Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 19.07.1984, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 19. JÚLÍ 1984 SUMARNÁMSKEIÐ í LOGO á vegum Reiknistofnunar Háskólane Logo-námskeiö Reiknistofnunar hefst 7. ágúst nk. og stendur í 2 vikur. Kennt veröur í 3 tíma á dag, 4 daga vikunnar eöa alls 24 tíma. Þess á milli er frjáls aö- gangur aö Apple IIE-tölvum til æfinga. Fyrirlestrar veröa milli kl. 15 og 17, en verkefnatímar skiptast á hópa og veröa þeir á öörum tímum dagsins. Þátttökugjald er 2.500 kr., en helmingsafsláttur er veittur þegar fleiri eru úr sömu fjölskyldu (þannig greiöir t.d. þriggja manna fjölskylda 5.000 kr.). Aöalkennari á námskeiðinu veröur dr. Jón Torfi Jón- asson. Notuö veröur bók hans um Logo og fæst hún í Bóksölu stúdenta (Fólagsstofnun viö Hringbraut). Logo-forritunarmálið hefur á undanförnum árum not- iö sívaxandi athygli skólamanna víöa um heim. Er þaö m.a. vegna þess aö á skömmum tíma er hægt aö ná góöum tökum á undirstöðuatriöum málsins, enda þótt þaö sé jpargslungiö og víötækt. Notkun þess leggur grunn aö vinnubrögöum sem nýtast viö mörg önnnur æöri forritunarmál. Þá býöur LOGO upp á ýmsa möguleika sem henta vel viö kennslu ólíkra námsgreina. Af þessum orsökum telja margir aö LOGO sé afar vel falliö til aö kynna tölvur fyrir byrjendum. Sumarnámskeið Reiknistofnunar Háskólans er öllum opiö. Kennurum bæöi í grunnskólum og fram- haldsskóium er sérstaklega bent á þetta tækifæri til aö kynnast LOGO. Þá ætti námskeiöiö einnig aö henta unglingum, og meö fjölskylduafslætti er hvatt til þess aö foreldrar og börn (yfir 12 ára) sæki nám- skeiðiö saman. Þátttaka tilkynnist fyrir 2. ágúst til Ólafar Eyjólfsdótt- ur í síma 25088 (fyrir hádegi). Reiknistofnun Háskólans. Voru aö koma aftur Eftirspurðu furusófasettin og lútfuru- sófasettin Vinsælu barna- og unglinga- húsgögnin Góö greiöslukjör 'm Hluti fundarmanna á Laugarvatni. Morgunblaðið/Davíö Þorsteinsson. Erum afskaplega ánægðir með þátt- tökuna í fundinum Tveir íslensku NÖK-félaganna, Eggert Ólafsson, bóndi á Þorvaldseyri, og Olafur E. Stefánsson, nautgriparæktarráðunautur Búnaðarfélags ís- lands, en hann er formaður NOK. — segir Ólafur E. Stef- ánsson, formaður Sam- taka nautgriparækt- armanna á Norður- löndum, um ráðstefnu samtakanna á Laug- arvatni HÁTT í hundrað manns sóttu ráðstefnu Samtaka nautgriparækt- armanna á Norðurlöndum (NÖK.) á Laugarvatni dagana 14. til 18. júlí, þar af 12 fslendingar. Aðal- efni ráðstefnunnar var eins og fram hefur komið í Morgunblað- inu framleiðsla nautgripaafurða og hvernig koma megi við fram- leiðslutakmörkunum en auk þess var rætt um nautgriparæktina frá ýmsum sjónarhornum. Auk þess eru aðstæður á íslandi sérstaklega kynntar og farið í skoðunarferðir um landið og heim á bæi. ólafur E. Stefánsson, naut- griparæktarráðunautur Búnað- arfélags íslands, er formaður stjórnar samtakanna. Blaða- maður Morgunblaðsins kom við á Laugarvatni á meðan á ráð- stefnunni stóð og ræddi við ólaf um samtökin. „Eftir stríðið fóru nokkrir ungir menn i Skandin- avíu að hugsa um að bindast samtökum um nautgriparækt,“ sagði ólafur. „Norræna búfræði- félagið var farið að skiptast f margar deildir og fór mestur timinn { rannsóknir á mismun- andi þýðingarmiklum málum. Mönnum fannst að nýtt blóð þyrfti að komast inn ! þetta starf og vera meira takmarkað við að gera nautgriparæktina hag- kvæma. Samtökin, sem bera nafnið „Nordisk ökonomisk kvægavl“ (NÖK), voru stofnuð 1948 og í þeim er þversniðið af þeim sem koma nálægt naut- griparæktinni. Þetta eru frjáls samtök og er leitast við með persónulegum kynnum að auka skilning á milli bænda, ráðu- nauta, búfræðikennara, dýra- lækna og rannsóknarmanna. Samtökin eru byggð þannig upp að ein NÖK-deild er starf- andi í hverju landi og er hámark félaga 40 í hverri deild. Fundir eru haldnir annað hvert ár til skiptis á Norðurlöndunum. Þetta eru fjölskyldumót því félagarnir taka gjarnan með sér fjölskyldur sínar. Afskaplega merkur þáttur starfseminnar er ókeypis dreif- ing tímarita um nautgriparækt til félagsmanna. Fyrir velvilja útgefenda þessara rita hefur tekist að gera þetta og gera mönnum kleift að kynna sér það sem verið er að gera i nautgripa- ræktinni í nágrannalöndunum á hverjum tíma. Við íslendingar vorum lengst af ekki þátttakendur í þessu starfi. Það var fyrst árið 1976, þegar Marita Lönnfors frá Finnlandi, sem þá var nýkjörinn aðalritari NÖK, kvað upp úr með það að samtökin stæðu ekki und- ir nafni án þátttöku Islands, að farið var að ræða aðild okkar. Það verður að segjast eins og er að við vissum lengst af ekkert um þennan félagsskap. Um það leyti sem NÖK var stofnað höfð- um við snúið okkur til alþjóð- legra- og Evrópskra samtaka um búfjárrækt og höfum tekið þátt í starfinu á þeim vettvangi. Eftir þetta var Búnaðarfélagi íslands boðið að senda fulltrúa á næsta NÖK-fund og sótti ég hann. Á næsta fundi, sem Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri sótti, var að- ild NÖK-deildar, sem stofnuð hafði verið á fslandi með 12 fé- lögum, samþykkt og ég kosinn i stjórn. Á siðasta fundi, sem haldinn var fyrir tveimur árum, var ákveðið að halda næsta mót á íslandi og Jón Viðar Jón- mundsson búfræðikennari kos- inn ásamt mér í stjórn. Við erum afskaplega ánægðir með þátttökuna í þessum fundi. Hér munu vera nálægt 175 manns með mökum og börnum. Það köllum við gott og vonumst til að félagsskapurinn styrkist við þetta. Við erum nú 14 félagar í íslandsdeildinni og höfum farið fram á að fá 18 til 19 til viðbótar samþykkta inn í deildina á þess- um fundi," sagði ólafur E. Stef- ánsson.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.