Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 20. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						MORGUNBLADIÐ, FÖSTUDAGUR 25. JANÚAR 1985
Bifreiðin
enn ófundin
ÞRÁTT fyrir víðtæka leit að bifreið-
inni X-5571, bæði úr lofti og á landi,
hefur ekkert til hennar spurst. Bif-
reiðin hefur verið týnd frá því um
hádegisbil á sunnudag. Auglýst var
eftir henni í blöðum og útvarpi í gær.
Bifreiðin er Willys-jeepster jeppi, ár-
gerð 1967, blágrá að iit með svörtum
toppi. Þeir sem kunna að hafa orðiö
bifreiðarinnar varir vinsamlega láti
lögregluna vita.
Vínartón-
leikar Sin-
fóníunnar
HINIR árlegu Vínartónleikar
Sinfóníuhljómsveitar íslands
verða í Haskólabíói á morgun,
laugardaginn 26. jan., og hefjast
þeir að þessu sinni kl. 17.00. Á
efnisskránni eru atriði úr ýms-
um óperettum eftir Johann
Strauss og Franz Lehár. Stjórn-
andi er Páll P. Pálsson og ein-
söngvari á tónleikunum er aust-
urríski tenórsöngvarinn Michael
Pabst.
í frétt frá Sinfóníuhljómsveit
fslands segir um Pabst: „Hann
hefur starfað við Borgarleikhúsið
í Augsburg og frá 1983 við Volks-
oper í Vín. Hann starfaði við óper-
una í Barcelona 1982 og hefur á
síðustu árum tekið þátt í mörgum
tónlistarhátíðum. I fyrra kom
hann fram á hinni frægu Wagn-
er-hátíð í Bayreuth og er ráðinn
þangað aftur nú í sumar. Á þessu
ári er hann einnig ráðinn til starfa
í Strassbourg og r Houston í Tex-
as. Meðal hlutverka hans eru aðal-
tenórhlutverkin í jafnólíkum
verkum og „Seldu brúðinni" eftir
Smetana, „Lohengrin" eftir
Wagner, „Der Freischutz" eftir
Weber og „Sígaunabaróninum"
eftir Richard Strauss."
Tölvukaup
grunnskólanna:
Engin ákvörð-
un um að
kaupa ekki
Apple
segir Grímur Laxdal
framkvæmdastjóri
í Radíóbúðinni
„ÞAÐ er ekki rétt eins og
gefið er í skyn í viðskipta-
blaði Morgunblaðsins á
fímmtudag, að í grunnskól-
um Akureyrar hafí verið horf-
ið frá því, að kaupa Apple-
tólvur, en þess í stað
BBC-tölvur. Það hefur engin
ákvörðun um tölvuval verið
tekin enn," sagði Grímur
Laxdal, framkvæmdastjóri
Radíóbúðarinnar í samtali
við Morgunblaðið.
Grímur sagði staðreynd
málsins þá, að ekki hefði verið
mörkuð nein stefna í tölvu-
kaupum fyrir grunnskólana
og því engin ein tegund enn
tekin fram yfir aðra. Auk
þess væri það ekki rétt, að
Innkaupastofnun     ríkisins
hefði markað þessa tölvu-
stefnu. Það hefði verið
menntamálaráðuneytið, sem
það hefði gert. Innkaupa-
stofnun væri hins vegar sá
aðili, sem sæi um viðskipta-
hliðina.
Formaður Alþýðuflokksins á fundi formanna á Norðurlöndum:
Á móti tillögu um kjarnorku-
vopnalaust svæði á Norðurlöndum
JÓN BALDVIN Hannibalsson fonnaður Alþýðuflokksins lýstí yfir andstöðu
við tillögu Ankers Jörgensen formanns Jafaaðarmannaflokks Danmerkur á
fundi jafnaðarmannaflokka á Norðurlöndum, sem haldinn var í Osló 16. og 17
janúar sl. Tillaga Jörgensen, sem er leiðtogi stjórnarandstöðunnar í Dan-
mörku, var m.a. þess efnis, að komið yrði £ fót kjarnorkuvopnalausu svæði á
Norðurlöndum og að lýst yrði yfir stuðningi við tillögu svokallaðra Palme-
nefndar um kjarnorkuvopnalaust belti í Mið-Evrópu, að sögn Jóns Baldvins.
