Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 156. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						64 SIÐUR
jvgtmÞIiiMfr
STOFNAÐ 1913
156. tbl. 71. árg.
MIÐVIKUDAGUR 11. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Búizt við stormasömum OPEC-fundi:
Nígería krefst
stærri fram-
leiðslukvóta
V linrlx.rj!, 10. júlí. AP.
OLÍUMALARÁÐHERRAR OPEC-ríkjanna hófu í dag viðræður í Vínarborg.
Gert er ráð fyrir stormasömum fundi, þar sem mjög örðugt er að finna lausn
á því deilumáli aðildarríkjanna, hvernig skipta skuli olíusölunni milli þeirra
i heimsmarkaðinum. Hann hefur stððugt dregist saman á undanförnum
árum.
Samkomulag virðist þó að
mestu um að halda olíuverðinu
óbreyttu, sem verði áfram 29 doll-
arar fyrir hverja tunnu af olíu.
íranir krefjast þó eindregið hækk-
unar á olíuverðinu. Yamani, olíu-
málaráðherra Saudi-Arabíu, sagði
hins vegar í dag, að hann gerði
ekki ráð fyrir neinum breytingum
á olíuverðinu sem máli skiptu, en
það hefur haldist óbreytt frá því
vorið 1983 er OPEC-ríkin lækkuðu
oliuverðið úr 34 dollurum. Var það
fyrsta opinbera lækkunin á olíu-
verði, sem gerst hafði í sögu sam-
samtakanna.
Helsta hindrunin í vegi fyrir
nýju OPEC-samkomulagi virðist
vera sú fullyrðing Nígeríu, að nú-
verandi markaðsfyrirkomulag sé
að eyðileggja efnahag landsins,
sem var þó bágur fyrir. Nú er Níg-
eríu heimilt að selja 1,3 millj.
tunna af olíu á dag, en stjórn
landsins heldur því fram, að það
sé allt of litið til þess að reisa við
efnahag landsins.
Tam David-West, sem tók við
embætti olíumálaráðherra Níg-
eríu eftir að herinn tók þar völdin
í sínar hendur tim áramótin, seg-
ist munu krefjast hærri fram-
leiðsluheimildar fyrir Nígeríu og
kvaðst í dag vera „mjög bjart-
sýnn" á, að það eigi eftir að takast.
„Allir gera sér grein fyrir hinu
hörmulega efnahagsástandi í Nfg-
eríu og hljóta þá að skilja það um
leið, að við verðum að eiga kost á
einhverjum úrræðum okkur til
bjargar," sagði David-West á
fundi með fréttamönnum.
Erlendar skammtímaskuldir
Nigeríu nema nú um 5 milljörðum
dollara og á landið í stórfelldum
erfiðleikum með að greiða af þeim
afborganir og vexti. Er talið, að
valdarán hersins megi að verulegu
leyti rekja til efnahagserfiðleika
landsins.
Hreyfingarlausir hafnarkranar í höfninni f London í gær. Með verkfalli hafnarverkamanna hafa verkfallsátökin
í Bretlandi magnazt mjög.
Kanel Hassan Maghur, olíumálaráðherra Líbýu, setur ráðstefnu OPEC-
ríkjanna í Vínarborg í gær. f setningarræðu sinni gagnrýndi hann Bretland
og Noreg fyrir að framleiða of mikla olfu til mikil.s tjóns fyrir OPEC-ríkin.
Bretland:
Verkföll lama flestar
stærstu hafnir landsins
London, 10. júlí. AP.
FLESTIR af 13.700 hafnarverka-
mönnum Bretlands lögðu niður
vinnu í dag til stuðnings verkfalli
kolanámumanna. Verkfall þetta
lamaði alla vinnu í stærstu hafnar-
borgum landsins svo sem Liverpool,
Southampton, Bristol svo og London
sjálfri. Vinnu var hins vegar haldið
áfram í sumum borgum eins og
Plymouth og Ipswich.
Talið er, að með verkfalli hafn-
arverkamanna hafi verkfallsátök-
in i Bretlandi magnazt mjög. f
neðri deild brezka þingsins hélt
frú Margaret Thatcher forsætis-
ráðherra ræðu, þar sem hún var-
aði við afleiðingum verkfallsins og
skoraði á hafnarverkamenn að
taka strax upp vinnu. Sagði hún,
að þeir ættu á hættu að missa
vinnu sina, þar sem skipaeigendur
myndu freistast til þess að nota
hafnir á meginlandi Evrópu í stað
brezkra hafna.
