Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . 1 2 3
4 5 6 7 8 9 10
11 12 13 14 15 16 17
18 19 20 21 22 23 24
25 26 27 28 29 30 31
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						40 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
298. tbl. 70. árg.
FIMMTUDAGUR 29. DESEMBER 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
17 flýðu
frá borði
Amsterdam, 28. desember. AP.
SAUTJÁN pólskir feröamenn
flýðu af pólska skemmtiferðaskip-
inu Rogalin, sem áður hét Edda og
var í siglingum til og frá Islandi,
er skipið hafði sólarhrings viðdvöl
í Amsterdam. Báðu þeir um hæli
sem pólitískir flóttamenn. í hópn-
um eru hagfræðingur, sálfræðing-
ur, tveir vísindamenn, bóndi,
skrifstofumenn, námsmaður, túlk-
ur og hjúkrunarkona.
Ummæli
Jumblatts
vekja ugg
Beirút, 28. desember. AP.
WALID Jumblatt leiðtogi drúsa
sagði í kvöld að vonlaust væri að
halda áfram sáttatilraunum við
stjórn Vmin Gemayels forseta.
Talið er að með þessu sé Jumbl-
att að loka dyrum á nýjan sátta-
fund helztu leiðtoga stríðandi afla,
og er óttast að borgarastyrjöld
kunni að brjótast út að nýju í Líb-
anon.
Yfirlýsingin dregur einnig úr
vonum manna að sarninn verði
friður stríðandi fylkinga í Líbanon
og þannig lagður grundvöllur að
brottflutningi gæzluliða og út-
lendra herja frá landinu.
Sakaði Jumblatt stjórnarherinn
um margendurtekin brot á vopna-
hléssamkomulaginu með skotár-
ásum á stöðvar drúsa í fjöllunum
umhverfis Beirút og stöðvar shíta
í suðurúthverfum Beirút:
Dýrkeypt
jólakynding
i >sló. 28. desember. Frá Jan Erik Liure,
fréttaritara Mbl.
Jólakyndingin reyndist dýr hjá
norskum 82 ára öldungi, því er hann
kveikti upp í kolaofninum hafði
hann gleymt að þar geymdi hann
sparifé sitt.
Það var ekki fyrr en skíðlogaði í
gamla ofninum að fyrir honum
rann upp ljós, en það var um sein-
an og 12 þúsund krónur norskar í
seðlum að verða að ösku.
Askan er nú í vörzlu og til rann-
sóknar í Noregsbanka og finnist
einhver seðlanúmer í öskunni mun
bankinn bæta öldungnum viðkom-
andi seðla.
Bandaríkin
úr UNESCO
París, 28. desember. AP.
SENDIFULLTRÚI Bandarfkjanna
hjá Menningar- og vísindastofnun
Sameinuðu þjóðanna (UNESCO)
skýrði framkvæmdastjóra stofnun-
arinnar frá því í dag að Bandaríkin
myndu draga sig út úr stofnuninni
frá lokum næsta árs, að sögn áreið-
anlegra heimilda.
Búist er við að yfirvöld í Wash-
ington tilkynni þessa ákvörðun
sína formlega á morgun, fimmtu-
dag. Hefur stjórn Reagans forseta
ákveðið að draga Bandaríkin út úr
stofnuninni vegna óánægju með
störf og stefnu hennar.
Slökkviliðsmenn vinna að því að ráða niðurlógum elds, sem gai's upp eftir
a.m.k. sex menn fórust.                     ,-,     „,      .  ,
»1. ».  k. ap             Sex forust 1
Buffalo. 28. desember. AP.
SEX menn týndu lífi í mikilli gassprengingu í vöruhúsi í úthverfi
Buffalo og 60 slösuðust. Tugir húsa löskuðust illa og íbúðarblokk
hrundi til grunna.
Talið er að sprengingin hafi orðið vegna própangasleka. Slökkvi-
liðsmenn voru nýkomnir á vettvang þar sem tilkynnt hafði verið um
gasleka við vöruhús brauðgerðar.
sprengingu í vöruhúsi í Buffalo í New Yorkríki með þeim afleiðingum að
.                                     Símamynd AP.
gassprengmgu
Eftir sprenginguna gaus upp mikill eldur sem breiddist ört út til
nærliggjandi húsa. Náðu hundruð slökkviliðsmanna ekki undirtökun-
um í viðureigninni við eldinn fyrr en eftir þrjár klukkustundir.