Niðurstaða málsins varð sú, einnig að sögn Jóns Baldvins, að Gro Harlera
Brundtland formaður Norska Verkmannaflokksins, sem var gestgjafi fundar-
ins, lagði til milamiðlun, sem samþykkt var á fundinum.
Auk   stefnuyfirlýsingar   um   inu kosið að tryggja öryggi sitt með
eftir annað brotið alþjóðasam-
skiptareglur og reyndar landhelgi
þessara ríkja með því að vera með
kjarnorkuvopn innanborðs í kjarn-
orkukafbátum uppi í kálgörðum í
Svíþjóð."
Jón Baldvin sagði að lokum, að
niðurstaða málsins hefði orðið sú,
eftir nokkurt fundarhlé, að gest-
gjafi fundarins, Bruntland, hefði
beitt sér fyrir málamiðlun á þá
leið, að lýst yrði yfir stuðningi við
hugmyndir um gagnkvæmt sam-
komulag milli austurs og vestur um
afvopnun og lækkun spennu í
V-Evrópu og að fullt tillit yrði tek-
ið til ólíkra aðstæðna Noðurlanda.
skilgreiningu efnahagsmálastefnu
jafnaðarmanna á Norðurlöndum
var umrædd tillaga Ankers Jörg-
ensen formanns danska Jafnað-
armannaflokksins til umræðu. Um
hana sagði Jón Baldvn í viðtali við
blm. Mbl.: „Hún var þess efnis, að
leiðtogar jafnaðarmannaflokka
Norðurlanda lýstu yfir, fyrir hðnd
flokka sinna, stuðningi við þá
hugmynd að stofna kjarnorku-
vopna laust svæði á Norðurlöndum
og stuðningi við tillögu Palme-
nefndarinnar um Evrópu. Jafn-
framt var áskorun á ríkisstjórnir
Norðurlanda um að hrinda þessari
hugmynd einhliða í framkvæmd.
Ég lýsti því yfir fyrir hönd jafnað-
armanna á íslandi að þessa hug-
mynd gætum við ekki samþykkt."
Jón sagði, að rökstuðningur sinn
fyrir mótmælunum gegn tillögunni
hefði verið sá að benda í fyrsta lagi
á að þrjú Norðurlandanna væru að-
ilar að Atlantshafsbandalaginu. í
annan stað væru 85% íslendinga
þeirrar skoðunar að aðild að Atl-
antshafsbandalaginu væri grund-
völlur að öryggisstefnu íslands.
Þriðja atriðið sem hann sagðist
hafa bent á væri sú staðreynd, að
þrjú Norðurlandanna hefðu með
aoild sinni að Atlanshafsbandalag-
aðild að varnarbandalagi vest-
rænna lýrðæðisríkja, en hin tvö,
Finnland og Sviþjóð, teldu sig
hlutlaus.