„Hafnarverkamenn    hér,    sem
eru í verkfalli, munu eiga þátt í
því að leysa atvinnuleysisvanda-
mál Belgíu, Hollands og Þýzka-
lands en auka á eigið atvinnu-
leysi," sagði frú Thatcher. Síðdeg-
is f dag hófust viðræður milli
Sambands flutningaverkamanna
(TGWU), sem efnt hafði til verk-
fallsins og vinnuveitenda. I Sam-
bandi flutningaverkamanna eru
1,5 millj. manns og er það fjöl-
mennasta          verkalýðssamband
Bretlands. Er talið, að verði
áframhald á stuðningi þess, þá
kunni það að ráða miklu um úrslit
kolanámuverkfallsins.
40 % verðfall á freð-
fiski í Bandaríkjunum
Osló, 10. júli. Fri fréttaritara Morfrunblaoiiina,
Jan Erik Lauré.
VERÐ á frosnum fiski hefur fallið
allt að 40% í Bandaríkjunum á þessu
ári. Búist er við, að verðfallið eigi
eftir að hafa mikil áhrif á afkomu
Frionor, en á síðasta ári fór þrioj-
ungur af framleiðslu þess til Banda-
ríkjanna.
Við síðustu áramót voru birgðir
Sovézki norðurflotinn
óstarfhæfur í hálft ár?
London, 10. júlf. AP.
NORÐURFLOTI Rússa verður óstarfhæfur næstu sex mánuði, þar sem
hann missti tvo þriðju loftvama og herskipaeldflauga sinna í sprenging-
unni í flotastöðinni í Severomorsk i Kolaskaga f maí að sögn ritsins
Jane's Defense Weekly.
Blaðið segir þetta mesta áfall
sovézka sjóhersins sfðan f seinni
heimsstyrjöldinni.
A.m.k. 200 sjóliðar biðu bana
og álika margir særðust í
sprengingunni. Eldflaugar sem
sovézkir kafbátar við austur-
strönd Bandarikjanna nota eyði-
lögðust ekki. Talið er að flota-
stöðin sjálf komi ekki að fullum
notum á ný fyrr en eftir tvö ár.
Alls eyðilögðust um 580 af 900
SA-N-I-flaugum flotans og tæp-
lega 320 af 400 SS-N-3 og
SS-N-12-langdrægum skipa-
flaugum. Einnig skemmdust all-
ar 80 flaugar flotans af SS-N-
22-gerð, sem geta borið kjarna-
odda, og fjölmargar af SS-N-19-
gagnskipaflaugum hans.
Heimildir í NATO herma að
frásögn Jane's sé f aðalatriðum
rétt, en Bob Elliott við Her-
fræðistofnunina i Lundúnum
sagði að þar sem Norðurflotinn
ætti í hlut léki enginn vafi á þvf
að hann hefði fengið varabirgðir
frá öllum öðrum flotum Sovét-
ríkjanna til að bæta tjónið.
f Washington drógu heimild-
armenn í bandarísku leyniþjón-
ustunni frásögnina í efa og
sögðu að engar áreiðanlegar töl-
ur lægju fyrir um tjónið.
Jane's segir að mikill hluti
varahlutabirgða norðurflotans
hafi eyðilagst.
Mesta tjónið varð í aðaleld-
flaugageymslunni i flotastftð-
inni. Hins vegar urðu kafbáta-
eldflaugar af SS-N-17-gerð ekki
fyrir skemmdum. Ef þær hefðu
eyðilagst hefði kafbátafloti
Sovétmanna á Atlantshafi lam-
ast.
Jane's segir að ekki séu til
varaflaugar í stað eldflauga af
SS-N-36-gerð, sem skemmdust f
sprengingunni, þvf hætt var að
framleiða þær fyrir nokkrum ár-
fyrirtækisins af þorskblokkum
þrisvar sinnum meiri í Bandarfkj-
unum en við áramót þar á undan.
Það sem af er þessu ári hefur
Danmörk flutt út þrisvar sinnum
meira en á sama tímabili í fyrra
og framboð frá Islandi og Kanada
er einnig mikið.
Framleiðsla Norðmanna er ekki
mikil i samanburði við framleiðslu
Dana, Kanadamanna og íslend-
inga. Nær 95% af framleiðslu
Frionor eru hins vegar flutt út og
af þeim sökum getur þetta verð-
fall leitt til mikilla erfiðleika fyrir
fyrirtækið.
Loftárás
á olíuskip
Manama, Kahrain, 10. júli. AP.
BRESKT olíuskip á Persaflóa varð
fyrir árá-s herþotu í dag. Nokkur eldur
kom upp, en áhófn skipsins slðkkti
hann.
Skipið, Renown, var á leið til olíu-
skipsins Tiburon, sem varð fyrir ír-
akskri loftárás, og átti að taka olíu-
farm þess.
Engin slys urðu á 26 manna
áhöfn breska skipsins í loftárásinni
í dag. Talið er, að herþotan, sem
árásina gerði, hafi verið frá íran.
Skipið var á alþjóðlegri siglingaleið
fyrir utan lögsogu nokkurs lands er
árásin á það var gerð.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32