Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 21.12.1983, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. DESEMBER 1983 Tíðindi af heimsbyltingu Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Halldór Laxness: GERSKA ÆVINTÝRIÐ. Minnisbluó. Önnur útgáfa. Helgafell 1983. Gerska ævintýrið kom út 1938 og sagði tíðindi frá landi vonar- innar í hugum margra, en sú von átti eftir að breytast í martröð. Eins og Halldór Laxness segir í formála annarrar útgáfu: „Tíðindi af heimsbyltíngu í Rússlandi voru í þann tíma eftirsótt lesmál al- menníngs um heim allan og töldu líklegir menn sem ólíklegir, hér heima ekki síður en annarstaðar, að rússlandsmál ættu erindi beint við þá; þarámeðal þeir sem annars stiltu sig um að lesa Kiljan." Breytingar frá frumútgáfu eru nokkrar, en ekki teljandi, enda varla mögulegar nema umskrifa bókina og hvað hefði verið fengið með því. Kannski föisuð mynd af gamalli hugljómun? Halldór Laxness minnir á að tíminn stendur aldrei kyrr og seg- ist sem betur fer ekki hafa komist undan því lögmáli „og hér er bókin með ummerkjum, nema þrætu- bókarstíll kynni að vera meira tempraður á þessari en hinni fyrri, og mærð dregin út einsog kostur var í vitund þess að við lif- um í heimi sem hefur aðrar ijóð- rænar viðmiðanir en þá; og aðra heiðursmenn einsog nú er farið að segja." Fyrri hluti bókarinnar er mjög helgaður því að gera lítið úr franska fagurkeranum og rithöf- undinum André Gide sem eins og fleiri góðir menn gerðist vinveitt- ur Sovétríkjunum, en sá heims- mynd sína hrynja eftir för þang- að. Nú getur maður ekki annað en hrifist af ádeilustíl Halldórs þegar hann er að rífa Gide niður, en árásirnar á Gide eru dapurlegar þegar maður hugsar til þróunar Halldórs sjálfs, hvernig hann brást að lokum við með heiftar- legu uppgjöri Skáldatíma. Inn í málflutning Halldórs blandast því miður vanþóknun á kynferðislífi Gides, en vissar efasemdir koma líka fram um að rétt sé að ásaka Gide fyrir kynvillu. Þetta er þrátt Halldór Laxness fyrir allt merkileg heimild um Halldór Laxness ungan. Það er vitanlega rétt hjá Hall- dóri Gerska ævintýrisins að skoða verður sögu Rússlands í réttu ljósi og auðvelt er að taka ranga af- stöðu til Sovét. Lenín freistaði þess til dæmis að skýra fyrir Vest- urlandabúum þann tötralýð sem svo mikið bar á í Sovétríkjunum. Menn eins og Gide máttu náttúru- lega ekki gera sér of stórar vonir um að unnt væri að breyta öllu strax með nýrri hugmyndafræði. „Stundum orkuðu Ráðstjórnar- ríkin á mig einsog einn óslitinn sunnudagaskóli frá Eystrasalti austur að Kyrrahafi. Hvar sem maður kemur er verið að ala fólk upp. Alt sem sagt er, alt sem gert er, virðist gert og sagt í uppeld- isskyni. Það má ekki hafa neitt ljótt fyrir neinum. Allir eru að læra, gamlir og úngir, eingusíður í fjarstu og einaungruðustu út- kjálkum en í miðstöðvum ríkisins,. alstaðar skín ljós byltíngarinnar, hugsjón sósíalismans; það er verið að skapa nýtt land, nýa þjóð, nýan heim, nýa guði.