Tķmarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrį inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Morgunblašiš

og  
S M Þ M F F L
. . 1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30 31 . .
Smelltu hér til aš fį meiri upplżsingar um 21. tölublaš 
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoša ķ nżjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |Ašlaga hęš


Vafrinn žinn styšur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til aš skoša blašsķšuna sem JPG
Morgunblašiš

						

48 SIÐUR OG LESBÓK
¦KgmiIiliifrUk
STOFNAÐ 1913
21. tbl. 72. árg.
LAUGARDAGUR 26. JANUAR 1985
Prentemioja Morgunblaðsins
Noregur.
Sjö erlend
bankaútibú
Osló, 25. jinúar AP.
NORSKA stjórnin veitti í dag þremur
bandarískum, einum brezkum og
þremur frönskum bönkum heimild til
þess að stofna útibú í Noregi.
Bandarísku bankarnir eru Chase
Manhattan, Citybank og Manufact-
urers Hanover Trust, sem allir hafa
aðsetur í New York. Brezki bankinn
er Samuel Montagu Co. í London.
Einn franskur banki, Banque
Paribas, fékk heimild til þess aö
stofna sjálfstætt útibú, en hinir
frönsku bankarnir tveir, Banque
Indosuez og Banque Nationale de
Paris, hyggjast stofna útibú í sam-
vinnu við norsku bankana Roga-
landsbanken i Stafangri og For-
retningsbanken í Þrándheimi. Munu
norsku bankarnir tveir eiga 20% í
þessum útibúum.
Öll bankaútibúin verða í Osló.
Þrír sænskir bankar höfðu einnig
sótt um heimild til þess að opna
útibú i Osló, en þeim var neitað á
þeim forsendum, að norskum bönk-
um væri ekki leyft að setja upp úti-
bú í Svíþjóð.
1
Chernenko
er veikur
Bonn og Moskvu, 25. janúar. AP.
HÁTTSEXriR sovéskir embætt-
ismenn hafa staofest, að Konst-
antin Chernenko, forseti Sovét-
ríkjanna, sem ekki hefur sést
opinberlega í fjórar vikur, sé veik-
ur. að því er vestrænn stjórnarer-
indreki, sem ekki vill láta nafns
síns getið, skýrði AP-fréttastof-
unni frá í dag.
Stjórnarerindrekinn sagði, að
sovésku embættismennina hefði
hins vegar greint á um eðli veik-
inda forsetans. Sumir töluðu um
lungnaþembu, aðrir um heila-
blæðingu. Hann sagði að svo
virtist, sem þeir teldu allir að
veikindi hans væru alvarleg.
Samtímis því, að þessar
fregnir bárust frá Moskvu, var
frá því greint i höfuðstöðvum
Jafnaðarmannaflokksins      í
V-Þýskalandi, að sovésk stjórn-
völd hefðu tilkynnt að heimsókn
Willy Brandt, formanns flokks-
ins, til Sovétríkjanna, hefði ver-
ið frestað um óákveöinn tíma.
Fyrirhugað var að Brandt yrði í
Moskvu 14.—16. febrúar nk.
Konstantin Chernenko, sem
er 73 ára að aldri, sást síðast
opinberlega 27. desember sl.
Hann átti að sitja fund leiðtoga
Varsjárbandalagsríkja í Sofiu i
siðustu viku, en fundinum var
óvænt frestað og hefur það gefið
vangaveltum um heilsu forset-
ans byr undir báða vængi.
Mikið orð fer af „Bláa lóninu" sem heilsulind og njóta þar margir baða. Þessa mynd tók Ijósmynd
ari Morgunblaðsins, Friðþjófur Helgason, af þremur ungum stúlkum, sem voru að baða sig í lóninu.
Styttist í lok brezka kolaverkfallsins:
Óformlegar viðræður
boðaðar í næstu viku
Londori. 25. jmnúar. AP.
LEIÐTOGAR sambands námaverkamanna í Bretlandi og stjórn
ríkisreknu kolanámanna þar í landi ætla að halda med sér „óform-
legar viðræður" í næstu viku um að binda endi á námaverkfallið,
sem staðið hefur í 10 mánuði.
Michael Eaton, talsmaður
stjórnar kolanámanna, sagði í
dag, að þessar viðræður myndu
fara fram á þriðjudag. „Við höf-
um brugðizt jákvætt við bréfi því,
sem við fengum frá sambandi
námaverkamanna, þar sem rætt
er um, að fram fari óformlegar
viðræður um fyrirkomulag frek-
ari samningaviðræðna," sagði
Eaton.
Arthur Scargill, forseti sam-
bands námamanna, sagði i stuttri
yfirlýsingu í dag, að ákveðið hefði
verið að taka boði stjórnar kola-
námanna um viðræður.
Aðal deiluefnið er þó óleyst.
Samband námamanna neitar al-
farið þeirri kröfu Margaret
Thatcher forsætisráðherra, að
áður en nýjar viðræður hefjist í
alvöru, viðurkenni sambandið
skriflega þá grundvallarreglu, að
óarðbærum námum skuli lokað.
Er þessi krafa talin sýna tor-
tryggni stjórnarinnar um að
Scargill hyggist notfæra sér þess-
ar viðræður til þess eins að fá
námamenn til að hætta við að
snúa til vinnu.
Neil Kinnock, leiðtogi Verka-
mannaflokksins,      gagnrýndi
Thatcher í dag og sagði, að þessi
krafa hennar nyti ekki stuðnings,
enda markmiðið eingöngu að auð-
mýkja samband námamanna sem
mest.
Flest brezk blöð spáðu því hins
vegar í dag, að nú færi að styttast
í lok verkfallsins. Stjórn kola-
námanna tilkynnti að 3.385 verk-
fallsmenn hefðu snúið til vinnu í
þessari viku og væri því fjöldi
þeirra í þessum mánuði orðinn
9.332.
Botha, forseti Suður-Afríku:
Blökkumenn fái auk-
in áhrif og réttindi
Höfoaborx, 25. jannar. AP.
P.W. BOTHA, forseti Suður-Afríku, sagði í dag að stjórnvöld þar yrðu ao
auka áhrif og réttindi blökkumanna í landinu . Tilgreindi hann sem ástæður
óeirðir blökkumanna víos vegar um landið að undanförnu og vaxandi mót-
mælaöldu gegn Suour-Afríku erlendis.
Botha sagði þetta í ávarpi, sem
hann flutti á fyrsta fundi nýkjör-
ins þings. Mælti hann þar með því,
að svonefnd log um „homlur við
fólksflutningum" yrðu milduð, en
þau koma í veg fyrir að blökku-
menn flytjist frá fátækum heima-
héruðum sínum og setjist að í
grennd við borgir hvítra manna til
að leita sér þar að atvinnu. Jafn-
framt yrðu stjórnvold að leita
samkomulags við blökkumenn um
jafn mikilvæg réttindi og ríkis-
borgararétt í landinu.
Forsetinn útskýrði ekki tillögur
sínar í einstökum atriðum. Hann
kvaðst vera reiðubúinn til að ræða
um moguleg eignarréttindi
blökkumanna á fasteignum í að-
skildum hverfum, sem væru þó í
grennd við borgir hvítra manna.
Það yrði fyrsta útfærslan á eign-
arréttindum blökkumanna í land-
inu allt frá árinu 1913, er þeim var
meinað að eignast land utan
heimahéraða sinna
Sjá ummæli Ðesmond Tutus i bls.
20.
Póisku réttarhöldin:
Kvikmynd
sýnd af líkinu
Toren, 25. jaaáar. AP.
í réttarhöldunum vegna
morðsins á pólska prestinum
Jerzy Popieluszko var í dag
sýnd kvikmynd af líki hans
aðeins nokkrum sekúndum
eftir að kafarar höfðu náð því
á land úr Vislufljóti.
Sýningartími myndarinnar,
sem er svart-hvít, var um 30
mínútur og var hún sýnd af
hálfu ákæruvaldsins sem
sonnunargagn um ástand líks-
ins, er það fannst 11 dögum
eftir að því hafði verið varpað
í vatnið.
Myndin sýndi Popieluszko
enn í svartri prestshempu
sinni, en líkami hans var stífur
og hnén beygð sökum kaðals,
sem bundinn var um fæturna
en siöan festur með snöru um
hálsinn. Poki með grjóti til
þess að sökkva líkinu var
bundinn við fætur þess.
					
