Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 122. tölublaš og Fyrstudeildarlišin ķ knattspyrnu 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						80 SIÐUR
tfttUttftfoMfe
STOFNAÐ 1913
122. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 1984
Prentsmidja Morgunblaðsins
Andspyrnumenn
fara halloka í
Pansjher-dalnum
Nýju Delbí. 29. maf. AP.
FJÖLMENNT SOVÉSKT herlið og afganskir stjórnarhermenn hafa komið
scr vel fyrir í hinum hernaðarlega mikilvæga Panjsher-dal. Hafa þeir hreiðr-
að um sig £ 45 stöðum og hafa því sem næst einangrað andspyrnusveitirnar
frá vopna- og vistáflutningum. Ekki hefur verið barist nýlega í sjálfum
dalnum, en í nokkrum afdölum halda andspyrnumenn enn út og gera
Rússum skráveifur. Sovéskur hershöfðingi lést í Panjsher-dal fyrir fáum
dögum, er þyrla sem hann var í varð fyrir eldflaug andspyrnumanna. Hann
er sá þriðji sem drepinn er á síðustu vikum.
Vestrænir diplómatar greindu
frá ofangreindum tíðindum og
sögðu þeir andspyrnumenn standa
höllum fæti í dalnum. Hershöfð-
inginn var ekki nefndur, en það
fylgdi frásögninni að hann hafi
verið við áttunda mann í eftirlits-
ferð á svæði í Panjsher-dal sem
átti að heita í öruggum höndum
Rússa. Eldflaug hæfði þyrluna
sem sprakk í loft' upp og fórust
allir um borð.
Þá veittu andspyrnumenn sov-
éskri herflutingalest fyrirsát í Al-
odany-dal í suðurhluta Ghazni.
Drápu þeir 30 sovéska og afganska
hermenn, eyðilögðu sex skriðdreka
og fimmtán vörubíla hlaðna vopn-
um og vistum. Rússar hefndu fyrir
með loftárásum á þrjú nærliggj-
andi þorp og létust 15 andspyrnu-
menn og 15 óbreyttir borgarar.
Margir særðust.
Noregur:
Stjórnin afstýrði
verkfallsaðgerðum
Osló, 29. mai. Frá J»n Erik Uure fréttar. Mbl.       ^^
NORSKA STJÓRNIN kom í dag í veg fyrir vaxandi verkfallsaðgerðir
sem hefðu meðal annars lamað allar samgöngur innanlands og í flugi,
með því að vísa kjaradeilunni til gerðardóms. Stjórnin hefur slík völd,
að um leið og tilkynnt var um þetta, voru hin fyrirhuguðu verkföll orðin
ólögleg.
Stjórnin greip í taumanna
vegna þess að lítið sem ekkert
hafði þokast í samkomulagsátt á
sáttafundum og mikið neyðar-
ástand hefði skapast á miðnætti
þar sem verkalýðsleiðtogar höfðu
fyrirskipað mörgum hópum að
taka þatt í aðgerðunum, þar á
meðal lestarstjórum og flugvirkj-
um á helstu flugvöllum. Hefðu
sh'kar aðgerðir stöðvað lestar-
samgöngur og allt flug til og frá
landinu. Illt ástand hefur verið að
ýmsu leyti í Noregi í viku vegna
aðgerðanna, póstur hefur ekki
borist, útsendingar sjónvarps hafa
mikið verið skornar niður og
þannig mætti áfram telja.
Botha vel tekið í Portúgal
Mario Soares, forsætisráðherra Portúgal, tók í dag á móti P. W. Botha, forsætisráðherra Suður-Afrfku, en sá
síðarnefndi kom þangað í opinbera heimsókn. Var Portúgal fyrsti viðkomustaðurinn af nokknim sem Botha
hyggst heimsækja. Botha var tekið vei í Portúgal svo sem sjá má, Soares er til vinstri, en Botha til hægri.
Sjá nánar á bls. 20.
Simamynd AP.
Svo virðist sem veður ætli ekki
að verða vegna innígrips stjórnar-
innar, flestir verkalýðsforingjar
skipuðu sínu fólki nær samstundis
að hefja aftur vinnu og er ástand-
ið óðum að nálgast eðlilegt horf.
Talsvert greinir á milli í viðræð-
unum milli launþega og ríkisins,
en það eru einungis opinberir
starfsmenn sem verið hafa í verk-
föllum. Verkalýðsfélögin hafa
heimtað 6,4 prósent kauphækkun,
en stjórnvöld ekki boðið hærra en
5,9 prósent. 15.000 ríkisstarfs-
menn og 10.000 til viðbótar á mála
sveitastjórna, hafa tekið þátt í
hinum vikulöngu verkföllum.
George Schulz:
NATO-löndin verða
að treysta böndin
Washington, 29. maí. AP.
Utanríkisráðherrar Atlantshafs-
bandalagsins hófu í dag þriggja
daga fundahóld í Washington, en
þau eru f tilefni af því að 35 ár eru
liðin frá því að bandalagið var stofn-
að.