“ Lesandinn hlýtur að taka þess- um sunnudagaskóla með nokkrum fyrirvara, ekki síst þegar írónían sem fylgir er skoðuð: „Þessi upp- eldisstarfsemi er stundum svekkj- andi fyrir útlendíng, en stundum finst manni óviðjafnanlegt að slíkt land skuli vera til, alt eftir því hvurnin liggur á manni." Það er að vísu sorglegt að lesa um draumóramanninn Stalín og aðdáunina á honum og sömuleiðis um málaferlin „gegn blökk hægri- manna og trotskista 1938“, en því ánægjulegra að kynnast því yndis- lega fólki sem víða er sagt frá og er jafn sólgið í skáldskap og for- fallnir dópistar í eitur. Hver fagn- ar ekki frásögnum af Dsjambúl skáldi og Púskín til dæmis? Gerska ævintýrið er sem betur fer fullt af slíkum frásögnum, rituð- um af skáidi sem er að hripa á blöð minnispunkta um ferðalag um leið og það er að semja Höll sumarlandsins. Um þær skoðanir sem Gerska ævintýrið vitnar um hlýtur að gilda það sem Halldór Laxness skrifar sjálfur: „Skáldskapur er einna helst skiljanlegur útfrá þeim tíma þegar hann er kveðinn." Þessi ummæli eru höfð um Byron iávarð, en eru aldrei of oft rifjuð upp. Tími Gerska ævintýrisins er lið- inn. Tíminn stendur ekki kyrr. Skáid verða engu að síður að hafa í huga að orð þeirra geta vegið þyngra en annarra. Það sem skrif- að er um í Gerska ævintýrinu er ekki bara ferð inn í ljóðrænt mist- ur, heldur ein hrikalegasta örlaga- saga mannkynsins. Halldór Lax- ness hefur manna best skilið að slík saga þarf endurskoðunar við og ekki látið sitt eftir liggja eins og Skáldatími og fleiri bækur eru til marks um. Færeysk myndlist Bárður Jákupsson Frimcxi Joensen Sámal Joensen Mikines Janus Kainban Torbjörn Olsen Tróndur Pátursson Ingálvur av Reyni Ruth Smith Myndlist Bragi Ásgeirsson Farandsýning færeyskrar myndlistar prýðir þessa dagana og fram tii 8. janúar kjallarasali Norræna hússins. Ekki þarf að orðlengja það, að þessir frændur vorir eru jafnan mikiir aufúsugestir á okkar breiddargráðum, enda mátti sjá það við opnun sýningarinnar, en þar var samankomið mikið fjöl- menni. Færeysk myndlist hefur raunar áður gist kjallarasali Norræna hússins fyrir allnokkr- um árum, og er sú sýning mér í ljósu minni, enda skrifaði ég ít- arlega um hana hér í blaðið. Hér er um að ræða frumkvæði frá Norrænu listamiðstöðinni, Sveaborg, og hefur sænski mynd- listargagnrýnandinn Mats Arvidsson veg og vanda af vali verkanna, auk þess sem hann er umsjónarmaður sýningarinnar. Væntanlega verður það því mjög fljótlega á dagskrá, að færeyskur listamaður hafi yfirumsjón með mikilli sænskri sýningu er gengi um Norðurlönd og hlakka ég mjög til að sjá þá sýningu. Sú sýning hlýtur að vera í burðar- liðnum svo vísað sé til leikreglna lýðræðis. Gefin hefur verið út mjög vegl- eg sýningarskrá með ágætum upplýsingum um færeyska myndlist og kemur þar ýmislegt fram, sem ég ekki vissi áður. Hef ég þó fylgst grannt með fær- eyskri myndlist í rúm þrjátíu ár og m.a. séð eina stóra sýningu á „Den Frie“ í Kaupmannahöfn fyrir nokkrum árum. En svona er að fylgjast með hlutunum úr fjarlægð, en til Færeyja hef ég illu heilli aldrei komið. Textinn í skránni er á þrem tungumálum, sænsku, finnsku og ensku og er mjög glæsilegur í alla staði. Sýningin í Norræna húsinu er því miður ekki öll í heiid, því að það vantar 34 myndir, hafi ég talið rétt. Þykir mér það alvar- legt mál, því að ekki skortir stærra sýningarhúsnæði í höfuð- borginni. Hér kemur þannig fram nokkur brotalöm í undir- búningi sýningarinnar. Hafi sýn- ingin endilega þurft að gista Norræna húsið, hefði mátt nýta allt handbært veggpláss t.d. í anddyri, veitingabúð, bókasafni og hljómleikasal. Auðvitað er þetta varla geriegt í framkvæmd, en ég vil undirstrika, að þessi sýning átti skilyrðislaust að vera sett upp í heild sinni hér, allt annað er móðgun við