Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 12. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						48 SIÐUR
tYgnttdaMfr
STOFNAÐ 1913
12. tbl. 72. árg.
MIÐVIKUDAGUR 16. JANUAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
Eþíópía:
Stjórnin stöðvaði
vistaflutning á
skæruliðaslóðir
<'»fth«Tra, Astralíu, 15. janúar. AP.
STJÓRNVÖLD í Astralíu hafa krafist skýringa af Eþíópíustjórn um það
hvers vegna skipsfarmur af nauðþurftum frá Ástralíu var tekinn traustataki
á leið sinni til hungursvæða þar sem skæruliðar andsnúnir stjórnvöldum
ráða ríkjurri. Hér var um nauðsynjar upp á 1,2 milljónir dollara að ræða,
aðallega matvæli.
Bill Heyden, utanríkisráðherra
Ástralíu, sagði að gengið yrði hart
fram í að fá skýrslu stjórnvalda,
en þau hafa legið undir grun um
að reyna að koma í veg fyrir að
fólk sem býr á landsvæðum beim
sem skæruliðar ráða yfir fái að-
hlynningu og hlut af þeirri erl-
endu aðstoð sem borist hefur til
landsins í ríkum mæli. Skipið
„Golden venture" var á leið til
Port Sudan er yfirvöld í Eþíópíu
komust á snoðir um varninginn,
sem var auk matvæla teppi, lyf og
vatnsborunartæki. Var skipstjór-
inn neyddur til að leggja að
bryggju í Port Assab og þar var
farminum skipað upp.
Heyden sagði það ekkert laun-
ungarmál að Ástralir hefðu ekki
síður sent nauðsynjar til skæru-
liðasvæðanna og það hefðu mörg
Vesturlanda einnig gert án sam-
ráðs við stjórnvöld í Addis Ababa,
enda létu þau umrædd héruð lönd
og leið að miklu leyti þegar vistum
væri skipt.
Vetur konungur víkur eigi
AP/Stmamynd
Ekki gefur vetur konungur eftir á meginlandi Evrópu fremur en fyrri daginn og Evrópubúar eru orðnir
langeygir eftir hlýindakafla í þeim fimbulvetri sem geysað hefur lengst af. Þessi mynd er frá lestarstöð í
Napólí á ítalíu. Lestirnar komast hvergi vegna snjóalaga og frosta.              Sjá nánar frétt á bls. 20.
Tancredo Neves
Neves
kjörinn
forseti
Río 1H- Janeiro, Brasilíu. 15. janúar. AP.
TANCREDO Neves var í dag kjör-
inn forseti Brasilíu og er hann fyrsti
forsetinn úr röðum óbreyttra borg-
ara í 21 ár. Sérstök kjörmanna-
nefnd, skipuð 686 mönnum, sat fyrir
luktum dyrum í 3,5 klukkustundir
og þar voru atkvæðin greidd. Sigur
Neves var mjög öruggur eins og bú-
ist var við.
Einn var í framboði á móti Nev-
es, Paolo Maluf, 53 ára gamall, og
naut stuðnings hersins. Maluf
fékk 180 atkvæði, 20 kjörmenn
voru fjarverandi og sex skiluðu
auðu. Neves hlaut því 480 atkvæði.
Hinn 74 ára gamli Neves hefur
lofað að „breýta Brasilíu", og naut
hann mikilla vinsælda meðal al-
mennings í landinu, enda brutust
út fagnaðarlæti í „karnivalstíl"
um alla Brasilíu.
Landinu hefur lengi verið
stjórnað af hernum og fráfarandi
forseti landsins, Joao Figuereido
hershöfðingi, lagði fram drög að
því að óbreyttir borgarar tækju
við stjórn landsins í áföngum,
fyrir fáum árum.
Afganistan:
Andspyrnumenn sneru
vörn í mikla stórsókn
Nyiu Delhi. 15. jaaiar. AP.
MKIKI háttar sókn sovéskra og afg-
anskra hermanna gegn andspyrnu-
liðum með nýja árinu snerist heldur
betur í höndum þeirra og nú í viku
byrjun hafði gagnsókn þeirra síðast
nefndu verið svo öflug að níu virki
hinna fyrst nefndu voru á valdi and-
spyrnumanna og heil deild úr afg-
anska stjórnarhernum var umkringd
og það þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir
Sovétmanna til að stökkva umsáturs-
liðinu á flótta.
Bardagar þessir hafa staðið yfir
nærri landamærum Afganistans og
Pakistans. Umkringda deildin hef-
ur hreiðrað um sig í borginni
Paktya og hafa Sovétmenn reynt
að flæma andspyrnumenn á brott
með hernaði úr lofti og af láði, en
árangur ekki orðið sem skyldi. Mik-
ið mannfall hefur orðið í liðum
beggja, en útilokað að fá áreiðan-
legar tölur þar um og trúlega veit
enginn með vissu hve margir hafa
fallið í átökum andspyrnumanna
annars vegar og stjórnarhermenna
og Sovétmanna hins vegar. þó er
vitað að meiri hluti hinna föllnu
eru óbreyttir borgarar sem í mörg-
um tiivikum hafa fallið í fjölda-
morðum Sovétmanna sem hafa
verið með hefndaraðgerðir.
