Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 17. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						*     *
56 SIÐUR MEÐ 8 SIÐNA IÞROTTABLAÐI
STOFNAÐ 1913
17. tbl. 72. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR 1985
Prentsmiðja Morgunblaðsins
„Svartur dagur hjá ScargilT:
Nær 2000 námamenn
sneru aftur til vinnu
LundÚDum, 21. janúar. AP.
„SVAKTIIK dagur hjá Arthur Scargill," sögðu fyrirsagnir blaða í Bretlandi
dag, en þá hurfu 1774 kolanámamenn aftur til vinnu og hefur annar eins fjöldi
ekki snúio baki við verkfallinu á einum og sama deginum síðan það hófst fyrir
um 10 mánuðum.
Talsmaður breska kolanáma-
sambandsins sagði í dag að með
þessu nýja vinnuafli væru nú
75.000 námaverkamenn sem ynnu í
trássi við verkfallið, en kolanáma-
menn í Bretlandi töldu 189.000 er
verkfallið hófst. Vikurit sem er
málsvari verkalýðsfélags kola-
námamanna segir allar tölur sem
opinberar eru um fjölda vinnandi
Víetnamar
sækja að Rauðu
khmerunum
Aranyaprathet. Thailandi. 21. janúar. AP.
FJÖLMENNAR hersveitir Víetnama
hafa nú komið sér fyrir skammt frá
búðum Rauðu khmeranna við Phnom
Malai í Kambódíu og hófust bardagar
um búðirnar í dag. Var hart barist, en
fitt um greinargóðar fregnir af átaka-
svæðinu. Rauðu khmerarnir hófu
skyndiirisir i Víetnama nokkru iður
en þeir höfðu komið sér fyrir, til þess
að þrryta þi og seinka aðgerðum
þeirra. Bar það lítinn irangur og er
flestra mil að búðanna við Phnom
Malai muni bíða sömu örlög og búða
khmera norðar við landatnæri Kamb-
ódíu og Thailands, en búðirnar sem
eru alls sex talsins, hafa fallið í hend-
ur Víetnama.
Talsmenn thailenska hersins
sögðu að um 500 skæruliðar Rauðu
khmeranna hefðu ráðist á herstöð
Víetnama í frumskógunum skammt
frá Phnom Malai og fellt marga Ví-
etnama, en liðsauki Víetnama hefði
stökkt árásarliðinu á flótta. Óljóst
er hve margir skæruliðar berjast
gegn Víetnömum, en þeir tilheyra
þremur fylkingum. Þeir eru hins
vegar taldir berjast gegn um
160.000 hermönnum Víetnama.
námamanna falsaðar, sigur í verk-
fallinu sé í raun á næsta leiti.
Málgagnið sagði jafnframt, að
viðhorf verkalýðsfélagsins væru
svo gersamlega fótum troðin í fjöl-
miðlum í Bretlandi, að áróðurs-
meistarar nasista i Þýskalandi á
sínum tíma hefðu ekki getað gert
betur. Könnum sem gerð var á veg-
um háskólans í Stirling í Skotlandi
gaf þó hið þveröfuga til kynna, þar
kom fram, að Arthur Scargill leið-
togi verkalýðsfélagsins og hans
menn hefðu fengið þrefalt meiri
tíma og rúm í öllum fjölmiðlum en
þeir sem fyrir kolanámasamband-
inu standa.
Símamynd AP.
Ronald Reagan með hönd i biblíu, sver embættiseiðinn. A móti honum er Warren Burger forseti hæstaréttar og i
milli þeirra Nancy Reagan, eiginkona forsetans.
Reagan sór embættiseiöinn:
Heitir samkomulagi við
Sovétríkin um afvopnun
Waxhinítnn. 21. lanúar AP.                                                                                                                  ^L
Waxhinetnn. 21. janúar AP.
RONALD Reagan Bandarfkjaforseti
sór i sunnudaginn embættiseiðinn
öðru sinni og hóf í dag annað kjör-
tímabil sitt. Hann lagði hönd i biblíu
og hafði embættiseiðinn eftir Warren
Burger, forseta hæstaréttar. Athöfn
minudagsins var haldin innan dyra
gagnstætt nefð, þar sem kuldi var
mikill í Washington eins og víðast
annars staðar í Bandarfkjunum.
Reagan bélt síðan ræðu í dag í tilefni
af upphafi hins nýja kjörtímabils og
var innihald ræðunnar mjög i þann
veg sem reiknað hafði verið með.
Hann lagði mikla iherslu i öll helstu
barittumil sín og lagði mikla iherslu
i að þau yrðu tekin glímutökum i
kjörtímabilinu og leidd farsællega til
lykta.
„Það eru mörg fjöll framundan
sem þarf að klífa, en við munum
klífa þau og búa til ný Bandariki,
þjóð á uppleið," sagði Reagan f
ræðu sinni. Um kjarnorkuvopnín
sagði Reagan: „Vegna hvers ein-
asta mannsbarns í öllum krókum
og kimum jarðarinnar, munu
Bandaríkjamenn beita sér fyrir al-
gerri eyðingu allra kjarnorku-
vopna."
Reagan hét því að Bandaríkin
myndu ná samningum við Sovét-
ríkin í kjarnorkuvopnamálum og
einnig hét hann því að haldið yrði
áfram á sömu braut í rannsóknum
á kjarnorkuvarnarkerfi i geimnum.
Þá sagði forsetinn, að Bandarikin
væru, undir stjórn sinni, að verða á
ný stolt þjóð, efnahagur væri að
batna og gildismat að lagast.
