Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . 1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 49. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
49. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 29. FEBRUAR 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Treholt
játar en
ástæöur
óljósar
Osló, 28. frbrúar. AP.
ARNE Treholt hefur viðurkennt
að hafa margoft afhent sovézku
leyniþjónustunni, KGB, leyni-
skvrslur frá því 1973—74, en til-
gangur hans með þessu framferði
er enn á huldu, að sögn Magnar
Flornes, ríkissaksóknara.
Flornes sagði að ekki hefði
reynst mögulegt að ganga úr
skugga um hvort Treholt ætti
dóttur i Tékkóslóvakfu. Treholt
hefði framan af yfirheyrslum,
sem færu fram nær daglega,
neitað því að eiga dóttur í
Tékkóslóvakíu, en síðan breytt
framburði sínum á föstudag.
Norsk blöð hafa velt yfir því
vöngum hvort KGB hafi kúgað
Treholt til njósna með því að
hóta að lífláta dótturina eða
vinna henni líkamstjón.
Plornes sagði að 31 vitni hefði
verið yfirheyrt vegna Treholts-
málsins. Rannsóknin miðaðist
við tímabilið frá 1973/74 eða
þann tíma sem Treholt hafði að-
gang að leyniskýrslum, og yfir-
heyrslurnar við þann tíma sem
hann starfaði á vegum sendi-
nefndar Noregs hjá S.þ. í New
York. Hefði Treholt viðurkennt
að hafa látið KGB-mönnum í
New York í té ýmsar skýrslur,
en héldi því hins vegar fram að
þær hafí ekki verið mikilvægar.
írakar segjast hafa
fellt 30.000 hermenn
_ Nikósíu, 28. febrúar. AP.
ÍRAKAR halda því fram að herir
þeirra hafi unnið einhverja grimm-
ustu orrustu, sem háð hefur verið í
stríðinu við írani til þessa. Þeir segj-
ast hafa gereytt fjórum írönskum
fótgönguliðsherfylkjum og fellt rúm-
lega 30 þúsund hermenn. Jafnframt
hafi hersveitir, sem sóttu inn í írak
við Basra, verið hraktar til baka.
íranska fréttastofan IRNA sagði
hins vegar í morgun að her lands-
ins hefði tekist að hrinda tvennum
gagnsóknum traka á suðurvíg-
stöðvunum í nótt eftir harða bar-
daga og mikið mannfall. Iranir
hafa ekkert látið frá sér fara um
fullyrðingar íraka síðdegis, en frá-
sagnir stríðsaðila hafa stangast á
og erfitt er að henda reiður á
sannleiksgildi þeirra, þar sem
átakasvæðin eru nánast lokuð
fréttamönnum.
Hins vegar vísuðu íranir á bug
fullyrðingum íraka um loftárásir
hinna síðarnefndu á olíuflutn-
ingaskip við Kharg-eyju, aðalol-
íuútflutningsmiðstöð trana. Skipa-
miðlarar í Kuwait, sem hafa góðar
upplýsingar um skipaferðir á
Persaflóa, segja engu að síður að
árásin hafi verið gerð og að hæfður
hefði verið fjöldi tankskipa, þ.á m.
eitt breskt. Heimildir í Pentagon,
varnarmálaráðuneytinu í Wash-
ington, herma hins vegar að ekkert
tjón hafi hlotist í árásunum.
íranir ítrekuðu í dag að þeir
væru staðráðnir í að viðhalda
hafnbanni á Kharg-eyju og reiðu-
búnir til að ráðast á sérhvert
tankskip. sem reyndi að leggjast
þar að. íranir hafa hótað að loka
Hormuz-sundi ef írakar stöðva út-
flutning frá eynni, en Bandaríkja-
menn segjast munu koma í veg
fyrir lokun sundsins. í gær stugg-
aði bandaríski tundurspillirinn
„Lawrence" við íranskri eftirlits-
flugvél er hún nálgaðist bandarísk
herskip á Persaflóa, með því að
skjóta að henni viðvörunarblossum
og aðvörunarskotum.
Gull hækkaði í verði en dollar
lækkaði vegna fregna af átökunum
í Persaflóastríðinu.


J*,#5^^1'^
v
.1,1  *K
AP-símamynd.
íranir sendu þessa mynd frá sér í gær og segja hana tekna langt inn í írak í „aðgerðinni Kheybar", sem hófst sl.
miðvikudag. Segjast íranir hafa lagt undir sig stórar lendur íraka á suðausturhluta víglínunnar í aðgerðinni.
