Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 9. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SÍÐUR OG LESBÓK
STOFNAÐ 1913
9. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 12. JANUAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Danmörk:
Mikið
banka-
hneyksli
Kronebanken tapar öllu
sínu fé og hlutafénu líka
k.upmannabófn, 11. jaaáar. Fra Ib Bjornbak.
frétlaritara Mbl.
El'I'I' mesta bankahneyksli í Dan-
miirku á síðari tímum er að sjá dags-
ins Ijós um þessar mundir en margt
bendir til, að Kronebanken hafi tap-
að öllu eigin fé sínu og þar með
hlutafénu. Er gjaldþrotið eitthvað á
annan milljarð dkr.
Ekki er talið, að þeir, sem áttu
sparifé sitt i bankanum, muni
verða fyrir skakkaföllum af þess-
um sökum þvi ríkisstjórnin hefur
eiginlega þvingað tvo stóra banka,
Den Danske Bank og Handels-
banken, til að tryggja hag þeirra
með 500 millj. dkr. framlagi og
Nationalbanken leggur einnig
fram tryggingar. Það kemur hins
vegar ekki í veg fyrir, að 42.000
hluthafar í Kronebanken muni að
öllum líkindum tapa sinu fé, 361
millj. dkr.
Kronebanken varð sjöundi
stærsti banki í Danmörk fyrir
tæpu ári þegar hann sameinaðist
Sjællandske Bank og Frederiks-
borg Bank og hóf mikla sam-
keppni við aðra banka. Það varð
honum hins vegar að falli enda
lítillar fyrirhyggju gætt i útlánun-
um. Nefna ma sem dæmi, að bank-
inn lánaði miklar upphæðir til
byggingafyrirtækis, sem er að
reisa geysistórt sjúkrahús í Níg-
eriu, og þykir alls óvíst hvernig
það heimtist aftur. Annars virðist
sá háttur hafa verið á hafður oft
og tíðum að skrá ekki lánveit-
ingarnar í bækur bankans.
Langt er í frá að öll kurl séu
komin til grafar og flest bendir til,
að um margs konar lagabrot sé að
ræða og að málshöfðanir séu á
næsta leiti. Um þessar mundir er
raunar verið að ræða þann mögu-
leika, að Provinsbanken sameinist
Kronebanken en það breytir engu
um það tap, sem orðið er.
Banvœn brennisteinssýra yfir Karlskoga
Morgunblaoift/Kent östlund
Myndin var tekin í Karlskoga í Svíþjóð í gær og sýnir Ijóslega brennisteinssýrugasskýið, sem lagðist yfir bæinn í gærkvöldi eftir að 30 tonn af
brennisteinssýru láku úr geymum Nobel-vopnaverksmiðjunnar. 300 manns voru fluttir frá heimilum sínum í nágrenni verksmiðjunnar en þeir
fengu að snúa aftur í dag. 20 manns voru fluttir í sjúkrahús en allir utan einn fengu að fara strax aftur. Þykir betur hafa til tekist en á horfðist
í fyrstu, en atburðurinn hefur vakið mikinn óhug í Svíþjóð enda skammt að minnast hörmunganna á Indlandi.    '        Sjá frásögn á bls. 20.
Gromyko aldrei eins
opinskár í viðræðum
Moskvu, 11. janúar. AP.
HÁTTSETTUR bandarískur embættismaður, sem var í föruneyti George P.
Shultz, utanrikÍ8ráðherra Bandaríkjanna, í Genf á dögunum, segir, að Grom-
yko, utanríkisráðherra Sovétríkjanna, hafi fundist mikið til um tillögur og
málafylgju Shultz á fundinum. Augljóst sé, að fágætt traust sé nú á milli
utanríkisráðherra stórveldanna og því meiri líkur en áður á raunverulegum
samningum um takmörkun vígbúnaðarins.
„Gromyko fannst mikið til um
hvernig við lögðum málið fram,"
sagði bandaríski embættismaður-
inn, sem ekki vildi láta nafns síns
getið. „Hann hafði þau orð um til-
lögurnar, að þær væru raunhæfar
og heilsteyptar." Embættismaður-
inn sagði, að Gromyko hefði á
fundinum með Shultz rætt ýmis
heimspekileg álitamál varðandi
varnarmál og einnig um það hvað
Sovétmenn telja nauðsynlegt til
að hernaðarjafnvægið haldist með
þeim og Bandaríkjamönnum. Hef-
ur Gromyko ekki verið jafn
opinskár áður í viðræðum við full-
trúa vestrænna ríkja. Kvað emb-
ættismaðurinn það lofa góðu um
væntanlegar afvopnunarviðræður.
