Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 34. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR OG LESBOK
STOFNAÐ 1913
34. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 11. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Athyglin beinist að eftirmanni Andropovs:
Gorbachev og Romanov
taldir líklegustu arftakar
UiuLill  Wauhinillon   III  fjikm.r   AD                                                                           "   ""                                                                                                ______________________________________________________
Mnskvu, Washington, 10. frbníar. AP.
Tveir menn, Mikhail Gorbachev
og Grigori Komanov, eru taldir
koma sterklegast til greina þegar
valinn verður eftirmaður Yuri And-
ropovs leiðtoga sovézka kommún-
istaflokksins, sem féll frá í fyrrdaga,
að því er tilkynnt var í gær. Andro-
pov var kjörinn flokksleiðtogi við
fráfall Leonid Brezhnevs í nóvember
1982. Hann lézt eftir langa og erfiða
sjúkdómslegu og hafði ekki komið
fram opinberlega í hálft ár. Ráða-
menn í fylgiríkjum Sovétmanna í
Austur-Evrópu lýstu harmi sínum
vegna andláts Andropovs. Leiðtogar
vestrænna ríkja kváðust harma and-
lát Andropovs, sem miklar vonir
hefðu verið bundnar við, jafnt utan
Sovétríkjanna sem innan. Áhrifa-
menn í Bandaríkjunum sögðu sam-
skipti Bandaríkjanna og Sovét-
rikjanna hafa versnað til muna í tfð
Andropovs, og að vonast væri til að
nýir leiðtogar yrðu „sveigjanlegri",
allar breytingar yrðu til batnaðar,
þar sem samskipti ríkjanna gætu
vart versnað.
Gorbachev, sem er 52 ára, og
Romanov, sem er 61 árs, eru yngstu
aðalfulltrúarnir í stjórnmálaráði
kommúnistaflokksins, og báðir , í
hópi þriggja ritara flokksins. Það
er talið styrkja stöðu Gorbachevs
að hann hefur verið lengUr í
Moskvu en Romanov. Romanov
hefur hins vegar gegnt mikilvæg-
ara hlutverki en Gorbachev í inn-
anrikismálum.
Jafnframt er Konstantin Chern-
Andropov
enko talinn koma til greina, en
hann er leiðtogi gamalla áhrifa-
manna í flokknum .sem áttu
Brezhnev frama sinn að þakka, og
talinn leiðtogi andstæðinga Andro-
povs. Chernenko verður leiðtogi út-
fararnefndarinnar, sem stjórnar
útför Andropovs nk. þriðjudag, en
Andropov var einmitt formaður
samsvarandi nefndar þegar
Brezhnev var borinn til hinztu
hvílu.
Ennfremur er Dimitri Ustinov
landvarnaráðherra í hópi líkleg-
ustu eftirmanna Andropovs, þar
sem völd hersins hafa greinilega
aukizt. Hann er sagður hafa átt
manna mest þátt í því að Andropov
var valinn eftirmaður Brezhnevs.
Hart hefur verið lagt að Reagan
Bandaríkjaforseta í dag að vera
viðstaddur útför Andropovs, þar
sem það er talið myndu hafa mikil
áhrif til hins betra fyrir samskipti
stórveldanna. Kunnugir telja mikl-
ar líkur á að Reagan fari til
Moskvu hafi eftirmaður Andropovs
verið valinn fyrir útförina.
Kista Andropovs mun liggja á
viðhafnarbörum í Húsi sovézku
verkalýðssamtakanna frá því á há-
degi á morgun, laugardag, þar til á
þriðjudag, er hann verður greftrað-
ur í grafhýsi Leníns á Rauða torg-
inu.
Vestrænir  sérfræðingar  búast
ekki við greinilegum breytingum á
hernaðarstefnu  Sovétríkjanna  að
Andropov frágengnum, en segja að
opnast hafi möguleikar á að hefja
að  nýju  viðræður  um  fækkun
kjarnavopna.
Sjí nánar: „Skilur ekki eftir sig rljúp
spor (sögu Sovétrikjanna" i bls.20,
„Yngri  aðalleiðtogi  valinn  eða
braðabirgðaleiðtogi?"  i  bls  21,
„Moskvuborg  í  sorgarklcðum",
„Verður Reagan við útför Andro-
povs?" i bls 22, og „Raðamenn
harma andlit Andropovs" og „l'ól
verjar harma Andropov í bófi" i
bls.23.
