Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 10.04.1984, Blaðsíða 1
68 SÍÐUR MEÐ ÚTSÝNARBLAÐI STOFNAÐ 1913 84. tbl. 71. árg. ÞRIÐJUDAGUR 10. APRÍL 1984 Prentsmiðja Morgunblaðsins Orkuver framtíðarinnar Elísabet II Bretadrottning vígði í gær tilraunastöðina Torus í Culham í Englandi en þar munu fara fram tilraunir með samrunaorkuvinnslu, sem vísindmenn segja, að sé orka framtíðarinnar. Til þess þurfa þeir þó að framleiða hita, sem svarar til 100 milljóna gráða, og það ætla þeir að verða búnir að gera fyrir lok þessa áratugar. Stöðin kostaði 200 milljónir punda og er eign Efnahagsbandalagslandanna, Svisslend- inga og Svía. Með Elísabetu drottningu á myndinni er Francois Mitterrand, Frakklandsforseti. ap. Vilja binda enda á námaverkfallið London, 9. aprfl. AP. HELDUR hefur dregið úr verkfallsað- gerðum breskra kolanámamanna og vinna nú leiðtogar Verkamanna- flokksins að því bak við tjöldin, að efnt verði til allsherjaratkvæða- greiðslu um verkfallsaðgerðir. Talið er víst, að meirihlutinn vilji hætta verkfallinu. Hófsamir menn eru í meirihluta í stjórn Samtaka kolanámamanna og sagðir hlynntir allsherjaratkvæða- greiðslu um verkfallið, sem nær til 80% af 183.000 kolanámamönnum í Bretlandi. Neil Kinnock og aðrir leiðtogar Verkamannaflokksins óttast þó, að Arthur Scargill, rót- tækur frammámaður í röðum kola- námamanna, geti fengið atkvæða- greiðslunni frestað og dregið með því á langinn þær deilur, sem nú standa á milli hófsamra manna og öfgafullra í verkalýðshreyfingunni og Verkamannaflokknum. Róttækir vinstrimenn hafa hald- ið því fram, að deilan snerist um „örlög þjóðfélagsins" og að með henni væri bylting hinna vinnandi stétta loksins að hefjast. Malcolm Edwards, einn af yfirmönnum ríkiskolafyrirtækisins, segir hins vegar, að hér sé aðeins um það að ræða, að námaiðnaðurinn þekki sinn vitjunartíma og lagi sig að staðreyndum efnahagslífsins. Kasparov Kasparov vann og mætir Karpov Moskvu, 9. aprfl. AP. SOVÉSKI stórmeistarinn Garri Kasp- arov vann í dag einvígið við landa sinn, Vasily Smyslov, og þar með réttinn til að skora á heimsmeistarann í skák, Anatoly Karpov. FIDE, Alþjóðaskák- sambandið, hefur nú ákveðið, að ein- vígið um heimsmeistaratitilinn hefjist 10. sept. nk. en einvígisstaðurinn er enn óákveðinn. Kasparov vann fjórar skákir af 13 í einvíginu við Smyslov en níu lauk með jafntefli. Kasparov er aðeins tvítugur að aldri og var orðinn stórmeistari 14 ára gamall. Hann er talinn einhver mesti skáksnillingur, sem nú er uppi, og ef hann sigrar Karpov verður hann yngsti heims- meistarinn fyrr og síðar. Beirut: Tekst að semja um haldgott vopnahlé? Beirút, 9. aprfl. AP. LEIÐTOGAR strídandi fylkinga í Líb- anon bjuggust í dag til að undirrita samkomulag um vopnahlé í Beirút og eru bundnar nokkrar vonir við að það verði haldbetra en önnur. Fundi þeirra Gemayels og Assads, Sýrlandsforseta, verður líklega frestað þar til tekist hefur að koma á kyrrð í borginni. Gemayel, Líbanonsforseti, kallaði í dag saman öryggisnefnd ríkisins til að ræða samkomulagsdrögin en í henni eiga sæti jafnt kristnir menn sem múhameðstrúar. Var hún stofnuð á ráðstefnunni í Lausanne og hefur það hlutverk að reyna að jafna ágreining deiluaðila. Með vopnahléinu nú er ekki aðeins stefnt að því að vopnin þagni um stund, heldur eiga hermenn ólíkra hópa einnig að draga sig til baka og vera í ákveðinnr fjarlægð frá öðrum. Fréttir voru um það f dag, að fyrirhuguðum fundi Gemayels og Assads, Sýrlandsforseta, sem átti að vera á miðvikudag, hefði verið frest- að og er haft eftir heimildum, að Assad vilji, að öryggismál í Beirút verði komin í lag áður. Miklar vonir eru bundnar við þennan