Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 17.05.1984, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 1984 71 fólk í fréttum ... og nú Ktla framleitendur Falcon Crest að fí Sophiu Loren til að gera það sama. Joan Collins hefur malað gull fyrir framleiðendur Dollars. Tekst Sophiu Loren að feta í fótspor Joan Collins? + Það eru ekki aðeins Dallas og Dollars, sem keppa um hylli sjónvarpsáhorfenda, heldur er þriðji þátturinn einnig með í spilinu en hann heitir Falcon Crest og er nú sýndur víða um heim. Þar er það ekki olían, sem er uppspretta auðsins, heldur annar vökvi, sem mörg- um líkar miklu betur, nefnilega vínið. Til að auka vinsældir þáttar- ins beita framleiðendur hans brögðum og nú hefur þeim dott- ið í hug að fara að dæmi fram- leiðenda Dollars og fá evrópska leikkonu til liðs við sig. í Doll- ars er það enska leikkonan Jo- an Collins, sem er burðarásinn, og nú hafa framleiðendur Fal- con Crest samið við Sophiu Lor- en um að koma fram í 13 þátt- um a.m.k. Joan Collins er komin yfir fimmtugt eins og kunnugt er og hefur í því efni vinninginn yfir Sophiu, sem verður fimmtug á þessu ári. Það er kannski þess vegna, sem Sophia er svo áköf í að feta í fótspor Joan, að hún er sögð hafa látið sér nægja að fá um eina milljón ísl. kr. fyrir hvern þátt. Ensku stúlkurnar svindl- uðu í söngvakeppninni Margir hafa orðið til að benda á, að ensku stúlkurnar þrjár, Belle and The Devotions, sem kepptu fyrir hönd þjóðar sinnar í söngva- keppninni á dögunum, hafi stolið og stælt lagið sitt, Love Games, eftir gömlu metsölulagi Diönu Ross, sem heitir Baby Love, en nú hefur verið upplýst, að þær gerð- ust sekar um enn grófari svindl. Það var nefnilega ekki þeirra eigin rödd, sem mest og best náði eyrum áheyrenda og dómara, heldur þriggja kórstúlkna. Breska blaðið The Sun sagði frá því sl. sunnudag, að þrjár kór- stúlkur, sem hefðu verið hafðar að tjaldabaki þegar keppnin fór fram, hefðu nú leyst frá skjóðunni og sagt söguna eins og hún gekk fyrir sig. —- Ég er ekki að reyna að ná mér niðri á Belle and The De- votions, heldur umboðsmönnum þeirra. Þeir fóru með okkur eins og skepnur," segir kórstúlkan Jean Westwood. Jean segir, að umboðsmenn Belle and The Devotions hafi harðbannað þeim kórstúlkunum að koma inn á sviðið í Luxemborg þar sem keppnin fór fram og þess í stað komið fyrir í myrku skoti þar sem engin hætta var á að COSPER — Þetta kemur okkur ekkert við, það er neðri hæðin, sem er að brenna. I I Það var ekki aðeins, að lagið væri stælt, heldur var það ekki rödd stelpnanna f Belle and The Devo- tions, sem barst til eyrna dómurun- um. nokkur sæi þær. Segir Jean það ólíkt því, sem var með aðra kepp- endur, sem voru með kór, því að þeir hafi haft hann með sér á svið- inu. — Fyrst héldum við, að það væri af því, að ein okkar er komin nokkuð á áttunda mánuð á leið, en nú vitum við, að umboðsmennirnir vildu ekki að það vitnaðist, að það þyrfti sex raddir til að Love Gam- es kæmist nokkurn veginn til skila, segir Jean. Blaðið hefur það eftir sjón- varpstæknimanni í Luxemborg, að kórstúlkurnar þrjár hafi haft miklu meiri og betri rödd en hinir eiginlegu keppendur og þess vegna hafi það raunverulega verið kór- stúlkurnar, sem kepptu fyrir hönd Bretlands. Hvað skyldi svo umboðsmaður Belle and The Devotions segja, Paul Curtis, höfundur Love Gam- es? „Þetta er alsiða í skemmtana- iðnaðinum," segir hann bara. Maí-tilboÖ Yalhúsgagna sófasett 12,000- VALHÚSGÖGN ÁRMÚLI 4 SÍMI82275 .400-» Tilbodsverö kr. 450 - : Húsgögnin eru tilvalin i sumarbústaðinn, Klappstóll sterkur og þægilegur blómaskálann, sjónvarpsherbergið. úr massívu brenni. Húsgögnin eiga sannarlega erindi til unga (ólksins. Húsgögnin fást í 5 litum og verðið, það er hagstætt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.