Moskvubúar kaupa veggmyndir af Andropov eftir að tilkynnt var um andlál
hans í gær.                                       AP/ Slmamynd
Haraldur Kröyer
sendiherra í Moskvu:
Andropov
syrgður
„ÞAÐ KÍKIK djúp sorg hér í
Moskvu, enda var Andropov vel
liðinn meðal almennings. Hann
þótti lítillátur maður og lét t.d.
ekki hengja myndir af sér á al-
mannafæri eins og fyrirrennarar
hans, og þær umbætur sem hann
beitti sér fyrir í efnahagsmálum
og áhersla hans á aukinn vinnu-
aga mæltist vel fyrir," sagði Har-
aldur Kröyer, sendiherra fslands
í Sovétríkjunum, í samtalí við
Mbl.
„Þjóðarsorg hefur verið
fyrirskipuð 11.—14. febrúar, og
tilkynningin um að Chernenko
verði formaður útfararnefnd-
arinnar hefur gefið mönnum
tilefni til hugleiðinga um að
kannski verði hann næsti eftir-
maður Andropovs, en Androp-
ov gegndi sama embætti þegar
Bresnjef var jarðaður," sagði
Haraldur.
Haraldur sagðist ekki hafa
orðið var við að uggur væri í
fólki í Moskvu, en margir eldri
borgarar væru þó órólegir og
heyrðust spyrja hvað tæki við.
órir sjómenn fórust í
höftiinni á Grundartanga
FJÓRIR skipverjar af ms. Fjallfossi,
nýju skipi Eimskipafélags íslands,
fórust snemma í gærmorgun í höfn-
inni á Grundartanga og fundust Ifk
þeirra á sjávarbotni milli skips og
bryggju um miðjan dag í gær. „Ekki
er Ijóst hvernig slysið bar að, en
hvasst var á Grundartanga í nótt.
Ýmislegt bendir til þess, að skipverj- '.
ar hafi verið úti £ þilfari um nóttina
að huga að skipinu og fallið f sjó-
inn," segir í fréttatilkynningu, sem
Eimskipafélag íslands sendi frá sér í
gær.
Þeir sem fórust voru: Þorbjörn
Sigurðsson, skipstjóri, 45 ára, til
heimilis að Vesturbergi 159 í
Reykjavík. Hann lætur eftir sig
eiginkonu. Gylfi Guðnason, 1.
stýrimaður, 39 ára, til heimilis að
Holtsbúð 21 í Garðabæ. Hann læt-
ur eftir sig eiginkonu og þrjú börn.
Kristinn Gunnlaugssson, bátsmað-
ur, 26 ára, til heimilis að Kríunesi
11 í Garðabæ. Hann var ókvæntur.
Daníel Stefánsson, háseti, 23 ára,
til heimilis að Grundartanga 54 í
Þorbjörn Sigurðsson,
skipstjóri.
Gylfi Guðnason,
1. stýrimaður.
Kristinn Gunnlaugsson,
bátsmaður.
Daníel Stefánsson,
háseti.
Mosfellssveit. Hann var ókvæntur.
Samkvæmt upplýsingum, sem
Mbl. hefur aflað sér, er talið hugs-
anlegt að orsök slyssins hafi verið
sú, að landgangur skipsins hafi
fallið niður með einn skipverja og
félagar hans hafi siðan reynt að
bjarga honum, en fallið við það í
sjóinn. Klukkan 8.00 í gærmorgun,
þegar hefja átti losun skipsins, sem
var að koma frá Bretlandi með um
1.000 tonn af koksi til íslenska
járnblendifélagsins, kom í ljós að
enginn af áhöfn skipsins var um
borð, nema 1. vélstjóri sem var sof-
andi í klefa sínum. Hins vegar var
landgangur skipsins horfinn,
kaðalstigi lá niður með síðu skips-
ins og þrjú pör af skóm voru á þil-
farinu.
Siðast heyrðist til skipstjórans
um klukkan fjögur um nóttina,
þegar hann hafði samband við 1.
vélstjóra og bað hann um gera vél-
ina klára og að settur yrði straum-
ur á stjórntök vélar upp í brú og
vindur á þilfari. 1. vélstjóri gerði
það sem um var beðið og lagðist
síðan til svefns. Eftir þetta er ekk-
ert vitað um ferðir fjórmenn-
inganna. A skipinu var átta manna
áhöfn, en þrír skipverjar, mat-
sveinn, 2. vélstjóri og háseti fóru til
Reykjavíkur um miðnættið.
Þegar ljóst var að mennirnir
fjórir voru horfnir voru björgun-
arsveitir Slysavarnafélagsins á
Akranesi og í Reykjavík kallaðar
til leitar, en ennfremur tóku
starfsmenn Landhelgisgæslunnar
þátt í leitinni, og komu á þyrlunni
TF-GRÓ. Eins og áður sagði fund-
ust lik mannanna síðan i sjónum
um miðjan dag. Rannsókn á orsök-
um slyssins stendur yfir og verða
sjópróf væntanlega haldin í
Reykjavík í dag.
Sjá nánar umfjöllun um slysið
i baksíðu og miðopnu blaðsins.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48