Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 17.11.1984, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐID, LAUGARDAGUR 17. NÓVEMBER 1984 Tvær — eftir Jón Baldvin Hannibalsson Grein þessi er birt að beiðni Jóns Baldvins Hannibalssonar sem tilgreinir fyrir því eftirfar- andi ástæðu: Össur Skarphéðins- son ritstjóri Þjóðviljans hringdi í Jón Baldvin og bauð honum sér- staklega að blað hans stæði hon- um opið til að halda uppi „díalóg" um vandamál vinstri hreyfingar og stjórnmála. Jón Baldvin sendi Þjóðviljanaum tvær greinar til birtingar en þegar á reyndi fékkst hvorug birt. Viðbára ritstjórans var sú, að Þjóviljinn væri fátækt blað, lítið væri um auglýsingar og blaðið hefði ekki efni á að birta slíkar greinar. Langvarandi og dýrkeyptar kjaradeilur á þessu hausti hafa í einni svipan afhjúpad alvarlega bresti í samfélagsbyggingu okkar íslendinga. Þessar pólitísku „alkalískemmdir" valda því, að sjálf þjóðfélagsbyggingin riðar til falls. Þjóðfélagið leysist upp í stríðandi fylkingar, sem berast á banaspjót. Nú þegar er svo komið, að í landinu búa tvær þjóðir. Hættan er sú, að það sem skilur hinar tvær þjóðir í sundur, vegi smám saman þyngra á metunum en það, sem sameinar þær. Við höfum tvö hagkerfi: opinbert hag- kerfi (sem gefur okkur rangar og villandi upplýsingar um lífskjör og afkomu fólks og fyrirtækja); og „neóanjarðarhagkerfið" (þar sem þjóðir tekjur eru faldar og lúxuslífsstíll afhjúpar tilbúnar tölur hins opinbera hagkerfis um afkomu fólks og fyrirtækja). Mánaðarverkfall opinberra starfsmanna er til marks um þau hatrömmu átök, sem í vændum eru milli hinna tveggja þjóða, verði fram haldið á sömu braut. Það er sögulegt hlutverk jafnað- armanna að koma í veg fyrir að þjóðfélagið leysist upp í ósættan- legar andstæður, vegna félagslegs misréttis. Það hafa jafnaðarmenn gert með fyrirbyggjandi aðgerðum — róttækum þjóðfélagsumbótum, sem stefna að jöfnuði í eigna- og tekjuskiptinu og jöfnum tæki- færum ólíkra en frjálsra einstakl- inga. Á sl. hálfum öðrum áratug hefur áhrifa jafnaðarmanna á stjórn lýðveldisins gætt í minna mæli en nokkru sinni fyrr í sögu þess. Afleiðingarnar blasa við í sí- vaxandi misrétti og harðnandi stéttaátökum, sem framundan eru. Þeim hefur mistekizt Núverandi ríkisstjórn hefur mistekizt ætlunarverk sitt: Að skapa meiri stöðugleika í íslenzku efnahagslífi. Ekki vegna þess að þjóðin hafi verið ósátt við mark- miðið; heldur vegna þess að stjórnarflokkarnir völdu ranga leið að settu marki. Kjarni málsins er sá, að ríkisstjórnin hefur misbod- ió réttlætiskennd þjóóarinnar. Hún hefur krafið hluta þjóðarinnar, þann hluta hennar, sem bjó við verst kjör fyrir, um þungbærar Jón Baldvin Hannibalsson: „Það er megin við- fangsefni íslenzkra stjórnmála á næstunni að brúa bilið milli hinna „tveggja þjóða“. Til þess eru úrræði jafnað- arstefnunnar hin einu, sem duga.“ fórnir. Hluti þjóðarinnar hefur hins vegar notið þeirra forrétt- inda að fá að hlaupast undan merkjum — bera engar byrðar. Það er þetta óréttlæti, sem hefur misboðið réttlætiskennd íslend- inga og sundrað þjóðinni á hættu- stundu. Það er meginviðfangsefni íslenzkra stjórnmála á nsstunni að brúa bilið milli hinna „tveggja þjóða“. Til þess eru úrrsði jafnað- arstefnunnar þau einu sem duga. Hvaða árangur? Talsmenn ríkisstjórnarinnar hafa haldið því fram, að með kjarabaráttu sinni sé þjóðin að eyðileggja árangur ríkisstjórnar- innar. Hvaða þjóð hafa þeir í huga? Hvaða árangri hafa þeir náð? Því að það eru tvær þjóðir i landinu. Önnur þeirra vinnur lengstan vinnudag í Evrópu, á lægstu launum í Evrópu, en kaup- ir lífsviðurværi sitt hæsta verði sem þekkist í nokkru Evrópulandi. Það er þessi þjóð sem hefur náð árangri. Hún hefur af litlum efn- um reitt fram fjórðung til þriðj- ung af launum