Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 16.08.1984, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐID, FIMMTUDAGUR 16. ÁGÚST 1984 31 Skotveiðifélag íslands: Ólöglegt dráp gæsa í sárum Sveit Hvassaleitisskóla á Norðurlandamót í skák MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi frá Skotveiöifélagi ís- lands. „Þessa dagana eru gæsir í sárum eöa farnar í felli, eins og það er einnig nefnt. Fuglinn getur þá ekki Sumargleðin: Síðustu skemmtanir úti á landi NÚ UM helgina verða síðustu skemmtanir og dansleikir Sumar- gleðinnar úti á landi á þessu sumri. Þetta er fjórtánda sumarið sem Sumargleðin hefur skemmt lands- mönnum með „gríni, glensi, gamni“ og dansleikjum fyrir fólk á öllum aldri. í kvöld, fimmtudag, verður fjöl- skylduskjmmtun í lþróttahúsinu að Varmá í Mosfellssveit. Föstu- dag verður skemmtun og dansleik- ur í Festi í Grindavík og á laug- ardagskvöld verður Sumargleðin í Aratungu. Eftir helgina taka Sumargleð- ismenn sér örlítið fri, en í byrjun september hefst Sumargleðin í Broadway í Reykjavík. Þar gefst fólki tækifæri til að framlengja sumarið fram eftir vetri. (flr frétutilkynningu) flogið og á því fáa griðastaði nema ár, vötn og sjó. Á undanförnum ár- um hafa hins vegar borist fréttir um, að menn drepi í verulegum mæli gæsir í sárum. Nota þeir til þess m.a. létta hraðbáta, stóra háfa og ífærur. Skotveiðifélag íslands vill benda hlutaðeigendum á, að gæsa- veiðar á þessum tíma eru bannað- ar með lögum. Auk þess fordæmir stjórn félagsins þessa aðferð við fugladráp og skorar á menn að vera vel á verði gegn slíku athæfi. Verslanir, kaupmenn og veitinga- húsaeigendur eru hér með varaðir við að kaupa þessa ólöglega fengnu bráð enda er hér um allt annan gæðaflokk villibráðar að ræða en haustskotinn fuglinn. Fé- lagar í SKOTVÍS munu umsvifa- laust kæra alla þá, sem staðnir verða að drápi gæsa í felli, enda er hér um að ræða lögbrot og gróft siðabrot. Stjórn félagsins mun áminna og hvetja lögreglu, sýslu- menn og önnur yfirvöld úti á landi til að vera vel á verði við þessum verknaði. Einnig munu bændasamtökin verða upplýst um málið og land- eigendur hvattir til að veita ekki mönnum aðgang að svæðum, þar sem hætta er á að slík lögbrot verði framin. Stjórn SKOTVÍS skorar á hvern þann, sem kann að verða var við eða gruna aðila um ólöglegt at- hæfi af þessu tagi að koma upplýs- ingum um það áleiðis til stjórnar SKOTVlS eða til næsta löggæslu- yfirvalds." FÖSTUDAGINN 17. þ.m. hefst í Svíþjóð Norðurlandamót grunn- skólasveita í skák 1984. Mótið er haldið í Hapranda, sem er við landamæri Svíþjóðar og Finn- lands, og stendur yfir í þrjá daga. SÍÐASTA íslandskynning Norræna hússins fyrir erlenda ferðamenn verð- ur fimmtudagskvöldið 16. ágúst kl. 20.30. Þá mun ólafur H. Óskarsson skólastjóri segja frá Breiðafjarðar- eyjum og sýna litskyggnur til skýr- ingar. Erindið er flutt á dönsku. Að loknu kaffihléi verða sýndar tvær kvikmynda Ósvalds Knudsen, Ströndin og Hrognkelsaveiðar. Að- gangur er ókeypis og allir eru vel- komnir. Fimm ungir skákmenn frá Hvassaleitisskóla í Reykjavík héldu utan á þriðjudaginn. Eftir að mótinu lýkur munu þeir dvelja í fimm daga í Kaupmannahöfn. í anddyri stendur yfir sýning á íslenskum skordýrum, sem sett var upp í samvinnu við Náttúrugripa- safn Islands og i bókasafninu er sýning á íslensku prjóni, sem sett var upp í samvinnu við Þjóðminja- safn Islands. Bókasafn og kaffistofa eru opin til kl. 22. Mjög góð aðsókn hefur verið að Opnu húsi í sumar og kunna erlend- ir ferðamenn mjög vel að meta þessa kynningu á landi og þjóð. (Fréttatilkynning) Norræna húsið: Síðasta Opna húsið Sveit Hvassaleitisskóla ásamt fararstjórum. Talið frá vinstri. Þröstur Þór- hallsson, 15 ára, Kristján Sigtryggsson, fararstjóri, Héðinn Steingrímsson, 9 ára, Tómas Björnsson, 15 ára, Snorri G. Bergsson, 15 ára, Helgi Hjartarson, 16 ára, og Ólafur H. Ólafsson, fararstjóri. Morgunbiaíís/Árni Sæberg Gallerí Borg: Sýning hússins I MIÐVIKUDAGINN 15. ágúst opnaði Gallerí Borg nýja sýningu, Sýningu hússins 1. Að þessu sinni eru sýnd verk fimm myndlistarmanna. Eru það krítar- og tússteikningar eftir Al- freð Flóka, vatnslitamyndir eftir Gunnlaug St. Gíslason, litkrít- armyndir eftir Jóhannes Geir, þrjú verk eftir Sigurð Örlygsson, unnin með blandaðri tækni, og kolateikningar eftir Snorra Svein Friðriksson. Alls eru 37 verk á sýningunni. Auk þess eru svo uppi grafík- myndir eftir fjölmarga listamenn, glerskúlptúr, keramik og vefnað- ur. Sýningin mun standa fram yfir aðra helgi og er opin virka daga milli kl. 10.00-18.00 og 14.00—18.00, laugardaga og sunnudaga. Stefnumót eftir Alfreð Flóka. og það ekkert venjuleg Dæmi: Úlpur frá kr. 190, allar stæröir. Dúnkápur kr. 3.500, kvenstæröir. Dúnúlpa kr. 490, unglingastæröir. Dún- og vattvesti kr. 490, allar stæröir. Skíöabuxur kr. 990, kvenstæröir. Æfingagallar kr. 490, allar stæröir. Regnjakkar kr. 190, allar stæröir. Peysur kr. 99, allar stæröir. Lúffur kr. 90, allar stæröir. Stuttbuxur kr. 50, allar stæröir. EÁnnig \i\ið gaWaðar vorur á Q\al\ierö'\ Vsvo Vil ekki neiUV t\ \>ú ættar aú komasV í þessa veisiu skaUu ttrtta þig sem vyrsV. SPORTVAL Laugavegi 11G- v. Hlemm gengiö inn í sundiö viö hliöina á Sportval.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.