Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 42. tölublaš og Ķžróttablaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA fÞRÓTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
42. tbl. 71. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Líbanon:
Reynt til þrautar
að fínna sáttaleið
Lýstir óæskilegir
í Sovétríkjunum
Moskvu, 20. febrúar. AP.
RÚSSAR lýstu tvo norska sérfræðinga í sovézkum málefnum „óæskilegar
persónur" í Sovétríkjunum í hefndarskyni við brottrekstur sovézkra dipló-
mata vegna afhjúpunar Arne Treholts sem njósnara KGB í Ósló.
Fulltrúi norska sendiráðsins var
kallaður í sovézka utanríkisráðu-
neytið í morgun og tjáð að brott-
vísun fimm sovézkra diplómata
frá Ósló og bann við heimsóknum
fjögurra annarra, hefði verið al-
gjörlega tilefnislaus, og í hefndar-
skyni væru mennirnir tveir lýstir
óæskilegir í Sovétríkjunum.
Norðmennirnir, sem nú fá ekki
Aðgerð-
ir vöru-
bílstjóra
fjara út
París, 20. febrúar. AP.
FRANSKIR vörubflstjórar héldu að-
gerðum sínum á þjóðvegum landsins
áfram á nokkrum svæðum, en í gær
hvatti formaður stærsta vörubfl-
stjórafélagsins félaga sína til að láta
af aðgerðum, þar sem Charles Fiter-
man samgönguráðherra hefði fallizt
á viðræður um kröfur bflstjóranna.
Flestir bílstjóranna hættu að-
gerðum, en þeim var þó haldið
áfram í 17 héruðum landsins af 96
og ollu þær vandræðum t.d. í
Alpahéruðum. Búist var við að
þeim lyki á mánudagskvöld. Að-
gerðirnar hafa haft í för með sér
versta umferðaröngþveiti í sögu
Frakklands. Varð þeirra vart í
flestum héruðum landsins.
Bílstjórarnir gripu til aðgerða
sinna til að krefjast lægri elds-
neytisskatta, breytinga á starfs-
háttum í landamærastöðvum og
að slakað yrði á öryggiskröfum
varðandi vöruflutningabifreiðir.
Samtök bílstjóra aflýstu að-
gerðum er Fiterman féllst á við-
ræður við fulltrúa bílstjóra, en
þær hefjast á þriðjudagsmorgun.
Eitt dauðsfall má rekja beint til
aðgerðanna, sem hófust á fimmtu-
dagskvöld. Ung kona fórst er mað-
ur hennar bakkaði á aðra bifreið
er hann kom að vegartálma í mið-
hluta landsins. Fimm manns slös-
uðust í átökum vörubílstjóra og
bílstjóra fólksbifreiða, en býsna
oft var ansi heitt i kolum og lítill
fögnuður ferðalanga með aðgerðir
vörubílstj óranna.
framar að koma til Sovétríkjanna,
eru Oyvind Nordsletten, sem var
fyrsti ritari við norska sendiráðið
í Moskvu þar til f sumar, og Tore
Borresen, sem ferðast hefur með
opinberum sendinefndum til
Moskvu sem túlkur, en hann var
síðast í Moskvu í nóvember sem
slíkur.
Beirút, 20. febrúar. AP.
ÍTALIR DRÓGU friðargæzlulið sitt frá Beirút í dag og það bandar-
íska bjóst til brottfarar, á sama tíma og stjórnarandstæðingar hétu
því að herða baráttuna gegn Amin Gemaeyl, forseta.
Ákafar tilraunir voru gerðar
til að koma á friði í Líbanon í
dag. Saudi-Arabar sendu Abd-
ulaziz krónprins og Bandar
prins, sendiherra í Washington,
til Damaskus í dag til viðræðna
við Assad forseta, en einnig var
búist við fundum þeirra með
Jumblatt drúsaleiðtoga og
Berri, leiðtoga shíta, sem luku
samráðsfundum í Damaskus
með því að heita harðari bar-
áttu gegn Gemayel.
Gemayel sendi Salem, utan-
ríkisráðherra sinn, og Haddad,
öryggisráðgjafa, til Washing-
ton í gær til viðræðna við Reag-
an um leiðir út úr deilunni í
Líbanon, og samningamaður
Saudi-Araba, Rafik Hariri,
kom til Beirút og ræddi við
Gemayel og Salem, sem komin
var aftur frá Washington, áður
en hann hélt til Damaskus til
fundar við fulltrúa Saudi-
Araba þar.
