Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 39. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
tvgmilifftMfe
STOFNAÐ 1913
39. tbl. 71. árg.
FÖSTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanski stjórnarher-
inn bíður enn ósigur
Bandaríska gæzluliöiö í Beirút
flutt í skip úti fyrir borginni
Beirút, 16. febrúar. AP.
LÍBANSKI stjórnarherinn galt enn afhroð í dag er fískveiðiborg-
in Damour suður af Beirút og Mishref-herstöðin á fjallsl indi í
nágrenninu féllu í hendur drúsum í sókn þeirra suður þjóðveg-
inn frá Beirút er liggur meðfram ströndinni. Bandarísku friðar-
gæzluliðarnir verða fluttir frá Beirút um helgina og um borð í
skip er staðsett verða úti fyrir borginni, að sögn heimilda í Hvíta
húsinu, og Giovanni Spadolini varnarmálaráðherra ítalíu sagði í
Beirút í kvöld að ítalska gæzluliðið hyrfi frá borginni „á næstu
dögum". Enginn árangur varð af fundi Öryggisráðsins um tillögu
Frakka um myndun alþjóðlegrar friðargæzlusveitar til að taka
við eftirliti í Beirút.
Embættismenn í Washington
sögðu Gemayel forseta hafa fallizt
á tillögu Saudi-Araba um frið í
Líbanon, sem gerir m.a. ráð fyrir
riftun samnings við ísraela um
brottflutning ísraelshers, en
Shamir forsætisráðherra Israels
sagði að riftun samningsins yrði
ógæfa Líbanons. Gerir tillagan
ráð fyrir að friðargæzlusveitir Sþ
taki stöðu í Beirút, að sýrlenzkar
og ísraelskar hersveitir hverfi
samtímis frá Líbanon á 60 til 90
daga tímabili, og að Gemayel hefji
viðræður við fylkingar múham-
eðstrúarmanna í því augnamiði að
veita þeim aukin áhrif í stjórnun
landsins. Sendi Gemayel utanrík-
isráðherra sinn, Elie Salem, til
Ryiadh þeirra erinda að fá Saudi-
Araba til að knýja Sýrlendinga að
samningaborði.
Walid Jumblatt leiðtogi drúsa
sagði tillögur Saudi-Araba of
seint fram komnar og ganga of
skammt. Nabih Berri leiðtogi
shíta var sömu skoðunar og báðir
sögðu þeir að refsa þyrfti Gemayel
fyrir glæpi gagnvart þjóðinni, að
Hróðugir drúsar fagna uppi á
M-48-skriðdreka, sem þeir náðu af
líbanska stjórnarhernum eftir harða
bardaga við Abey í Líbanon á mið-
vikudag. Stjórnarherinn hefur orðið
að hrökklast frá flestum stöðva sinna
í fjöllunum í miðhluta Líbanons og í
Chouf-fjöllunum auk þess sem her-
inn missti vesturhluta Beirút í hend-
ur drúsa og shíta á dögunum.
AP/Simamynd.
aldrei yrði um málamiðlun við
hann að ræða, og að koma yrði
Falangistaflokknum frá völdum.
Bandarískir     embættismenn
voru efins um að stríðandi fylk-
ingar næðu samkomulagi um til-
lögur Saudi-Araba og virtust jafn-
framt búnir að sætta sig við ósig-
ur stefnu Bandaríkjanna í málefn-
um Líbanon.
Vestrænar heimildir hermdu að
drúsar og shítar myndu næst
leggja til atlögu við borgina Souk
El-Gharb, síðasta vígi stjórnar-
hersins í fjöllunum í miðhluta
Líbanon, ef engin pólitísk lausn á
vandanum í Líbanon yrði fundin í
bráð. Við fall borgarinnar yrði
opin leið að forsetahöllinni og
varnarmálaráðuneytinu.
ísraelsku hersveitirnar fóru
norður fyrir Awali-ána í dag og
tóku sér stöðu rétt suður af Dam-
our, sem er 18 km norður af ánni,
vegna sóknar drúsa og shíta suður
á bóginn. ísraelar segja 12 þúsund
flóttamenn hafa flúið suður yfir
Awali frá því á mánudag.
Segja Iraka
nota eiturgas
Genf, Nikósíu. 16. f.hrú.r. AP.
Utanríkisráðherra íran, Ali Akb-
ar Velayati, sakaði íraka um notk-
un eiturgass og taugagass í loft-
árasuni á íbúðahverfi í hernaðinum
gegn fran, en lýsti yfír að ekki yrði
hefnt í sömu mynt. íranir hófu
mikla sókn í nótt og sögðust hafa
endurheimt hernumdar lendur sín-
ar og gert strandhögg innfyrir
landamæri íraks við Badrah, 160
km suðvestur af Baghdad.
Hins vegar sögðust írakar
hafa brotið sókn írana á bak aft-
ur og sjálfir hafið gagnsókn. ír-
akar staðfestu þó að þeir hefðu
orðið að hörfa og íranir hafi náð
á sitt vald Pizzouli-, Azadkhan-
og Koshteh-hæðunum, einnig
Changuleh-skarðinu. Sögðust ír-
anir hafa skotið niður eina
orrustuþotu íraka og fellt, sært
eða  tekið fasta  hundruði  her-
manna.