Hundruð þúsunda manna höfðu
ætlað sér að taka þátt í hátíðar-
höldum í Washington i tilefni
dagsins, skrúðgöngur og fleira voru
á döfinni. En frostið var um 30 stig
og Reagan fór að ráðum ráðgjafa
sinna og aflýsti dýrðinni. Stjórn-
andi barnahljómsveitar einnar sem
átti að leika þjóðsönginn sagði að
börnin hefðu verið miður sin vegna
frestunarinnar, en  hins bæri að
geta,  að er bornin  æfðu  sig á
sunnudeginum frusu horn og lúðr-
ar við hendur þeirra.
Sji ninar frétt i blaosíðu 22.
Mannskæður norðangarri
gengur yfir Bandaríkin
Metkuldi í 57 borgum
New York og vínar, 21. janúar AP.
MIKIÐ norðanstórviðri gekk yfir Bandarfkin og Kanada um helgina og
fram i minudag og hafi verið kalt i þessum slóðum iður var þó víða
metkuldi að þessu sinni. 42 dauðsföll mitti rekja beint eða óbeint til
vi'íiursins í tíu ríkjum og í rúmlega 50 borgum var um metkulda að ræða.
Kaldast var umhverfis vötnin miklu sem teygja sig bæði inn í Kanada og
Bandarfkin. Þar var kuldinn þar sem vinds gætti um 65 griður, en raun-
frost var heldur minna.
Þessum mikla kulda og noröan-
átt fylgdi allmikil snjókoma
þannig að samgöngur gengu afar
treglega víða um Bandaríkin og
óhöpp mátti rekja til hinna lélegu
akstursskilyrða. Kalt var i
Chicago, 33 stiga gaddur i logni,
og var það met, en í alls rúmlega
50 borgum mældist metkuldi. Má
nefna Beckley í Virginíu, þar sem
kuldinn var þó aðeins mínus sex
gráður. Það var hins vegar 8 stig-
um meiri kuldi en hefur nokkru
sinni mælst þar. í Charleston í
Suður-Karólínu var 11 stiga
frost, í Atlanta í Georgíu 19 stiga
frost. Er norðar dró fór kólnandi.
Metkuldi var meðal annars víða í
Ohio, Georgíu, Alabama, Tenn-
essee, Vestur-Virginiu, Pennsylv-
aníu,  Mississippi,  Kentucky  og
víðar.
Hinn 71 árs gamli William
Foggitt, sem oft hefur skákað
veðurstofunni með spám sinum í
Bretlandi, gekk fram fyrir
skjöldu og spáði hlýnandi veðri á
næstu dögum. Veðurstofan þar í
landi spáir ekki framhaldi i
hláku þeirri sem var á sunnudag-
inn og náði til vestustu hluta
Vestur-Evrópu að Noregi undan-
skildum. Foggitt byggir spár sín-
ar á atferli dýranna, moldvarpa
og fugla, og einnig á dagbókum
fjölskyldunnar sem ná til ársins
1831. Hefur Foggitt reynst ótrú-
lega sannspár oft og tiðum á
sama tíma og veðurfræðingar
hafa roðnað, en þeir hafa samt
afgreitt   spáspeki   hans   sem
„heppni og tilviljanir".
Enn er afar kalt í mestallri
Evrópu. 1 Belgíu bættist áttunda
fórnarlambið við er ittræður
maður króknaöi á heimili sínu og
kuldinn bætti fjórum við lista
látinna í Hollandi, er brostin
gasleiðsla olli sprengingu i ibúð-
arhúsi í bænum Woerden. Fjög-
urra manna fjölskylda lét lífið. í
Júgóslavíu fundust tvær ungar
systur svo illa á sig komnar á
víðavangi, að taka varð báða fæt-
ur af þeim báðum. Kuldar ná víð-
ar, i norðurhéruðum Indlands
geysa mestu kuldar sem verið
hafa svo árum skiptir, einkum þó
í Bihar, einu af fátækustu rikjum
landsins. 412 manns hafa látist,
flestir í Bihar.
Gary Hart í Moskvu:
Sovétmenn
ekki
sáttfúsir
Moskrn, 21. janúar AP.
MtCAaCT Hart, öld-
lungadeildarþing-
jmaður sem keppti
að útnefningu sem
forsetaframbjóð-
andi Demókrata-
j flokksins í fyrra,
1, var i ferðalagi um
Sovétríkin um
, helgina. Hann
ræddi við ýmsa riðamenn, meðal
annara Andrei Gromyko utanríkis-
riðherra. Hart sagði að ekkert í mili
sovésku raðamannanna benti til
þess að þeir yrðu i nokkurn hitt
sveigjanlegri í þeim afvopnunarvið-
ræðum sem fram undan eru við
Bandaríkin.
Hart sagðist hafa lagt ýmsar
hugmyndir sínar fyrir hina sov-
ésku ráðamenn, meðal annars þá
að annað risaveldanna lýsti yfir
einhliða ætlun að hætta fram-
leiðslu kjarnorkuvopna og rann-
sókna á varnarkcrfum í geimnum,
og biði hinu að fylgjast að. Sagði
Hart Gromyko og aðra sem hann
ræddi við ekki hafa tekið í þessa
hugmynd né aðrar sem hann lagði
fram og það hefði læðst að sér sú
sannfæring að Sovétmenn væru
við sama heygarðshornið og fyrr,
þeir ætluðu ekki að koma tii móts,
ætluðu ekki að vera sveigjanlegir,
þvert á móti.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48