Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
293. tbl. 70. árg.
MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Kinn strídsmanna Arafats kveður dóttur sfna iður en hann heldur til skips,
sem flutti hann frá Trípólí. Fimm grísk skip fluttu Arafat og 4000 stuðnings-
menn hans frá borginni og nutu þau verndar franskra herskipa.
Liðsmenn Arafats
á burtu frá Trípólí
Trípólí, 20. desember. AP.                                                                      JL
YASSER Arafat, leiðtogi PLO, og
4.000 stuðningsmenn hans voru
fluttir í dag frá líbönsku borginni
Tripoli á fimm grískum skipum.
Frönsk herskip voru skipalestinni
til verndar. Að sögn mun Arafat
halda til Túnis þar sem hann setti
upp höfuðstöðvar eftir _ að hafa
hrakist burt frá Beirut. ítalir hafa
ákveðið að fækka í gæsluliði sínu í
Líbanon.
Tæplega sex stundum eftir að
fyrstu skæruliðarnir stigu um
borð létti síðasta skipið akkerum
og hélt út úr höfninni í Tripoli
undir vernd franskra herskipa.
Arafat sagði við fréttamenn áður
en hann fór til skips, að barátt-
unni væri ekki lokið. „Við munum
ekki unna okkur hvíldar fyrr en í
Jerúsalem, höfuðborg okkar pal-
estínska ríkis," sgði hann. Menn
hans báru myndir af leiðtoga sín-
um og gerðu sigurmerki með
fingrunum þótt verið væri að
flytja þá eins konar hreppaflutn-
ingi öðru sinni á rúmu ári. í fyrra
hrökkluðust þeir frá Beirút undan
ísraelum en að þessu sinni frá
Trípólí undan sínum eigin bræðr-
um og fyrrum bandamönnum,
uppreisnarmönnum innan PLO og
Sýrlendingum.
Mörg hundruð líbanskra lög-
reglumanna höfðu eftirlit með
brottflutningnum og tóku í sína
vörslu mikið af hergögnum, sem
skæruliðarnir urðu að skilja eftir.
Líbönsku lögreglumennirnir tóku
einnig stjórn borgarinnar í sínar
hendur en liðsmenn stærsta
einkahersins í borginni, „Islómsku
einingarinnar", þustu um stræti
borgarinnar á bílum og létu ófrið-
lega. Borgarbúar óttast nú að
þessi samtök og önnur, sem Sýr-
lendingar styðja, taki nú til við
manndrápin að Palestínumönnum
frágengnum.
Giovanni Spadolini, varnar-
málaráðherra Italíu, tilkynnti í
dag,  að  fækkað  yrði  í  ítalska
Pólland:
Vilja ekki
sýna „Dag-
inn eftir"
New Yorlt, 20. desember. AP.
FRÉTTIK bárust um það í dag, að
pólska sjónvarpið hefði keypt til sýn-
ingar kvikmyndina „Daginn eftir",
sem fjallar um afleiðingar kjarnorku-
styrjaldar, og hefðu Pólverjar þá orðið
fyrsta austantjaldsþjóðin til að sjá
myndina. Þessi frétt hefur nú verið
borin til baka.
Talsmenn ABC-sjónvarpsstöðvar-
innar bandarísku, sem gerði mynd-
ina, sögðu, að vegna einhvers mis-
skilnings hefði verið talið, að pólska
sjónvarpið hefði fallist á að kaupa
sýningarréttinn. Svo væri þó ekki og
engar horfur á að hún yrði sýnd þar
i náinni framtið.
Á Vesturlöndum hafa margir, ekki
síst friðarhreyfingafólk, áhuga á að
fólki í kommúnistaríkjunum verði
einnig gefinn kostur á að sjá „Dag-
inn eftir" en flestum finnst þó ólík-
legt, að stjórnvöld þar kæri sig um
það. Fulltrúar sovéska sjónvarpsins
hafa að vísu fengið nokkur eintök til
athugunar en engin svör hafa borist
þaðan.
11
AP
Díana hjá slösuðum dreng
Diana, prinsessa af Wales, og Karl prins vitjuðu í gier þeirra, sem slösuðust í sprengingunni fyrir framan stórverslunina
Harrods sl. laugardag. Það voru IRA-menn, sem stóðu að baki hryðjuverkinu en í þvf biðu fimm manns bana. Litli
drengurinn, sem brosir svo fallega til Díönu, heitir Rajan Parmar en hann slasaðist i fæti, sem betur fer þó ekki alvarlega.
gæsluliðinu í Líbanon en hann
lagði jafnframt áherslu á, að Italir
myndu áfram taka þátt í gæslunni
þar til horfur væru á fríði i land-
inu. Sagði hann að engar ákvarð-
anir hefðu verið teknar um hve
mikil fækkunin yrði en í ítalska
gæsluliðinu eru 2.100 menn þótt
samkomulagið við Líbanonsstjórn
kveði aðeins á um 1.100.