Fela smįmyndir
Blašsķša 1
Blašsķša 1
Blašsķša 2
Blašsķša 2
Blašsķša 3
Blašsķša 3
Blašsķša 4
Blašsķša 4
Blašsķša 5
Blašsķša 5
Blašsķša 6
Blašsķša 6
Blašsķša 7
Blašsķša 7
Blašsķša 8
Blašsķša 8
Blašsķša 9
Blašsķša 9
Blašsķša 10
Blašsķša 10
Blašsķša 11
Blašsķša 11
Blašsķša 12
Blašsķša 12
Blašsķša 13
Blašsķša 13
Blašsķša 14
Blašsķša 14
Blašsķša 15
Blašsķša 15
Blašsķša 16
Blašsķša 16
Blašsķša 17
Blašsķša 17
Blašsķša 18
Blašsķša 18
Blašsķša 19
Blašsķša 19
Blašsķša 20
Blašsķša 20
Blašsķša 21
Blašsķša 21
Blašsķša 22
Blašsķša 22
Blašsķša 23
Blašsķša 23
Blašsķša 24
Blašsķša 24
Blašsķša 25
Blašsķša 25
Blašsķša 26
Blašsķša 26
Blašsķša 27
Blašsķša 27
Blašsķša 28
Blašsķša 28
Blašsķša 29
Blašsķša 29
Blašsķša 30
Blašsķša 30
Blašsķša 31
Blašsķša 31
Blašsķša 32
Blašsķša 32
Blašsķša 33
Blašsķša 33
Blašsķša 34
Blašsķša 34
Blašsķša 35
Blašsķša 35
Blašsķša 36
Blašsķša 36
Blašsķša 37
Blašsķša 37
Blašsķša 38
Blašsķša 38
Blašsķša 39
Blašsķša 39
Blašsķša 40
Blašsķša 40
Blašsķša 41
Blašsķša 41
Blašsķša 42
Blašsķša 42
Blašsķša 43
Blašsķša 43
Blašsķša 44
Blašsķša 44
Blašsķša 45
Blašsķša 45
Blašsķša 46
Blašsķša 46
Blašsķša 47
Blašsķša 47
Blašsķša 48
Blašsķša 48