Slíkur hiti stóð frá eldinum að hlutar slökkviliðsbifreiðanna hrein-
lega bráðnuðu.
Sjá: „Bresturinn bergmálaði um endilanga borgina" á bls. 19.
AP/ Sfmamynd.
Fáni brenndur
Sovézki fáninn brenndur á mót-
mælafundi fyrir utan sovézka
sendiráðið í Delhí. Fundurinn
var haldinn í tilefni fjögurra ára
afmælis innrásar Sovétmanna í
Afganistan.
Sjá nánar á bls. 19:
„Stjórnin hélt upp á
innrásarafmæiið."
Fjármálaráðherra Israels:
Vill fresta landnámi
á Vesturbakkanum
Tel Aviv, 28. desember. AP.
YIGAL COHEN-ORGAD fjármálaráðherra krafðist þess í dag að nánast
öllum byggingaframkværadum á hernumdum svæðum á Vesturbakkanum
yrði frestað, og varð það til þess að valda miklu hugarangri meðal ýmissa
ráðherra í stjórn Shamirs, en gyðingabyggðir á hernuradum svæðum er
hyrningarsteinn í hugmyndafræði þeirra.
Cohen-Orgad hefur verið einn
helzti talsmaður þess að gyðingar
hæfu landnám á hernumdum
svæðum og á sjálfur hús í smíðum
í borginni Ariel í bakkanum miðj-
um. Af hálfu ráðuneytisins var
sagt að hugmyndir hans væru
hluti af „efnahagsramma", sem
næstu fjárlög myndu byggjast á.
Einnig vill Cohen-Orgad fresta
smíði meiriháttar áveitukerfis og
vatnsorkuvers, sem tengja mundi
Dauðahafið og Miðjarðarhafið
með miklum skurði. Jafnframt að
numin verði úr gildi lög um
skyldunám, sem tryggja þegnun-
um ókeypis skólagöngu til 15 ára
aldurs, og að foreldrar greiði hluta
kostnaðar við menntun að loknu
barnaskólstigi í hlutfalli við tekj-
Ýmsir brugðust reiðir við fregn-
inni um áform fjármálaráðherr-
ans, sem boðað hefur verulegan
niðurskurð á ríkisútgjöldum, en
þau endurspegla þá hrikalegu
efnahagskreppu sem Israelar eiga
við að etja. Þeir skulda erlendis 23
milljarða dollara og búa við 200%
verðbólgu.
Allsherjarverkfall hófst í
baðstrandarbænum Eilat við
Rauðahafið öðru sinni í þessum
mánuði, þar sem verið er að mót-
mæla auknu atvinnuleysi í ísrael.
Andropov fjarverandi á
haustfundi æðstaráðsins
Washington, Moskvu, 28. desember. AP.
YURI ANDROPOV leiðtogi sovézka kommúnistaflokksins hefur verið í
nýrnavél frá í sumar vegna alvarlegs nýrnasjúkdóms og er mjög þungt
haldinn, að því er Washington Post hefur eftir læknum og diplómötum.
Andropov var fjarverandi er æðsta ráðið kom saman til haustfundar í dag og
hann var heldur ekki viðstaddur fundi miðnefndar kommúnistaflokksins
síðustu daga.
Ráðamenn í Kreml segja
Andropov taka fullan þátt í störf-
um flokks og ríkisstjórnar og því
ekki alvarlega veikan, hann þjáist
aðeins af kvefi. í skilaboðum til
miðnefndarinnar kvað Andropov
„tímabundna örðugleika" valda
fjarveru sinni.
Æðsta  ráðið  fjallar fyrst og
fremst  um  efnahagsáætlun  og
fjárlög næsta árs, sem miðnefndin
samþykkti á sínum fundi.
Washington Post hefur eftir
heimildum sínum að Andropov
kunni að vera við góða andlega
heilsu þrátt fyrir sjúkdóm sinn og
því hafa tök á stjórn landsins.
Hins vegar sé ekki við því að búast
að hann eigi langa lífdaga fyrir
höndum, vart nema eitt ár eða tvö
í mesta lagi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40