Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 44

Morgunblaðið - 04.03.1984, Blaðsíða 44
44 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. MARS 1984 Samband hárgreiðslu- og hárskerameistara: Ráðstefna, árshátíð og afmælishóf SAMBAND hárgreiðslu- og hárskerameistara kom saman að Hótel Sögu sl. laugardag og var tilefnið þríþætt. Ráðstefna félagsins hófst kl. 10.00 og stóð fram á eftirmiðdag, en að henni lokinni var haldið upp á sextugsafmæli Félags hár- skera. í afmælishófinu var Páll Sigurðsson, rakari, gerður að heiðursfélaga, auk þess sem heiðursskjöl fyrir vel unnin störf voru veitt þeim Vilhelm Ingólfssyni, lllfari Jenssyni, Skúla Nielsen og Pétri Guðjónssyni. Að afmælinu loknu hófst síöan árshátíð sambands hárgreiðslu- og hárskerameistara. Á ráðstefnunni voru framsögu- menn þau Svanhvít Jakobsdóttir, fulltrúi verðlagsstjóra, Sigurður Kristinsson, formaður Landssam- bands iðnaðarmanna, Ingvar Ás- mundsson, skólastjóri Iðnskólans í Reykjavík, Óskar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Iðnfræðsluráðs og Fríða fsaksdóttir, varaformaður sambands hárgreiðslu- og hárskera- Ljósm. Mbl./Friðþjófur Frá ráðstefnunni. Dr. Kern Til sölu dr. Kern sólarsamloka vel meö farin. Ennfremur til sölu þýskur, lítiö notaöur barnavagn, sem er vagn, burðarrúm og kerra. Upplýsingar í síma 91-39683 eftir kl. 18.00. -------------------------------------N Aóalfundur HF. EIMSKIPAFÉLAGS ÍSLANDS verður haldinn í Súlnasal HótelSögu fimmtudaginn 5. apríl 1984 og hefst kl. 13:30. DAGSKRÁ: 1. Aðalfundarstörf samkvœmt 14. gr. samþykkta félagsins. 2. Tillaga um útgáfu jöfnunarhlutabréfa. 3. Tillögur til breytinga á 4. grein samþykkta félagsins um skiptingu hlutafjárins með tilliti til gjaldmiðilsbreytingar íslensku krónunnar 1. janúar 1981. 4. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á fram á aðalfundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en sjö dögum fyrir aðalfund. Aðgöngumiðar að fundinum verða afhentir hluthöfum og umboðsmönnum hluthafa á skrifstofu félagsins í Reykjavík frá 29. mars. Reykjavík, 3. mars 1984. STJÓRNIN EIMSKIP Sparið peninga Notiö FILTRE-síur í vökva- kerfiö. Viö aöstoðum viö val á síum. Tank-retursía Mæliglas á tank Lok á tank Véltak hefur 10 ára reynslu í uppsetningu, viöhaldi og sölu á vökvabúnaöi. Einkaumboö Véltak hf., vélaverslun, Hvaleyrarbraut 3, Hafnarfiröi. meistara. Frjálsar umræður og fyrirspurnir voru síðan að loknum erindum. Kom þar m.a. fram gagn- rýni á nýlega verðkönnun á hár- greiöslustofum sem verðlagsstjóri lét gera. Töldu ráðstefnugestir það ósanngirni að í könnuninni væri lögð höfuðáhersla á að sína sem mestan mismun á hæsta og lægsta verði fyrir hverja þjónustu, án þess að fram kæmi sú staðreynd að hár- greiðslustofum er óheimilt að hafa með sér samræmda verðskrá. Þá kom einnig fram varðandi verðkönn- unina að lægsta verð í henni væri mjög óraunhæft. Ennfremur kom fram að mikil aukning er nú merkjanleg í svokall- aðri „svartri atvinnustarfsemi", en Fríða ísaksdóttur fjallaði um hana í erindi sínu. Kvað hún slík störf oft unnin af ófaglærðu fólki, eða þeim sem ekki hefðu lokið námi og jafnvel við aðstæður sem á engan hátt full- nægðu kröfum um hreinlæti. Frá Iðnskólanum í Reykjavík koma í vor 52 nemar á fyrsta ári sem fyrir höndum eiga tveggja og hálfs árs verknám. Alls eru fyrsta árs nemar um 80 á landinu öllu í hár- greiðslu og hárskuröi. Töldu ráð- stefnugestir fyrirsjáanlegt að hár- greiðslu- og rakarastofur myndu tæpast taka við öllum fjöldanum, en sú hefur orðið raunin á undanförn- um árum. Töldu menn þó ástandið aldrei hafa verið eins slæmt og í ár. Kistan eins og kádiljákur ( hirago, 1. marz. AP. IMAÐUR nokkur, sem myrtur var nýlega, var greftraður í dag í lík- kistu, sem var útlits eins og uppá- haldsbfllinn hans, Cadillac Seville. Eftirlíkingin var svo nákvæm að aðalljós og afturljós blikkuðu er kistan var látin síga niður í gröfina. Rúmlega fimm þúsund vinir hins myrta og forvitnir veg- farendur voru viðstaddir greftr- unina. Hinn látni, Willie M. Stokes, sem var 26 ára, var myrtur er hann sté út úr bifreið sinni fyrir utan heimili sitt sl. föstudag. Þrír menn biðu hans þar og skutu hann til ólífis. Óljóst er hvað olli verkn- aðinum. SUMARAÆTLUN Majorka — Kanaríeyjar — Grikkland Sólarlandaferöir allan ársins hring. Brottför alla föstudaga 10,17, 24, eöa 31 dags feröir eða lengri. 