Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 38. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56 SIÐUR MEÐ MYNDASÖGUBLAÐI
ffgUttllIltMfr
STOFNAÐ 1913
38. tbl. 71. árg.
FIMMTUDAGUR 16. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Aukinnþungi
í sókn írana
Nikóshl, Kjpur, 15. febrúar. AP.
HERÞOTUR írana gerðu í morgun loftárá.s á úthverfi Bagdad, höfuðborgar
íraks, skömmu eftir að þær höfðu gert árás á nærliggjandi borg, Baaqubah, og
nokkrar aðrar borgir landsins.
Seint í kvöld tilkynntu yfirvöld í
íran um manntjón og sögðu 25
óbreytta borgara hafa falliö og 67
hafa særst í árásunum. Jafnframt
var frá því skýrt að loftárásirnar
hefðu náð til nokkurra borga í
landinu, en ekki aðeins tveggja
eins og sagt var fyrr í dag.
Árásin á Bagdad í morgun
markar tímamót í Zlk árs löngu
stríði þjóðanna, að því leyti að svo
langt inn í írak hafa íranskar her-
þotur aldrei komist fyrr til árása.
íranska fréttastofan, IRNA,
sagði árásirnar aðeins vera hefnd
fyrir árásir íraka á borgirnar Ilam
og Khorramshar í gær. Sagði
IRNA 27 hafa látið lífið og 300
særst í árásunum.
Varnarmálaráöherrar Kuwait
og Saudi-Arabiu vísuðu í dag
þeirri hótun Irana að loka Horm-
uz-sundi alfarið á bug sem „gróf-
legri áreitni". Sögðu þeir jafn-
framt, að ekki yrði við það unað
tækju íranir af skarið og lokuðu
sundinu.
Chernenko búinn
að gefa tóninn
Gagnrýndi stefnu Bandaríkjanna í M-Ameríku
Moskvu, 15. rebrúar. AP.
PIERRE Trudeau, forsætisráðherra
Kanada, átti í dag 35 mínútna fund
með Konstantin Chernenko, hinum
n.vja leiðtoga sovéska kommúnista-
flokksins. Sagði Trudeau, að um-
mæli þau er Chernenko viðhafði
hefðu verið mjög „í anda Brezhn-
evs".
Þó sagði Trudeau fréttamönnum
eftir fundinn, að sér hefði virst af-
staða Chernenkos til samskipta
austur- og vesturveldanna heldur
mildari, en vestrænir frammá-
menn, sem hittu hann að máli í
gær, hefðu látið i veðri vaka.
í viðræðum við leiðtoga ýmissa
þjóða heims í dag og gær hefur
Chernenko lagt á það áherslu, að
hann hyggist taka upp þráðinn þar
sem frá var horfið er Andropov
lést. Gaf hann strax til kynna það
sem koma skal, er hann gagnrýndi
stefnu Bandaríkjamanna í Mið-
Ameríku.
Sigurkoss
Breska skautadansparið Jayne Torvill og Christopher Dean brutu blað í
sögu skautadans á Ólympíuleikunum er þau fengu 12 sinnum hæstu
einkunn dómaranna fyrir frammistöðu sína í fyrradag. Sjá nánar íþrótt-
ir á bls. 46 Og 47.                                       Síman.ynd AP.
Yfirmaður
gæsluliðs
SÞ myrtur
Róm, 15. febrúar. AP.
TVEIR vopnaðir menn skutu í kvöld
Leamon Hunt, yfirmann gæsluliðs
Sameinuðu þjóðanna á Sinai-skaga,
til bana á götu úti í Róm. Hunt lést
skömmu eftir að komið var með
hann í sjúkrahús.
Hópur, sem nefnir sig „baráttu-
hóp kommúnista", hafði samband
við dagblað í Mílanó nú í kvöld og
lýsti morðinu á hendur sér. Þessi
hópur er talinn nátengdur Rauðu
herdeildunum svonefndu. Morðið
var framið aðeins nokkrum stund-
um eftir að George Bush, vara-
forseti Bandaríkjanna, hélt frá
Róm.
Að sögn sjónarvotta hófu menn-
irnir tveir skothríð á bifrið Hunt
er hún nam staðar. Bifreið hans er
búin skotheldum rúðum og endur-
vörpuðust fyrstu skotin. Þá hlupu
mennirnir tveir upp að bifreiðinni
og létu kúlnaregnið dynja á gler-
inu uns það brast. Talið er að
Hunt hafi fengið nokkur skot í sig
áður en bifreiðastjóri hans tók
loks við sér og ók honum í ofboði í
sjúkrahús.
Reagan, Bandaríkjaforseti, á fundi með fréttamönnum í gærkvöldi:
Verðum áfram í Líbanon
á meðan friðar er von
Washington, Vinarborg, Beirút, Jerúsalem, 15.
