Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 31. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
31. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUÐAGUR 8. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Nprengja gpringur í vesturhluta Beirút í gærmorgun. Sá hluti borgarinnar er nú nær alfarið á valdi shíta.                              Simamynd AP.
Hlutverk gæsluliðsins
í Líbanon gæti breyst
Beirát, Tel Aviv, Washington, London og Haag, 7. febrúar. AP.
GEORGE SHULTZ, utanrfkisriðherra Bandaríkjanna, gaf í dag í skyn, að
hlutverk gæsluliosins i Líbanon gæti breyst ef harðnandi bardagar yrðu til þess
að ógna stjórn Amin Gentayel enn frekar.
Shultz, sem var á leið frá Brasilíu
til Grenada, ræddi við fréttamenn
um borð í flugvél. Sagði hann, að
Bandaríkin væru í stððugu sam-
bandi við hinar þjóðirnar sem aðild
eiga að gæsluliðinu, Bretland, ítalíu
og Frakkland.
„Hvort hægt er að leysa þann
hnút, sem einkennir ástandið i Lfb-
anon um þessar mundir, er nokkuð,
sem við höfum rætt ítarlega um án
þess að komast að niðurstöðu. Stöð-
ugt er verið að reyna að vinna að
lausn þeirra vandamála, sem við er
að glíma," sagði Shultz.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, boðaði ríkisstjórn
sína tvívegis til neyðarfunda f dag
vegna ástandsins í Lfbanon. Bnn
hefur ekkert frést um efni fund-
anna, né heldur hvort Bretar hygg-
ist kalla lið sitt heim vegna sfvax-
andi spennu fyrir botni Miðjarðar-
hafs.
Bettino Craxi, forsætisráðherra
ítaliu, fór þess á leit við Bretland,
Prakkland og Bandarfkin í kvöld, að
þjóðirnar boðuðu þegar í stað til
fundar um gæslulið þjóðanna í Lfb-
anon. Ýmislegt er talið benda til
þess, að þrjár fyrsttöldu þjóðirnar
hafi fullan hug á að kalla lið sitt
heim, en engin vilji hafa frumkvæð-
ið.
Mitterrand, Frakklandsforseti,
sem nú er í opinberri heimsókn í
Hollandi, sagði í kvöld, að hann
hefði ekki ætlað frönsku gæslulið-
unum að vera í Lfbanon „um alla
eilífð" eins og hann orðaði það. í
skoðanakönnun, sem framkvæmd
var í Frakklandi nýverið, kom fram,
að 47% vilja að gæsluliðarnir verði
kallaðir heim.
Vopnahlé var samið á hádegi í
Beirút í dag eftir að stöðug skothrfð
hafði verið frá því fyrir sólarupp-
rás. Hafa forvígismenn shíta nefnt
þetta „síðasta vopnahléið". Banda-
ríska herskipið New Jersey hleypti
m.a. af fallbyssum sfnum í morgun
til þess að verja búðir bandarísku
gæsluliðanna við alþjóðaflugvöllinn
í Beirút eftir að þær höfðu orðið
fyrir skothríð. Einn gæsluliði særð-
ist í árásinni.
Vitað er til þess að sendiráð
V-Þýskalands varð fyrir talsverð-
um skemmdum þegar lætin voru
hvað mest í morgunsárið. Einn
starfsmanna þess meiddist er grjót
úr byggingunni hrundi á hann. Þá
hefur nær allt starfslið bandariska
sendiráðsins í Beirút, alls 41 maður,
verið flutt á brott í öryggisskyni.
Fyrsta geimgangan án öryggistaugar:
„Þetta var
risastökk"
— sagöi Bruce McCandless að göngunni lokinni
(anaviral hoTða, Florida, 7. febrúar. AP.
GEIMFARINN Bruce McCandless braut í dag blað í bandarískri geimferða-
sögu er hann fór fyrstur þarlendra geimfara í göngu úti í geimnum án þess að
vera tengdur með öryggislínu við geimferjuna Challenger.
McCandless fór nákvæmlega 97
metra vegalengd frá ferjunni áður
en hann sneri aftur. Gangan tók
hann 90 mínútur. Á bakinu bar
hann sérstakan búnað, sem gerði
honum kleift að komast ferða
sinna. Þótt ekki fari mikið fyrir
kassanum, sem hýsir búnaðinn,
kostar hann 10 milljónir Banda-
ríkjadala, eða tæpar 300 millj. ísl
króna.