George Bush, varaforseti
Bandaríkjanna setti fundinn í dag
og sagði þá meðal annars að
„ævintýramennska Sovétmanna
væri heiminum hættuleg, því yrðu
NATO-þjóðirnar að standa saman
og treysta böndin sín á milli".
Hann sagði einhig að vegna þessa
væri þeim mun meiri ástæða til að
komast að samkomulagi við Sov-
étríkin til þess að eðlileg sambúð
gæti orðið.
Joseph Luns, framkvæmdastjóri
NATO, sem lætur af embætti í
næsta mánuði, tók einnig til máls.
Hann sagði að bandalagslöndin
yrðu að vara sig á því að láta fjar-
lægðina á milli Bandaríkjanna og
Vestur Evrópu mynda gjá á milli
sín, allan ágreining yrði að leysa
áður en hann fengi tækifæri til að
verða djúpstæður. „Ég óttast ekki
óeiningu innan bandalagsins, en
lönrlin verða að vinna að því að
efla traust og samstóðu," sagði
Luns.
Ráðherrarnir ræddu eitt og
annað á fundi sínum, viðhorf Sov-
étmanna til afvopnunarmála,
stríðið við Persaflóa, meðaldrægu
kjarnorkuflaugarnar sem setja á
niður í Hollandi á næstunni og
fleira. Á morgun halda fundahöld
áfram.
Geir Hallgrfmsson og Caspar Weinberger á fundi:
Ræddu flutninga til varnarliðsins
og framkvæmd varnarsamstarfsins
Joseph Luns kvaddur í Washington
— kemur hingað í næstu viku
GEIR HALLGRÍMSSON uUnríkisráðherra hitti Caspar Weinberger varn-
annálaráðherra Bandaríkjanna í Washington í gær. Strax eftir fundinn hélt
utanríkisraðherra út fyrir Washington með þyrlu til fundar við starfsbræo-
ur sína frá öðrum Atlantshafsbandalagsríkjum. Sitja ráðherrarnir þar fund
ásamt fastafulltrúum í NATO þar til sfðdegis í dag, miðvikudag.
Samkvæmt heimildum Mbl.
stóð fundur Geirs Hallgrímsson-
ar og Caspar Weinbergers skem-
ur en fundur þeirra Geirs og
George Shultz utanríkisráðherra
Bandaríkjanna á föstudag. Um-
ræðuefnið á fundunum var að
verulegu leyti hið sama: sjóflutn-
ingar fyrir varnarliðið á Kefla-
víkurflugvelli milli íslands og
Bandaríkjanna. A mánudag kom
bandarískt skip til Njarðvíkur
með varning til varnarliðsins í
fyrsta sinn í 17 ár. Beita Banda-
Geir
Weinberger
ríkjamenn fyrir sig einokunarlög-
um frá 1904 en krafa íslendinga
er, að jafnræði ríki milli skipafé-
laga þjóðanna. Þá ræddu ráð-
herrarnir einnig um framkvæmd
varnarsamningsins.
Síðdegis í dag snúa ráðherrarn-
ir aftur til Washington og þinga
þar áfram þar til á fimmtudag. A
NATO-fundinum kveðja utanrík-
isráðherrarnir Joseph Luns,
framkvæmdastjóra     Atlants-
hafsbandalagsins, sem lætur af
störfum undir lok næsta mánað-
ar. Luns er væntanlegur hingað i
kveðjuheimsókn í næstu viku.
Helsta umræðuefnið á utanrík-
isráðherrafundinum snertir sam-
skipti austurs og vesturs, og verð-
ur m.a. fjallað um leiðir til þess
að taka aftur upp viðræður við
Sovétríkin um afvopnunarmál.
Saudi Arabar
fá loftvarn-
areldflaugar
Mimmi, Bahrain, 29. mai. AP.
Bandarikjastjórn hefur staðfest að
Saudi Arabar hafi fengið frá þeim
400 Stinger loftvarnareldflaugar
ásamt skotpöllum og hafi vopnin
komið til skila á mánudaginn. Ætla
Saudi Arabar að efla með þessum
hætti skipavernd á IVrsaflóa , reyna
að koma í veg fyrir að íranir og
írakar leggi til atlögu við flutn-
ingaskip eins og verið hefur. Banda-
ríkin hafa marglýst yfir að þau muni
leggja sitt af mörkum til að halda
siglingaleiðunum um Persaflóa
opnum og er þessi vopnaflutningur
liður í því.
Ali Khamenei, forseti trans,
endurtók í dag herskáar hótanir í
garð Bandaríkjanna, „ef þau kysu
að sökkva til botns í Persaflóa, þá
byði iranska þjóðin þá velkomna í
heilagt stríð." Róið er að því öllum
árum að koma á friði eftir
diplómatískum leiðum, sendi-
nefndir Saudi Arabíu, Kuwait og
frak hafa reynt að fá Japan og
Frakkland til að tala um fyrir ír-
önum, en stífni þeirra kemur í veg
fyrir viðræður.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48