Afganistan:
Arásir á
sovéskar
herbúðir
Nýju Delhi, 20. desember. AP.
AFGANSKIR skæruliðar réðust fyrr
í mánuðinum á stöðvar afganska
stjórnarhersins og Sovétmanna í
Kabúl. Talið er, að með irásunum
hafi Afganarnir ekki síst verið að
minna á, að nú eru fjögur ár liðin
síðan Sovétmenn lögðu Afganistan
undir sig með hervaldi.
Eftir heimildum er haft, að 10.
desember sl. hafi skæruliðar gert
eldflaugaárás á Bala Hissar-virkið
í Kabúl, eina helstu bækistöð
afganska stjórnarhersins, og um
svipað leyti ráðist á sovéskar
herbúðir í útjaðri borgarinnar og
þá beitt léttum stórskotaliðsvopn-
um. Talið er, að árásirnar á þessar
stöðvar séu undanfari aukinna að-
gerða skæruliða í landinu.
Fréttir eru um harða bardaga
við borgina Jalalabad, suðaustur
af Kabúl, og segja sjónarvottar
frá miklum liðs- og hergagna-
flutningum Sovétmanna til stuð-
nings stjórnarhermönnum í borg-
inni. Sovétmenn réðust inn í
Afganistan 27. desember 1979 og
hafa þar nú rúmlega 100.000
manna herlið.
Kafbátar
sjást enn
Stokkhólmi, 20. desember. AP.
ÓKUNNIR  kafbátar  hafa  gert  sig
heimakomna í sænskri lögsögu á síð-
ustu minuðum.
í skýrslu, sem yfirmaður sænska
heraflans hefur skrifað, segir, að
smákafbátar hafi 16 sinnum verið á
ferð í skerjagarðinum skammt frá
Stokkhólmi frá því í september sl.
Sænsk stjórnvöld hafa ákveðið aí
verja 150 milljónum dollara auka-
lega á næstu tíu árum til kafbáta-
varna.
Enginn vinsælli í Danmörku
en Schliiter forsætisráðherra
haupmannahofn. 20. desember.
Frá frétUriUra Mbl., Ib Bjðrnbmk.
POUL Schliiter, forsætisriðherra
Dana, nýtur nú meiri vinsælda en
gerst hefur með forsætisriðherra
eða aðra danska stjórnmilamenn í
langan tíma. f skoðanakönnunum
kemur fram, að rúmiir helmingur
þjóðarinnar vill að hann verði
ifram forsætisraðherra aö loknum
kosningunum 10. janúar nk.
Skoðanakannanir, sem gerðar
hafa verið fyrir dagblaðið Börsen,
sýna, að 50,4% Dana vilja að
Schlúter myndi stjórn að nýju
eftir kosningarnar en 30,8% taka
Anker Jörgensen fram yfir hann.
Ef aðeins er tekið tillit til kjós-
enda borgaraflokkanna sex kem-
ur í ljós, að nærri 90% þeirra
vilja engan annan en Schluter.
Vinsældir forsætisráðherrans
eru raunar svo miklar, að hann
óttast, að líkleg fylgisaukning
Hægriflokksins muni bitna ekki
síst á samstarfsflokkunum í rík-
isstjórn, Vinstriflokknum, mið-
demókrötum og Kristilega þjóð-
arflokknum. Þess vegna hefur
Schliiter einnig skorað á kjósend-
ur að styðja þessa þrjá flokka og
þykir sú áskorun nokkrum tíðind-
um sæta.
Schlúter er ekki aðeins vinsæll
meðal landa sinna því að þegar
erlendir fréttamenn í Danmörku
komu saman til að kjósa „Dana
ársins" eins og þeir eru vanir þá
voru þeir ekki í neihum vafa um
hverjum bæri titillinn, Schliiter
náttúrulega. Sjálfur kvaðst for-
Paul Schliiter
sætisráðherrann hafa verið viss
um, að fyrirliði danska landsliðs-
ins í knattspyrnu yrði útnefndur,
en hitt væri svo aftur rétt, að
hann væri líka fyrirliði fyrir
harðsnúnum hóp, sjálfri ríkis-
stjórninni.
í Danmörku hefur verið mikið
rætt um líklegan eftirmann Ank-
ers Jörgensens sem leiðtoga jafn-
aðarmanna enda er mikil
óánægja með hann innan flokks-
ins. Poul Schliiter segist hins veg-
ar ekki vera í neinum vafa um að
Jörgensen muni verða í forsvari
fyrir jafnaðarmönnum í mörg ár
enn og segist telja víst, að hann
muni taka við embættinu úr
hendi sér hvort sem það verði eft-
ir eitt, tvö, þrjú eða fjögur ár.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40