Viðræður ákveðnar
við Grænlendinga
Stokkhólmi, 28. frhniar. Fri Magnúsi SiKurossyni blm. Morgunblaosins.                                    *^,  W
Stokkhólmi, 28. irbrúar. Frá Mafrnúsi Sigurossyni blm. Morfrunblaosins.
„ÉG BAUÐ Jonathan Motzfelt í heimsókn til íslands í júní
og það boð hefur hann þegið. Það fara fram viðræður um
samvinnu íslendinga og Grænlendinga í framtíðinni, ekki
eingöngu á sviði fiskverndar og fiskveiða, þótt það skipti
mestu máli, heldur einnig á öðrum sviðum." Þannig komst
Steingrímur Hermannsson forsætisráðherra að orði í viðtali,
er hann skýrði frá fundi með Jonathan Motzfeldt, formanni
grænlensku landstjórnarinnar, í Stokkhólmi í dag.
„Eg gerði Motzfeldt grein
fyrir þeim áhyggjum, sem við
íslendingar hefðum af hinum
miklu veiðiheimildum, sem
Grænlendingar hefðu samið um
við Efnahagsbandalag Evrópu,"
sagði Steingrímur Hermanns-
Óvenjulegur árekstur varð á Haneda-flugvellin-
um í Tókýó í gær er Boeing 747-þota frá Japan
Air Lines, sem var í akstri að landgöngurana, ók
á YS-11-skrúfuþotu Towa Domestic Airlines.
Vegna stærðarmunar flugvélanna rak júmbó-
AP/Símamynd.
þotan trjónuna í skrúfuþotuna ofanverða. Verið
var að setja eldsneyti á skrúfuþotuna, en engan
sakaði. Óverulegar skemmdir urðu á Boeing-
þotunni, en stjórnklefi og trjóna skrúfuþotunn-
ar laskaðist hins vegar verulega.
son. Kvaðst hann hafa lagt til
að teknar yrðu upp sérstakar
viðræður, sem forsætisráðherra
íslands, formaður grænlensku
landstjórnarinnar og lögmaður
Færeyja tækju þátt í, og yrðu
þar rædd sameinginleg hags-
munamál, einkum með tilliti til
fiskveiða í Norður-Atlantshafi.
Hefði hann einnig rætt þessa
tillögu við Pauli Ellefssen,
lögmann Færeyja, sem tekið
hefði henni vel. „Það er ákveðið,
að ég bjóði til slíks fundar svo
fljótt sem auðið er, en dagsetn-
ing hefur ekki verið ákveðin,"
sagði forsætisráðherra. Hefði
hann jafnframt í hyggju að
bjóða Norðmönnum þátttöku í
þessum viðræðum.
Sagði forsætisráðherra að
Pétur Thorsteinsson sendiherra
færi til Grænlands í mars. Síð-
an kæmu grænlenskir emb-
ættismenn til íslands í maí.
Sagði forsætisráðherra að fund-
ur þeirra Motzfeldts hefði verið
jákvæður og Grænlendingar
hefðu sýnt því mikinn skilning
og áhuga að taka upp nánara
samstarf við Islendinga.
Jonathan Motzfeldt kvaðst
ánægður með fundinn, „við höf-
um unnið þarft verk í dag",
sagði hann og kvaðst vænta
mikils af nánari samvinnu við
íslendinga.
Þota útaf flugbraut
á Kennedyflugvelli
New York, 28. Irbrúar. AP.
FARÞEGAÞOTU af gerðinni DC-
10 frá SAS-flugfélaginu hlekktist á
í lendingu á Kennedy-flugvellinum
í kvöld og hafnaði utan flugbrautar
í sjó. Um borð voru 163, farþegar
og áhöfn, en engan sakaði.
Talið er að þotan hafi komið of
hátt inn til lendingar, með þeim
afleiðingum að henni nægði ekki
flugbrautarlengdin til að stað-
næmast. Staðnæmdist hún loks
með nefhjólið í vatni í vík undan
Rockaway Boulevard.
Eftir að þotan nam staðar
voru neyðarútgangar opnaðir og
tókst öllum, sem um borð voru,
að komast hjálparlaust upp á
flugbrautina, en þaðan var fólkið
flutt í flugstöðvarbygginguna.
Atvikið átti sér stað klukkan
4:15 að staðartíma, eða klukkan
21:15 að íslenzkum tíma. Þotan
var að koma úr áætlunarflugi
frá Ósló og Stokkhólmi.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32