Auk þessa hafa átök verið í hér-
uðunum Kundush, Badkish, Sama
Ngan og Ghazny. Útvarpið í Kabúl
greindi frá dauða 204 andspyrnu-
liða í þeim átökum, cn minntist
ekkert á mannfall í liði stjórnar-
innar og Rússa. Rússar hafa sent
11.000 manna lið á vettvang, til
landamærasvæða við íran og Pak-
istan. Er það gert í tvíþættum til-
gangi: að koma í veg fyrir vopna-
sendingar til andspyrnumanna frá
þessum löndum og einnig til að
koma í veg fyrir skæruherriað and-
spyrnuhópa sem halda til í löndun-
um tveim, en laumast svo yfir
landamærin til að gera stjórnar-
hermönnum, afgönskum eða sov-
éskum, skráveifur.
Réttarhöldin í Torun:
Bflstjóri ofurstans
saumar að honum
Torun, 15. janúar. AP.
RÉTTARHÖLDIN yfir fjórmenningunum úr pólsku leynilögreglunni sem
sakaðir eru um morðið á prestinum Popieluzsko héldu áfram í dag, tólfta
daginn í röð, og í vitnastúkuna steig bflstjóri ofurstans Adams Pietr-
us/.ka. Ofurstinn er sakaður um að hafa sktpulagt ránið og morðið, en
gagnstætt félögum sínum hefur hann ekki játað á sig ódæðið heldur
haldið fram sakleysi sínu. Framburður bfistjórans gefur þó til kynna að
frásagnir ofurstans séu ekki endilega sannleikanum samkvæmt.
Það hefur áður komið fram að   var spurður hvenær hann hefði
undirmenn Pietruszka höfðu und-
ir höndum sérstakt skírteini sem
gerði þeim kleift að komast fram-
hjá vegartálmum án þess að lög-
reglan gæti leitað í bifreiðinni.
Framburður bílstjórans, Miro-
slavs Wronski, var á þá leið, að
hann myndi vel eftir því er einn
félaganna sótti skírteinið. Hann
sagt Pietruszka frá því að undir-
maðurinn hefði sótt skírteinið og
fullyrti Wronski þá að það hefði
hann gert daginn sem prestinum
var rænt. Framburður Wronskis
þykir mikilvægur, því saksóknar-
inn vill sanna að ofurstinn sé
meðsekur.
Verjandinn tók til máls eftir
stutt hlé og spurði Wronski hvort
það væri nú alveg öruggt að Pietr-
uszka hefði heyrt í honum er hann
sagði honum frá skírteininu, eða
hvort hann kunni að hafa misskil-
ið tiðindin. Wronski sagði þá:
„Það er auðvitað hugsanlegt að
hann hafi ekki heyrt hvað ég
sagði, útvarpið var í sambandi."
Pietruszka sagði að sér hefði verið
ókunnugt um að Pietrowski höf-
uðsmaður hefði fengið skírteini
þar til daginn eftir, er höfuðsmað-
urinn skilaði því aftur. Wronski
sagði í dag að höfuðsmaðurinn
hefði sagst hafa heimild Pietr-
uszka fyrir úttekt skírteinis.
Cotton
gefur tóninn
Lundúnum, 15. janúar. AP.
ÞRJÁR breskar konur eru nú ófrískar
af sæði ónafngreindra manna sem
greiða þeim fyrir að ganga með börn-
in og afhenda þeim þau síðan. Máli af
þessu tagi er nýlokið og vakti mikið
umtal og deilur. Var það mál kennt
við „Baby Cotton" en svo var barnið
almennt kallað. Dómstólar fjölluðu
um það mál og komust að þeirri niður
stöðu að faðir barnsins og eiginkona
hans skyldu fá barnið þar sem sannað
þótti að þau gætu tryggt gott uppeldi.
Svo er hann hinn rétti faðir þó svona
hafi verið farið að.
Bresk dagblöð höfðu tíðindin eft-
ir frú Harriet Blankfeld, forstöðu-
manni fyrirtækis i Maryland sem
sá um að koma þunguninni og fæð-
ingunni i kring með aðstoð útibús
síns í Lundúnum. Frú Blankfeld
vildi ekki tjá sig nánar um börnin
þrjú sem „væru á leiðinni" eins og
hún komst að orði, að öðru leyti en
því að von væri á því fyrsta í vor.
Blankfeld sagði enn fremur að
ungfrú Cotton, sem gekk með barn-
ið umtalaða, hefði enn ekki fengið
umsamdar greiðslur. Ákvörðun um
það með hvaða hætti skyldi greiða
ungfrú Cotton yrði tekin á næstu
1—2 vikunum. Á þessum sömu vik-
um munu dómstólar í Bretlandi
kveða upp úrskurð um það hvort
barneignir af þessu tagi verði leyfð-
ar eða bannaðar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48