sínum til þess að borga niður herkostnaðinn af verðbólgustríðinu. Hún hefur í hálft annað ár fært fórnir fyrir ríkisstjórnina, — og hina þjóðina. Því að það er til önnur þjóð í þessu landi. Hún hefur engar fórnir fært. Hún skammtar sér sjálf lífskjör. Hún greiðir ekki sinn hlut í sameiginlega sjóði landsmanna til þess að standa straum af opinberum fram- kvæmdum og dýru skóla- og heil- brigðiskerfi. Þessi þjóð hefur auk- ið einkaneyzlu sína, en ekki minnkað. Hún er orðin að forrétt- indahópi í þjóðfélaginu. Það er þessi þjóð, sem er að fara að byggja í Stigahlíðinni. Það er þessi hluti þjóðarinnar, sem lifir í vellystingum, þrátt fyrir lága skatta; sem heldur uppi eftirspurn eftir lánsfé og mikilli einkaneyzlu í formi risnu, bifreiðakaupa, ferðalaga og villubygginga. Það eru þessar tvær þjóðir, sem nú eru í þann veginn að segja sig úr lög- um hvor við aðra. Kynslóðabil Hvor þjóðin hefur brugðizt hinni? Hvor þjóðin hefur náð árangri gegn verðbólgunni? öll þjóðin veit svarið við þessum spurningum. Það er einkum yngri kynslóðin í landinu, sem varð hart úti vegna vaxandi misréttis i lok verðbólguáratugarins. Skömmu eftir að full verðtrygging var tekin upp á húsnæðislánum hrundi hið félagslega húsnæðislánakerfi. Það unga fólk, sem nú leitar á vinnu- markaðinn að loknu námi, og byrjar að stofna fjölskyldur, fær óblíðar viðtökur í íslenzku þjóðfé- lagi. Það er með námsskuldir á bakinu. Þeir sem ekki njóta stuðn- ings efnaðra foreldra fá ekki risið undir greiðslubyrði af lánum, sem taka þarf til að byggja eða kaupa íbúð. Þetta unga fólk verður því að sæta afarkostum, okurkjörum húsaleigumarkaðarins. Þetta unga fólk á síðan að standa undir af- borgunum og vöxtum af þeirri þjóðarskuld, sem foreldrar þeirra stofnuðu til. Þetta unga fólk er í uppreisnarhug gegn ranglátu þjóðfélagi. Það kallar á róttækar þjóðfélagsumbætur — í anda jafn- aðarstefnu og mannúðar. Alþýðu- flokkurinn — flokkur íslenzkra jafnaðarmanna — á brýnt erindi við þetta unga fólk. Sá hluti þjóðarinnar, sem hingað til hefur fært fórnir, er ekki að heimta prósentuhækkanir launa — heldur réttlæti. Réttlætið krefst þess, að nú verði færðir til fjármunir: Frá þeim sem hafa hrifsað til sín meira en þeim ber — til hinna sem hafa fært fórnir. Svo einfalt er það. Því að við vilj- um hafa ein lög og eina þjóð. Sá sem slítur í sundur lögin, hann slítur í sundur friðinn. Jón Baldrin Hannihalsson er al- þingismaður Alþýðuflokks fyrir Kcykja víkurkjördæm i. Nýja flugstöðin í Keflavík: Tilboð opnuð í vatns- lögn og frárennslislögn Á FIMMTUDAG voru opnuð tilboð í vatnslögn og frárennslislögn fyrir nýja flugstöðvarbyggingu á Keflavíkurfiugvelli. Eftirfarandi tilboð bárust: Frá opnun Álfheimabakarísins fyrir 25 árum, Jón Kristinn Albertsson bakarameistari og kona hans Dýrleif Jónsdóttir. Álfheimbakarí 25 ára Tilboðsaðili 1. Arnardalur sf. 2. Hagvirki Afsláttarboð ef báðum tilboðum er tekið 3. Björn og Gylfi sf. 4. Bergás sf. Afsláttarboð ef báðum tilboðum er tekið 5. ístak hf. Afsláttarboð ef báðum tilboðum er tekið 6. Sveinbjörn Runólfsson 7. Völur hf. Afsláttarboð ef báðum tilboðum er tekið 8. Hlaðbær & Miðfell hf. 9. Aðalverk hf. 10. Ellert Skúlason Afsláttarboð ef báðum Á SUNNUDAGINN kemur, 18. nóv- ember, heldur Kvenfélag Krists- kirkju ( Landakoti árlegan basar sinn og kaffisölu í Landakotsskóla. Opnað verður kl. 15.00. Á boðstólum verður að vanda fjölbreytt úrval af handunnum ullarvörum og ýmsir góðir munir, sem félagskonur hafa sjálfar unn- Tilboðsupplueð kr. Vatnslögn 9.630.000 2. Frárennslislögn 19.934.820 20.229.100 13.396.706 10.958.505 -i-400.000 25.317.016 11.991.397 +200.000 23.984.305 12.540.110 15.363.860 +1.510.000 21.379.200 23.821.260 12.752.910 12.766.000 14.632.900 +400.000 27.153.500 32.922.120 +500.000 25.196.900 ið í vetur og hentugir eru til jóla- gjafa. Ennfremur bjóða þær kaffi og ljúffengar, heimabakaðar kök- ur. Kvenfélag Kristskirkju er einn af burðarásum safnaðarstarfsins, og hefur á undanförnum árum lagt fram drjúgan skerf til að prýða kirkjuna og hið nýja safnað- arheimili. 