Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 2. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						56SIÐUR
STOFNAÐ 1913
2. tbl. 72. árg.
FOSTUDAGUR 4. JANUAR 1985
Prenfcsmiðja Morgunblaðsins
Hús mitt nötraði
og jörðin skalf'
Teikning af sovézkri stýriflaug,
sem skotið hefur verið frá sov- .
ézkum kafbát Stýriflaugin, sem
skotið var yfir Norður-Noreg, er
talin hafa fariö með nokkru
meiri hraða en hraða hljóosins
og er bað talið skýra, hve stuttan
tíma hún var yfir norsku landi.
AP/Símamynd
Sjónarvottar lýsa sovézku stýri-
flauginni er hún f laug yfir Noreg
HdsugTore, Onló og Londoa, 3. jan. AP.
FINNSKIR landamæraverðir héldu í dag uppi ákafri leit í fiallahéruðum
Sama nyr/.t i Finnlandi að sovézkri stýriflaug, sem féll þar til jarðar sl.
föstudag. Samkvæmt tilkynningu finnsku landamæravörshinnar heyrðu
Samahjón í norðurhluta landsins mikla sprengingu á sama tíma og stýri-
flaugin hrapaði til jarðar.
Finnskar herþotur voru sendar
á loft er stýriflaugin birtizt á rad-
ar, en flugmennirnir sáu hana
ekki. Leifar flaugarinnar á jörðu
niðri hafa heldur ekki fundizt enn.
Blöð á Norðurlöndum birtu i
dag frásagnir sjónarvotta, sem
sáu stýriflaugina fljúga yfir. „Ég
sá flaugina fljúga yfir hús mitt,"
hefur norska blaðið Verdens Gang
eftir Herman Sotkajaervi, kunn-
um bjarndýraveiðimanni. „Ég
heyrði ofboðslegan hávaða líkt og
við dýnamitsprengingu. Húsið
nötraði og jörðin skalf," sagði
Wilhelm Hogre í viðtali við
sænska blaðið Dagens Nyheter, en
hann býr 3 km frá sovézku landa-
mærunum.
Mauno Koivisto Finnlandsfor-
seti sagði í nýársboðskap sfnum,
að stýriflaugar yllu „öryggisleysi"
á Norðurlöndum. Skoraði hann á
Varsjárbandalagið og Atlants-
hafsbandalagið að banna þess
konar vopn á Norðurlöndum.
Talsmaður Atlantshafsbanda-
lagsins sagði í dag, að atburðurinn
vekti „verulegan ugg". „Hjá NATO
lítum við á serhvert brot Sovét-
ríkjanna á lofthelgi aðildarrikj-
anna alvarlegum augum." Það
væri hins vegar formlega í verka-
hring Noregs en ekki bandalagsins
að bera fram mótmæli við Sovét-
ríkin vegna atburðarins.
Sji nánar foiystugrein
Morgunblaðsins á miðopnu.
Bílstjóri og tveir bræður séra Jerzys Popieluszkos fylgjast með réttarhöldun-
um yfir morðingjunum fjórum í Toran f gær. Þeir eru talið frá vinstri:
Bílstjórinn, Waldemar Chrostowski og bræðurnir Jozef og Stanislaw Popiel-
uszko.
Varað við of mikilli
bjartsýni um árangur
Vaxandi eftirvænting vegna fyrirhugaðs fundar Shultz og Gromykos
Wasaingtoa og Moskru, 3. jan. Al'.
GEORGE Shultz, utanríkisráðherra
Bandaríkjanna, hyggst leggja
áherzlu á hæpið réttmæti ýmissa
radarmannvirkja í Sovétríkjunum,
sem Bandarikjamenn halda fram að
feli í sér brot á samningi risaveld-
anna frá 1972 um takmarkanir á
kjarnorkuvígbúnaði. Á meðal þess-
ara mannvirkja er risastór radar í
Pólland:
Aðforin að Popieluszko
var undirbúin iyrirfram
Tonin, 3. janiar. AP.
PÓLSKI lögregluforinginn Valdemar Chmielewski hélt því fram í dag í
yfirheyrslu, að það hefði aldrei verið ásetningur sinn að drepa séra Jerzy
Popieluszko og kvaðst hafa verið því feginn að tilraun, sem hafði verið gerð
6 dögum áður til þess að ræna prestinum, hefði farið út um þúfur.
