Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 47. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						96 SIÐUR
ffðunltffitoife
STOFNAÐ 1913
47. tbl. 71. árg.
SUNNUDAGUR 26. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Róttækar aðgerðir skipstjóra danskra togara:
Mótmæla reglum EBE
og  halda  til  hafnar
Kaupmannahófn, 25. fcbrúar. Frá   lb Björnbak, TréllariUra Mbl.
STOÐVUN danska fiski-
skipaflotans vofír nú yfír. Yf-
irmenn stóru dönsku verk-
smiðjutogaranna á Norðursjó
bera því við, að ógerningur
sé orðið að fylgja reglugerð-
um EBE um samsetningu afl-
ans.
Samkvæmt  reglugerðinni  má
síld aðeins vera tíundi hluti heild-
araflans, en það hlutfall segja
skipstjórar á togurunum vera
gersamlega útilokað að halda. Svo
mikið sé af síld í Norðursjónum,
að naer væri að leyfa að síldin
væri fjórðungur aflans hverju
sinni.
Flestir togararnir hafa þegar
ákveðið að sigla til heimahafnar
Á förnum vegi
Morgunblaoio/Frioþjóriir Helgaaon
og halda sig þar uns reglunum
verður breytt. Alls munu 350
danskir togarar hafa orðið fyrir
óþægindum vegna reglugerðar-
innar. Um leið og þeir hætta
sókninni stefna þeir fiskimjöls-
framleiðslu í voða. Danir flytja
árlega út mjöl og lýsi fyrir 1,2
milljarð danskra króna.
„Við krefjumst þess, að ákvarð-
anir EBE séu í einhverju sam-
hengi við raunveruleikann," segir
Kent Kirk, formaður sjómannafé-
lagsins í Esbjerg. Kirk þessi á
sæti á þingi EBE og var kjörinn á
þing í Danmörku í kosningunum
10. janúar sl. Hann hefur áður
lent upp á kant við EBE og
dómstóll bandalagsins hefur nú
til meðferðar kærumál á hendur
honum frá í fyrra er hann braut
vísvitandi reglur sambandsins út
af ströndum Bretlands. Uppátæk-
ið aflaði honum heimsfrægðar.
Fimm farast
í bíóbruna
Bliissel, 25. fehniar. AP.
FIMM manns lí-tu lífíð og átta slös-
uðust, þar af tveir alvarlega, er eldur
kom upp í Capitole-kvikmyndahús-
inu í Briissel seint í gærkvöld.
Talið er að á milli 5 og 600
manns hafi verið í hinum fjórum
sölum hússins er eldurinn kom
upp.
Kent Kirk fyrir framan skip sitt, Sand Kirk, við höfnina í Esbjerg
Þyrla í þjónustu
kínverskra bænda
Peking, 25. febrúar. AP.
SÁ ÓVENJULEGI atburður gerdist í
Liuzhuang-þorpi í vikunni, að bænd-
ur þar keyptu sér þyrlu, kínverskrar
gerðar að sjálfsögðu. Er þetta í
fyrsta sinn svo vitað sé í Kína. að
óbreyttir bændur festi kaup á slíku
tæki.
Þyrlan er sameiginleg eign 1.000
þorpsbúa og kostaði jafnvirði
300.000 íslenskra króna. Féð til
þyrlukaupanna kom úr sérstökum
sjóði, sem þorpsbúar komu sér upp
á síðasta ari. Lagði hver og einn
fram jafnvirði 15.000 íslenskra
króna. Sú upphæð svarar til rúm-
lega þrefaldra meðalárslauna
kínversks bónda.
Bændurnir í Liuzhuang-þorpi
njóta nú góðs af stefnubreytingu
yfirvalda í landbúnaðarmálum.
Mega þeir rækta hvaða tegundir
korns og ávaxta, sem þeir vilja, og
mega að auki selja stóran hluta
uppskerunnar á frjálsum markaði
með margföldum hagnaði frá því
sem áður var.
