Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
116. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 23. MAI 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Flórída:
Kókaín fyrir
1,8 milljarða
gert upptækt
Miimi, 22. maf. AP.
Ljóstrað var upp um starfsemi
fullkominnar eiturlyfjaverk-
smiðju á Flórída í dag og fund-
ust í verksmiðjunni eitthundrað
kfló af „afar hreinu" kókaíni að
verðmæti 60 milljóna Banda-
ríkjadollara, eða jafnvirði 1,8
milljarða króna.
Það var íbúi í nágrenni verk-
smiðjunnar sem kom lögregl-
unni á sporið er hann kvartaði
undan óvenjulegri eterlykt frá
vöruhúsum. í áhlaupi á verk-
smiðjuna voru fimm manns
handteknir og hundruð lítra
efna, sem notuð eru við eitur-
efnagerð, gerð upptæk.
Díana prinsessa meðal blóm-
anna á 63. árlegu blómasýn-
ingu konunglega garðræktar-
félagsins. Meðal tiginborinna
gesta voru einnig Elísabet
Englandsdrottning,      Karl
prins, Margrét prinsessa og
Michael prins af Kent.
AP/Simamynd
Duarte öðlast traust
á Bandaríkjaþingi
WasKington, 22. maí. AP.
FORSETI fulltrúadeildar Banda
ríkjaþings, Thomas P. O'Neill, spáði
því að Jo.se Napoleon Duarte, forseti
El Salvador, mundi fá þá hern-
aðaraðstoð sem hann vildi, þótt
sjálfur myndi hann leggjast gegn
því.
Kvaðst O'Neill álíta að Duarte
hefði  tekist  að  sannfæra  nógu
marga þingmenn í þeysireið sinni
um Capitol Hill til þess að neyöar-
aðstoðin, 62 milljónir dollara, yrði
samþykkt í fulltrúadeildinni. Bú-
ist er við að tillagan komi til af-
greiðslu í vikunni.
Þingmenn sögðu í kvöld að Du-
arte hefði verið afar sannfærandi
er hann ávarpaði þingið og á fundi
með  utanrikisnefnd  þess  hefði
hann án efa unnið þingmenn á sitt
band, einkum þá er efast hefðu um
réttmæti aðstoðarinnar.
Duarte, sem formlega tekur við
embætti forseta 1. júní nk., sagði á
fundum með þingmönnum að
hann mundi aldrei óska eftir
beinni þátttöku Bandaríkjahers í
átökunum við skæruliða.
Vilja banna
kjarnavopn
Stokkbólmi, 22. maí. Krá Krik Liden, fréttaritara Mbl.
LEIÐTOGAR sex rikja skoruðu á
kjarnorkuveldin í dag aö hætta
framleiiVslu og tilraunum með kjarn-
orkuvopn og jafnframt að fækka
verulega vopnum af þessu tagi.
Olof Palme, forsætisráðherra
Svíþjóðar, er í fyrirsvari fyrir sex-
menningunum og birti yfirlýsingu
þeirra, sem er í níu liðum. Hann
sagði hugmyndina að yfirlýsing-
unni fengna frá þingmannasam-
tökum, sem aðsetur hefðu í New
York, og sagði framkvæmdastjóri
Genscher fer
frá Moskvu
vonarlítill
Hans-Dietrich Genscher, utanrík-
isráðherra V-Þýzkalands, kvaðst
engar vísbendingar hafa fengið á
fundi með Konstantin Chernenko,
leiðtoga sovézka kommúnistaflokks-
ins, um að Rússar myndu íhuga til-
mæli sín um að viðræður um tak-
mörkun og fækkun vígbúnaðar yrðu
hafnar þegar í stað.
Tass-fréttastofan sagði eftir
fundinn að ekki væri hægt að taka
alvarlega óskir vestrænna aðilja
um viðræður um fækkun vopna á
sama tíma og verið væri að koma
fyrir Pershing 2 og stýriflaugum á
skotpöllum í Vestur-Evrópu.
Nánir samstarfsmenn Gensch-
ers sögðu viðræður hans í Moskvu,
sem lauk í kvöld, hafa sannfært þá
um að engar viðræður færu fram á
þessu ári milli stórveldanna um
takmörkun vígbúnaðar.
Genscher kvaðst hafa fært mál
Sakharov-hjónanna í tal við sov-
ézka ráðamenn og beðið um að þau
fengju að leita sér lækninga á
Vesturlöndum. Neitaði hann að
ræða mál þeirra eða undirtektir
við óskir sínar á fundi með frétta-
mönnum.
þeirra að innan skamms myndu
hefjast tilraunir til að hafa áhrif á
háttsetta menn í því skyni að
knýja fram algjöra stöðvun fram-
leiðslu kjarnorkuvopna og síðar
fækkun.
Auk Palme undirrita yfirlýsing-
una Indira Gandhi Indlandsfor-
seti, Miguel de la Madrid Mexíkó-
forseti, Julius Nyerere Tanzaníu-
forseti, Raul Alfonsin Argentínu-
forseti og Andreas Papandreou,
forsætisráðherra Grikklands. Al-
fonsin tók ekki þátt í samningu
yfirlýsingarinnar en var boðin að-
ild að henni síðar.