Bardagar voru háðir yfir
græna beltið í Beirút og einnig
við síðasta virki stjórnarhers-
ins í fjöllunum austur af Beir-
út, Souk El-Gharb. Beittu báðir
aðilar skriðdrekum í átökunum
og öðrum stórskotavopnum.
Tugir manns voru sagðir hafa
fallið í bardögum í nótt og í
dag, þar af fjöldi óbreyttra.
fsraelar gerðu á sunnudag
loftárásir á skotmörk „hryðju-
verkamanna" nærri borginni
Damour á strandlengjunni suð-
ur af Beirút, og í Bhamdoun og
Hammana i fjallahéruðum.
Tugir hermanna shíta og drúsa
voru sagðir í byggingu, sem
varð illa úti í árásunum.
Shamir, forsætisráðherra
ísraels, sagði á fundi með utan-
ríkisráðherrum V-Þýzkalands
og Frakklands, Dietrich
Genscher og Claude Cheysson,
að ísraelar teldu hugmyndir
um friðargæzlulið SÞ í Suður-
Líbanon ófullnægjandi til að
tryggja öryggi ísraels.
Frá vegartálma franskra vöruflutningabflstjóra við Tancarville-brúna við Rúðuborg í Normandí í gær. Nú hafa
flestir bflstjóranna hætt aðgerftum sínum og samgöngur um frönsku þjóovegina eru að færast í eolilegt horf eftir
rimm daga aðgerðir.                                                          AP/Simamynd.
Veðjað á
Mondale
Des Moines, 20. febrúar. AP.
Kjörmannafundir í forkosn-
ingum demókrata í Iowa áttu að
hefjast klukkan tvö að íslensk-
um tíma í nótt og búist var við ad
úrslit lægju fyrir stuttu seinna.
Walter Mondale fyrrum varafor-
seti var talinn lang sigurstrang-
legastur átta frambjóðenda.
Samkvæmt nýjustu skoðana-
könnunum var búist við að
baráttan um annað sætið stæði
milli John Glenn, Alan Cranst-
ons og Gary Hart, sem allir eru
öldungadeildarmenn. Úrslit
forkosninganna í Iowa eru tal-
in mikilvægur vitnisburður um
afstöðu kjósenda Demókrata-
flokksins.
Grænlendingar semja
um fiskveiðiréttindi
SAMKOMULAG náðist í Biiissel í
gærkvöldi milli Efnahagsbandalags-
ins (EBE) og Grænlendinga um
veiðiréttindi EBE-ríkja við Græn-
land, og samkvæmt því greiðir
bandalagið Grænlendingum 216
milljónir danskra króna á ári, eða
648 milljónir íslenzkra, næstu fimm
árin fyrir veiðiréttindi við Grænland.
í stað samkomulagsins fá Græn-
lendingar tollfrjálsan aðgang að
mörkuðum bandalagsríkjanna.
Sá fyrirvari er á samkomulag-
inu, að ríkisstjórn Vestur-Þýzka-
lands þarf að samþykkja það fyrir
sitt leyti, og einnig þarf Jonathan
Motzfeldt formaður grænlensku
landsstjórnarinnar að fá sam-
þykki stjórnar sinnar til að sam-
komulagið verði að veruleika.
Motzfeldt samþykkti samkomu-
lagið fyrir sitt leyti í Brussel í
gærkvöldi.
Samningurinn felur í sér, að
EBE-löndin geti stundað veiðar
við bæði austur- og vesturströnd-
ina frá 1985. Gerði samningsupp-
kastið ráð fyrir að Grænlendingar
sjálfir gætu ákvarðað stofnstærð-
ir hinna ýmsu fisktegunda, sem
EBE-ríkin sækjast eftir við Græn-
land, í samráði við fiskifræðinga.
Minnki stofnar væru það EBE-
ríkin sem yrðu að draga úr veiðun-
um, ekki Grænlendingar.
t samningsuppkasti, sem fram-
kvæmdastjórn EBE lagði fram
fyrir hálfum mánuði, voru Græn-
lendingum boðnar 150 milljónir
danskra króna á ári, en samkomu-
lag hefur orðið um nær 50% hærri
upphæð. Þýðir þetta, að Græn-
lendingar hafa fengið þá fjárhæð
hækkaða.
Á morgun, þriðjudag, hefjast í
Brússel lokaviðræður um úrsögn
Grænlendinga úr Efnahagsbanda-
laginu. Grænlendingar óskuðu eft-
ir tollfríðindum í bandalagsríkj-
unum eftir að þeir hyrfu úr EBE,
og verða þeir að gjalda þau því
fiskveiðisamkomulagi, sem náðist
í Brússel.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48