Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 27.11.1984, Blaðsíða 48
56 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 27. NÓVEMBER 1984 Kveðjuorð: Guðrún Jónsdóttir Gilsfjarðarbrekku Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, hans dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Trúaðir traustir vinir eru besta náðargjöfin á lífsleiðinni, þess hef ég notið í ríkum mæli frá fjöl- skyldunni sem eitt sinn bjó við fá- tækt á Gilsfjarðarbrekku. Þar sannaðist að óhætt er að hlýða orðum frelsarans. „Leitið fyrst Guðsríkis og hans réttlætis, þá mun allt annað veitast yður að auki,“ og svo fór, því öll hafa systkinin eignast veraldleg gæði að auki. Aldrei hefi ég þekkt meiri gestrisni en hjá Guðrúnu sáluðu og hennar fólki, sem fólk naut um lengri og skemmri tíma. Þar með var ég þegar maðurinn minn lá banaleguna. Þegar elsta dóttir mín fór fyrst suður í vist og til að ganga í kvöldskóla KFUM, þá var hún þar nokkurn tíma, þar til að þau gátu útvegað henni gott heim- ili, þá skrifar hún mér: „Ég er hér eins og hjá góðum foreldrum." Fyrstu árin í Reykjavík voru auðvitað erfið, oft lítið húsrúm en hjartarúmið þeim mun stærra. Þess naut ég einu sinni á óðins- götunni þegar ég kom suður, og svo aftur með þeim á Hraungerð- ismóti f tjaldinu hjá sex eða sjö manns, það eru ógleymanlegar sælustundir í endurminningum mfnum. Látinn er í Glasgow, Murdo MacDougall mikill Islandsvinur og fyrrum þjálfari knattspyrnufé- lagsins Vals. Eftir aðalfund haustið 1936 hafði stjórn Vals mörg járn f eld- inum. M.a. var um það rætt við þjálfara félagsins, sem þá var Róbert Jack, að fá hingaö skoska knattspyrnumenn, sem æfðu og léku með félaginu. Fyrir milli- göngu Róberts Jack kom Murdo hingað 24. apríl 1937. Æfði hann fyrst með félaginu, en síðar eða í ágúst sama ár tók hann að sér þjálfunina, því Róbert fór þá norð- ur í land. Murdo var leikinn og góður knattspyrnumaður og lærðu menn mikið af honum, sérstaklega þeir yngri. Dvaldist hann næstu 2 árin hjá félaginu. Murdo kunni strax vel við sig á íslandi og hafði ávallt í huga að koma aftur. Hann kom aftur til starfa fyrir Val árið 1959, en hafði þá starfað sem knattspyrnuþjálf- ari í Hafnarfirði. Hjá Val starfaði hann við þjálfun allra yngri flokka félagsins, sem var geysi- mikið starf. Auk þess vann Murdo í Málningarverksmiðjunni Hörpu samhliða þjálfuninni. í 5 ár vann hann mjög gott starf fyrir Val, sem honum hefur ef til vill ekki verið þakkað sem skyldi. Flokkar undir hans stjórn náðu mjög góð- um árangri. Meistaraflokkur varð íslandsmeistari bæði 1937 og 1938 og Reykjavíkurmeistari 1938. Þeg- ar Murdo þjálfaði yngri flokkana átti Valur ávallt marga meistara, margir ungir piltar undir hans þjálfun urðu síðar stólpar meist- araflokks Vals og landsliðs ís- lands. Eftir starf sitt hjá Val, gerðist hann þjálfari hjá KR, en aðeins í stuttan tíma. Hér hefur verið stiklað á stóru. Murdo leið vel á íslandi, hann eignaðist marga vini hér, bæði hjá samherjum og mótherjum. En nú vík ég að fyrstu kynnum okkar. Á sólbjörtum sumardegi kom Jón Theódórsson með tvær elstu dætur sínar frá Broddanesi, ég held þau hafi verið í skemmti- ferð. Ég varð hrifin af þessu fólki, hér var gáfað, lifandi, trúað fólk. Hér var kominn ferðamaður. Af viðtali við þau undraðist ég hvað stúlkurnar voru kunnugar Biblí- unni. Um pabba þeirra hafði ég heyrt. Þessu fólki vildi ég kynnast. Á síðasta vetrardag kom