Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 37. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
37. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 15. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Mikill alvörublær yfír
útför Yuri Andropovs
Kista Andropovs borin til grafar.
Auk hermanna báru nokkrir æðstu
valdamenn Sovétrfkjanna kistuna
sídasta spölinn, en þeir eru talið frá
vinstri: Konstantin Chernenko, eft-
irmaður Andropovs; Nikolai Tikh-
onov forsætisráðherra, Dimitri Ust-
inov varnarmilaráðherra og Andrei
Gromyko utanrfkisráðherra Sovét-
rfkjanna.
(AP-Simamyndl.
Moskvu, 14. febnjmr. AP.
MIKILL alvörublær hvfldi yfir útför Yuri Andropovs, hins látna forseta
Sovétrfkjanna og leiðtoga kommúnistaflokksins, sem fram fór í Moskvu í
dag. Hermenn sem gengu gæsagang fylgdu kistunni er fallbyssuvagn flutti,
en á eftir gengu ekkja og börn hins látna og síðan meðlimir stjórnmálaráðs-
ins og æðstu menn úr stjórn og her Sovétríkjanna.
1 ræðu sem Konstantin Chern-
enko, hinn nýi leiðtogi kommún-
istaflokksins flutti, minntist hann
Andropovs sem manns er gæddur
hefði verið „mikilli sál og göfugu
hjarta og ákaft barðist fyrir friði".
Mikill mannfjöldi var viðstaddur
útförina, þar á meðal háttsettir
fulltrúar um 60 erlendra ríkja.
Lík Andropovs var jarðsett á
bak við grafhýsi Lenins á milli
grafreits Feliks E. Dzherzhininsk-
ys, stofnanda sovezku leynilög-
reglunnar (KGB), og Mikhail Kal-
inin, sem var annar forseti Sovét-
ríkjanna. Sjálfur var Andropov
yfirmaður KGB í 15 ár áður en
hann varð æðsti valdamaður Sov-
étríkjanna.
Það vakti athygli viðstaddra að
Chernenko hóstaði oft á meðan
hann flutti 8 mínútna langa ræðu
sína og þurrkaði sér hvað eftir
annað um nasirnar. Á einum stað
tók hann andköf. Hefur þetta leitt
til bollalegginga um að Chernenko
sé ekki eins heill heilsu og af er
látið, en hann dvaldist um tíma sl.
vor á sjúkrahúsi vegna lungna-
bólgu.
Frú Margaret Thatcher, forsætisráðherra Bretlands, heilsar Konstantin
Chernenko, hinum nýja leiðtoga Sovétríkjanna, við útför Yuri Andropovs í
Moskvu í gær.                                   (AP-S(mamynd)
Frú Margaret Thatcher í Moskvu:
Fundur um Líbanon
í Oryggisráðinu
New York, 14. febrúar. AP.
FRAKKAR fóru þess á leit í dag, að
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
yrði kallað saman til þess að ræða
ástandið í Líbanon. Þá hafa Frakkar
ennfremur óskað eftir því, að Sam-
einuðu þjóðirnar sendi friðargæslu-
lið til Líbanon í stað þess liðs frá
mörgum þjóðum, sem nú er í land-
inu. Er gert ráð fyrir, að Öryggisráð-
ið hefji umræður um Lfbanon á
morgun, miðvikudag.
Sovétríkin eru sögð hafa veitt
bráðabirgðasamþykki sitt fyrir
því, að friðargæslulið á vegum
Sameinuðu þjóðanna verði sent til
Líbanon. Það skilyrði mun þó vera
sett, að Bandaríkjamenn, Bretar,
Frakkar og ítalir kalli burt herlið
sitt frá Líbanon og að þau banda-
rísku herskip, sem verið hafa úti
fyrir strönd landsins, hverfi burt
þaðan. Var þetta haft eftir banda-
rískum embættismönnum í dag.
Nokkur vafi var í dag talinn
leika á því, hvort Bandaríkjamenn
myndu fallast á þessa nýju tillögu.
Er talið líklegt, að Banda-
ríkjastjórn  sé  því  samþykk  að
flytja herlið sitt í Líbanon til
herskipa sinna úti fyrir strönd
landsins, en vilji að herskipin
verði þar áfram.
