Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30 31 . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 172. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						88 SIÐUR
STOFNAÐ 1913
172. tbl. 71. árg.
SUNNUDAGUR 29. JÚLÍ 1984
Prentemiðja Morgunblaðsins
Enn möguleikar á
viðræðum í Vín?
Washiaíton, 28. júlí. AP.
BANDARÍSKIR        embattismenn
kviðust í dag ekki samþykkir um-
mælum sóveska varautanríkisráð-
herrans, Victors G. Komplektovs,
um að geimvopnaviðræður risaveld-
anna sem hefjast áttu í Vínarborg í
haust séu úr sögunni.
Larry Speakes, blaðafulltrúi
Hvíta hússins, sagði að enn væru
möguleikar á að viðræðurnar færu
fram og Bandaríkjamenn tækju
þátt í þeim. Samt hefðu Bandarisk
stjórnvöld ekki látið af þeim
ásetningi sínum að vekja máls á
takmörkun kjarnorkuvigbúnaðar í
þessum viðræðum, enda væri það
mjög mikilvægt, „ekki aðeins fyrir
Bandaríkjamenn heldur og fyrir
allan heiminn".
Sovétmenn slitu sem kunnugt er
viðræðum í Genf um takmörkun
kjarnorkuvígbúnaðar í nóvember í
fyrra eftir að hafist var handa um
að koma fyrir meðaldrægum
kjarnorkueldflaugum í Vestur-
Evrópu á vegum NATO.
Einn helsti fréttaskýrandi sov-
ésku fréttastofunnar TASS ásak-
aði í dag Bandaríkjamenn fyrir að
reyna að koma í veg fyrir geim-
vopnaviðræðurnar. Sagði hann að
þær gætu ekki hafist fyrr en
Bandaríkjamenn gengju að kröf-
um Sovétmanna um að einskorða
þær við geimvopn.
Fimmburar
í Noregi
Osló, 28.JÚU AP.
FYRSTU fimmburarnir í Noregi -
fjórir drengir og ein telpa - fæ-
ddust ( líilevaal-sjúkrahúsinu i
föstudag. Fimmburarnir feddust
þremur mánuðum fyrir tímann og
voru aðeins um 4 merkur i þyngd
hver. Einn þeirra dó snemma í
morgun. Líðan hinna var hins
vegar talin semileg í morgun og
þeir ekki í neinni hættu að svo
komnu.
Fimmburarnir voru teknir
með keisaraskurði, sem hafði
verið ákveðinn löngu fyrir
fram, þar sem gert hafði verið
ráð fyrir fjórburum. Móðirin Ir-
ene MacQueen Ovesen er 30 ára
gömul en faðirinn Jack T. Oves-
en er 33. Þau áttu einn son
fyrir, sem nú er 4 ára.
Haft var eftir Asbjörn Lang-
slet, aðstoðaryfirlækni Ulleva-
al-sjúkrhússins, að mesta hætt-
an væri fyrstu dagana eftir
fæðingu. Ef þeir fjórir af
fimmburunum, sem lifa, næðu
að lifa næstu daga af, hefðu
lifslíkur þeirra aukizt verulega.
Sprenging
í Peshawar
lslamabad, 28. júlí. AP.
FJÓRIR slosuðust og 12 særðust þegar
sprengja sprakk í bfl fyrir utan höfuð-
stöðvar afganskra andspyrnubópa í
bænum Peshawar í Pakistan.
Ekki er vitað um hvort sprenging-
una megi rekja til innbyrðis deilna
hópanna, sem eru um 20 talsins. For-
ingi Hezby-hópsins, sem ekki var i
höfuðstöðvunum pegar sprengjan
sprakk sakaði þó sovésku leyniþjón-
ustuna KGB um að hafa staðið á bak
við tilræöið, og pakistanskir em-
bættismenn útilokuðu ekki þann
moguleika.
Ljósm. Hbl. Jón K»rl Snorrason.
Gott tíðarfar hefur verið f Grfmsey það sem af er árinu, gæftir igætar, en afli í slrkara lagi. Níðustu daga hefur
verið þar mikil þoka og er hún sennilega fylgifiskur hafíssins. Smájakar hafa sést umhverfis eyna og nokkuð
befur kólnað.
23. Qlympíuleikarnir settir seint í gærkvöldi í Los Angeles:
Tíu þúsund þátttakendur
í setningarathöfninni
_ lin Aagelea, 28. júli. Frá Þórarni Ragnarsarni, blasamanni MorgunMaomns.
Á MEÐAN brennheit Kaliforníusólin hnígur til viðar í faðm Kyrrahafsins fer
setningarathöfn 23. Ólympíuleikanna fram hér f Los Angeles í dag. Athöfnin
hefst kl. 16.30 að staoartíma, kl. 23.30 að íslenskum tíma, i Los Angeles
Memorial leikvanginum, en þar fóru leikarnir fram irið 1932. Eftir fimmtíu
og tvö ár eru Ólympíuleikarnir aftur komnir til Los Angeles og borgin verður
sú þriðja í röðinni sem heldur Ólympíuleika tvívegis.
Um leið og setningarathöfnin
hefst verður öllum kirkjuklukkum
í borginni og nágrenni hringt.
