Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 28. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						
72 SIÐUR
tfttunfltfiifrife
STOFNAÐ 1913
28. tbL 71. árg.
FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Svenn Stray utanríkisráðherra Noregs:
Rekum hugsanlega fleiri
Sovétmenn af landi brott
<>sló. 2. febrúar. Frá Per Borglund, fréllaritara Mbl.
Norska ríkisstjórnin ákvað einróma í gær, að hætta við fyrirhugaða ferð
þingmanna til Sovétríkjanna, sem fara átti fyrir vorið. Ekki höfðu dagar
verið ákveðnir. Er ákvörðunin liður í viðbrögðum Norðmanna við uppljóstr-
aðri njósnastarfsemi KGB í Noregi með hinn norska Arne Treholt í broddi
fylkingar. Áður höfðu Norðmenn vísað fimm sendiráðsstarfsmönnum úr
landi og meinað fjórum öðrum diplómötum að koma til landsins.
Svenn Stray, utanríkisráðherra
Noregs, sagði í gær, að ekki mætti
útiloka að fleiri Rússar yrðu rekn-
ir úr landi, ef rannsókn á atferli
þeirra gæfi tilefni til. Engin við-
brögð hafa komið fram í Moskvu
vegna aðgerða Norðmanna, en
sovéski sendiherran í Osló sendi
frá sér klausu. Inntakið í henni
Uppreisnarmenn í Chad:
Segjast
hafa fellt
4 Frakka
París, 2. febrúar. AP.
HAFT VAR eftir fréttum frá hinni
opinberu líbísku fréttastofu Jana í gær,
að uppreisnarmenn í Chad hafi drepið
fjóra franska hermenn í miklum bar-
daga stjórnarhersins og Frakka annars
vegar, uppreisnarmanna hins vegar.
Orrustan fór fram nærri Tokou í aust-
urhluta landsins. Auk þess að hafa veg-
ið Frakkana hefur Jana eftir leiðtogum
uppreisnarmannanna, að þeir hafi fellt
354 stjórnarhermenn og sært hundruð
til viðbótar.
Ekki gátu uppreisnarmenn þess
hvenær bardaginn fór fram og óljóst
er hvort að um sömu orrustu var að
ræða og stjórnarhermenn greindu
frá nærri Monou fyrr í vikunni. Þar
sögðust þeir hafa „þurrkað út*
300-manna herdeild. Segjast upp-
reisnarmenn að auki hafa eyðilagt
11 brynvarðar vígvélar og fimm
jeppa búna smáfallbyssum.
Frönsk stjórnvöld neita því að
hafa tekið beinan þátt í átökum að
undanförnu og þvertaka fyrir að
fjórir franskir hermenn hafi fallið.
var að ásakanir Norðmanna væru
rakalausar og norska leyniþjón-
ustan stæði á bak við þær. Væri
markmiðið að rífa niður vináttu-
bönd þjóðanna og spilla sambúð-
inni. „Sovétríkin áskilja sér nú
rétt til að vísa norskum diplómöt-
um frá Sovétríkjunum," sagði einn-
ig í tilkynningunni. Norðmenn bú-
ast ekki við viðbrögðum ráða-
manna í Kreml fyrr en í fyrsta
lagi á mánudaginn. Dagfinn
Stenseth, sendiherra Noregs í Sov-
étríkjunum, hefur verið í Osló síð-
ustu dagana til skrafs og ráða-
gerða. Hann fer aftur utan á
sunnudaginn.
Danska vikublaðið Se og Hör
greindi frá því í síðasta hefti sínu,
að líklega hefði Sovétmaður að
nafni Evgenji Beljajev verið mað-
urinn sem náði tökum á Treholt
þegar árið 1968. Beljajev þessi er
KGB-maður sem starfaði við
sendiráð Rússa í Osló frá 1967 til
1971. Hefur blaðið það eftir Brit
Grön, fyrri konu Treholts. Hún
segir í viðtali við blaðið að Treholt
hafi marghitt umræddan Beljajev
árið 1968. „Rússinn var afar vina-
legur við Arne og var sífellt fær-
andi honum gjafir, vodka og
styrjuhrogn. Þeir hittust einnig
oft á laun," segir frú Grön, sem nú
býr á Spáni. Beljajev er einn
diplómatanna fjögurra sem aldrei
mega stíga fæti framar á norska
grund.
Vandamál EBE rædd
Símamynd AP.
Francois Mitterrand Frakklandsforseti og Helmut Kohl kanslari Vestur-Þýskalands hittust í Edenkoben í
Vestur-Þýskalandi í gær. Áttu þeir fund þar sem þeir ræddu um leiðir til að rétta við fjárhag Efnahagsbandalags
Evrópu. Að sögn fréttaskýrenda sagði Kohl í fundarlok að Mitterrand hefði borið fram athyglisverðar tillögur,
en þær voru ekki tíundaðar nánar. A meðfylgjandi mynd svala þeir Mitterrand, nær, og Kohl, fjær, þorstanum.