Átökin átt'u sér stað á 160 kíl-
ómetra löngum kafla á átakalín-
unni, en auk þess kom til átaka í
Persaflóa og héldu írakar fram
að þeir hefðu sökkt sjö írönskum
skipum skammt frá Bandar
Khomeini-hafnarborginni í sam-
eiginlegum aðgerðum sjó- 'og
lofthers.
Gorbachev talinn
næstvaldamestur
Mn.skvu, 16. fehrúar. AP.
MIKHAIL Gorbachev, sem talið var að keppt hefði við Konstan-
tín Chernenko um æðstu völd í sovézka kommúnistaflokknum,
gegndi lykilhlutverki á flokksfundinum þegar Chernenko var
tilnefndur aðalritari og er sagður hafa tekið sæti annars valda-
mesta leiðtogans í valdastiganum.
Ljósmyndir af sovézkum leiðtog-
um við útför Yuri Andropovs gáfu
til kynna að völd Gorbachevs væru
mikil og opinber bæklingur um
miðstjórnarfundinn þar sem
Chernenko var valinn virtist stað-
festa það. AP komst yfir bækling-
inn í dag og hann sýnir að Gorbach-
ev sleit fundinum formlega. Gorb-
achev fengi ekki að njóta slíkra for-
réttindá og það væri ekki staðfest í
opinberum bæklingi nema hann
væri mjög valdamikill í stjórnmála-
ráðinu.
Háttsettur sovézkur heimildar-
maður sagði vestrænum fulltrúa
við útför Andropovs að Gorbachev
gengi Chernenko næstur að völdum
í stjórnmálaráðinu.
Gorbachev hvatti til flokksein-
ingar í yfirlýsingu sinni og það er
talin skýlaus stuðningsyfirlýsing
við Chernenko og miðar að því að
kveða niður allar hugmyndir um
togstreitu og fylkja stuðnings-
mönnum Gorbachevs um Chern-
enko.
Ekki er ljóst hvers vegna opinber
blöð hafa ekki sagt frá yfirlýsingu
Gorbachevs. Bæklingurinn, sem
mun verða dreift í einni milljón ein-
taka, verður ekki til sölu fyrr en
eftir nokkrar vikur.
Ein skýringin getur verið sú að
menn vilji ekki beina athyglinni frá
Chernenko og láta líta út fyrir að
hann hafi þurft á stuðningi Gorb-
achevs að halda í æðstu stöðuna.
I bæklingi um nóvemberfundinn
1982 þegar Andropov var valinn
eftirmaður Brezhnevs voru Andro-
pov og Chernenko nefndir einu
ræðumennirnir. Hlutverk Chern-
enkos þá og yfirlýsing Gorbachevs
nú þjóna greinilega þeim tilgangi
að sýna á ytra borðinu að eining
ríki í forystunni. Yfirlýsing Gorb-
achevs virtist sérstakur leikur sem
átti að gera honum kleift að tala
fyrir hönd hinna stjórnmálaráðs-
fulltrúanna.
Þegar Ghernenko tók við var
bollalagt hvort Gorbachev hefði
ekki getað fengið nógu mikinn
stuðning til að verða aðalritari og
Chernenko væri sá eini sem gamlir
Kremlverjar og yngri valdamenn
gátu náð málamiðlunarsamkomu-
lagi um.
Leitarsvæðið fært út
Stokkhólmi, 16. rebrúv.
Frá Olle Ekström rrélUriUra Mbl.
SÆNSKI herinn færði út það
svæði, sem leitað er óþekkts kaf-
báts á, er nýjar vísbendingar feng-
ust í dag um neðansjávarferðir í
nágrenni flotastöðvarinnar í
Karlskrona.
Kafarar köfuðu á þeim slóðum
þar sem mörgum djúpsprengjum
hefur verið varpað síðustu daga.
Öllum undankomuleiðum hefur
verið lokað með kafbátagirðing-
um, jafnvel sundum, sem aðeins
eru hálfs annars metra djúp.
Leitin í dag var engu ákafa-
minni en síðustu daga, og sagðist
yfirmaður sænska heraflans
þess fullviss að ókunnur kafbát-
ur leyndist enn á leitarsvæðinu.
Er kafbátabjörgunarskipið Belos
nú á Ieið til Karlskrona.
Dollarinn
lækkar
London, 16. fehrú»r. AP.
Bandaríkjadollar lækkaði smá-
vegis gagnvart helztu gjaldmiðlum
Evrópu í kjölfar stórlækkunar í gær.
Dollarinn er hins vegar mjög sterkur
og ekki við því búizt að hann lækki í
bráð.
Jákvæðar fréttir af bandarísk-
um efnahagsmálum komu of seint
til að snúa þróuninni við í dag, en
lækkunin var verulega minni en í
gær. Gullverð var hins vegar
flöktandi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40