Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 14.12.1984, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. DESEMBER 1984 B 15 Listmunahúsiö: Jólasýning 11 listamanna Ellefu liatamenn halda nú sýningu á verkum sínum í Listmunahúsinu viö Lækjargötu. Á sýning- unni eru leirverk, tauþrykk og myndverk unnin meö ýmissi tækni. Þeir sem eiga verk á sýningunni eru: Aðalheiður Skarphóöinsdóttir, Ástrún Kristjánsdóttir, Borghildur Óskarsdóttir, Eyjólfur Einarsson, Helgi Þorgils Friöjónsson, Herborg Auðunsdóttir, Kolbrún Björgólfsdóttir, Kolbrún Kjarval, Lísbet Sveinsdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Sigurður örlygsson. Sýningin er opin virka daga frá kl. 10—18 og um heigar frá kl. 14—18, en lokað er á mánudögum. gvassmyndir og myndum eftir Iðunni Agústsdóttur, listmálara, hefur veriö komið fyrir i setustofum og á göng- um. Báðar munu sýningarnar standa fram á næsta ár. Akureyri: Valgaröur Stefánsson I Alþýöubankanum á Akureyri stendur nú yfir kynning á verkum eftir Valgarð Stefánsson, rithöfund og listmálara. Þetta er þriðja einka- sýning Valgarös, en hann hefur einnig tekiö þátt I samsýningum. Menningarsamtök Norðlendinga standa aö kynningunni og mun hún standa til 1. febrúar á næsta ári. Norræna húsið: Finnsk form I sýningarsölum Norræna hússins stendur nú yfir sýningin Finnsk form, sýning á finnskum listiönaöi og hönnun. A sýningunni eru listaverk unnin í gler, keramik og textll og auk þess húsgögn, Ijósabúnaöur, skartgripir og fleira. í anddyri Norræna hússins er sýn- ing I tilefni þess, aö um þessar mundir eru 300 ár liðin frá fæöingu Ludvigs Holberg. A sýningunni eru Ijósmyndir frá leiksýningum leikhús- anna og menntaskóla og bækur um og eftir Holberg. Listasafn Einars Jónssonar: Safnahús og höggmyndagaröur Safnahús Listasafns Einars Jónssonar er opið daglega, nema á mánudögum, frá kl. 13.30—16 og höggmyndagarðurinn, sem I eru 24 eirafsteypur af verkum listamanns- ins, er opinn frá kl. 10—18. Listasafn ASÍ: Verk Muggs I Listasafni Alþýöusambands ís- lands viö Grensásveg stendur nú yfir sýning á verkum Muggs, Guðmund- ar Thorsteinssonar. Sýningin er haldin I tilefni útkomu listaverkabók- ar um Mugg eftir Björn Th. Björns- son. A sýningunni eru 66 þeirra lista- verka Muggs, sem birt eru I bókinni, ollumálverk, ollukrltarmyndir, vatns- litamyndir, teikningar, útsaumur o.fl. Sýningunni lýkur á sunnudag og er opin daglega frá kl. 14—22. SAMKOMUR Orator: Líf í Borgina Orator, félag laganema, hyggst hleypa nýju lifi I starfsemi Hótel Borgar I vetur og gengst þvl fyrir dansleikjum þar um helgar frá kl. 22—03. Dansleikir þessir eru öllum opnir, en Orator heldur þá til aö afla fjár, svo unnt sé aö halda norrænt laganemamót hér á landi I ár. Háskólakórinn og Stúdentaleikhúsið Sóleyjarkvæöi endurflutt um helgina Ákveðið hefur verið að efna tii aukasýninga á Sóleyjarkvæði eftir Jóhannes úr Kötlum við tóniist Péturs Pálssonar í uppsetningu Héskólakórsins og Stúdentaleikhússins. Árni Harðarson stjórn- andi kórsins hefur gert handritið og útsett tónlistina. Guðmundur Ólafsson leikari fer með talaöan texta, jafnframt því aö leikstýra meö Árna. Lýsing er í höndum Einars Bergmundar, en Hans Gústafsson sér um leikmynd. Sýningar verða é morgun og é sunnudag klukkan 21.00 í Félagsstofnun stúdenta við Hringbraut. Norræna húsið: Norræn jól A sunnudag veröur flutt dagskrá I Norræna húsinu, sem kallast Nor- ræn jól. A samkomunni veröur upp- lestur, Lúsla og þernur hennar, söngur og fleira. KFUM og KFUK: Litlu jólin KFUM og KFUK efna til