ég heim úr ljósmóðurstörfum, fram- an frá Gili. Ég fékk lánaða stúlku frá Krossárbökkum sem fór auð- vitað heim daginn eftir. Húslestr- ar héldust þá, en frá því kæra efni var hugur minn eins og kallaður og eins og við mig væri sagt: Not- aðu nú ferðina til þess að láta fréttast að Gilsfjarðarbrekku að nú sé hrognkelsaveiði hér, ef ferð kynni að falla. Oft hafði það kom- ið sér vel. Eftir illa lesinn „Lestur- inn“ meðan fólkið drakk hádegis- kaffið skrifaði ég örfá orð til Guö- rúnar á Gilsfjarðarbrekku: Nú getur pabbi þinn fengið hrognkelsi og komdu með honum. Gleðitil- hlökkun fyllti mig. Ég held að ekki meira en tveir dagar hafi liðið þar til feðginin komu bæði. Hann sett- ist inn til tengdamóður minnar, ég held að hún hafi þekkt hann frá barnæsku. Hún kom til mín strax og sagöi: „Nú held ég að sé orðið þröngt í búi hjá honum Jóni mín- um því hann sagði að sjaldan hefði það orðið svo, en þá kom þessi blessuð Guðs sending, bréfið frá Murdo var ákaflega hógvær maður og þægilegur í allri um- gengni. Hann var ávallt snyrti- legur og kurteis. Kröfuharður var hann ekki og myndu menn ekki sætta sig í dag við það, sem hann sætti sig við. Hann bjó alla sína tíð hér í einu herbergi og var oft matarlítill enda matgrannur. Murdo kunni vel að meta velvilja vina sinna. Þeir buðu honum oft heim til sín, sem þakklætisvott fyrir umhyggju hans fyrir litlu strákunum í Val sem dáðu hann og gera enn. Þegar Valur varð 70 ára 1981 buðu „litlu strákarnir" hans honum hingað til lands til að vera á afmælishátíð, sem haldin var í því tilefni. í fyrra varð Murdo 75 ára. f því tilefni var honum boðið hingað til lands og haldið samsæti. Murdo var þjálfari síns tíma þegar laun voru lág fyrir mikla vipnu en það má segja. að haan henni Steinunni." Þetta er alveg orðrétt. Sannarlega þakkaði ég Guði og þó ekki gæfi á sjó daginn eftir þá fór hesturinn ekki tómur aftur. En þakklætið sem við nut- um alla tíð frá fjölskyldunni var mér meiri verðmæti en smámun- irnir héðan. Guðrún blessuð bauð okkur að hjálpa til að hreinsa tún- ið þegar að því kæmi. Vorið var kalt og enginn byrjaður að hreinsa fyrir hvítasunnu, þegar þeir at- burðir gerðust að fullorðin kona frá næsta bæ datt af hestbaki hér út með sjónum, hún var að koma frá fermingu að Kollafjarðarnesi, komst ekki til meðvitundar og dó hér eftir fjóra sólarhringa. Dóttir hennar og ég skiptumst á að vaka yfir henni. Auðvitað kom Karl læknir á Hólmavík samdægurs og slysið varð. Ég gekk þá með mitt fjórða barn, sem fæddist 14. ágúst. Ég hafði fengið graftrarkýli sem læknirinn leit á og sagði að ég yrði að koma til sín eftir nokkra daga. Daginn sem maðurinn minn var að flytja lík konunnar héðan sagði hann við mig: Nú kemur mótor- bátur að Broddanesi og þú verður að komast með honum til Hólma- víkur. Mundi verður að reiða þig að Broddanesi. Þá var hann ungl- ingspiltur hjá okkur, náfrændi minn, og fóstursonur mömmu. Ný- lega er hann fyrir aldur fram dá- inn af slysförum. Guð blessi minn- ingu hans. Nú var ekki gott í efni með afkomuna heima. Vorið var kalt og enginn farinn að hreinsa tún. En þá kom blessuð guðssend- ingin til mín alveg á stundinni. Feðginin frá Gilsfjarðarbrekku, þessi yndislega stúlka sem tók að sér heimilið einsog best mátti verða með þessum blessuðu lið- léttingum sem fyrir voru. Lfka hreinsaði hún allt túniö með þessu liði. Ótrúlegt afrek á ekki lengri tíma, mig minnir að það væri vika. Ég