Talið er, að góðar líkur séu á
samningum um langdrægar og
meðaldrægar eldflaugar en meiri
óvissa er um varnarvopnin í
geimnum og ratsjárkerfi Sovét-
manna i Síberíu. Sagði embættis-
Ofursti og yfirmaður leyniþjónustu
sovéska herráðsins flúinn vestur
Njósnaði fyrir vestræn ríki um margra ára skeið
Bonn. 11. janúar AP.
FYRRUM ofursti í sovéska hernum og yfirmaður leyniþjónustu herráos-
ins, sem er nokkurs konar samnefnari fyrir leyniþjónustur einstakra
greina hersins, hefur flúið til Vesturlanda. Dagblöð í Vestur-Þýskalandi
sögðu í dag, að maðurinn hefði um nokkurra ára skeið gefið vestrænum
nkjum gífurlega mikilvægar upplýsingar um sovésk hermál.
Ofurstinn, sem ekki hefur ver-
ið nefndur á nafn, flúði fyrst til
Sviss fyrir nokkrum mánuðum
en fór þaðan til Vestur-Þýska-
lands. Er haft eftir heimildum,
að hann hafi orðið að skilja fjöl-
skyldu sína eftir í Sovétríkjun-
um.
Blaðið „Die Stuttgarter Nach-
richten" segir í dag og hefur eft-
ir fréttaritara sinum í Moskvu,
að ofurstinn hafi árum saman
gefið vestrænum rikjum upplýs-
ingar um uppbyggingu sovéska
heraflans og enda betur í stakk
búinn til þess en nokkur annar
þar sem hann hafi verið yfir-
maður leyniþjónustu herráðsins,
sem sameinar leyniþjónustur
einstakra greina innan hersins.
Vegna þessarar aðstoðu sinnar
hafi hann á siðustu tveimur ár-
um getað gefið leyniþjónustum
Breta og Bandarikjamanna afar
nákvæmar upplýsingar um upp-
byggingu sovéska kjarnorkuher-
aflans og kjarnorkuvígbúnaðinn.
A reglulegum blaðamanna-
fundi Peter Bonisch, talsmanns
vestur-þýsku ríkisstjórnarinnar,
vildi hann ekkert segja um frétt-
ina  í  „Die  Stuttgarter  Nach-
richten" en gaf þó i skyn, að það
væri rétt, að Sovétmaður hefði
flúið vestur yfir ekki alls fyrir
löngu.
í „Die Stuttgarter Nachricht-
en" sagði, að ofurstinn hefði ver-
ið tengdasonur sovésks hers-
höfðingja og þess vegna umgeng-
ist háaðalinn í sovésku samfé-
lagi og að hér væri um að ræða
háttsettasta og mikilvægasta
Sovétmann, sem flúið hefði vest-
ur yfir allt frá stríðslokum.
Heimildamaður AP-fréttastof-
unnar í Bonn ber hins vegar á
móti því. Að sögn hefur sovéski
ofurstinn fengið hæli í Vestur-
Þýskalandi.
maðurinn, að bandaríska sendi-
nefndin hefði sagt það hreint út,
að Bandaríkjamenn myndu aldrei
fallast á bann við rannsóknum.
Paul Nitze, aðalsamningamaður
Bandaríkjastjórnar í afvopnun-
arviðræðunum, hvatti í dag vest-
ræn ríki til að halda áfram upp-
setningu meðaldrægra eldflauga
og sagði, að góður árangur i vænt-
anlegum afvopnunarviðræðum við
Sovétmenn væri undir því kominn.
Lét Nitze orð sín falla á blaða-
mannafundi í Haag í Hollandi en
Hollendingar hafa verið mjög
tvístígandi í þessu máli. Sagði
hann, að Sovétmenn hefðu því að-
eins fallist á afvopnunarviðræð-
urnar, að þeim skildist, að vest-
ræn ríki ætluðu að standa saman.
Árásir á
tvö skip í
Persaflóa
Bagdad, II. janúar. Al>.
ÍRASKAR orrustuþotur réðust í
dag á tvö skip í Persaflóa að því er
talsmaður íraska hersins sagði i
dag. Hafa þeir þá ráðist átta sinn-
um á skip í Persaflóa frá áramót-
um að eigin sögn en aðeins tvisvar
sinnum hefur það verið staðfest.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48