Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . . . . . 1
2 3 4 5 6 7 8
9 10 11 12 13 14 15
16 17 18 19 20 21 22
23 24 25 26 27 28 29
30 31 . . . . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 254. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						58
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 23. DESEMBER 1984
fclk i
fréttum
Hvaða jól eru
þeim eftir-
minnilegust?
Hvað gera þau
um jólin?
SIGMUNDUR MAGNÚSSON LÆKNIR
„Okkar fyrstu jól og
við vorum svo alsæl"
Eg á ekki nein eftirminnileg
jól af „Frank Slaughter"-
bókagerðinni sagði Sigmundur
Magnússon læknir sposkur, er
blm. spurði hann hvaða jól
væru honum minnisstæðust, og
hvernig hann héldi sín jól.
„Þegar ég lít til baka hugsa ég
að mér séu minnisstæðust
fyrstu jólin okkar hjóna, er við
komum til Bandaríkjanna. Við
vorum nýgift og leigðum á
fjórðu hæð í sambýlishúsi. Við
áttum afskaplega lítið á bessum
tima og borðstofuborðið okkar
var stórt koffort. í eldhúsið
höfðum við keypt okkur litla
plötu sem ég festi stálfætur á
og á móti því í þessu litla eld-
húsi var gaseldavélin. Ég minn-
ist þess jólakvöldið, er við sát-
um í tómlegri íbúðinni við koff-
ortið og með Peking-öndina á
miðju borði. Við fórum ekkert í
kirkju þessi jól, nema bara í
huganum, þegar við hugsuðum
heim. Þetta voru ekkert merki-
leg jól að því leyti að það ger-
ðist ekkert sérstakt, þá var ekki
þetta lífsgæðakapphlaup komið
til sogunnar hjá okkur, en þetta
voru okkar fyrstu jól saman og
við vorum svo alsæl. Eftir að
við komum heim, hafa jólin tek-
ið á sig hefðbundinn blæ. Þó
hafa jólin hér byrjað 22. des-
ember, því þá á ég afmæli. Þá
gerum við ráð fyrir því að jóla-
undirbúningurinn sé um garð
genginn og frændfólkið kemur i
heimsókn í afmælis- og jólaboð.
Þetta var áður fyrr, er börnin
voru lítil, heilmikil „sere-
monía", því við settum jólatréð
upp fyrir afmælisdaginn o.s.frv.
Á aðfangadag höfum við alltaf
farið fyrst í kirkjugarðinn, þá í
kirkju og síðan heim. Við höf-
um reynt að vera búin að borða
og svoleiðis áður en messan í
sjónvarpinu byrjar. Jólin ganga
ósköp friðsamlega fyrir sig á
þessu heimili og eru að ég hygg
ósköp venjuleg. Það er allavega
lítið dramatískt í kringum þau.
BRYNDÍS SCHRAM
OG JÓN BALDVIN HANNIBALSSON
„Stórkostlegustu jólin
á þriðja flokks hóteli"
Eftirminnilegustu jólin, segja
þau hjón, er blm. ber að
garði og brosa undurblítt hvort til
annars. Jú, það voru eiginlega jól-
in okkar eftir stúdentsprófið. Við
vorum þá erlendis, segir Jón, ég í
Edinborg, Skotlandi, og Bryndís i
París. Við ákváðum að eyða jóla-
leyfinu okkar saman í París og ég
ætlaði að koma til hennar með
lest. Bryndis ákvað að hitta mig á
leiðinni og við ákváðum að hafa
það á brautarstöðinni í St. Pacr-
as tveimur dogum fyrir jól. Þetta
voru jólin 1958. Ég hafði keypt
mér frakka, stóran, þykkan, axla-
breiðan og skósíðan, auk þess
sem ég hafði freistast til að kaupa
mér hatt. Þegar ég kem út úr lest-
inni í allri múnderingunni og fer
að svipast um eftir ástkonu
minni frá París, sé ég enga kven-