Chmielewski varði miklu af
tíma sínurn í vitnastúkunni til
þess að lýsa hinni árangurslausu
tilraun til þess að ræna Popiel-
uszko. Þar kom fram, að hann og
félagar hans hefðu haft ótakmark-
að fé til umráða til þess að koma
áformum sínum í framkvæmd.
Hann greindi hins vegar ekki frá
því, hvaðan þetta fé hefði komið.
Þá itrekaði Chmielewski full-
yrðingar félaga síns, Pekala, um
að yfirmaður þeirra, Piotrowski,
hefði fullvissað þá um, að þeir
nytu stuðnings háttsettra emb-
ættismanna i pólska innanrikis-
ráðuneytinu i aðförinni að Popiel-
uszko. í vitnisburði Chmielewskis
kom ennfremur fram, að fundir
höfðu verið haldnir i september og
október til undirbúnings aðförinni
að Popieluszko og hefðu þar verið
viðstaddir háttsettir menn innan
pólsku lögreglunnar, þar á meðal
Janusz Drozdz úr hópi yfirmanna
lögreglunnar í Varsjá.
Chmielewski, sem er 29 ára
gamall, stamaði mjög og virtist
afar taugaspenntur á meðan yfir-
heyrslan stóð yfir. Er hlé var gert
leið yfir hann. Læknar, sem rann-
sökuðu hann, töldu óhætt að yfir-
heyra hann áfram i eina klukku-
stund, unz frekari yfirheyrslum i
málinu var frestað siðdegis í dag.
smíðum í Krasnoyarsk í miðhluta
Síberíu.
Samkvæmt framangreindum
samningi voru skorður settar við
vörnum Bandarikjanna og Sovét-
ríkjanna gegn eldflaugavopnum
og var þetta rökstutt með því, að
hugsanlegur árásaraðili yrði
hindraður í að leggja út í kjarn-
orkuvopnaárás, ef land hans sjálfs
réði yf ir litlum vörnum gegn stór-
felldri gagnárás. Af þessum sök-
um voru strangar reglur settar um
hvar koma mætti upp radarmann-
virkjum og í hvaða átt starfsemi
þeirra ætti að beinast.
Forsætisnefnd sovézka komm-
únistaflokksins kom saman í dag
til þess að móta endanlega stefnu
Sovétríkjanna í fyrirhuguðum við-
ræðum í Genf. I stjórnarblaðinu
Izvestia var gefið í skyn í dag, að
tækist ekki að koma i veg eða
skjóta á frest vígbúnaðarkapp-
hlaupi úti í geimnum væri jafn-
framt öll von úti um frekari við-
ræður rnilli risaveldanna í kjölfar
fundarins í Genf.
Mikill fjöldi fréttamanna hvað-
anæva úr heiminum er þegar kom-
inn til Genf til þess að fylgjast
með fundi þeirra Shultz og Grom-
ykos. Bandarisk stjórnvöld létu
þann ugg i ljós fyrr i vikunni, að
með því að beina athyglinni í svo
ríkum mæli að fundinum hefðu
verið vaktar óraunsæjar vonir hja
almenningi i Bandarikjunum um
mikinn   árangur   af  fundinum   i
Genf.
Ef vel tækist gæti fundurinn
leitt til þess, að samkomulag næð-
ist um fyrirkomulag viðræðna um
að draga úr kjarnorkuvopnakapp-
hlaupinu en vart til stórbættra
samskipta og sambúðar risaveld-
anna á stuttum tíma.
Sovézkur
eðlisfræð-
ingur flýr
(kkago, 3. jaa. AP.
SOVÉZKUR kjarnorkueðlisfræð-
ingur, Artem V. Kulikov, befur
beðið um hæli sem pólitískur
nóttamaður í Bandaríkjunum.
Hætti hann við að snúa heim til
Sovétríkjanna nokkrum mínútum
áður en hann átti að stíga upp í
flugvél á O'Hare-flugvellinum í
Chicago i leiö til Moskvu 24. des.
sl.
Kulikov, sem er 51 árs gamall,
hafði starfað um langt skeið við
kjarnorkueðlisfræðistofnunina i
Leningrad. Hann var einn af
fjórum sovézkum kjarnorkueðl-
isfræðingum, sem unnið hafa
við Fermilab-rannsóknastöðina
fyrir vestan Chicago.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40