Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 32. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SÍÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
STOFNAÐ 1913
FIMMTUDAGUR 9. FEBRUAR 1984
VERÐ I LAUSASOLU 20 KR.

lMM l^$mm%mt*^.^ , - » * - i jj Á 4 á 4 1
Dansfólk lék sér að fánum og flöggum og myndaði ólympíuhringina á Kosevo-leikvanginum í Sarajevo í Júgéslavíu þegar vetrarólympíuleikarnir, þeir
14. í rödinni, voru settir í gær.
París:
Morðárás á
sendiherra
P»ris, 8. febrúar. AP.
SENDIHERRA Sameinuðu arabísku
furstadæmanna í Frakklandi var í dag
skotinn til bana fyrir utan heimili sitt í
París. Aö sögn lögreglunnar var einn
maöur aö verki en engir hafa enn sem
komið er gengist við morðinu.
Sendiherrann, Khalifa al-Mubar-
ak, lést á sjúkrahúsi skömmu eftir
skotárásina og er hann tólfti stjórn-
arerindrekinn, sem myrtur er í Par-
ís frá 19. desember árið 1974. Vitni
lýsa morðingjanum sem manni á
fertugsaldri og likustum araba að
yfirbragði. Talsmenn ríkisstjórnar-
innar í Sameinuðu arabísku fursta-
dæmunum vilja ekkert um málið
segja að svo stöddu.
Líbanon:
Bretar og Italir skipa
gæsluliði sínu á brott
Beirut, London, Jerúsalem, 8. rebrúar. AP.
BRETAR fóru í dag að dæmi Banda-
ríkjamanna og skipuðu gæsluliðum
sínum að hverfa á brott frá Beirut.
ítalir hyggjast draga lið sitt til baka
smám saman en Frakkar hafa enn
ekkert sagt um fyrirætlanir sínar.
Skotið var í dag af byssum banda-
ríska herskipsins New Jersey á stöðv-
ar drúsa fyrir austan Beirut. Múh-
ameðstrúarmenn ráða nú allri Vest-
ur-Beirat og krefjast afsagnar Amin
Gemayels forseta.
Breska stjórnin skipaði i morgun
gæsluliðum sínum í Beirut að yfir-
gefa stöðvar sínar í borginni og
koma sér út í birgðaskipið Reliant,
sem  liggur  fyrir  festum  undan
ströndinni. Yfirmönnum italska
gæsluliðsins hefur einnig verið
skipað að undirbúa brottflutning
sinna manna „smám saman". Tals-
maður franska varnarmálaráou-
neytisins kvað hins vegar engar
ákvarðanir hafa verið teknar um
brottflutning. Ríkisstjórnir þess-
ara þriggja þjóða hafa enn einu
sinni hvatt Sameinuðu þjóðirnar
til að annast gæslu í Beirut en talið
er víst, að Sovétmenn muni koma í
veg fyrir þá skipan mála.
Bandaríkjamenn héldu í dag
uppi skothríð frá herskipinu New
Jersey og beindu henni að
stórskotaliðsstöðvum drúsa í fjöl-
lunum fyrir ofan Beirut. Vildu þeir
með því svara linnulítilli skothríð
drúsa á hverfi kristinna manna í
Austur-Beirut. Sagði útvarpsstöðin
„Rödd Líbanons", að New Jersey
hefði þaggað niður í 30 fallbyssu-
hreiðrum drúsa.
Tilkynnt var í Moskvu í dag, að
Geidar A. Aliev, sem sæti á í
stjórnmálaráðinu, myndi fara til
Sýrlands í þessum mánuði til að
samræma stefnu Sovétmanna og
Sýrlendinga í málefnum Líbanons.
Útvarpsstöð ísraelska hersins
sagði í dag og hafði eftir heimild-
um í varnarmálaráðuneytinu, að
Israelsstjórn hefði hafnað mála-
leitan frá Gemayel, forseta Líban-
ons, um stuðning við stjórn hans.