Þyrluna góðu hyggjast þorpsbú-
ar nota til þess að sá í akra úr
lofti, dreifa á þá áburði og úða yfir
þá skordýraeitri, þar sem þess er
þörf. Starfsmenn kínversku flug-
málastofnunarinnar eru þegar
byrjaðir að kenna bændunum á
stjórntæki þyrlunnar.
Enn barist í Líbanon:
Nýjasta vopnahléið
varð ekki langlíft
Iteirul, 25. febrúar AP.
STJÓRNARHERINN í Líbanon
og sveitir shita skiptust á skrið-
dreka- og eldflaugaskothríð í Beir-
ut aðfaranótt laugardags og fram
eftir deginum og gerðu þar með að
engu nýjasta vopnahléið sem
Saudi Araliar höfðu haft veg og
vanda að. Lögregluyfirvöld í Beirut
sögðu að 20 manns hefðu látið lífíö
og 40 særst í átökunum, stríðs-
Miklar vonir bundnar við
nýtt lyf gegn krabbameini
Chicago, Mlinois, 24. febrúar. AP.
NÝTT LYF gegn krabbameini á
háu stigi hcfur gefíð góða raun
að undanfornu án þess að valda
þeim geysimiklu aukaverkunum
sem jafnan hafa verið samfara
krabbameinslækningum með
lyfjum, eftir því sem læknavís-
indamenn við háskólann í Chi-
cago sögðu í dag.
Lyfið  sem  um  ræðir  heitir
Mitoxantrone og dr. James Hol-
land, yfirmaður rannsókna-
flokksins, segir að það muni ger-
bylta lyfjalækningum í krabba-
meini og „veita sjúklingum meiri
möguleika á eðlilegu og góðu
lífi", eins og hann komst að orði.
60 prósent þeirra krabbameins-
sjúklinga sem tekið hafa lyfið á
vegum dr. Holland og sam-
starfsmanna hafa sloppið við
svæsna aukakviUa á borð við
ógleði, hármissi og eyðileggingu
á heilbrigðum líkamsvefjum,
sem flest lyf gegn krabbameini
bera með sér.
Dr. J.F. Smyth, við Edinborg-
arháskóla, sem fylgst hefur með
árangri hins nýja lyfs í Evrópu,
sagði að 99 konur hefðu tekið
lyfið við brjóstkrabba. 6 þeirra
fengu fullan bata og 29 bata að
hluta til. Reyndar fengu 40 pró-
sent kvennanna ógleði og upp-
köst, en tilfellin voru ekki alvar-
leg. Aðeins 6 konur misstu hárið
og einungis 4 fengu hjartakvilla
við töku lyfsins. Mitoxantrone
hefur reynst nothæft í baráttu
gegn sogæðakrabbameini og
ákveðnum tegundum hvítblæðis.
Úr því hefur hins vegar ekki
fengist skorið hvort lyfið er
nothæft sem fyrirbyggjandi lyf
sem kemur í veg fyrir myndum
illkynjaðra krabbameinsæxla.
menn og óbreyttir borgarar.
Ríkisrekna útvarpið í Beirut
greindi frá því að Amin Gemayel
forseti og fleiri ráðamenn væru í
stöðugu  sambandi  við  Saudi
Arabíu og Sýrland til að reyna
að koma vopnahléinu aftur á fót,
en  það hófst klukkan 9.00 að
morgni föstudagsins. Leiðtogar
drúsa, shita og falangista kvört-
uðu yfir því að þeir hefðu ekki
verið  látnir  vita  formlega  að
vopnahlé væri hafið.
Shitar gerðu í gær aðsúg að
ísraelska setuliðinu í suðurhluta
Líbanon, annan daginn í röð,
lögðu eld að bifreiðum og reistu
vegatálma sem ísraelskir
skriðdrekar muldu mélinu
smærra jafnharðan. Mótmæltu
shitarnir handtöku nokkurra
háttsettra félaga í Amal-hreyf-
ingunni í þorpinu Maaraka. í
Sídon varpaði herskár shiti
handsprengju að ísraelskum
herflokki og átti fótum fjör að
launa. Grandaði hann engum
manni og slapp sjálfur
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48