Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 27. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
ftttmiIiIðMfei
STOFNAÐ 1913
27. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 2. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Fimm sovéskum sendiráðsmönnum vísað frá Noregi:
Róttækustu viðbrögð
við njósnum í landinu
Dimitry S. Polyansky, sendiberra
Sovétríkjanna í Osló, kemur af
fundi með Sven Stray, utanrfkisráð-
herra Noregs, í gær, en þar var hon-
um skýrt frá því aö fimm starfs-
mönnum sovéska sendiráðsins yrði
vísað úr landi og fjórum fyrrverandi
starfsmönnum þess ekki leyft að
koma til Noregs á ný. í hópi þeirra
sem vísað var brott eru jirír hátt-
settir sendifulltrúar. Ákvörðun
þessi var tekin í framhaldi af því að
Arne Treholt var afhjúpaður sem
njósnari Sovétmanna í Noregi.
Simamynd AP.
< >slí>, 1. feb. fra AP og Per A. Borglund  fréturiura Mbl.
NORSKA ríkisstjórnin hefur vísað fímm starfsmönnum sovéska sendiráðsins í
Osló úr lancii og jafnframt tilkynnt að fjórir fyrrverandi starfsmenn sendiráðs-
ins fái ekki að koma til Noregs á ný. Brottvísanir þessar fylgja í kjölfar
uppljóstrana um hinar víðtæku njósnir Arne Treholts, skrifstofustjóra í norska
utanrfkisráðuneytinu, í þágu Sovétríkjanna.
Það var Sven Stray utanríkis-
ráðherra sem greindi frá þessu á
blaðamannafundi í Osló í dag.
Hann sagði að eftir brottvísunina
væru starfsmenn sovéska sendi-
ráðsins 89 og fleiri yrðu þeir ekki í
framtíðinni.
„Þetta eru róttækustu viðbrögð
norskrar ríkisstjórnar við njósnum
í landinu fyrr og síðar," sagði ráð-
herrann.
f hópi Sovétmannanna fimm eru
þrír háttsettir embættismenn, einn
ráðunautur og tveir sendiráðsritar-
ar. I hópi hinna fjögurra fyrrver-
andi starfsmanna sem lýstir hafa
verið óæskiiegir í landinu er
Evgeni A. Beljayev, en lengi hefur
verið vitað að hann er njósnari
KGB og er nafn hans m.a. að finna
á alþjóðlegum handbókum um sov-
éska  njósnara.  Hann  starfaði  í
Símamynd AP.
Helmut Kohl kanslari og Manfred Wörner varnarmálaráðherra heilsast áður
en fundur vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar um Kiessling-málið hófst í gær.
sendiráðinu í Osló á árunum 1965-
1971.
Verjandi Arne Treholt hefur
sagt að hann hafi ekki njósnað
vegna peninga. Hann hefur ekki
upplýst hverjar ástæður Treholt
voru, en segir að Treholt muni
segja allt af létta í yfirheyrslum og
fyrir dómstólum. Verjandinn hefur
einnig vísaö á bug hugleiðingum
um að Treholt hafi átt norska sam-
starfsmenn í njósnastarfi sínu.
Sven Stray var að því spurður á
blaðamannafundinum hvort ein-
hverjir samningar á milli Noregs
og Sovétríkjanna yrðu teknir til
endurskoðunar í kjölfar afhjúpun-
ar Treholts. Hann sagði að of
snemmt væri um það að segja á
þessu stigi málsins.
Sjá: „Njósnirnar hafa grafíð
undan gagnkvæmu trausti þjóð-
anna," á bls. 22.
Afganistan:
Frelsissveitirnar
bíða mikið afhroð
Islamahad, PakisUn, I. febrúar. AP.
Frelsissveitirnar í Afganistan hafa
beðið mikið afhroð að undaníornu
Kiessling fær
uppreisn æru
Ekki búist við að hann taki við embætti á ný vegna heilsubrests
Boon, I. ri'hrúar. AP.
ÞÝSKI hershöfð-
inginn GUnter
Kiessling hefur
fengið uppreisn
æni og honum
hefur verið boðið
embætti sitt hjá
NATO og vestur-
þýska hernum á
ný.     Manfred
Wörner varnarmálaráðherra, sem
vék Kiessling úr embætti vcgna
gruns um samband hans við kynvill-
inga, er reynst hefur órökstuddur, til-
kynnti Helmut Kohl kanslara að
hann væri reiðubúinn að segja af sér
vegna þessara mistaka, en Kohl féllst
ekki á afsögn hans.