REAGAN Bandaríkjaforseti til-
kynnti í kvöld, að svo gæti farið að
bandarísku gæsluliðarnir yrðu
hafðir í allt að 13 mánuði á herskip-
iiniim iindan siroml Líbanon ef
þörf krefði. „Alll byggist á fram-
vindu mála og hvernig okkur tekst
upp," sagði Reagan á fundi með
fréttamönnum. „A meðan einhver
von er á friði verða menn okkar
áfram í Libanon."
Meirihluti ítalska gæsluliðsins
í Líbanon verður kallaður heim
innan tveggja vikna, að því er
talsmaður Bettino Craxi, forsæt-
isráðherra ítalíu, sagði í Vínar-
borg í dag.
Öryggisráð  Sameinuðu  þjóð-
rebrúar.
anna kom saman í dag til að ræða
þá tillögu Frakka, að gæslulið frá
SÞ taki við af gæsluliði Frakka,
Bandaríkjamanna, Breta og ítala
í Líbanon. Engin niðurstaða varð
á fundinum, en annar fundur hef-
ur verið boðaður í fyrramálið.
Gemayel, forseti Líbanon, hef-
ur að sögn stærstu blaðanna í
Beirút lýst yfir áhuga sínum á að
rifta samkomulaginu, sem gert
var við ísraela þann 17. maí sl.
um brottflutning erlendra herja
frá landinu, í þeirri viðleitni að
bjarga lífi stjórnar sinnar.
Walid Jumblatt, leiðtogi drúsa,
! sagði i dag, að hann væri staðráð-
I inn í að beita öllum brögðum til
I að bola Amin Gemayel, Líbanon-
j forseta, frá völdum. Jumblatt
I sagði engu breyta þótt Líbanir
ákvæðu að rifta samningnum við
ísraela. Sagði hann Gemayel
I gripa allt of seint í taumana.
Kafbátaleitin:
Enginn
árangur
Smkkhólmi, IS. lebrúar. AP.
SÆNSKI sjóherinn hélt í kvöld
áfram leit sinni að óþekktum kaf-
báti, sem vart varð við undan
ströndinni við Karlskrona um sl.
helgi. Enginn árangur hefur enn
orðið af leitinni.
Á sama tíma og tilkynnt var
um árangurslausa leit var frá því
skýrt, að vart hefði orðið við er-
lenda froskkafara innan skerja-
garðsins við Karlskrona.
Tíu djúpsprengjum var varpað
síðdegis á staði, þar sem sjóher-
inn taldi sig hafa orðið varan við
kafbátinn. Átta djúpsprengjum
var varpað í morgun, en allar
virðast hafa misst marks.
Dollar
veikist
New York, 15. febrúar. AP.
STAÐA Bandaríkjadollars veikt-
ist mjög á gjaldeyrismörkuðum í
Japan og Evrópu í dag.
Hefur gengi dollarans nú
lækkað um 3,5% á nokkrum
vikum gegn helstu gjaldmiðl-
um Evrópu. Breytingin gegn
v-þýska markinu í dag nam t.d.
l,8%,dollar íóhag.
Teikn á lofti, sem gefa til-
eftii til aukinnar bjartsýni
fundi George Bush með Konstantin Chernenko í Moskvu.
Símamynd AP.
Kóm. 15. rebrúar. AP.
GEORGE BIISH, varaforseti Bandarikjanna, sagði í dag eftir ferð sína til
Moskvu vegna útfarar Yuri V. Andropov, að ákveðin teikn væru á lofti, sem
gæfu tilefni til aukinnar bjartsýni um framvindu samskipta stórveldanna.
Bush ræddi við fréttamenn á
flugvellinum í Róm rétt áður en
hann hélt til Parísar síðdegis. Á
ttalíu hitti hann ráðamenn að máli
og ræddi einnig við Jóhannes Pál
páfa II.
„Ég gat ekki betur séð en Chern-
enko væri vel á sig kominn og vel
með á nótunum," sagði Bush og var
að sögn ánægður með viðræður
sínar við Sovétleiðtogann. Sagðist
Bush hafa gert Chernenko það
fyllilega ljóst, að Bandaríkjamenn
væri reiðubúnir til viðræðna um
alla hluti, þ.m.t. gagnkvæma fækk-
un herja.
Þá sagði Bush það hafa vakið
athygli sína, að Chernenko hefði
stýrt fundinum með sér af rögg-
semi og aldrei leitað ráða hjá að-
stoðarmönnum sínum á meðan á
honum stóð. „Fundurinn með hon-
um minnti mjög á fund, sem ég
átti með Andropov fyrir 15 mánuð-
um," sagði Bush að endingu.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48