Bréfi Walesa til Jaruzelski svarað:
Ný rógsherferð
komin á fulla ferð
Varsji, 2. rebrúar. AP.
PÓLSKA herstjórnin svaraði opinberlega einkabréfi sem Lech Walesa, Nób-
elsverðlaunahafi og verkalýðsleiðtogi ritaði Jaruzelski hershöfðingja 29. des-
ember síðastliðinn. Er í hæsta máta óvenjulegt að yfirvöld bregðist þannig
við, en tækifærið var notað til að gera enn eina árásina á persónu Walesa.
I bréfi sínu kvartaði Walesa yfir
því að yfirvöld hefðu með „undir-
lægjuhætti" reynt að eyðileggja
mannorð sitt og áhrif. Mótmælti
hann því að þurfa að sitja undir
kerfisbundnu níði löggæslustofn-
ana landsins auk hinna ríkisreknu
fjölmiðla.
Svar stjórnarinnar, sem undir-
ritað var af Zdzlislaw Jurek, yfir-
manni i kvartanadeild stjórn-
valda, var 4000 orð að lengd og
birtist í dagblaðinu Dzennik Balt-
yski, og var að auki dreift af hinni
opinberu fréttastofu PAP. Þar var
farið hörðum orðum um Walesa
og sagt að bréfið væri einn vottur-
inn enn um hroka hans. í svar-
pistlinum var Walesa sakaður um
að hafa „mikla tilhneigingu til að
setja sig á stall lögum ofar" og að
„gera sig stóran og merkilegan í
augum vestrænna fréttamanna."
f bréfinu kom auk þess fram, að
ástæðan fyrir því að hirt væri um
að svara bréfi Walesa væri, að
hann hefði laumað frumritinu til
vestrænna fréttamanna, en sent
Walesa
stjórnvöldum afrit. Þessu hefur
Walesa harðneitað og fréttamenn
AP í Varsjá fengu heimsókn
stjórnarerindreka í síðustu viku.
Reyndi hann að selja þeim frum-
ritið af bréfi Walesa.
Svenn Stray
Suður-Afríka:
Nýtt njósna-
hneyksli í
burðarliðnum
Höfoaborg, Suour Afríku. 2. febrúar. AP.
MAGNUS Malan, varnarmálaráðherra
Suöur-Afríku, skók þingheim í heima-
landi sínu í gær. Hann sat fyrir svórum
á þinginu og þingmenn spurðu ákaft
um hvernig það hefði átt sér stað, aö
Dieter Gerhardt sem handtekinn var
fyrir njósnir í þágu Sovétríkjanna og
dæmdur til lífstíðar fangelsis fyrir
mánuði síðan, gat stundað þá iðju sína
í 20 ár án þess að upp kæmist. Malan
tilkynnti þá að annar foringi úr hern-
um sæti nú í prísund grunaður um
njosnir.
Malan lét ekki uppi hver hinn nýi
grunaði njósnari væri og um fátt er
meira rætt í Suður-Afríku nú, en
hver huldunjósnarinn muni vera.
Dagblaðið Citizen, sem er hliðhollt
stjórnvöldum nafngreindi heldur
ekki manninn, en sagði hann lágt
settan foringja úr leyniþjónustu
hersins. Sagði blaðið tvo óbreytta
borgara einnig vera undir smásjá
yfirvalda í sama máli, en það væri
óskylt máli Gerhardts.
Fárlegir
bardagar
í Beirút
Beirút, 2. febrúar. AP.
HÖRKUBARDAGAR geisuðu í
Beirút, höfuðborg Líbanon, og ná-
grenni hennar í gær. Annars vegar
héldu driisar í fjöllunum umhverfis
borgina og stjórnarherinn uppi
linnulausri fallbyssu- og eldflauga-
skothríð hvorir á aðra. Hins vegar
gerðu shitar áhlaup á mikilvægar
stöðvar stjórnarhersins. Shitarnir
hróktu herinn á flótta, en í gær-
kvöldi hófst gagnsókn stjórnar-
hersins og náði hann svæðinu afiur
á sitt vald. Tölur lágu ekki fyrir um
mannfall að öðru leyti en því að
það var mikið.
Sókn shitanna var fyrsta
áhlaupið í borgarastriðinu í heil-
an mánuð. Var aðgerðin djarfleg,
en undanfari hennar var mikii
sprengjuhríð. Aðilar sökuðu hvor
annan um að hafa átt upptökin.
Fallbyssuskothríð drúsa og
hersins var geysileg og féllu
margar sprengjukúlur drúsa í
íbúðarhverfum kristinna manna.
Þar voru flestir íbúar heilu
hverfanna ofan í kjöllurum með
mat og vistir í allan gærdag og
langt fram á kvöld.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48