31. október sl. voru 25 ár liðin síðan Álfheimabakarí tókj til starfa. Verzlunarhúsið að Álfheimum 6 byggði Kristinn K. Albertsson, ásamt tengdaföður sínum Jóni P. Jónssyni, en þeir eru báðir látnir. Setti Kristinn á stofn bakarí, en Jón Pétur bókabúð litlu seinna og er hvorutveggja starfandi í dag. Á árun- um ’57—’59 voru heimarnir nýtt hverfi í byggingu og um sama leyti »g bakaríið tók til starfa, voru flestir íbúanna fiuttir inn, hverfið mann- margt og því full þörf á brauðbúð. í fréttatilkynningu frá bakarí- inu segir m.a.: „Bakaríið hefur átt dví láni að fagna að hafa ein- itaklea gott starfsfólk, sama fólk- ið árum saman og er það ómetan- legt hverju fyrirtæki. Árið 1979 var opnuð ný brauðbúð í Vestur- bænum, Álfheimabakarf Hagamel 67. Jón Albert Kristinsson, sem veitt hefur bakariinu forstöðu undanfarin ár, hóf nám hjá föður sínum 1964 og fór að því loknu til Svíþjóðar og lærði þar kökugerð. Árið 1979 var bakaríiö endurbætt. Gamli ofninn, sem var hlaðinn úr múrsteini, var þá rifinn og vinnu- pláss allt endurnýjað, nýir ofnar og vélar. Árið 1964 stofnaði Krist- inn Brauð hf., ásamt tveim öðrum bökurum þeim Hauk Friðrikssyni og Óskari Sigurðssyni. Þegar það tók til starfa má segja að bylting hafi orðið hér á landi í brauðgerð. Komu þeir með niðursneidd og innpökkuð brauð á markaðinn, fyrstir hérlendis. Árið 1981 keyptu Kristinn og fjölskylda hans Brauð hf. og voru þá Álfheimabakarí og Brauð hf. sama fyrirtækið, og vinna þar nú 70—80 manns, synir Kristinns, Jón Albert og Kolbeinn, veita því forstöðu. Afmælishátfð verður haldin í dag laugardag og á morgun sunnudag í Álfheimabak- aríi í Álfheimum 6 og Hagamel 67. í dag laugardag verður á boð- stólum sérstakt afmælisbrauð Heimabrauð. Inní 10 af þessum brauðum verður settur miði, með ávísun á 2.500 kr., verða 5 brauð sett á hvorn stað, Álfheima og Hagamel. Mun Langholtskórinn syngja og lúðrasveit leika fyrir framan búð- irnar og verður viðskiptavinum boðin afmælisterta. Spænskar kvikmyndir í Regnboganum TVÆR kvikmyndir verda sýndar í Regnboganum á vegum spænsku- deildar Háskóla íslands, hin fyrri í dag klukkan 15 og 17.15 og hin síð- ari á föstudag, 23. nóvember klukk- an 19.30 og 21.30. Báðar myndirnar verða sýndar í E-sal kvikmyndahúss- ins. Myndin, sem sýnd verður í dag er heitir „El Lazarillo de Tormes", er svart-hvít og byggð á sam- nefndri sögu, sem Guðbergur Bergsson íslenzkaði. Kvikmyndin hlaut Gullbjörninn á kvikmynda- hátíðinni í Berlín 1960. Myndin, sem sýnd verður næstkomandi föstudag, heitir „Gary Cooper, Que Estas en Los Cielos“, er litmynd gerð 1980 og hlaut sérstök leikstjórnarverðlaun spænsku kvikmyndastofnunarinn- ar. Aðgangur að kvikmyndunum er ókeypis. Opið hús hjá AFS AFS á íslandi verður með opið hús í Þróttheimum sunnudaginn 18. nóv- ember khikkan 20.30. Opið hús er haldið f tengslum við menningarhelgi ársnema fé- lagsins, segir í fréttatilkynningu frá samtökunum. Bornar verða fram veitingar og ársnemar sjá um skemmtiatriði. Nafn féll niður I MYNDATEXTA með frétt fri Fá- skrúðsfirði í Mbl. á fimmtudaginn féll niður nafn einnar af konunum, sem stóðu að framkvæmdum við hús aldraðra. Hún heitir Guðrún Jónsdóttir og stóð fremst fyrir miðju. Guð- rún hefur haft forystu um þetta starf. Mbl. biðst velvirðingar á þessum mistökum. tilboðum er tekið 11. Eyjólfur og Vilhjálmur Kostnaðaráætlun Almennu verkfræðistofunnar 1. Vatnslögn kr. 14.282.550 2. Frárennslislögn kr. 24.935.241

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.