Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 20. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						72 SIÐUR B/C
STOFNAÐ 1913
20. tbl. 72. árg.
FOSTUDAGUR 25. JANUAR 1985
Prentemiðja Morgunblaðsins
Bokassa á
vonarvöl
París, 24. janúar. AP.
BOKASSA, fyrrum einvaldur í Mið-
Afríku lýðveldinu, hefur beðið
frönsku ríkisstjórnina um að koma í
veg fyrir, að lokað verði fyrir gas og
rafmagn í hýbýlum hans vegna
ógreiddra reikninga.
Bokassa, sem steypt var af stóli
árið 1979, býr í kastala, fyrir utan
París, ásamt 15 af 54 börnum sín-
um. Hann segir að einu tekjur sín-
ar séu eftirlaun, sem franski her-
Rajiv Gandhi:
Síkhar falli
frá kröfu um
heimastjórn
>>ju Delhi, 24. janúar. AP.
RAJIV Gandhi, forsætisriðherra
Indlands, lýsti því yfir í þing-
ræðu í dag, að hann mundi ekki
taka upp viðræður við leiðtoga
síkha um deilurnar í Punjab-
fylki nema þeir fordæmdu
hryðjuverk og féllu frá kröfum
um heimastjórn.
Það var hinn herskái flokk-
ur síkha, Akali Dal, sem setti
fram kröfuna um heimastjórn
fyrir Punjab-fylki árið 1973.
„Það næst aldrei samkomu-
lag meðan Akali Dal-flokkur-
inn vill ekki falla frá þessari
kröfu," sagði Gandhi. Hann
kvað nauðsynlegt, að allir leið-
togar síkha lýstu því afdrátt-
arlaust yfir, að þeir virtu
stjórnarskrá Indlands.
ínn greiðir
honum fyrir
herþjónustu á
þeim árum, er
Frakkar fóru
með stjórn
Mið-Afríku
lýðveldisins.
Fyrr á þessu
ári kvaðst
Bokassa vera
svo blankur að börn sín yrðu að
leggja sér til munns plöntur, sem
þau tíndu í nágrenni kastalans. í
síðasta mánuði kvartaði hann yfir
því, að loka ætti fyrir vatnið í hí-
býlum hans og hótaði að efna til
mótmælastöðu með börnum sínum
fyrir utan forsetahöllina í París.
Þá var ekki lokað fyrir vatnið.
Andstæðingar Bokassa halda
því fram, að á valdaárum sínum
hafi hann framfylgt ógnarstefnu,
látið pynta og myrða fjölda
stjórnmálaandstæðinga sinna og
gert ríkissjóð gjaldþrota með
bruðli og óhófslíferni. Einvaldur-
inn fyrrverandi þvertekur fyrir,
að nokkuð sé hæft í þessum ásök-
unum.
Nýtt lœkningatœki gegn krabbameini
Simamynd/AP,
Tsutomu Sugawara, prófessor við Kyoto-háskóla í Tókýó, sést hér stjórna tæki, sem nýlega hefur verið
smíðað og auðvelda á baráttuna gegn krabbameini. Tæki þetta beitir hátíðni rafeindageislum til að
hækka líkamshita manna upp í 43 gráður á Celcíus á þeim svæðum, sem sýkt eru af krabbameini. Með
þessum hætti hefur við tilraunir að undanförnu tekist að ná undragóðum árangri við að fjarlægja æxli og
sporna gegn vexti þeirra.
Endalok kolanámuverk-
fallsins virðast blasa við
Rajiv Gandhi
Talið að leiðtogar námamanna hafi fallið frá höfuðkröfu sinni
Lundúnum, 24. janúar. AP.
LEIÐTOGAR breskra kolanámamanna, sem verið hafa í verkfalli und-
anfarna tíu mánuði, virðast hafa fallið frá þeirri höfuðkröfu sinni, að
haldið verði áfram starfrækslu náma, sem ekki skila arði. Hafa þeir
óskað eftír samningafundi í byrjun næstu viku.
Michael Eaton, talsmaður
stjórnar ríkisreknu kolanám-
anna, sagði í dag, að ef þessar
fréttir um eftirgjöf leiðtoganna
væru á rökum reistar væri hugs-
anlegt að lausn fyndist á vinnu-
deilunni innan fárra daga.