Hersveitir shíta og annarra
flokka múhameðstrúarmanna ráða
nú allri Vestur-Beirut og hafa farið
þar um með ránum og rupli þótt
borgarhlutinn     sé     byggður
trúbræðrum þeirra. Leiðtogar
þeirra skipuðu hermönnunum í dag
að hafa sig á brott af götum borg-
arhlutans eða sæta afarkostum
ella. Ríkisstjórn Gemayels forseta
á nú mjög í vök að verjast enda
krefjast múhameðstrúarmenn taf-
arlausrar afsagnar hans.
Rússar
óttast súra
regnið
Genf, 8. febrúar. AP.
HÁTTSETTUR sovéskur embætt-
ismaður og sérfræðingur í um-
hverfisverndarmálum sagði í Genf
í gær, að sovésk stjórnvöld hefðu
vaxandi áhyggjur af þeim skaða,
sem súrt regn væri farið að valda í
landinu. Sovétmenn hafa hingað
til lítiíi sinnt áskorunum vest-
rænna rikja um samstarf í um-
hverfisverndarmálum og ekki látið
neitt uppi um áhrif mengunarinnar
í Sovétríkjunum.
Igor Nazarov, aðstoðarfor-
stjóri Jarðeðlisfræðistofnunar-
innar í Moskvu, sagði frétta-
manni AP-fréttastofunnar, að á
sumum svæðum hefði uppskera
minnkað vegna áhrifa súra
regnsins og væri skaðinn metinn
á nærri 600 milljónir dollara á
ári. Verst hefði orðið úti 400.000
ferkm. svæði fyrir vestan
Moskvu þar sem uppskeran væri
nú 15% minni en áður. Súra
regnið eyðir kalsium úr jarðveg-
inum og sagði Igor, að dreifa
þyrfti 20 milljónum tonna af
kalki árlega til að vinna upp á
móti eyðingunni.
Igor Nazarov tekur nú þátt í
ráðstefnu í Genf um umhverf-
isvandamál og er þátttaka hans
höfð til marks um þær vaxandi
áhyggjur, sem Sovétmenn hafa
af áhrifum mengunarinnar í
landi sinu.
Noregur:
Ráðherrar skera niður
launahækkanir til sín
Óslö, 9. rebrúar. AP.
KÁRE Willoch, forsætisráðherra
Noregs, og samráðherrar hans hafa
ekki ¦ hyggju að taka viö meiri
launahækkunum en aðrir landar
þeirra á þessu nýbyrjaða ári. Raunar
verða þær minni því að peir hafa
farið fram á, að þær verði aðeins 5%
þótt vitað sé, að almennar launa-
hækkanir í landinu verði meiri.
Astæðan fyrir þessari nýstár-
legu beiðni ráðherranna er sú, að í
fjárlögunum er gert ráð fyrir 5%
hækkun launa á árinu og segir
stjórnin, að hún megi ekki vera
meiri ef Norðmenn vilji halda
samkeppnisstöðu sinni. Lögum
samkvæmt fara launahækkanir til
ráðherranna eftir launahækkun-
um til hæstaréttardómara, sem á
síðustu árum hafa verið í takt við
almennar launahækkanir á vinnu-
markaðnum.
Þrátt fyrir fjárlagatillögurnar
er gert ráð fyrir, að almennar
launahækkanir í Noregi verði um
8% á árinu en Willoch vildi hins
vegar vera stefnu sinni trúr og bað
því forsætisnefnd Stórþingsins að
binda launahækkanir ráðherr-
anna við 5%. Káre Willoch er að
sjálfsögðu vel launaður sem for-
sætisráðherra og 8% launahækk-
un hefði gefið honum um 87.000
ísl. kr. að auki. Þess vegna telja
flestir þetta vel ráðið hjá Willoch
enda hafa margir Norðmenn það
fyrir satt, að þar í landi sé öfundin
kynhvötinni yfirsterkari.
Fátt virðist nú geta bjargað ríksstjórn Amins Gemayels, Líbanonforseta. Á
myndinni er einn hermaður shíta að rífa niður myndir af forsetanum í
Vestur Beirút, sem ekki er lengur í höndum stjórnarhersins.   Símamynd AP.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48