2'h dagur í London á heimleiðinni í kaupbæti án aukakostnaöar. Majorka. Fjölsóttasta sólskinsparadís Evrópu. Glæsilegar ibúöir og hótel á eftirsóttustu stööunum, Magaluf, Santa Ponsa og Arenal. Kanaríeyjar — Tenerife. — Fögur sólskinsparadís. Glæsileg hótel og ibúöir. Grikkland — Aþenustrendur. Hótel og ibúöir á eftirsóttustu stööunum. Malta, sögufræg sólskinsparadís. Athugíð: Hagstæð fjölskyldukjör. Krakkarnir borga bara helming. Pantiö snemma því plássiö er takmarkaö. Og þeir sem til þekkja panta snemma hjá okkur, enda veröið ótrúlega hagstætt, lægra en í fyrra. Flugferöir — Sólarflug Vesturgata 17, símar 10661, 15331 og 22100. Búnaðarþing: Hvetur til votheysverk- unar og mót- mælir lax- veiðum í sjó MIKLAR annir eru nú á síðustu dögum liúnaðarþings en stefnt er að því að þinginu Ijúki um helgina. Á fimmtudag voru fjölmörg mál til fyrri umræðu og þrjú mál afgreidd sem ályktanir Búnaðarþings. í ályktun um votheysverkun er því beint til landbúnaðarráðherra að hann beiti sér fyrir því að efla votheysverkun í landinu. Telur þingið það eitt brýnasta hags- munamál landbúnaðarins að kom- ið verði í veg fyrir áföll vegna óþurrka. Einnig segir að mikils- vert sé að tollar og sölugjöld af tækjabúnaði í votheysgeymslur verði felldt niður. I greinargerð segir að þrátt fyrir kosti votheys- verkunar og ágæta reynslu margra bænda af slíkri fóðurverk- un sé enn lítill hluti af heyfeng landsmanna verkaður í vothey. Ætla má, segir einnig, að hér valdi að nokkru, að vothey er þungt og erfitt í meðhöndlun, þar sem handverkfæri eru notuð til flutn- ings á fóðrinu úr stæðu á fóður- gang. Nú eru komin á markað hentug tæki til að brúa þetta bil á vélrænan hátt. { annarri ályktun sem samþykkt var á fimmtudag tekur Búnaðar- þing eindregið undir mótmæli gegn hugmyndum, sem hreyft hef- ur verið nýlega, um að heimilað yrði hérlendis að veiða lax í sjó. I ályktuninni segir orðrétt: „Stund- um hefur litlu munað að rányrkja á ýmsum fiskistofnum við fsland hafi komið þjóðinni á kaldan klaka. reynslan ætti að kenna mönnum að hlífa laxinum, sem notið hefur verndar og ræktunar vegna skynsamlegrar löggjafar. Af honum koma í þjóðarbúið veru- legar tekjur, sem vonir standa til að aukist jafnt og þétt. Búnaðar- þing mótmælir því afdráttarlaust hugmyndum, sem leiða myndu til að þessari viðkvæmu auðlind yrði spillt í fálmkenndri leit að stund- arúrræðum í rányrkjuvandanum." Dísarfell selt til Grikklands DÍSARFELL, eitt af skipum skipa- deildar Sambandsins, hefur verið sclt til útgerðar í Grikklandi. Skipið verður notað til vöruflutninga á milli Ítalíu, Grikklands og annarra landa fyrir botni Miðjarðarhafs. Skipið verður væntanlega afhent nýjum eig- endum fyrir lok næsta mánaðar, en söluverð er tæplega 12 milljónir króna. Dísarfell var smíðað árið 1967 í Danmörku, en Sambandið keypti það árið 1972. Það er 2.000 tonn að burðargetu og hefur verið notað til almennra vöruflutninga til og frá landinu. Salan er, samkvæmt upplýsing- um Sambandsmanna, hiuti af þeirri endurnýjun skipaflotans, sem unnið hefur verið skipulega að hjá skipadeild Sambandsins á síðustu árum. Embætti far- prests Þjóð- kirkjunnar laust ANNAÐ embætti farprests Þjóð- kirkjunnar er laust til umsóknar. Umsóknarfrestur rennur út þann 28. þessa mánaðar. (flr rréiutilkjnninipi)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.