að leggja
til atlögu gegn honum ef hann yrði
ekki á brott fyrir 21. desember.
Skipin skutu aftur síðdegis og
sögðu skæruliðar þau hafa þá
skotið fosfórsprengjum.
Þá felldu vopnaðir menn
franskan gæzluliða er þeir skutu á
eina varðstöð Frakka í Beirút úr
bifreið, sem ekið var á miklum
hraða fram hjá varðstöðinni. Hafa
78 franskir gæzluliðar fallið í Líb-
anon.
George P. Shultz utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna sagði ísraela
og Bandaríkjamenn greina á um
brottflutning skæruliða Arafats
frá Trípolí, en sagði að Israelar
myndu þó ekki ráðast á grísku
skipin, sem eiga að flytja skæru-
liðana burt.
Amin Gemayel forseti hafnaði í
dag afsagnarboði Shafik Wazzans
forsætisráðherra og sagði aðstæð-
ur í landinu ekki bjóða upp á
stjórnarbreytingar, en með þessu
hefur forsetinn lagt á hilluna til-
raunir til að mynda samsteypu-
stjórn stríðandi fylkinga í Líban-
on. Gemayel hélt til Lundúna í
tveggja daga heimsókn þangað.
Litlujólin íHvíta húsinu
AP/ Simamynd.
Nancy Reagan með hópi barna diplómata, sem aðsetur hafa í Washington, á litlu jólunum, sem jafnan eru
haldin börnunum í Hvíta húsinu. Flest barnanna eru í þjóðbúningum landa sinna.
Shultz hótar að hefna hryðjuverkanna:
Sprengjuárásir á
sérstök skotmörk
Washington, 13. desember. AP.
VARNARMÁLARÁÐUNEYTIÐ bandaríska hefur tekið saman lista yfir
skotmörk í Lfbanon, sem sprengjum verður varpað á ef hryðjuverkamenn
gera frekari árásir á bandarísk mannvirki, að sögn heimilda í Pentagon.
Skotmörkin eru m.a. eldflaugaskotpallar Sýrlendinga og svæði sem hryðju-
verkamenn, sem njóta stuðnings írana, byggja.
Á listanum ku vera að finna
ýmis bardagahreiður Sýrlendinga,
en bandarísk yfirvöld telja annað
útilokað en hryðjuverkamenn hafi
notið aðstoðar þeirra í sjálfs-
morðssprengjutilræðum í Líban-
on.
George P. Shultz utanríkisráð-
herra Bandaríkjanna hótaði í dag
hefndum ef tækist að hafa upp á
tilræðismönnunum, sem tilheyra
samtökunum „Heilagt stríð", sem
einnig bera ábyrgð á sprengingum
í Beirút í haust þegar nærri 300
franskir og bandarískir hermenn
létu lífið.
Hins vegar lýsti annar aðili
ábyrgð á sprengjutilræðunum við
sendiráð Bandaríkjanna og
Frakklands og sagði að efnt yrði
til sams konar aðgerða í öðrum
olíuríkjum   og   Líbanon.   írakar
sökuðu írana um að hafa skipu-
lagt tilræðin í Kuwait og hótuðu
hefndum, og varð það til þess að
íranir þvertóku fyrir að hafa átt
nokkra aðild að sprengingunum.
Gífurlegur viðbúnaður var af
hálfu hers og lögreglu í Kuwait í
dag í framhaldi af sprengingun-
um, en í þeim létust 7 og 62 slösuð-
ust. Brynvagnar voru staðsettir
við sendiráð og opinberar bygg-
ingar og vegtálmar reistir víða í
miðborginni. Handtökur hafa átt
sér stað vegna tilræðanna, sem
samtökin „Heilagt stríð" hafa lýst
ábyrgð á.
AP/ Simannnd.
Bandarískur gæzluliði ber skreytt jólatré út úr skotbyrgi sínu við
flugvöllinn í Beirút. Gæzluliðarnir eru um þessar mundir að gera
jólalegt í stöðvum sínum í Líbanon vegna nálægðar fæðingarhátíðar
frelsarans.
Afganistan:
26 flokksleiö-
togar líflátnir
Islamabad, 13. desember. AP.
AFGANSKAR frelsissveitir náðu 30 flokksleiðtogum frá Kabúl í áhlaupi á
skrifstofu stjórnarflokksins í Herat í nóvemberlok og tóku síðar alla nema
fjóra af lífi, að sögn vestrænna diplómata.
Flokksleiðtogarnir tóku sér ferð
á hendur til Herat til að komast að
því hvers vegna yfirvöldum þar
hefur mistekist að bæla niður and-
spyrnu í héraðinu. óljóst er hvers
vegna fjórum þeirra var hlíft, en
hvar þeir eru niðurkomnir er hulin
ráðgáta.
Þá skýrðu diplómatarnir frá
blóðugum átökum í Ghazni-héraði,
milli frelsissveita og sovézkra her-
manna. Komið hefur til a.m.k. sjö
bardaga frá því frelsissveitirnar
gerðu árás á lest herflutningabíla í
nóvemberbyrjun í smáborginni
Giru. Hafa rúmlega hundrað sov-
ézkir og afganskir hermenn og tug-
ir stjórnarerindreka verið felldir í
þessum átökum, en minna mann-
fall hefur orðið í sveitum frelsisafl-
anna.
Ennfremur hafa borizt fregnir
frá Kabúl þess efnis að Dr. Naji-
bullah, yfirmanni leynilögreglunn-
ar, hafi verið sýnt banatilræði, en
hann sloppið naumlega er sprengja
uppgötvaðist í skrifstofu hans í
forsætisráðuneytinu. Fleiri tugir
starfsmanna leynilögreglunnar
hafa verið handteknir, grunaðir um
að vera viðriðnir tilræðið.
Mannránin, aftökurnar og önnur
nýleg atvik eru til merkis um öfl-
uga andspyrnu um land allt á sama
tíma og stjórnvöld í Kabúl undir-
búa hátíðarhöld í tilefni fjögurra
ára afmælis innrásar Sovétmanna.
Skák frestað
London, 13. desember. AP.
VASSILY Smyslov tók sér frí frá
taflmennsku og var 10. einvígisskák
þeirra Zoltan Riblis þvi frestað til
fimmtudags.
Dollarinn
klifrar enn
London, 13. desember. AP.
Bandarfkjadollar steig enn í
verði og hefur aldrei verið hærri
gagnvart sterlingspundinu, franska
frankanum og lírunni ítölsku og
gagnvart vestur-þýzka markinu og
hollenzka gyllininu í iratug. Einnig
hefur dollar ekki verið hærri gagn-
vart svissneska frankanum frá því
15. nóvember í fyrra.
Helzta ástæðan fyrir áfram-
haldandi hækkun dollarans
gagnvart öðrum gjaldmiðlum í
dag var 1,9% aukning smásölu-
verzlunar í Bandaríkjunum í
nóvember, en það er tvöfalt meiri
aukning en búizt var við. Einnig
urðu fregnir af nýjum vopna-
viðskiptum í Líbanon til að
styrkja dollar.
Gullverð lækkaði smávegis á
sama tíma og dollar styrktist,
eða um tvo dollara únsan, sem
kostaði 389,50 dollara í London
við lok viðskipta, og 388,80 í Zur-
ich. Einnig lækkaði silfur örlítið
í verði, í 9,335 dollara únsan.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32