Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
165. tbl. 71. árg.
LAUGARDAGUR 21. JÚLÍ 1984
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Pólverjar flýja
í pílagrímsferð
Traiskircben, Austurríki, 20. jiílí. AP.
EITTHUNDRAÐ og tuttugu grúsk-kaþólskir Pólverjar báðust hælis í Austur-
ríki í dag er beir voru á leið í pílagrímsför til Rómaborgar. Sögðust þeir hafa
verið beittir misrétti sakir þess að þeir eru af úkraínskum ættum.
Er þetta mesti flótti pólskra á
einu bretti frá því 1982 er um 500
Pólverjar sneru ekki heim að af-
lokinni heimsmeistarakeppninni í
knattspyrnu á Spáni. Flóttamenn-
irnir eru á aldrinum 20—30 ára, 60
karlar og 60 konur.
Fluga
laumu-
farþegi
Moskru, 20. tprfl. AP.
SOVÉZKU geimfararnir um borð
í Salyut-7 geimvísindastöðinni
hafa sér til undrunar uppgötvað
að þar um borð er fluga, sem
virðist hafa tekið sér far með
Soyuz T-12, er því var skotið á
loft á þriðjudag, með þremur
geimförum innanborðs.
Geimfararnir fylgjast nú af
athygli með því hvernig
laumufarþeginn lagar sig að
hinu nýja umhverfi og þyngd-
arleysi. Auk flugunnar eru sex
geimfarar um borð í Salyut-7,
þar af ein kona, sem dvaldist
þar einnig i ágúst 1982. Fór
hún aðra ferð sina með
Soyuz-12. Þrir geimfaranna
hafa verið i Salyut-7 í hálft ár.
Fundað án
Chernenkos
Moskni, 20. julí. AP.
Stjórnmálanefnd sovézka komm-
únistaflokksins kom saman til fund-
ar í vikunni í fjarveru Konstantins
Chernenko flokksleiðtoga, sem var í
sumarleyfi, að sögn Prövdu.
Chernenko fór í frí á sunnudag,
og svo virðist sem Dmitri Ustinov
varnarmálaráðherra hafi einnig
verið fjarverandi.
Meðal mála á fundinum voru
væntanlegar kosningar í verka-
lýðsfélögum og nýafstaðnar við-
ræður Chernenkos og Andrei
Gromykos utanríkisráðherra við
Javier Perez de Cuellar fram-
kvæmdastjóra  Sameinuðu  þjóð-
Pólverjarnir voru á leið í fjórum
rútum til Vatikansins er höfð var
viðkoma í flóttamannabúðunum í
Traiskirchen, þar sem 120 af 180
ferðalöngum urðu eftir. Héldu 60
áfram á tveimur rútum en hinar
sneru heim.
Að sögn forstöðumanns flótt-
amannabúðanna kjósa flestir
Pólverjanna að flytjast til Kan-
ada, en þar er fólk af úkraínskum
ættum fjölmennt. Einnig kváðust
Pólverjarnir búnir að fá sig full-
sadda af „félagskerfi kommún-
ista," og kjósi að komast til Vest-
urlanda.
Talið er að í Póllandi séu um 50
þúsund grísk-kaþólskir menn.
Þótt kirkjusiðir þeirra séu ólíkir
helgisiðum rómversk-kaþólskra
líta þeir á páfa sem andlegan leið-
toga sinn.
Yfir 100 metra íspjótkasti
AP/Símamynd
Austur-Þjóðverjinn Uwe Hohn við tilkynningatöfluna á íþróttaleikvanginum 'Á-Berlín eftir að hafa sett
nýtt heimsmet í spjótkasti, 104,80 metra. Hohn varð þar með fyrstur manna til að kasta spjóti yfir 100
metra. Á töflunni stendur aðeins 04,80 þar sem ekki var gert ráð fyrir 100 metra kasti. Afrekið vann
Hohn með bandarísku spjóti sem félagi hans keypti þar í landi i fyrra. Sjá nánar um heimsmet Hohn og
heimsmet búlgörsku stúlkunnar Ludmilu Andonovu i hástökki á Berlínarmótinu á íþróttasíðu.
Lausn hafnardeílunnar
sigur stjórnar Thatcher
Loudon, 20. júli. AP.
Hafnarverkamenn og verkalýðs-
leiðtogar náðu í dag samkomulagi
um að létta 10 daga hafnarverkfalli,
sem lamað hafði alla flutninga á sjó
til og frá Bretlandi.
Lausn deilunnar kemur sér vel
fyrir stjórn Margaretar Thatcher,
sem stendur vel að baki Verka-
mannaflokkinum að vinsældum,
samkvæmt       skoðanakönnun
Guardian. Nýtur stjórnin minnstu
vinsælda frá 1982 er stríð við Arg-
entínu út af Falklandseyjum jók á
vinsældir hennar.
Samkvæmt könnuninni styðja
34,5% kjósenda stjórn fhalds-
flokksins meðan 39% styðja
Verkamannaflokkinn. Lausn deilu
hafnarverkamanna er sagður sig-
ur fyrir Thatcher, á sama tíma og
engin lausn virðist í sjónmáli í
rúmlega fjögurra mánaða deilu
kolanámumanna. Sagði Thatcher
leiðtoga þeirra „hinn innri óvin"
og líkti þeim við herforingja-
stjórnina sem bar ábyrgð á inn-
rásinni á Falklandseyjar.
Umferð um breskar hafnar-
borgir og sex borgir á meginlandi
Evrópu komust i samt lag í dag, en
hundruð skipa og flutningabif-
reiða voru innlyksa vegna verk-
fallanna. Ekki var skýrt frá i
hverju samkomulag verkamanna
og vinnuveitenda fólst, en báðir
aðilar kváðu það „viðunandi".
Einnig er það skoðað sem sigur
fyrir Thatcher að sjómannasam-
tökin aflýstu aðgerðum gagnvart
skipum Sealink Ferries, sem selt
var einkaaðilum nýverið.
Kampakátir keppinautar
AP/Simamynd
Walter Mondale frambjóðandi Demókrataflokksins við forsetakosningarnar í haust ásamt helztu
keppinautum sinum um hnossið, Jesse Jackson og Gary Hart, við lok landsfundar demókrata, þar sem
eining var allsráðandi i lokin. Sjá „Mondale vill mæta Reagan í kappræðu" á bls. 22.
Dollar
setur met
í París
London, 20. júlí. AP.
Bandarfkjadollar setti nýtt met
gagnvart franska frankanum í dag,
auk þess sem hann hefur ekki verið
hærra skráður gagnvart þýzka mark-
inu í áratug. Gagnvart ödrum helztu
gjaldmiðlum breyttist gengi dalsins
óverulega.
Hins vegar stórféll gullverð í
dag, eða um 10,50 dollara únsan í
London og 8 dollara í Zurich, kost-
aði 340,75 dollara í London og
342,50 dollara í Zurich.
Staða dollars á gjaldeyrismörk-
uðum var sterkari í dag gagnvart
öllum helztu gjaldmiðlum nema
sterlingspundinu en fyrir viku.
Sérfræðingar sögðu stöðu dollar-
ans styrka, og varð það tii að
styrkja hann enn frekar að allt
bendir til að þjóðarframleiðsla
annars ársfjórðungs í Bandaríkj-
uríum hafi verið enn meiri en spáð
hefur verið.
Sterlingspundið sótti í sig veðr-
ið gagnvart öllum helztu gjald-
miðlum þar sem deilu hafnar-
verkamanna  er  lokið.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48