okkur Reykvíkinga. Þá skil ég ekki heldur, af hverju íslenskur texti skuli ekki fylgja hinni veglegu sýningarskrá frekar en t.d. ensk- ur, þar sem sýningin sækir ís- land heim, en hvergi kemur fram að hún fari til enskumælandi lands. Varla hefði það verið of mikil fyrirhöfn að láta íslenskan texta í lítið upplag af sýningarskránni. Þannig hefði hún vafalaust selst mun betur hér. Naumast er verið að ýja því að okkur, að enska sé okkar móðurmál? Ég er vel vitandi þess, að enski textinn eykur upplýsingagildi sýningarskrárinnar og að mjög margir lesa ensku hér, sennilega margfalt fleiri en t.d. sænsku, en bókin væri einhvern veginn svo miklu hlýlegri, ef maður sæi móðurmáíið í henni. Og slíkt væri ólíkt meiri sómi fyrir norræna samvinnu ... Kynni mín af færeyskri mynd- list hófust, er ég var við listnám í Kaupmannahöfn og sá á stund- um myndir eftir einn og einn Færeying á samsýningum ým- issa listhópa. Eins og íslenskir myndlistarmenn, skáld og rithöf- undar gerðu fyrr á öldinni, hafa færeyskir listamenn haft búsetu í borginni við sundið eða verið þar með annan fótinn. Þeir nutu þar og njóta ennþá ýmissar fyrirgreiðslu, svo sem íslend- ingar gerðu hér áður fyrr, t.d að- gangs að styrkjum og verðlaun- um, húsakosti, lærdómssetrum o.fl. Þá er Kaupmannahöfn fyrir þá gluggi til umheimsins, svo sem borgin var íslendingum um aldabil, enda samgöngur góðar á milli. Þá njóta þeir sérstakrar fyrirgreiðslu fólks sem tekið hef- ur ástfóstri við færeyska menn- ingu, nákvæmlega eins og íslend- ingar forðum, gefa út bækur þeirra, kaupa myndir þeirra, halda þeim veglegar veislur ... Eðlilega gætir því mikilla áhrifa frá danskri myndlist í. verkum færeyskra myndlistar- manna og flestir þeirra hafa numið þar. Sá er gegnir sama hlutverki í færeyskri myndlist og jöfrarnir þrír í íslenskri, þeir Ás- grímur, Jón Stefánsson og Kjarval, nam við listaháskólann í Höfn svo seint sem á árunum 1928—1934 (hjá Ejnar Nielsen og Aksel Jörgensen). Sá er hér um ræðir fæddist sex árum eftir að Jón Stefánsson sté á land í Kaup- mannahöfn og af því má marka hve ung og fersk færeysk list i rauninni er. Sá er hér um ræðir og er sá möndull er allt snýst um er að sjálfsögðu Sámal Joensen Mikines (fæddur í Mykinesi 1906, dáinn á Bispebjerg í Danmörku 1979). Hann telst faðir færeyskr- ar málaralistar, brautryðjandi og aflgjafi. Fyrir hans daga getur fátt um alvarlegar tilraunir í færeyskri myndlist. „Samt sem áður hefur færeysk listiðn í áranna rás leift ókomn- um kynslóðum fallegar menjar, þó í litlu sé, þar sem eru kórvegg- ir með útskornum stöfum í fáein- um gömlum timburkirkjum, raunar eina skrautið sem þessar fágætu kirkjur frá því eftir siða- skipti hafa að státa af. Stóra gotnenska kirkjan i oddbogastíl, sem verið var að byggja á 13,—14. öld við biskupsstólinn í Kirkjubæ, var aldrei fullgerð og stendur nú sem stórkostleg, en opin og vindblásin rúst. Frá síð- ari tímum er frumstæður tré- skurður sem bóndinn Tróndur í Tröð (1846-1933), - einn af þekktustu kvæðamönnum eyj- anna — prýddi með kirkjuna í fámennri fæðingarsókn sinni Skálavík í Sandey." Hér greip ég til magnaðrar lýsingar William Heinesen í formála bókarinnar Færeysk list (Emil Thomsen — Tórshavn 1982). Hér nem ég staðar að sinni en held áfram eftir jól — taka verður tillit til takmarkaðs rým- is í blaðinu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.