Kohl kanslari greindi frá því á
blaðamannafundi í dag, að Wörner
hefðu orðið á mistök og Kiessling
mundi hljóta embætti sitt á ný.
Hann sagðist hins vegar bera virð-
ingu fyrir því sjónarmiði varnar-
málaráðherrans að tefla ekki
öryggi ríkisins í tvísýnu.
Kanslarinn las bréf sem fóru á
milli Kiesslings og Wörners. í bréfi
Wörners segir að hann hafi óskað
eftir því við Carstens forseta að
skipa Kiessling í embætti á ný.
Ákvörðunin um brottvikninguna
31. des. sl. hafi verið tekin á
grundvelli upplýsinga frá gagn-
njósnaþjónustu hersins, en síðan
hafi komið í ljós að í þeim hafi
verið „ósannaðar fullyrðingar".
Forsendur brottrekstrarins séu því
ekki lengur fyrir hendi. „Ég hef
aldrei dregið heiður þinn í efa,"
segir Wörner ennfremur í bréfinu
til Kiessling. Hann nefnir kynvillu-
áburðinn hins vegar ekki berum
orðum í bréfinu.
Kohl sagðist ekki hafa fallist á
afsögn Wörners vegna þess að
hann  væri  sannfærður  um  að
Wörner ætti eftir að sýna það og
sanna að hann væri góður varn-
armálaráðherra.
í bréfi Kiesslings til Wörners
segist hershöfðinginn óska eftir því
að komast á eftiríaun 31. mars nk.
eins og upphaflega hafði verið
áformað, en hann vilji þó fyrst ná
heilsu á ný. Kiessling fór á sjúkra-
hús í fyrri viku, en fór þaðan á
þriðjudag. Ekki er vitað hvað amar
að honum, en talið er að veikindin
hindri hann í að taka við starfi
sínu á ný.
Kiessling hefur fallið frá því að
höfða mál á hendur varnarmála-
ráðherranum. Hans-Jochen Vogel,
leiðtogi     stjórnarandstöðunnar,
lýsti því yfir að loknum
blaðamannafundi Kohls að ákvörð-
un hans um að láta Wörner sitja
áfram í ráðherrastól væri landi og
þjóð til skaða og vitnisburður um
pólitískt ábyrgðarleysi hans.
og 322 liðsmenn þeirra fallið á síð-
ustu tólf dögum, ef marka má fréttir
í útvarpi .sljórnarinnar í Kabúl í dag.
Ef rétt reynist er þetta mesta
mannfall stjórnarandstæðinga
síðan marxistar rændu völdum í
landinu árið 1978.
Útvarpið í Kabúl, sem er hin
opinbera rödd sovésku leppstjórn-
arinnar í Afganistan, hefur á und-
anförnum dögum gefið nákvæmar
upplýsingar um mannfall and-
stæðinganna. Fram hefur komið
að frelsissveitirnar biðu mikinn
ósigur í Kandahar-héraði, sem er
suðvestur af höfuðborginni og
misstu þar 240 manns.
Fréttirnar frá Kandahar stang-
ast á við upplýsingar frá vestræn-
um sendifulltrúum sem segja að
frelsissveitirnar séu að ná hérað-
inu á sitt vald.
I útvarpinu hefur enn fremur
komið fram að 20 frelsishermenn
hafi fallið í Shindand, nálægt
landamærum "írans, en þar er
stærsta herstöð Sovétmanna í
landinu; 45 hafi fallið í Faryab-
héraði og nokkrir í héruðunum
Balk og Badgis, sem eru nálægt
landamærum Sovétríkjanna.
Erlendir fréttamenn geta ekki
sannreynt hvort upplýsingar út-
varpsins í Kabúl eru réttar því
þeim er ekki Ieyft að koma til
landsins.
SAYED llassan Aadpal, fyrrum varnarmálaráðherra og yfirmaður hersins í
Afganistan, greinir blaðamönnum í Nýju Delhí frá því að hann hyggist
aðstoöa við að stofna „byltingarher" til að berjast gegn sovéska hernámslið-
inu í heimalandi sínu. Sonur hans og 13 ára dóttir, sem nýlega flúði frá
Kabúl, eru með honum á þessari símamynd frá AP.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48