Jón Baldvin sagði ennfremur:
„Ég sagði þvínæst: Ef við erum í
varnarhandalagi, sem hefur
ákveðna varnarætlun þá eigum við
sem erum í Atlantshafsbandalag-
inu að taka hugmyndir sem þessar
upp innan þess og svara um leið
þeirri spurningu, hvað ætti að
koma í staðinn. Þar að auki sagði
ég, að íslendingar tækju aðild sína
að Atlantshafsbandalaginu alvar-
lega og að við værum andvíg slík-
um einhliða yfirlýsingum, án sam-
ráðs við samstarfsaðila. Við teldum
einnig tilloguna í lausu lofti og
merkingarlausa nema því aðeins að
hún væri liður í gangkvæmum
samningum milli Atlantshafs-
bandalagsins annars vegar og
Varsjárbandalagsins hins vegar
um gagnkvæma samning um af-
vopnun í Vestur-Evrópu. Að lokum
benti ég á, að það væru engin
kjarnavopn á Norðurlðndum og
engar áætlanir um að þeim yrði
komið þar fyrir, utan einnar und-
antekningar, en samkvæmt upplýs-
ingum sænskra og norskra hernað-
aryfirvald hefðu Sovétríkin hvað
Vinsældalisti rásar 2:
WHAM! heldur sínu striki
HLJÓMSVEITIN Wham! vermir
enn fyrsta sæti vinsældalista rásar 2
og litlar hreyfingar eru á listanum,
enda tiltölulega lítið framboð á nýrri
frambærilegri rokktónlist um þessar
mundir, íslensku sveitirnar Grafík
og Stuðmenn halda sínu striki og
báðar hafa þær þokast upp listann,
Grafík úr 4. í 3. sæti og Stuðmenn úr
6. í 5. sæti. Vinsældalistinn lítur ann-
ars svona út:
1. ( 1) Everything She Wants —
Wham!
2. ( 2) Sex Crime — Eurythmics
3. ( 4) Húsið og ég - Grafík
4. ( 6) Búkadú — Stuðmenn
5. ( 5) „16" - Grafík
6. ( 3) One Night in Bangkok -
Murray Head
7. ( 7) Heartbeat - Wham!
8. (11) Like a Virgin — Madonna
9. ( 8) Love is Love — Culture
Club
10. (13)  Easy  Lover  -  Philip
Baily
Blásarakvintettinn frá Falun í Svíþjóð leikur a fyrstu tónleikum Myrkra
músíkdaga f Norræna húsinu nk. laugardag.
Myrkir músíkdagar hefj-
ast með hækkandi sól
Myrkir músíkdagar hefjast á
morgun, laugardag, og standa til
10. febrúar.
Það er Tónskáldafélag íslands
sem stendur að Myrkum músík-
dögum í samvinnu við flytjendur
Háskólatónleika, menntamála-
ráðuneyti og Reykjavíkurborg.
Samtímis músíkdögunum verður
sýning á handritum úr fórum ís-
lensku tónverkamiðstöðvarinnar
á Kjarvalsstöðum dagana 2. til
10. febrúar.
Á fyrsta degi leikur Blásara-
kvintettinn frá Falun í Svíþjóð í
Norræna húsinu klukkan 17.00.
Blásarakvintettinn frá Falun var
stofnaður árið 1976 og að sögn
aðstandenda Myrkra músíkdaga
hefur hann þegar unnið sér sess
sem einn fremsti blásarakvintett
á Norðurlöndum.
A efnisskránni á laugardaginn
verðá   blásarakvintettar   eftir
Joonas Kokkonen, Leif Þórarins-
son og Hans Holewa, sonata fyrir
einleiksflautu eftir Carin Malm-
löf-Forssling og verkið Déja
Connu — Déja Entendu eftir Bo
Nilsson.
Næstu tónleikar músíkdagana
þar á eftir verða laugardaginn 2.
febrúar kl. 17.00 í Bústaðakirkju,
en þar leikur Strengjakvartett
Guðnýjar Guðmundsdóttur.
Síðan verða tónleikar sunnu-
daginn 3. febrúar, miðvikudaginn
6.  febrúar og sunnudaginn 10.
febrúar. Auk þess verða frum-
flutt verk eftir tvö íslensk tón-
skáld. Fiðlukonsert eftir Hafliða
Hallgrímsson verður frumfluttur
á kammertónleikum Sinfóníu-
hljómsveitar fslands 31. janúar
og sellókonsert Jóns Ásgeirsson-
ar á áskriftartónleikum Sinfóníu-
hljómsveitarinnar fimmtudaginn
7. febrúar.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48
Blašsķša 49
Blašsķša 49
Blašsķša 50
Blašsķša 50
Blašsķša 51
Blašsķša 51
Blašsķša 52
Blašsķša 52