var komin að mínum verkum, árin liðu og vinirnir á Gilsfjarð- hafi fengið bónus, þ.e.a.s. vináttu margra fyrir þjálfun margra. Knattspyrnufélagið Valur met- ur mikils þau störf sem Murdo MacDougall vann fyrir félagið og sendir ættingjum hans samúð- arkveðjur. Knattspyrnufélagið Valur, Ægir Ferdinandsson. Mig langar til að minnast vinar míns Murdo MacDougall með nokkrum orðum. Undirritaður kynntist Murdo árið 1959 þegar hann þjálfaði yngstu knattspyrnu- menn Vals af smitandi áhuga og ósérhlífni. Sem fyrsti leiðbeinandi minn í hinni eðlu íþrótt, knatt- spyrnu, verður hann mér ávallt minnisstæður sem einstakt ljúf- menni og góður kennari. Ég átti þess kost kominn á fullorðinsaldur að kynnast Murdo á ný og upplifa að hann var enn sama ljúfmennið og bar enn sama hlýhug til Vals og íslands og fyrr. Okkar síðasti fundur var í október, er við nokkr- ir Valsfélagar fórum til Glasgow þeirra erinda að fylgjast með landsleik íslendinga og Skota. Murdo var þá með annan fótinn á hóteli því er við íslendingar dvöld- umst á og minnist ég ekki að hafa lengi séð hann jafn giaðværan og hressan, enda var hann umvafinn góðum knattspyrnuvinum og kunningjum frá landi sem hann mat mikils. Engan óraði fyrir því að þetta yrði í síðasta sinn sem við sæjum vin okkar Murdo að minnsta kosti hérna megin móðunnar miklu. Nokkrum dögum eftir að heim til íslands var komið bárust þær sorglegu fréttir að Murdo Mac- Dougall væri allur, 76 ára að aldri. Sorgleg þótt fréttin væri er það þó alltaf huggun harmi gegn að Murdo kvaddi á þann hátt sem hann helst hefði viljað, glaður í góðum hópi íslenskra knatt- spyrnuáhugamanna. Með þessum fátæklegu orðum vil ég þakka vini mínum Murdo fyrir góð kynni og ógleymanleg. Fjölskyldu hans votta ég samúð mína. Höröur Hiimarsson arbrekku fluttust suður, en vin- áttuband hélst með indælu and- ríku bréfunum systranna. Stærsta vinamerkið var þegar Guðrún, Margrét og Anna (sú eina af þeim þremur sem nú lifir) komu í heim- sókn til mín með ólaf kristniboða, sem ég var búin að sjá á kristilega mótinu í Hraungerði. Frá öðru móti þaðan hafði Guðrún sáluga skrifað mér um stórmerkan at- burð og sent mér myndir. Bréf og myndir geymast. ógleymanlegar sælustundir voru að fá þessa góðu gesti. Frá barnæsku elskaði ég kristniboð og þráði að styrkja það, og með lestri í kristniboðsblaðinu Bjarma fylgdist ég með öllu þar að lútandi. Það var ekki ónýtt að eignast vináttu þeirra hjóna Ólafs og Herborgar. Oft minntist hann á það síðar að frá þessari ferð ætti hann góðar endurminningar. Dýrmætar eru mér minningar þessara þriggja daga, og litli hvammurinn hér i túnaklettunum, þar var ofurlítil andagtstund. Sungið, beðið við fætur Jesú og Fæddur 21. desember 1922 Dáinn 1. nóvember 1984 Þann 1. nóvember sl. lést á heimili sínu, Stefán Stefánsson, verslunarstjóri, sextíu og eins árs að aldri, eftir mikil og erfið veik- indi. Stefán fæddist 21. desember 1922 í Hrísey, sonur hjónanna, Maríu Stefánsdóttur og Stefáns Runólfssonar. Hann var elstur þriggja systkina næstur var Óskar, sem dó í æsku; og yngst er Sara, sem gift er í Vestmannaeyj- um. Þegar Stefán var að alast upp í Hrísey var þar víðast rekinn smá- búskapur ásamt sjósókn og þeirri vinnu sem til féll. Stefán vandist í æsku störfum bæði til sjós og lands, en um leið og hann hafði þroska til voru verslunarstörf hans aðalstarf, fyrst í Hrísey en síðan á Akureyri. Honum var í blóð borin þjónusta við