Óskin um nýjan samninga-
fund var borin fram að loknum
fundi     framkvæmdastjórnar
Samtaka kolanámamanna, sem
haldinn var í Shefffield í morg-
un. Haft var eftir Arthur Scar-
gill, hinum herskáa leiðtoga
samtakanna, að ekki yrði fallist
á að sett yrðu skilyrði fyrir þvi
að kveðja samninganefndir
deiluaðila á fund.
Stjórn ríkisreknu kolanám-
anna sendi frá sér yfirlýsingu í
dag þar sem segir að ekki komi
til greina að hefja viðræður við
verkfallsmenn á ný nema fyrir
liggi skrifleg yfirlýsing um að
þeir hafi fallið frá þeirri kröfu
sinni, að haldið verði áfram
rekstri óarðbærra kolanáma. í
kvöld sagði Trevor Bell, tals-
maður Samtaka kolanáma-
manna, að þessi yfirlýsing væri
til marks um „vísvitandi
skemmdarverkastarfsemi"
stjórnarinnar.
Verkfallið hófst í mars í fyrra
þegar stjórn kolanámanna
greindi frá því, að fyrirhugað
væri að loka 20 námum, sem
ekki skiluðu lengur arði, og
segja jafnframt 20 þúsund
námumönnum upp störfum.
Stefnubreyting Samtaka kola-
námamanna kemur á sama tíma
og fréttir berast um að námu-
verkfallið sé að leysast upp.
Samkvæmt upplýsingum frá
námunum sneru 260 námumenn
til starfa á ný í dag í fyrsta sinn
eftir að verkfallið hófst. Hafa þá
3.160 verkamenn snúið til starfa
í vikunni. Samtals eru þá 77
þúsund námumenn að störfum,
þrátt fyrir verkfallið, en námu-
menn í Bretlandi eru 187.300.
Discovery í himingeimnum á ný:
Með gervihnött sem fylgjast á
með f jarskiptum Sovétmanna
Kanav.ralh.ifoa. 24. janúar AP.
GEIMFERJAN Discovery fór í kvtild í fyrsta leiðangur sinn, sem er
hernaðarlegs sðlis. Um borð eru fimm geimfarar, sem allir eru foringjar í
Bandaríkjaher, og er haft eftir áreiðanlegum heimildum að verkefni
þeirra sé að koma á braut umhverfis jörðu gervihnetti, sem m.a. er unnt
að nota til að hlera fjarskipti í Sovétrfkjunum og víða í Evrópu, Asíu og
Afrfku.
Sovétmenn   sendu   slíkan   hálft þriðja tonn og nam kostn-
njósnahnött út í geiminn í lok   aður við smíði hans 300 milljón-
september á síðasta ári. Banda-   um bandaríkjadala.
ríski   gervihnötturinn   vegur    Af  öryggisástæðum   hefur
mikil leynd hvílt yfir undirbún-
ingi að ferð Discovery að þessu
sinni og var ekki greint ná-
kvæmlega frá brottfarartíma
ferjunnar fyrr en eftir geimskot-
ið, sem var kl. 19.50 að ísl. tíma.
Tíu mínútum síðar var ferjan
komin út í himingeiminn og
gekk allt að óskum.
Tvívegis undanfarna daga hef-
ur orðið að fresta ferð Discovery
út í geiminn vegna óhagstæðra
veðurskilyrða á Kanaveralhöfða
í Flónda.
Stjórnandi geimferjunnar er
Thomas K. Mattingly, sem er
höfuðsmaður í sjóhernum, en
hann stjórnaði annarri ferð Dis-
covery árið 1982 og var að auki í
geimfari því, sem fór umhverfis
tunglið 1972.
Colombía:
Fjörutíu fórust
íflugslysum
Bogota, < olwmbiu. 24. januar. AP.
TALIÐ er að fjörtíu manns hafi
látið iífíð í tveimur flugslysum í
Colombíu í gær.
Þegar síðast fréttist höfðu
sveitir björgunarmanna komist
að hvorugu flugvélaflakanna,
en flugmálayfirvöld töldu samt
fullvíst, að enginn hefði lifað
slysin af.
í annarri vélinni, sem fórst í
vonskuveðri í háfjöllunum í
norðvesturhluta landsins, voru
23 manns. í hinni, sem hrapaði
skammt frá Cali, þriðju
stærstu borg Colombíu, voru 17
manns.
Ekkert er enn vitað um
orsakir flugslysa þessara.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52