Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 12.01.1985, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 12. JANÚAR 1985 5 Doktors- próf í Vín ELÍNBORG Jóhannesdóttir tók vió doktorsgráðu í lífefnafræði við háskólann í Vín hinn 28. nóvem- ber sl. Sérgrein hennar er erfðaverk- fræði og fjallaði verkefni henn- ar um erfðaeiginleika í bakterí- um sem valda útbreiðslu ónæm- is við fúkkalyfjum (antibiotics). Rannsóknir sínar stundaði hún hjá lyfjafyrirtækinu Sandos, og beindust þær að kjarnsýru- greiningu til að upplýsa hegðun kjarnsýru við útbreiðslu hennar milli baktería, en þessi kjarn- sýra ber erfðaeiginleika sem valda ónæmi. Hún starfar nú hjá Bender & Co. í Vín, dóttur- fyrirtæki Boehringer Ingelheim, sem er þýzkt efnafyrirtæki og vinnur að rannsóknum á „int- erferon". Elínborg útskrifaðist frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1974 og lauk diplom-prófi í lífefnafræði frá Háskólanum í Vín 1981. Hún er dóttir Ingi- bjargar Ólafsdóttur og Jóhann- esar Einarssonar verkfræðings og er hún gift Harald Osterm- ann og eiga þau einn son. Þau eru búsett í Vínarborg. Nicolai Gedda væntanlegur til landsins EINS OG frá hefur veriA sagt í blaAinu áður, er von á Nicolai Gedda, tenórsöngvaranum góð- kunna, til landsins. Fyrstu tónleikar söngvar- ans verða fimmtudaginn 24. janúar í Háskólabíói og þar mun Gedda syngja með Sin- fóníuhljómsveit Islands aríur úr ýmsum óperum, ítölskum, frönskum og rússneskum. Þá verða hinir árlegu Vínartón- leikar sinfóníunnar haldnir laugardaginn 26. janúar og þar mun Gedda verða sér- stakur heiðursgestur og syngja lög úr óperettum. Mánudaginn 28. janúar heldur hann ljóðatónleika með Jan Eyron í Austurbæj- arbíói á vegum Tónlistarfé- lagsins í Reykjavík. Efn- isskráin á mánudeginum heit- ir „Söngvar Norðursins" og samanstendur af lögum eftir Glinka, Sibelius, Grieg, Muss- orgsky, Tchaikovski, Peter- son-Berger og Alvén. Aðgöngumiðar að tónleik- unum eru fáanlegir í Bóka- búðum Lárusar Blöndal og Sigfúsar Eymundssonar og í fstóni, Freyjugötu 1. Blýlaust benzín í Danmörku DÖNSK olíufélög bjóða við- skiptavinum sínum nú blýlaust benzín til sölu, þar sem mengun af völdum blýs í benzíni hefur farið vaxandi í heiminum á undanfórn- um árum og valdið áhyggjum. Samkvæmt upplýsingum frá Fjölverk, sem annast reglulegt eftirlit á því benzíni, sem olíufé- lögin flytja hingað til lands, hef- ur blýmagn farið minnkandi í benzíni hér á landi sl. 10 ár. Nú fer blýmagn ekki yfir 0,35 í hverjum lítra og stefna olíufélög- in að því að minnka blýmagnið enn frekar í framtíðinni. Framleiðsla á mjólk á síðasta ári varð langt umfram neyzlu Elínborg Jóhannesdóttir INNVEGIN mjólk hjá mjólkur- samlögunum síðastliðið ár var 108,4 milljónir lítra samkvæmt bráða- birgðatölum sem Framleiðsluráð landbúnaðarins hefur tekið saman. Er það tæpum 2 millj. I meira en árið áður þegar framleiðslan var 106,4 milljónir lítra en það er 1,85% aukning á milli ára. Mjólkurneysl- an minnkaði á árinu. Tölur liggja ekki fyrir um hana en búist er við að hún hafi verið innan við 100 Forsætisráðherrann um yfirlýsingu Svavars Gestssonar: Hann ætti að vita betur „ÉG KANNAST ekki við það, að rík- isstjórnin ákveði á nokkurn máta niðurstöður Kjaradóms," sagði Steingrímur Hermannsson forsæt- isráðherra, er Mbl. ræddi við hann í gær. Steingrímur bað um að þetta kæmi fram vegna yfirlýsingar Svavars Gestssonar formanns Al- þýðubandalagsins í Mbl. fyrr í vik- unni vegna úrskurðar Kjaradóms. Sagði Steingrímur að Svavar hefði í umsögn sinni sagt, að ríkis- stjórnin hefði áhrif á niðurstöður Kjaradóms og því væri það stefna hennar sem fram kæmi í úrskurði dómsins, sem forsætisráðherra sagði alrangt. Hann bætti því við, að Svavar ætti að vita betur, þar sem hann kannaðist ekki við, að sú ríkisstjórn sem þeir sátu saman í hefði fremur haft nokkur áhrif á úrskurði Kjaradóms. milljónir lítra þannig að framleiðsl- an hefur verið hátt í 10 millj. I um- fram innanlandsneyslu. Mismunur- inn kemur fram í auknum birgðum smjörs og osta og auknum útflutn- ingi osta. Aukning mjólkurframleiðsl- unnar kom öll fram á fyrri hluta ársins, að sögn Gunnars Guð- bjartssonar, framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs. Eftir að kjarn- fóðurskatturinn var hækkaður til að stemma stigu við framleiðsl- unni dró úr henni. Sagði Gunnar að ef ekki hefði verið gripið til þessa ráðs hefði framleiðslan orðið 110—111 milljónir lítra en í upphafi ársins var stefnt að því að hún yrði ekki yfir 105 millj. 1. Þegar mjólkurframleiðslan var sem mest, árið 1978, var hún um 120 milljónir lítra. MEST SELDI BILL A ÍSLANDI ananm O/áRGERD '85 ENN OG ALLTAF EINSTAKT VERÐ Viö bjóöum hinn sívinsæla UNO á frábæru veröi. Enn á ný hefur okkur tekist aö tryggja mjög hagstætt innkaupsverö þannig aö þrátt fyrir breytingar undanfarinna mánaöa er mestsölubíllinn uno bestu bílakaupin í dag. " ZT UNO 45 SUPER kr. 280.000.- á götuna með ryðvörn og skráningu (gengi 10.01. 85) EGfLL M C I # I A / TT WLHJÁLMSSONHFjr § M i Smiöjuvegt 4, Kopavogt. Simar 77200 - 77202.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.