aðra og kom það best fram er hann starf- aði í 40 ár hjá Kaupfélagi Eyfirð- inga. Þann 1. maí 1944 gerðist Stefán starfsmaður hjá útibúi Kaupfélags Eyfirðinga í Hrísey. Einnig var Stefán gjaldkeri spari- sjóðsins og hafði það sem auka- starf. Það vann hann aðallega á kvöldin og um helgar og fór hon- um það vel úr hendi. Einnig var Stefán í kirkjukór Hríseyjar og í fleiri félögum þar. Stefán kvæntist 31. maí 1958 eftirlifandi konu sinni, Maríu Adólfsdóttur frá Akureyri. Það var mesta gæfuspor í lífi hans svo mjög var hún samhent manni sín- um í einu og öllu. Stefán og María eignuðust tvo syni, Friðrik Adolf, fæddur 18. febrúar 1959 og Stefán Má, fæddur 1. maí 1961, sem báðir eru i foreldrahúsum. Árið 1962 flytur Stefán ásamt fjölskyldu sinni til Akureyrar og keyptu þau húseignina í Munkaþverárstræti 29, sem þau hafa átt alla tíð síðan. lesið úr Jóhannesarguðspjalli 15. kap. Olafur kenndi unglingunum vers á kínversku. Fyrir nokkrum árum mundi Hermann Sigtryggs- son á Akureyri það. í þessari ferð talaði Ólafur í Ospakseyrarkirkju við messu. Guði séu þakkir fyrir alla dygga þjóna, þá sem fara út í kristilegt starf og þá fornfúsu heima sem vilja hlýða síðasta boð- orði Frelsarans: „Farið og gjörið allar þjóðir að lærisveinum.“ Ekkert höfum við með okkur héðan. Ég geymi vinarkveðju með versi sem blessuð Magga mín færði mér á Landspítalann daginn áður en ég var skorin upp með góðum árangri í júlí 1953. Guðrún átti eftir að standa við hlið mér með alla þá alúð og aðstoð sem hún átti til, við burtför fyrr- greindra ástvina minna. Drottinn launi henni allt í eilífðinni fyrir mig. Bréf systranna beggja eru mér dýrmæt. Þegar Magga lá banaleguna í ágúst 1966, skrifaði hún mér oft. Þar er yndislegt trú- arvers, og hún segir: Er þetta ekki trú og fullvissa? ó jú. Ég fæ ekki fullþakkað Guði þann kærleika sem ég naut frá þessum systrum. Gestrisni Guðrúnar var einstök. Þó ég að nútíma hætti kæmi stundum svo seint í heimsókn að hún kæmi á náttkjólnum til dyra, var bros á vör og orðið sem mér er kærara en veislur. Velkomin. Nú hafa þær fengið að heyra: „Gakk inn til fagnaðar herra þfns.“ Þetta hefi ég skrifað vegna löngunar minnar til að votta á ævikvöldinu hvað mikil náð er að eiga Jesú að einkavin f hverri þraut, og hvað vinátta þessara systra var mér mikils virði á löngu lffsleiðinni. Lofið Drottin allar þjóðir, veg- sami hann allir lýðir. Blessuð sé minning þessara systra. Steinunn Guðmundsdóttir Stefán hélt áfram að vinna við verslunarstörf á Akureyri, þvf sama ár og hann fluttist til Akur- eyrar gerðist hann verslunarstjóri hjá KEA á Strandgötu 25, sfðan f Grænumýri 9 og síðast á Byggða- vegi 98. Vegna heilsubrest sagði hann starfi sínu lausu sl. vor en hann hugðist halda áfram að vinna hjá KEA við léttari störf. Stefán var einn af þessum hóg- væru hlýleikans mönnum er ekki vildu vamm sitt vita. Heiðarlegur í öllu falli. Hjálpsamur mann- kostamaður af bestu gerð. En þau miklu veikindi, sem hann átti við að striða nú undir þaö sfðasta, hafa sigrað. Stefán var að mínu viti mikill gæfumaður. Hann átti góða konu og gott heimili sem hann mat mikils, hann naut góðra samvista við konu sfna og syni, því það var hans aöalmál að þeim liði sem best. Ég votta ástvinum hans samúð mfna. Hvíli hann í friði. Stefán Jónasson Murdo MacDougall Glasgow - Minning Minning: Stefán Stefánsson verslunarstjóri
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.