Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR
tYgunlMbiMfe
STOFNAÐ 1913
290. tbl. 70. árg.
LAUGARDAGUR 17. DESEMBER 1983
Prentsmiöja MorgunblaÖsins
Danuta Walesa lagði
blómsveig að minnis-
merki verkamanna
Gdansk, 16. des. AP.
DANUTA Walesa, kona Lechs Wal-
esa, lagdi í dag fyrir hönd manns síns
blómsveig við minnismerki það í
Lenin-skipasmíðastöðvunum             í
Gdansk, sem reist var til minningar
um verkamenn þá, er þar voru drepn-
ir 16. desember 1970. Sjálfur liggur
Walesa veikur af inflúensu og fól því
konu sinni að framkvæma þessa at-
höfn. Mikill fjöldi lögreglumanna var
á verði við minnismerkið og voru þeir
viðbúnir með vatnsslöngur og bryn-
varðar bifreiðar, ef til óeirða keæmi.
Einnig höfðu mörg hundruð lögreglu-
menn tekið sér stöðu í borgunum
Varsjá og Nova Huta, sem er útborg
Krakow í suðurhluta Póllands.
Kommúnistastjórnin í Póllandi
hafði neitað beiðni Walesa um að fá
að flytja ávarp við minnismerkið,
sem svo mjög hefur verið tengt
Samstöðu, samtökum hinna frjálsu
verkalýðsfélaga í Póllandi, er ein-
mitt voru stofnuð í skipasmíða-
stöðvunum í Gdansk. 1 yfirlýsingu,
sem Walesa lét frá sér fara í dag,
skoraði hann á stjórnvöld í Póllandi
að fallast á að Samstaða fengi að
starfa hindrunarlaust að nýju, svo
að komið yrði í veg fyrir „snarpar
og harkalegar deilur í landinu".
Prestur að nafni séra Jerzy Popi-
eluszko, sem stjórnvöld höfðu hald-
ið í gæzluvarðhaldi fyrr í þessari
viku, flutti messu í dag fyrir fjöl-
mennum hópi verkamanna við Len-
in-skipasmíðastöðvarnar. Tileink-
aði hann ræðu sína þeim „verka-
mönnum, sem myrtir voru í skipa-
smíðastoðvunum í Gdansk fyrir 13
árum og í Wujek-kolanámunum
fyrir 2 árum".
Pólski presturinn séra Jerzy Popiel-
uzko flytur messu fyrir verkamenn
við Lenín-skipasmíðastöðvarnar í
Gdansk í gær.
Poul Schliiter, forsætisráðherra Danmerkur:
„Ég vildi þessar kosning-
ar og ég ætla að vinna þær
kaupmannahorn, 16. desember. AP.
Kosningaspjöldin keppa
nú við jólaskrautið um að
setja svip á daglegt líl' í
Danmöt ku en þingkosningar
munu fara þar fram 10. janú-
ar nk. Er Hægriflokknum,
flokki Poul Schluters, forsæt-
isráðherra, spáð mikilli fylg-
isaukningu í skoðanakönn-
unum en aðalstjórnarand-
stöðuflokkurinn, jafnaðar-
menn, munu aftur á móti
tapa samkvæmt þeim.
„Ég vildi þessar kosningar og
ég ætla að vinna þær," sagði
Schlúter í gær, skömmu eftir að
fjárlagafrumvarp stjórnar hans
hafði verið fellt á þingi. Dönsku
blöðin tala í dag um „einvígi
hinna stóru", jafnaðarmanna og
hægrimanna, og ber þeim öllum
saman um, að í þeim átökum
Paul Schliiter
hafi Schluter bæði töglin og
hagldirnar. Síðustu 15 mánuð-
ina hafa allar fréttir af dönsk-
um efnahagsmálum verið góðar
Kasparov
sigraði
Londun, 16. des. AP.
GARY Kasparov sigraði Victor
Korchnoi (11. skákinni í dag og var
þar með orðinn sigurvegari í einvíg-
inu. Eru úrslitin á þann veg, að
Kasparov hefur hlotið 7 vinninga en
Korchnoi 4. Kasparov vann 4 skák-
ir, tapaði einni og sex skákir urðu
jafntefli.
Kasparov hafði hvítt í síðustu
skákinni og tefldi fram drottn-
ingarpeði en Korchnoi svaraði
með svonefndri Benonivörn.
Skákin varð fljótt flókin en tví-
sýn og gaf til kynna, að Korchnoi
hygðist leggja sig allan fram til
þess að vinna, enda mátti hann
til, þar sem jafntefli nægði and-
stæðingi hans til sigurs í einvíg-
inu. Svo fór, að Korchnoi teygði
sig of langt eftir vinningi og tap-
aði.
Þeir Vassily Smyslov og Zoltan
Ribli tefla 11. skák sína á morg-
un, laugardag.