„Vil koma á víðtækum skiln-
ingi á milli austurs og vesturs"
Moskvu, 14. febrúar. AP.
FRÚ MARGARET Thatcher, forsætisráöherra Bretlands, átti í dag fund í
Moskvu með Konstantin Chernenko, hinum nýja leiðtoga Sovétríkjanna.
Stóð fundur þessi í bálfa klukkustund og voru utanríkisráðherrar Bretlands
og Sovétríkjanna, þeir Sir Geoffrey Howe og Andrei Gromyko, einnig við-
staddir. „Eg vona í einlægni, að forystumenn Sovétríkjauna bregðist jákvæð-
ir við hverri tilraun til þess að bæta samskipti austurs og vesturs," sagði frú
Thatcher við fréttamenn eftir fundinn.
Brezki     forsætisráðherrann
heimsótti Ungverjaland fyrr í
þessum mánuði og er talið, að sú
heimsókn hafi verið fyrsti þáttur-
inn í vandlega undirbúinni tilraun
til þess að bæta sambúðina við
Sovétríkin og fylgiríki þeirra.
„Það má ekki líta á för mína til
Ungverjalands né komu mína til
Moskvu nú, sem skyndilega og
óvænta atburði," sagði frú
Thatcher.
„Mér var það ljóst síðastliðið
sumar, að tími var kominn til að
taka til alvarlegrar endurskoðun-
ar sambúð okkar við Austur-
Evrópu. Samskiptin milli austurs
og vesturs voru orðin það tak-
mörkuð, að hættan á misskilningi
er orðin mikil. Ekki var það til
þess að bæta úr, er suðurkóreska
farþegaþotan var skotin niður 1,
september sl." Frú Thatcher
kvaðst vilja koma á „víðtækum
skilningi á breiðum grundvelli"
milli austurs og vesturs þrátt
fyrir mismunandi skoðanir, svo að
samvinna gæti tekizt um afvopn-
un og á öðrum sviðum.
George Bush, varaforseti Banda-
ríkjanna, átti einnig fund í dag
með þeim Chernenko og Gromyko.
Sagði Bush við fréttamenn eftir
fundinn, að þar hefði ríkt velvilji
þrátt fyrir það, að bæði hann og
Chernenko gerðu sér grein fyrir
því, „hve alvarlegur sá ágreining-
ur er, sem ríkir með Sovétríkjun-
um og Bandaríkjunum. Enginn
getur búizt við skjótri og auðveldri
lausn á deilumálum ríkjanna".
Kvaðst Bush hafa lagt áherzlu á,
að dregið yrði úr kjarnorkuvopna-
framleiðslu, bundinn yrði endi á
þau átök, sem nú eiga sér stað víða
í heiminum og unnið að bættum
samskiptum stórveldanna.
Bush var spurður að því, hvern-
ig Chernenko hefði komið honum
fyrir sjónir, en mjög lítið er vitað
um þann síðarnefnda á Vestur-
löndum og svaraði Bush þá: „Á
fundi okkar kom hann fram af
myndugleika. Hann leit vel út og
var mjög alúðlegur." Bush vildi
hins vegar ekkert segja frekar um,
hvaða málefni hefðu fyrst og
fremst verið rædd á fundinum, en
kvaðst hafa afhent sovézka leið-
toganum „efnismikið bréf' frá
Reagan forseta.
Svíþjóð:
Sprengjum
varpað á
kafbát
Slokkhólmi, 14. febrúar. AP.
SÆNSK herskip vörpuöu í dag
mörgum djúpsprengjum á út-
lendan kafbát í grennd við
flotastöðina í Karlskrona í
Suðaustur-Svíþjóð. Fór fram
umfangsmikil leit að hugsan-
legum kafbát á þessu svæði og
tóku bæði skip og flugvélar
þátt í leitinni. Þetta er ekki í
fyrsta skipti, sem vart verður
við erlendan kafbát þarna, því
að það var einmitt í grennd við
Karlskrona, sem sovézkur
kafbátur strandaði haustið
1982.
Leitin að kafbátnum hófst
fyrir fimm dögum, en hefur
farið að mestu fram með
leynd til þessa. Ákafari leit
og notkun djúpsprengja þyk-
ir eindregið benda til þess, að
sænsk yfirvöld séu nú orðin
fullviss um veru kafbátsins
inni í sænskri lögsögu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48