Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 01.02.1984, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1984 Það bjó fólk á bökkum Laxár og Mývatns eftir Þorgrím Starra Björgvinsson Nú á bak jólum barst mér í hendur bók ein þykk og mikil, sem ég hef verið að glugga ögn í. Bókin heitir Sól ég sá, sjálfsævisaga Steindórs Steindórssonar frá Hlöðum, síðara bindi. Mér fannst þessi bók um margt furðanlegur samsetningur. Stein- dór er, sem kunnugt er, afkasta- mikill grasafræðingur og hefir ef- laust unnið merkilegt brautryðj- andastarf í rannsóknum á flóru íslands jafnt í byggðum og óbyggðum, enda munu þau fræði- störf halda nafni hans lengst á lofti. Þá er maðurinn víðförull innanlands sem utan, og hefir ým- islegt frá sínum ferðalögum að segja. svo sem títt er og eðlilegt um náttúrufræðinga hefir hann næmt auga fyrir fegurð náttúr- unnar, og ekki hefir hún sízt snortið hann í óbyggðum íslands. Einnig kemur það fram í bókinni, að í þeim rannsóknarferðum hefir hann átt marga ágæta ferðafé- laga, sem hann prísar engu síður en fegurð náttúrunnar. Oft hefir því Steindór séð sólina í sínum rannsóknarferðum um landið og vítt um heim. Nafn bók- arinnar, Sól ég sá, passar því dá- vel við þá kafla bókarinnar sem fjalla um áðurnefnd ferðalög. Einn var þó sá staður í ríki ís- lenzkrar náttúru sem Steindóri fannst skítur til koma, og það svo, að til bóta væri að gróðurríki og öðrum náttúrueinkennum þess staðar væri sökkt í vatn og afmáð að eilífu. Sá staður er hlaut þenn- an dóm náttúrufræðingsins var Laxárdalur í Suður-Þingeyjar- sýslu. Skýringin á þessari afstöðu Steindórs grasafræðings fæst í þeim köflum bókarinnar, sem að réttu lagi hefðu átt að gefast út í sérstöku bindi ævisögunnar og bera þá heitið: Sól tér sortna. Þetta eru þeir kaflar í upphafi bókar, sem fja.lla um afskipti höfundar af stjórnmálum, bæjarmálum á Ak- ureyri og Laxárvirkjun. Þó það sé oft skýrt tekið fram, að höfundur hafi ætíð öðrum mönnum fremur haft rétt fyrir sér í hverju máli, þá vanmátu flokksbræður hans, kratarnir, ætíð hans liðsinni. Þeir höfðu hann löngum sem varaskeifu, eins og t.d. til að vinna þingkosningar á ísafirði. Síðan tók allur for- ingjaskari krata til við að rægja hann og grafa undan frama hans, bæði hvað varðaði trúnaðarstöður og bitlinga. Allir nema aumingja Emil. Hann var sá eini, sem aldrei brást. Svo voru það nú helvítis kommarnir, sem allsstaðar þvæld- ust fyrir honum og byrgðu honum þráfaldlega sólarsýn ævina út. Ekki einasta þeirra illræmda inn- SAMBANDIÐ BYGGINGAVÖRUR SUÐURLANDSBRAUT 32 - SIMI 82033 ræti, klækir og óheiðarleg vinnu- brögð í hverju máli, heldur einnig útgangurinn, skítugir og rifnir svo þeir voru hvergi hafandi innan um fínt fólk. Og svo er það nú Laxár- deila. Steindór átti lengi sæti í stjórn Laxárvirkjunar og allt fram á síð- ari hluta Laxárdeilu. Samstarfs- mönnum sínum í þeirri stjórn ber hann að vísu óvenjuvel söguna. En svo hefst Laxárdeila. Og þá kemur Hermóður í Árnesi til sögunnar, sá skelmir, sein var öllum krata- foringjum og kommum verri, enda sparar