Palme sagði yfirlýsingu sex-
menninganna vera beint sérstak-
lega gegn kjarnorkuveldunum
fimm, Bandaríkjunum, Sovétríkj-
unum, Stóra Bretlandi, Frakk-
landi og Kína. Tilgangurinn væri
einnig að hafa áhrif á almennings-
álitið.
José Napoleon Duarte, forseti El Salvador, (t.v.) rabbar við bandarísku þingmennina Jim Wright, leiðtoga meirihlut-
ans í fulltrúadeildinni, Dante Fascell, formann utanríkisnefndarinnar, og Thomas P. O'Neill, þingforseta.
AP/Símamynd
Auknar tilraunir til að
hemja Persaf lóastríð
Manaraa, 22. maf. AP.
ARABÍSKIR diplómatar útilokuðu í
kvöld að ríkin við Persaflóa myndu
treysta sér til að biðja Bandaríkja-
menn að veita hernaðarvernd á fló-
anum af ótta við að íranir myndu
færast í aukana og herða árásir sín-
ar á olíuskip á flóanum. Verið er að
hefja umfangsmiklar tilraunir til að
lægja öldur í deilu írana og Iraka á
næstunni eftir diplómatískum leið-
um.
Framkvæmdastjóri samtaka
ríkja múhameðstrúarmanna hefur
beitt sér fyrir því að samtökin
reyni ákafar en fyrr að stilla til
Sovétstjórnin sendir 200
manns á Ólympíuleikana
Sovctmenn ætla að senda meira
en 200 manns á Ólympíuleikana í
Los Angeles og hefur þessi
ákvörðun þeirra komið skipuleggj-
endum leikanna svo á óvart, að
þeir „eiga ekki eitt einasta orð".
Segir frá þessu í breska blaðinu
Daily Telegraph sl. laugardag, 19.
þ.m.
„Ástæðan fyrir því, að Sov-
étmenn hættu við að senda
íþróttafólkið á Ólympíuleikana
var sú, að við gátum ekki tryggt
öryggi þess, að því er þeir sögðu.
Nú tilkynna þeir allt í einu komu
200 manna, dómara, embætt-
ismanna og blaðamanna. Þetta
er með öllu óskiljanlegt. Sumir
Hefur engar áhyggj-
ur af öryggi dómara,
embættismanna
og blaðamanna
embættismannanna voru áður
kunnir íþróttamenn en Sovét-
stjórnin virðist ekki óttast um
oryKgi þeirra, heldur keppend-
anna, sem hefðu þó búið í sér-
stökum öryggisbúðum," sagði
Peter Ueberroth, forseti banda-
rísku ólympíunefndarinnar, þeg-
ar hann frétti af komu Rúss-
anna.
Sovétmenn hafa marglýst yfir,
að þeir ætli ekki að reyna að
hafa hein áhrif á aðrar þjóðir í
þeim tilgangi að fá þær til að
hætta við leikana í Los Angeles
en svo virðist sem í því efni gæti
einnig nokkurs tvískinnungs.
Afrísku ólympíunefndinni, sem
aðsetur hefur í Kamerún, barst
nýlega skeyti frá Sovétmönnum
þar sem þeir skýra út ástæður
sínar fyrir að hætta og fara
fram á „stuðning eða að afríska
ólympíunefndin gæti þess að
hafa í heiðri meginreglur og
hugsjónir Ólympíuleikanna".
friðar við Persaflóa og sendinefnd
Arabaríkja reyndi að fá yfirvöld í
Japan til að knýja Irani að samn-
ingaborði. Japanir eru miklir
viðskiptavinir Irana og Iíklegir til
að geta haft áhrif á þá.
Staðfest var að Richard
Murphy, sérlegur sendimaður
Bandaríkjanna, hefði hitt Fahd,
konung Saudi-Arabíu, og fært
honum bréf Reagans Bandaríkja-
forseta, þar sem boðin var vernd á
Persaflóa gegn loftárásum írana.
Það skilyrði var sett fyrir slíkri
aðstoð að bandarískar flugvélar
fengju að athafna sig á herstöðv-
um í Persaflóaríkjunum.
Fahd konungur sagði að hann
hefði gefið yfirmönnum hersins
fyrirmæli um að búa sig undir og
vera tilbúnir að mæta frekari loft-
árásum írana. Kvaðst hann einnig
hafa beitt sér fyrir því að dregið
verði úr spennu með friðsamleg-
um aðferðum.
Bandarísk yfirvöld lögðu á það
áherslu í kvöld að þau myndu
freista þess eftir diplómatískum
leiðum að lægja öldur í deilu írana
og íraka og tryggja siglingar á
Persaflóa. Ymsir embættismenn
ríkja Austurlanda nær, m.a. frá
Pakistan, ráðfæra sig við ráða-
menn í Washington um ástandið
við Persaflóa og þar er bresk
sendinefnd sömu erinda.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48