fund og taka sumir svo djúpt í árinni að segja, að hann muni valda straum- hvörfum. í viðtali, sem blaðið A1 Nahar birti í dag við Abdul-Halim Khadd- am, varaforseta Sýrlands, sagði hann, að Sýrlendingar væru stað- ráðnir í að vinna að friði í Líbanon með það að leiðarljósi, að þar yrði „enginn sigurvegari og enginn sigr- aður“. Berlín: Einn komst vestur en annar féll Berlín, 9. apríl. AP. TVÍTUGUM Austur-Berlínarbúa tókst í nótt að flýja yfir Berlínar- múrinn þrátt fyrir ákafa skothríð landamæravarðanna. Félaga hans mistókst hins vegar flóttinn og er talið, að hann hafi orðið fyrir skoti. Átta austur-þýskir landa- mæraverðir skutu á ungu menn- ina þegar þeir klifruðu yfir girð- inguna en annar þeirra komst þó heill á húfi vestur yfir. Félagi hans féll aftur fyrir sig þegar þeir voru komnir upp á múrinn og er talið, að hann hafi orðið fyrir skoti. Nöfn ungu mann- anna hafa ekki verið birt. Nafn- leynd er höfð til að hlífa ætt- ingjum flóttamannanna í Aust- ur-Þýskalandi. Þetta er í þriðja sinn á árinu, sem Austur-Þjóðverja tekst að komast yfir múrinn en hinir tveir voru báðir landamæra- verðir. Hafist var handa við múrinn 13. ágúst árið 1961 til að koma i veg fyrir flótta fólks vestur yfir. Vitað er um 73 Austur-Þjóðverja, sem hafa ver- ið skotnir til bana við að reyna að komast vestur yfir. Ráðast úrslit í Pennsylvaníu? Noregur: Olíunotkun fiskiskipa má minnka um helming ^ Osló, 9. aprfl. Frá Per A. Borglund, Tréttaritara í NOREGI er því haldið fram, að unnt sé að minnka eldsneytisnotkun fiskveiðiflotans um helming og veiða þó jafnmikinn fisk og áður. Eru það fyrst og fremst miklar framfarir í skrúfusmíði, sem vega hér þyngst. Á Norðurlöndum hafa á síðustu árum farið fram umfangsmiklar rannsóknir á eldsneytissparnaði í fiskiskipum og er þeim að ljúka um þessar mundir. Anders Endal, rannsóknastjóri við Tilrauna- Mbl. stofnun sjávarútvegsins, segir, að í þessum rannsóknum hafi komið í ljós, að unnt sé að spara 15—30% olíunnar með því að nota nýja gerð af skrúfum. Til að helminga iiotk- unina þarf hins vegar að breyta og endurnýja flotann og taka rekstur hans tii gagngerrar endurskoðun- ar. Af öðrum sparnaðartillögum má nefna: Skipið verður að vera rétt valið; nauðsynlegt er að beita skiptiskrúfu og vél á réttan hátt; hafa skal stærri skrúfur á skipun- um og sams konar perustefni og á stærri skipum. Ánders Endal heldur því fram, að fiskveiðar nú á dögum séu allt of orkufrek mat- vælaframleiðsla. „Eldsneytissparnaður við veið- arnar mun því geta ráðið úrslitum um hvort þessi atvinnuvegur verð- ur samkeppnisfær sem matvæla- framieiðandi," segir Endal. FÍUdrlfíu, Pennsylvaniu, 9. nprfl. AP. FORKOSNINGAR demókrata verða í Pennsylvaníuríki á morgun, þriðju- dag, og geta e.t.v. skipt sköpum fyrir þá tvo, sem berjast um að verða út- nefndir forsetaefni flokksins. Báðir hafa þeir Mondale og Hart að þessu sinni lagt megináhersluna á atvinnu- mál og endurnýjun iðnaðarins. í síðustu skoðanakönnunum, sem gerðar hafa verið í Pennsyiv- aníu, hefur Mondale heldur vinn- inginn eða 41% atkvæða á móti 39%. Jackson er spáð 14%. Ef Mondale ber sigur úr býtum í Pennsylvaníu má hann heita nokkuð viss um útnefninguna á landsfundi Demókrataflokksins í júlí nk. en ef Hart sigrar mun baráttan harðna um allan helm- ing. Stafar það ekki síst af því, að Hart telur möguleika sína meiri þegar kemur að Vesturríkjunum. Demókratar í Wisconsin héldu kjörfund hjá sér sl. iaugardag og hrósaði Mondale þar miklum sigri. Fékk hann stuðning 59% en H; 31%. Hefur nú Mondale stuðni 916,8 fulltrúa, Hart 540, Jacks 141,2 og óháðir og aðrir eru 327

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.