nú Steindór hvergi stóru orðin og skammirnar. Það var nú einmitt þessi kafli bókarinnar um Laxárdeilu, sem kom mér til að stinga niður penna, eftir lestur þessarar skruddu nú á bak jólum. — Ég er Laxárdeilu dálítið kunn- ugur, sat í stjórn Landeigendafé- lags Laxár og Mývatns frá upphafi og því náinn samstarfsmaður Hermóðs Guðmundssonar allt til hans dánardægurs. Umfjöllun Steindórs um Laxárdeilu er með þeim einstæða hætti, að mér kem- ur helzt í hug frásögn Njálu, er Gunnar Lambason brennumaður sagði söguna af Njálsbrennu í veizlu Sigtryggs konungs og jarl- anna í Hrossey forðum daga. Um frásögn Gunnars Lambasonar segir Njála svo: „Um allar sagnir hallaði hann mjök til, en ló frá víða.“ Nú er því betur löngu aflagður siður að láta höfuð slíkra sögu- manna fjúka yfir á borð konunga og jarla. En ástæðulaust er að af- leggja þann sið, að menn fái hirt- ingu nokkra fyrir frásagnir af þessu tagi. Ekki svo að skilja: bók Steindórs er þannig skrifuð, að seint mun hún verða notuð sem trúverðugt heimildarit um menn og málefni, og skiptir það nokkru máli. Skal nú bent á örfá atriði úr Laxárdeilukafla Steindórs, er sanna hversu líkt honum fer og Gunnari Lambasyni forðum. Af nógu er að taka. Varðandi bréf Hermóðs til Laxárvirkjunar, þar sem fram kemur að krafizt muni verða skaðabóta fyrir þau spjöll er Gljúfurversvirkjun hlaut að valda, segir Steindór: „Það er sannfær- ing mín, að verstu mistökin og ef til vill þau einu sem Laxárvirkjun gerði voru þau, að sletta ekki einni eða tveimur milljónum í Hermóð, mundi hann þá að líkindum hafa látið sér vel líka, enda kom oft fram að öll voru Laxármálin sprottin af fégræðgi." Hér eru uppi hafðar ærumeiðandi aðdrótt- anir um mætan mann, sem nú er kominn undir græna torfu, og er slíkt athæfi út af fyrir sig fágætt siðleysi. En svo vel þekkti ég Hermóð í Árnesi, að mútur hefði hann aldrei þegið. Það er því í alla staði rangt mat hjá Steindóri, að það hafi verið einu mistök Laxár- virkjunar að bjóða Hermóði ekki áðurnefndar mútur. Mistök þeirra voru önnur og meiri, og vík ég að því síðar. Þá ber Steindór það á Hermóð í Árnesi, að hann hafi gefið Jóhanni Hafstein munnlegt samþykki fyrir fyrsta áfanga Gljúfurversvirkjunar, 20 m. stíflu, jarðgöngum og vélum, sem miðuðu við Gljúfurversvirkjun fullbúna. Út á þetta munnlega samþykki hafi svo Jóhann ráðherra gefið leyfi til að framkvæmdir hæfust. Þetta munnlega samþykki hafi svo Hermóður svikið nærri samdæg- urs. Þetta veit ég til sanns að er haugalygi, enda gengur það þvert á þá föstu venju Hermóðs, að sam- þykkja ekki eitt eða neitt er máli skipti án vitundar og samþykkis samstarfsmanna sinna heima í héraði. Enginn þeirra kannast við að þetta hafi gerzt. Nú verða þeir ekki lengur spurðir Hermóður og Jóhann um hvað þeim fór á milli, báðir dánir fyrir nokkrum árum. I því skjóli skákar Steindór, svo þokkalegt sem það nú er. Þá held- ur Steindór því fram, að raunveru- lega hafi Hermóður rekið Laxár- deilu persónulega fyrir sig' af tómri fégirni, og beitt okkur bændum og búaliði á Mývatns- og Laxársvæði fyrir