„Það getur verið að Neil hafi
fundist hann stíga stórt skref fyrir
15 árum, en fyrir mér var þetta
risastökk," sagði geimfarinn í sam-
tali við fjarskiptastöðina á Cana-
veral-höfða. Vísaði hann þá til
lendingar fyrsta mannaða banda-
ríska geimfarsins á tunglinu 1969
og ummæla Neil Armstrong er
hann steig út úr fari sínu.
Er McCandless kom aftur að
geimferjunni í dag fór Robert
Stewart að dæmi hans og fór f
stutta gönguferð í geimnum án ör-
yggistaugar.
Það, að gönguferð þeirra félaga
skyldi ganga að óskum, var banda-
rísku      geimferðastofnuninni,
NASA, mikið gleðiefni eftir að
tveir gervihnettir höfðu tapast f
ferð Challenger.
Simamynd AP.
Maður og jörð. Söguleg mynd fri fyrstu geimgöngu geimfara án öryggistaug-
ar við geimfarið. Bruce McCandless er þarna i „heimleið" eftir að hafa
gengið 100 metra spöl fri geimferjunni Challenger. Ljósi hlutinn í forgrunni
myndarinnar er jö'rðin.
Skáru
íbúana
á háls
Islamabad, Pakistan, 7. fehrúar. AP.
FRÉTTIR frá Afganistan, sem
bárust til Pakistan í dag,
herma, að stjórnarherinn hafi
farið aðra gereyðingarherferð
um borgina Istaelef, skammt
norður af böfuðborginni Kabúl,
á fimmtudag. Taiið er að fórn-
arlömbin hafí skipt hundruð-
um.
Er árásinni líkt við árás á
borgina í nóvember. Þá var
talið, að nær helmingur allra
bygginga hefði verið jafnaður
við jörðu og lífið murkað úr
hundruðum manna.
Erfitt hefur reynst að fá
skýra mynd af því sem gerð-
ist en eftir því sem næst verð-
ur komist kom stjórnarher-
inn borgarbúum gersamlega í
opna skjöldu. Beið hann
átekta og gerði síðan snöggt
áhlaup. Var sveðjum og
byssustingjum beitt til þess
að síður yrði vart við áhlaup-
ið á útjaðar borgarinnar.
Engum var eirt, hvorki
börnum, konum né gamal-
mennum, þótt megináherslan
hafi verið lögð á að' koma
meðlimum frelsissveitanna
fyrir kattarnef. Fjöldi manna
úr frelsissveitunum var leidd-
ur út úr bænum ásamt fjöl-
skyldum þeirra og allur hóp-
urinn skorinn á háls.
„Slátrarinn
frá Teheran"
myrtur í gær
París. 7. febrúar. AP.
GHOLAM ALI Oveissi, 65 ára
gamall fyrrum hershöfðingi frá
valdatíma íranskeisara, var í dag
veginn á götu úti í París ásamt
bróður sínum, Gholan Hosein.
Að sögn lögreglu voru bræð-
urnir báðir skotnir í höfuðið.
Árásarmennirnir, sem talið er
að hafi verið þrír saman, flýðu á
bifreið.
Oveissi var á sínum tíma yfir-
maður íranska hersins á valda-
tíma Reza Pahlavi, keisara.
Hafði hann orð a sér fyrir að
vera einstakt hörkutól, sem
fylgdi fyrirskipunum keisarans
út í ystu æsar. Hlaut hann viður-
nefnið „slátrarinn frá Teheran"
fyrir vikið.
Þá gegndi Oveissi stöðu yfir-
manns gæsluliðs keisarafjöl-
skyldunnar og er talinn hafa
verið maðurinn að baki fjölda-
morðunum í Teheran í septem-
ber 1978 þegar herinn hóf fyrir-
varalaust skothríð á mannfjölda,
sem safnast hafði saman í mið-
borginni.
„Hann var maður, sem allir
hötuðu," sagði íranskur frammá-
maður í París. „Það er ógjörn-
ingur að geta sér til hver varð
honum að bana, óvinir hans voru
svo margir."
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48