Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.03.1985, Blaðsíða 1
80SIÐUR B STOFNAÐ 1913 50. tbl. 72. árg. FÖSTUDAGUR 1. MARS 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Breska námudeilan: Framhald ræðst á sunnudaginn London, 28. febrúar. AP. FRAMKV/EMDASTJÓRN samtaka námumanna ákvað í lok sjö stunda fund- ar í kvöld að efna til ráðstefnu á sunnudag um framhald -erkfalls námu- manna. Fulltrúar allra náma verða viðstaddir og m.a. rætt um hvort verkfalli skuli hætt í áföngum. Arthur Scargill leiðtogi námumanna sagði fyrir fundinn að sigur væri enn mögulegur ef fleiri námumenn sneru ekki til vinnu. Deilur spruttu upp í kvöld vegna ummæla Elísabetar drottningar, sem lét í ljós vonbrigði vegna verk- fallsins í heimsókn til Lundúna- blaðsins The Times í dag í tilefni 200 ára afmælis blaðsins. Blaða- maður Times kvaðst í samtali við BBC draga þá ályktun að drottning- in væri þeirrar skoðunar að Scargill ætti öðrum fremur sök á því hvern- ig komið væri. Scargill reiddist fregnunum og Dollar olli halla á viðskiptum WjLshington. 28. febrúar. AP. Viðskiptahalli Bandaríkja- manna í janúarmánuði nam 10,3 milljörðum dollara þrátt fyrir met í útflutningi bandarískrar fram- leiðslu. Hallinn í janúar er 28% meiri en í desember, en þá var hallinn á utanríkisviðskiptunum 8 milljarðar dollara. Helzta ástæð- an fyrir þessari þróun er batnandi staða dollars, sem farið hefur hækkandi í verði allt frá árslok- um 1980. Féll hann í gær, en styrktist á ný í dag. Útflutningur Bandaríkja- manna í janúar nam 19,4 millj- örðum dollara, miðað við 19,2 milljarða í júlí í fyrra, sem var metmánuður, og 18 milljarða í desember. Aukningin í janúar var mest í vélabúnaði, skrif- stofutækjum og fólksbílum. Innflutningur nam hins vegar 29,7 milljörðum dollara. Mestur var hallinn á janúar- viðskiptum við Japani, eða 3,7 milljarðar dollara, sem er 31% aukning miðað við desember, hallinn gagnvart ríkjum Vest- ur-Evrópu nam 2 milljörðum og 1,1 milljarði gagnvart bæði Kanada og Formósu. Sjá nánar „Dollar hækkaði" á bls. 28. skellti skuldinni á kolafélagið og ríkisstjórnina, sem hann sagði áforma að skera námumenn við trog. Talsmaður konungsfjölskyld- unnar gaf út þá yfirlýsingu að drottningin tæki ekki afstöðu í deilumálum. Ritstjóri Times harm- aði og að einkaviðræður drottn- ingarinnar við starfsfólk blaðsins skyldu valda slíkum úlfaþyt. Margrét Thatcher forsætisráð- herra hvatti námumenn í þingræðu til að taka málin í sínar hendur og endurreisa iðnað, sem leiðtogar þeirra væru nær búnir að leggja í rúst. Brezka kolafélagið segir 1.018 námumenn hafa hætt verkfalli í dag og því séu 95.000, eða 51 % allra námumanna, ekki lengur í verkfalli. Sjá leiðara, „Greiða atkvæði með fótunum", á bls. 32. Verkfallsmenn snúa til vinnu í vikunni. Á sunnudag ákveða fulltrúar námumanna hvert framhald deilunnar verður. Játning Treholts: Lét sovéska njósnara fá norsk trúnaðarmál Ósló, 28. Febrú*r. Frá Elisibelu JónasdóUur, fréltarilura Mbl. VIÐ réttarhöldin í dag viðurkenndi Arne Treholt í fyrsta skipti, að hann hefði afhent sovésku leyniþjónust- unni, KGB, norsk trúnaðarskjöl. Hef- ur Treholt nú lokið varnarræðu sinni en það vakti mikla athygli viðstaddra við réttarhöldin í dag, að Treholt virt- ist brugðið, hann var taugaóstyrkur og heimsmannslegt fasið, sem ein- kenndi hann fyrstu dagana, á bak og burt. Norska sjónvarpið sagði í kvöld, að Treholt væri í raun búinn að játa, aikeins væri eftir að meta skaðann, sem hann hefði valdið þjóð sinni. Arne Treholt viðurkenndi við réttarhöldin í dag, að hann hefði afhent Sovétmanninum