sinn vagn eins og hverjum öðrum dráttarjálkum, sem húsbóndanum þóknast að sækja í haga og leggja á aktygi. Slíkum áburði mótmæli ég harð- lega fyrir okkar hönd. Atferli Lax- árvirkjunarstjórnar knúði okkur íbúa þessa svæðis til að rísa upp sem einn maður, ef við vildum menn heita. Við kusum okkur til forystu Hermóð í Árnesi, sem í málefnum okkar bænda hafði um áraraðir reynzt trausts verður. I Laxárdeilu brást hann ekki trún- aði okkar. Ég endurtek: ósannindi og dylgjur Steindórs um Hermóð Guðmundsson látinn eru fágætt siðleysi. Þá er það ekki sannleikanum samkvæmt að bændur í Laxárdal hafi tekið því bara vel, þegar þeir Knútur og Arnþór heimsóttu þá til að ræða þá ákvörðun sína að sökkva Laxárdal í vatn. Fullyrð- ingar Steindórs um að engin nátt- úruspjöll hefðu hlotizt af Gljúf- urversvirkjun utan það að sökkva Laxárdal, sem hann taldi enga eft- irsjón að, eru nánast ekki svara- verðar, og er yfirgengilegt og sennilega einsdæmi að heyra slíkt af vörum manns, sem telur sig í hópi náttúrufræðinga. Ég nenni ekki að endurtaka í þessari blaða- grein þau mörgu og óhrekjanlegu rök, sem margoft hafa komið fram, að með Gljúfurversvirkjun voru áformuð einhver þau gróf- ustu náttúruspjöll sem um getur á tslandi og þó víðar væri leitað. Löggjafarsamkunda þjóðarinn- ar sá líka ástæðu til þess í lok Laxárdeilu, að setja Laxár- og Mý- vatnssvæðið undir sérstaka nátt- úruvernd. Segir það sína sögu. En þá eru að lokum mistök Laxár- virkjunarstjórnar, sem leiddu til endanlegs ósigurs hennar. í fyrsta lagi skorti þá lagaheimild til að ráðast í byggingu 1. áfanga Gljúf- urversvirkjunar, en ruku samt í þá framkvæmd. í öðru lagi gleymdist þeim að það bjó fólk á bökkum Laxár og Mývatns. Eða gleymdu þeir því? Er þetta ekki fyrst og fremst skólabókardæmi um þann fádæma hroka, sem valdamiklir aðilar temja sér gagnvart „sauðsvörtum" almúga? Mannfyrirlitning. Um áraraðir stunduðu verkfræðingar á snærum Laxárvirkjunar mæl- ingar og útreikninga vítt og breitt á þessu landsvæði, og út frá þeim „spekúleringum" hönnuðu þeir Gljúfurversvirkjun, sem fól í sér að flytja Suðurá út í Laxá, byggja 57 m. háa stíflu í Laxárgljúfrum, sökkva einni sveit í miðju héraði, og voru á góðri leið að fá sam- þykki stjórnvalda fyrir öllu sam- an. Þá fyrst, þegar svona var kom- ið, fá þeir sem bjuggu á Laxár- og Mývatnssvæðinu og áttu afkomu sína og heimili undir gögnum og gæðum þessa landsvæðis, að vita hvað til stóð, og Laxárvirkjun taldi raunar fullráðið mál. Verður komizt öllu lengra í valdahroka og mannfyrirlitningu? Það er ömurlegt til að vita þeg- ar menn taka til í elli sinni að reisa sér bautastein með þeim hætti sem Steindór gerir í bók sinni, og þó sérstaklega í kaflan- um um Laxárdeilu. Laxárvirkjun- arstjórn hefði betur farnast, ef hún strax í upphafi hefði verið minnug þess, að á bökkum Laxár og Mývatns bjó fólk sem bar full mannréttindi og hafði fullan manndóm til að verja þau er á þurfti að halda. Garði við Mývatn, 22. jan. 1984. Þorgrímur Starri Björgvinsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.