veru á stöðinni sem var nokkuð
svipuð henni. Allt í einu verður
mér pó litið á konu eina glæsilega
sem mér fannst eitthvað kunnug-
leg, en sé svo að ekki getur það
verið Bryndís því þessi var ófrísk,
langt komin á leið með magann
út í loftið. Hún var klædd í stóra
kósakkakápu með franska alpa-
húfu. Eftir að hafa ráfað um allt
og leitað að hvort öðru þekkti
Bryndis mig þó á augunum er
sáust aðeins í undan hattinum og
frakkakraganum sem ég hafði
auðvitað brettan upp. Bryndfs
tekur nú við og segir: Ég var þá í
raun komin sex manuði á leið með
fyrsta barnið okkar og hafði ekki
sagt Jóni frá því. Ástæðan fyrir
því var einfaldlega sú að ég vissi
að hann hefði þá hætt við að fara
út og skellt sér i órómantíska
lögfræði hér heima og það vildi ég
alls ekki. Það vill þó svo ein-
kennilega til að dóttir okkar sem
ég var ófrisk af þarna er nú i lög-
fræði hér heima. Jón bætir við:
Þetta var alveg frábær stund og
við eyddum stórkostlegri nótt á
hóteli við Russel Square. Daginn
eftir héldum við til Parísar þar
sem Bryndís bjó á hótelinu Nam-
ur, hóruhúsi við Rue de Lambre.
Þar eyddum við yndislegum jólum
á þessu þriðja flokks hóteli. Nú
síðastliðið vor er við fórum í
opinbera heimsókn til Frakklands
tókum við á okkur krók og athug-
uðum hvort húsið væri nú enn á
sínum stað, þ.e.a.s. hóruhúsið, og
viti menn, allt annað var breytt í
hverfinu nema hótelið, okkur til
óblandinnar ánægju.
„Voru meö kassa
fullan af
kræsingum"
Það voru jólin 1944 á ft-
alíu sem ég kem aldrei
til með að gleyma þó ég hafi
bara verið níu ára. Við vorum
mjög fátæk og höfðum vart
haft til hnífs og skeiðar í
langan tíma. A llt í einu er
bankað á dyrnar hjá okkur
og það eru þá amerískir her-
menn. Þeir voru með stóran
kassa fullan af kræsingum
og fleiru og spurðu hvort þeir
mættu halda upp á jólin með
okkur. Nú, þið getið bara
ímyndað ykkur hvað við
sögðum.
LISA MINELLI
„Fann hvolp
sem var að
dauða kominn"
Bestu jólin mín upplifði ég á
hóteli í Puerto Rico. Það var
um kvöld að ég fann hvolp sem var
að dauða kominn. Eg tók hann með
mér upp á hótel og reyndi að lífga
hann við. Hann vildi því miður ekk-
ert láta ofan í sig og það var með
miklum kvíða að ég fór fram úr á
jólamorgun til að lfta á vin minn.
En viti menn, hann hafði allur kom-
ið til og þetta var stærsta jólagjöf
og gleði sem ég man eftir. Ég stóð
bara og grét af gleði. Hundurinn
fékk nafnið Ocho og býr enn þann
dag í dag meö mér.
I
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
36-37
36-37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52
Blašsķša 53
Blašsķša 53
Blašsķša 54
Blašsķša 54
Blašsķša 55
Blašsķša 55
Blašsķša 56
Blašsķša 56
Blašsķša 57
Blašsķša 57
Blašsķša 58
Blašsķša 58
Blašsķša 59
Blašsķša 59
Blašsķša 60
Blašsķša 60
Blašsķša 61
Blašsķša 61
Blašsķša 62
Blašsķša 62
Blašsķša 63
Blašsķša 63
Blašsķša 64
Blašsķša 64
Blašsķša 65
Blašsķša 65
Blašsķša 66
Blašsķša 66
Blašsķša 67
Blašsķša 67
Blašsķša 68
Blašsķša 68
Blašsķša 69
Blašsķša 69
Blašsķša 70
Blašsķša 70
Blašsķša 71
Blašsķša 71
Blašsķša 72
Blašsķša 72