jólahátlð- ar fyrir alla fjölskylduna í húsi slnu á Amtmannsstíg 2b á sunnudag kl. 15. A dagskrá verður jólaþáttur, helgileikur, barnakór, hugvekja, gengiö veröur I kringum jólatréö og jólasveinar koma I heimsókn meö góðgæti I pokum. Almenn samkoma veröur haldin á .sama staö kl. 20.30 á sunnudags- kvöld. Þá talar Astrföur Haraldsdótt- ir,. tónlistarfulltrúi. Neskirkja: Jólasöngvar í Neskirkju er boöaö til „jóla- söngva fjölskyldunnar" á sunnudag kl. 14. Samkoma þessi kemur f staö hinnar hefðbundnu guösþjónustu þann dag. Háskólakórinn, undir stjórn Arna Haröarsonar, og skóla- kór Seltjarnarness, undir stjórn Mar- grétar Pálmadóttur, flytja jólalög. Kjartan Ragnarsson flytur frumsam- iö lag viö „Sálm heiöingjans” eftir Jóhannes úr Kötlum og forsetaritari, Halldór Reynisson cand. theol. talar. Organisti kirkjunnar, Reynir Jónas- son, leikur á orgeliö og auk þess verður almennur söngur. Grindavíkurkirkja: Aðventuhátíð A sunnudag kl. 20.30 verður að- ventuhátlö I Grindavlkurkirkju. Flutt- ur veröur helgileikur meö jólaguð- spjalli, Lúslustúlkur koma fram, leik- iö veröur á fláutu og Margrét Sig- hvatsdóttir syngur einsöng. Telpna- kór aöstoöar. Lúörasveit Tónlist- arskólans I Njarövlk kemur I heim- sókn. Líf og land: Fjölskyldu- samkoma Landssamtökin Llf og Land gangast fyrir fjölskyldusamkomu á aöventu á Hótel Borg. Samkoman veröur haldin kl. 15 á morgun, laug- ardag. Tilgangur samkomunnar er aö minna á boðskap jólanna og gefa fólki I jólaundirbúningi kost á að koma saman með börnum sfnum. Stjórnandi samkomunnar veröur dr. Gunnar Kristjánsson, prestur á Reynivöllum I Kjós. Mótettukórinn syngur undir stjórn Haröar Askels- sonar, Herdls Þorvaldsdóttir, leik- kona, les jólasögu og Höröur As- kelsson leiöir fjöldasöng. FERÐIR Ferðafélag íslands: Helgafell Feröafélag íslands fer á sunnu- dag I gönguför. Gengið veröur á Helgafell við Hafnarfjörð. Förin hefst kl. 13. Útivist: Hrauntunga Ferðafélagiö Otivist fer á sunnu- dag kl. 13 1 gönguferö. Gengiö verö- ur um Hrauntungu austan Kapellu- hrauns aö Kapellunni I hrauninu. Brottför er frá BSÍ og I Hafnarfirði frá kirkjugarði. AMERÍKA PORTSMOUTH/NORFOLK Bakkafoss 19. des. City of Perth 2. jan. Bakkafoss 18. jan. Laxfoss 24. jan. NEW YORK Bakkafoss 17. des. Laxfoss 20. des. City of Perth 31. des. Bakkafoss 16. jan. HALIFAX Laxfoss 24. des. Bakkafoss 21. jan. BRETLAND/MEGINLAND IMMINGHAM Álafoss 16. des. Álafoss 6. jan. FELIXSTOWE Átafoss 17. des. Eyrarfoss 31. des. Álafoss 7. jan. ANTWERPEN Álafoss 18. des. Eyrarfoss 2. jan. Álafoss 8. jan. ROTTERDAM Álafoss 19. des. Eyrarfoss 2. jan. Álafoss 9. jan. HAMBORG Álafoss 20. des. Eyrarfoss 3. jan. Álafoss 10. jan. GARSTON Helgey 28. des. NORÐURLÖND/ EYSTRASALT BERGEN Skógafoss 14. des. Reykjafoss 21. des. Skógafoss 28. des. Reykjafoss 4. jan. KRISTIANSAND Skógafoss 17. des. Reykjafoss 24. des. Skógafoss 31. des. Reykjafoss 7. jan. MOSS Skógafoss 18. des. Reykjafoss 21. des. Skógafoss 2. jan. HORSENS Reykjafoss 29. des. Reykjafoss 9. jan. GAUTABORG Skógafoss 19. des. Reykjafoss 27. des. Skógafoss 3. jan. Reykjafoss 9. jan. KAUPMANNAHÖFN Skógafoss 20. des. Reykjafoss 28. des. Skógafoss 4. jan. Reykjafoss 10. jan. HELSINGJABORG Skógafoss 21. des. Reykjafoss 28. des. Skógafoss 4. jan. Reykjafoss 11. jan. HELSINKI írafoss 27. des. GDYNIA Irafoss 31. des. NORRKÖPING Irafoss 31. des. VIKULEGAR STRANDSIGLINGAR -fram ogtilhaka frá REYKJAVÍK alla mánudaga frá ÍSAFIRÐI alla þriðjudaga frá AKUREYRI alla fimmtudaga EIMSKIP *

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.