Setningarathöfn leikanna mun
standa yfir í þrjár klukkustundir
og tuttugu mínútur og munu tíu
þúsund manns taka þátt í henni.
750 manna lúðrasveit mun leika,
1000 manna kór mun syngja
Ólympfusálminn og fleiri söngva,
Mubarak vill
friðarviðræður
við hvaða stjórn sem mynduð verður í ísrael
Kairó, 2S. júlí. AP.
HOSNI Mubarak, forseti Kgyptalands skoraði í dag á Bandarfkin og
ísrael að hafa frumkvæðið að nýjum friðarviðræðum milli ísraela og
Arabaþjóðanna í kjölfar forsetakosninganna í Bandaríkjunum í haust.
Eftir að úrslit voru kunn í þingkosningunum, sem fram fóru í ísrael sl.
minudag, hafa Egyptar beitt sér mjög fyrir meiri þátttöku Bandarfkja-
manna við lausn deilumálanna fyrir botni Miojarðarhafsins.
„Ég vonast til þess, að allt kapp
verði lagt á að flýta fyrir friðar-
samningum á þessu svæði, eftir að
ný stjórn hefur verið mynduð í
ísrael og kosningunum í Banda-
ríkjunum í haust er lokið," sagði
Mubarak   á   fundi   með   frétta-
mönnum í Alexandriu í morgun.
Mubarak kvaðst vera reiðubú-
inn til þess að taka upp viðræður
við hvaða rikisstjórn, sem mynduð
yrði í ísrael og skipti ekki máli,
hvort það væri Likud-bandalagið
eða Verkamannaflokkurinn, sem
að henni stæði. En hann gerði það
ljóst, að Egyptar myndu ekki
senda sendiherra sinn til Tel Aviv
á ný, nema því aðeins að ísraelar
kalli her sinn burt frá Libanon og
geri átak f þvi að leysa mál Palest-
ínumanna og landamæradeiluna
við Egypta á Sínaieyðimörkinni.
84 píanóleikarar munu leika, 300
dansarar sýna, og fram fer 1700
manna skrúðganga. í henni verða
m.a. konur í þjóðbúningum þeirra
landa sem taka þátt í leikunum —
þar á meðal 27 islenskar konur
sem búsettar eru í Los Angeles. Þá
verður hin hefðbundna innganga
íþróttamannanna, 8000 að tðlu frá
140 þjóðum. Fyrstir munu fara
Grikkir eins og venja er til en síð-
astir gestgjafarnir, Bandarikja-
menn. 1000 blöðrum verður sleppt
og 2700 dúfum, meðan á athöfn-
inni stendur.
Það verður forseti Bandaríkj-
anna, Ronald Reagan, sem setur
leikana. Hinn frægi grindahlaup-
ari Kdwin Moses mun fara með
ólympíueiðinn fyrir hönd kepp-
enda en á þessari stundu er það
ekki vitað hver hleypur siðasta
spölinn með ólympíueldinn, inn á
leikvanginn. Það er hins vegar vit-
að að það verður Bandarikjamað-
ur. Áður en íþróttafólkið hefur
inngöngu sina verður ólympiufán-
inn borinn inn á ieikvanginn og
fulltrúi frá Moskvu, þar sem leik-
arnir voru siðast haldnir, mun af-
henda hann forseta alþjóða
ólympíunefndarinnar, Spánverj-
anum Juan Antonio Samaranch.
Hann afhendir fánann siðan
formanni skipulagsnefndar leik-
anna, Peter Ueberroth, og að þvi
loknu veður fáninn dreginn að
húni.
I næstu sextán daga munu augu
alheimsins beinast að ólympíu-
leikunum, þúsundir æskufólks frá
140 þjóðum er komið saman í friði
til að etja kapp saman og ná sinu
besta fram. Ekki munu allir upp-
skera eins og þeir hafa sáð til —
margir eru kallaðir en aðeins fáir
útvaldir.
Hér i Los Angeles verður keppt
um 660 verðlaun í 220 keppnis-
greinum, í alls 21 íþróttagrein.
Keppt verður á 26 stöðum í Suð-
ur-Kaliforníu og reiknað er með
því að um 860 þúsund áhorfendur
fylgist með keppninni daglega. Þá
munu milljónir manna um allan
heim sjá keppnina i beinni sjón-
varpsútsendingu. í dag er spáð 32
stiga hita i Los Angeles og létt-
skýjuðu. Fyrir löngu er uppselt á
setningarathöfnina. Henni verður
sjónvarpað beint um allan heim og
gert er ráð fyrir því að 2,5 millj-
arðar manna muni fylgjast með
athöfninni í sjónvarpi.
Slys við
Ól-þorpið
Las Aageles, 28. jélí. AP.
BIFREIÐ ók i mannþröng á
gangstétt við götu tæpa tvo kflo-
metra fri Ólympíuþorpinu í Los
Angeles með þeim afloioingum , að
þrír biðu bana og 39 aðrir slösuð-
ust, þar af 12 alvarlega.
Því var haldið fram, að öku-
maðurinn hefði valdið slysinu af
ásettu ráði.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
28-29
28-29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56