Sjá skákskýringar á bls. 2.
fréttir og segja kannanir, að
eftir 10. janúar nk. muni
Hægriflokkurinn ekki eiga 26
menn á þingi sem nú, heldur 52.
Allt útlit er hins vegar fyrir
að samstarfsflokkarnir muni
tapa en ef spárnar rætast þarf
Hægriflokkurinn ekki nema
einn samstarfsflokk eftir kosn-
ingar. Það hefði líka þær afleið-
ingar, að stjórnin gæti fylgt eig-
in stefnu í utanríkismálum í
stað þess að láta stjórnarand-
stöðuna segja sér fyrir verkum í
því efni.
Sjónvarpað var frá umræðun-
um um fjárlögin en ræður
manna snerust kannski minnst
um þau heldur voru þær líkari
almennum framboðsræðum.
Voru 170 ræður fluttar á 13
klukkustundum og sagði Lasse
Jensen, yfirmaður fréttadeildar
danska sjónvarpsins, að „sjón-
varpsvélarnar hafa sömu áhrif
á stjórnmálamennina og hun-
ang á býflugur. Þeir misnota
ekki sjónvarpið — þeir gleypa
það með húð og hári".
Bjargaö
úr hönd-
um IRA
Ballinamore, 16. des. AP.
HERMÖNNUM og lögreglu tókst
í dag að bjarga Don Tidey úr
höndum mannræningja írska lýö-
veldishersins (ÍRA) eftir harðan
skotbardaga. Tidey, sem er for-
stjóri fyrir stórmarkaðskeðju,
hafði verið fangi mannræningj-
anna í 22 daga og höfðu þeir kraf-
izt 5 millj. punda lausnargjalds
fyrir hann (um 200 millj. ísl. kr). í
átökunum í dag biðu einn lög-
reglumaður og einn hermaður
bana.
Til skotbardaga kom, er
mannræningjarnir, sem voru að
flytja Tidey milli felustaða, óku
framhjá eftirlitsstöð lögregl-
unnar í bænum Ballinamore,
sem liggur ekki langt sunnan við
landamæri         Norður-írlands.
Mikil ringulreið skapaðist á
meðal IRA-mannanna, er bif-
reið þeirra var stöðvuð og tókst
Tidey þá að slappa burt. IRA-
mennirnir flýðu til skógar eltir
af lögreglu og írskum hermönn-
um. Til skotbardaga kom hvað
eftir annað og særðust tveir
lögreglumenn og tveir hermenn,
þar af annar lögreglumaðurinn
og annar hermaðurinn til ólífis.
Um 600 hermenn og lögreglu-
menn höfðu kannað þetta svæði
gaumgæfilega undanfarna daga
í leit sinni að Tidey, sem er 49
ára gamall og forstjóri Qu-
innsworth-stórmarkaðanna.
•r **
Fólk í borginni Andineshk í Iran flytur á brott húsgön gog annað það litla,
sem heillegt var eftir i heimili þess eftir loftárás f raka á borgina á miðviku-
dag. Ali Khamanei, forseti írans, hótaði í gær írókuni grimmilegum hefndum
og sagði: „frakar skulu fá að gjalda fyrir glæpi sina."
Vopnahlé tilkynnt, en
rofið 4 stundum síöar
Grísku skipin lögð af stað til bjargar Arafat
Beirút, Trípólf og Genf, 16. desember. AP.
GRÍSKA skipið Vergina lagði í dag upp frá Aþenu undir fána Grikklands og
Sameinuöu þjóðanna áleiðis til Trípólí í Líbanon, þar sem það mun áxamt
fjórum öðrum skipum flytja Arafat og menn hans a brott frá borginni. Hin
skipin áttu að leggja upp í kvöld.
fsraelskir varðbátar gerðu
snemma í morgun árás á
bækistöðvar PLO í Trípólí. Var
þetta í fjórða sinn á einni viku, sem
Israelar skjóta á búðirnar. Skothr-
íðin í morgun stóð yfir í hálfa aðra
klukkustund, en ekki var vitað um
manntjón.
Skömmu eftir árás ísraela var
tilkynnt í Damaskus í Sýrlandi, að
hinar stríðandi fylkingar í Líbanon
hefðu komist að samkomulagi um
vopnahlé. Aðeins fjórum stundum
síðar höfnuðu sex flugskeyti
skammt frá einni braut flugvallar-
ins í Beirút og sprungu með tilheyr-
andi Iátum. Þar með var friðurinn
úti og enn eitt vopnahléð að engu
orðið.
Starfsmaður líbanska sendiráðs-
ins í Genf tilkynnti í dag, að miklir
möguleikar væru á að fundur um
þjóðarsátt í Líbanon yrði haldinn í
Montreaux í Sviss á þriðjudag.
Gemayel, Líbanonforseti, sem er á
heimleið eftir ferðalag til nokkurra
landa, hafði áður sagt, að fundað
yrði í Damaskus á sunnudag.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48