Gennady Titov trúnaðarskjöl, sem fjölluðu um fyrirlestur, sem Dagfinn Steenseth, sendiherra Noregs í Moskvu, hélt við háskóla hersins um mat á innan- og utanríkismál- um í Sovétríkjunum. Gerðist þetta í maí 1983 á veitingahúsi í Hels- inki. Hann viðurkenndi einnig, að hann hefði vitað, að Titov var starfsmaður KGB þegar Gunnvör Galtung Haavik var handtekin árið 1977. I framhaldi af því kvaðst hann hafa gengið út frá því sem vísu, að Vladimir Zjizjin ynni einn- ig fyrir KGB. 8 lögreglumenn féllu í árás IRA Newry, Neróur-írlandi, 28. febrúar. AP. HRYÐJIIVERKAMENN írska lýðveldishersins, IRA, drápu a.m.k. átta lög- regluþjóna og einn óbreyttan borgara í sprengjuárás á víggirta lögreglustöð í Newry á landamærum írska lýðveldisins í kvöld. Tveggja lögregluþjóna er saknað og er óttast að þeir séu látnir í rústum stöðvarinnar. Tveir lögregluþjónar til viðbótar særðust lífshættulega er sex mjög öflugar sprengikúlur sprungu í stöðinni. Þrjár þeirra hæfðu mat- stofu lögreglustöðvarinnar í kaffi- tíma kvöldvaktarinnar. Áttu þeir, sem þar voru, ekki undankomu auðið. Sprengjunum var skotið úr um 250 metra fjarlægð frá stöðinni. Sprengjuvörpurnar voru á stolnum vörubíl og reyndust fjarstýrðar. Að sögn lögreglumanns þykir krafta- verk að ekki fórust fleiri, því sprengjurnar hæfðu beint í mark, m.a. varðturn stöðvarinnar. Mörg hús í nágrenninu löskuðust og sex lögreglubílar gjöreyðilögðust. Alls slösuðust 30 manns, þar af tveir lífshættulega. , Hin útlægu hryðjuverkasamtök, IRA, lýstu ábyrgð á hendur sér. „Þetta var meiri háttar og þraut- skipulögð aðgerð, sem sýnir að við getum látið til skarar skríða hvar sem er og hvenær sem okkur sýn- ist,“ sagði í tilkynningu IRA. Hingað til hafa heimasmíðuð stór- skotavopn IRA reynst ónákvæm, en nákvæmni sprengjuvörpunnar í kvöld veldur yfirmönnum örygg- ismála á N-Irlandi kvíða. Treholt átti enga fundi með KGB á árunum 1977 og ’78. Ástæðan fyrir því var handtaka Gunnvarar Galtung Haavik, sem m.a. olli því, að Titov varð að fara frá Noregi. Makarov, sovéskur sendiráðs- starfsmaður, heimsótti Treholt síð- an árið 1979 og hvatti hann til að fara að hafa samband að nýju. í framhaldi af því fór hann til fund- ar í Helsinki við Titov 27. janúar það sama ár. Á þessum fundi var hann síðan kynntur fyrir Zjizjin, sem eins og Treholt var á förum til New York. Treholt skýrði síðan frá því, að hann hefði að vorlagi árið 1981 í fyrsta skipti afhent Zjizjin trúnað- arskjöl eða afrit af skeytum, sem merkt voru sem trúnaðarmál. Þetta voru skeyti, sem hann kvaðst hafa talið tiltölulega meinlaus. Treholt viðurkenndi svo síðar í réttarhöldunum í dag, að hann hefði einu sinni afhent Zjizjin skjal, sem merkt var „algert trún- aðarmál" og hann hafði aðgang að stöðu sinnar vegna. Var innihald skjalsins eða skýrslunnar samtal, sem Knud Frydenlund, þáverandi utanríkisráðherra, átti við banda- ríska sendiherrann Marshall Schu- man, sem sá um samskipti austurs og vesturs í ríkisstjórn Carters. Arne Treholt játaði einnig, að hann hefði fengið 40.000 dollara frá írösku leyniþjónustunni fyrir „ráð- gefandi aðstoð", sem hann sagði hafa verið úttekt hans sjálfs á Persaflóastríðinu, byggða á ýmsum skjölum, og athugun á hugsanleg- um vopnakaupum fraka á Norður- löndum. Eftir játningar Treholts í dag var komist svo að orði í fréttaskýr- ingu norska sjónvarpsins, að mál- inu væri í raun lokið að hluta og nú væri aðeins eftir að meta hve mikið tjón Arne Treholt hefði unnið þjóð sinni. Sjá frásagnir af réttarhöldunum yfir Arne Treholt á bls. 29.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.