Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 09.05.1985, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. MAÍ 1985 37 Morgunbladið/Ol.K.Mag. Dregið í happdrætti skáta í dag verður dregið í happdrætti margir bílar. I gær vöktu skátarn- Hjálparsveita skáta og eru því síð- ir athygli á happdrættinu á Lækj- ustu forvöð að kaupa miða. 1 boði artorgi. eru 95 vinningar, þar á meðal Börkur NK seldi í Grimsby — skemmdist lítillega í árekstri við skozkan fiskibát TVÖ skip seldu afla sinn er- lendis á miðvikudag og fengu þau þokkalegt verð fyrir hann. Eitt íslenzkt skip til viðbótar mun selja afla sinn í Englandi í lok vikunnar. Karlsefni RE seldi 213 lestir, mest karfa og grálúðu, í Cux- haven. Heildarverð var 5.220.200 krónur, meðalverð 24,51. Mikið framboð af fiski hefur verið í Þýzkalandi þessa viku og hefur það dregið mögulegt verð nokkuð niður. Börkur NK seldi 134,2 lestir í Grimsby, mest þorsk, en einnig nokkuð af ufsa. Heildarverð var 5.192.600 krónur, meðalverð 38,68. Á leið sinni til Grimsby varð Börkur fyrir því óhappi, að lenda í árekstri við skozkan fiskibát. Litlar sem engar skemmdir urðu á Berki, en skozki fiskibáturinn skemmdist talsvert. Engin slys urðu á mönnum. Óhappið tafði ferðir Barkar ekki svo nokkru næmi. Sjópróf vegna óhappsins höfðu ekki farið fram á miðviku- dag. Úthlutun starfslauna listamanna 1985: 3,4 milljónir til 38 listamanna Morgunblaöinu hefur bor- ist eftirfarandi frétt frá út- hlutunarnefnd starfslauna listamanna: í fjárlögum fyrir árið 1985 eru ætlaðar 3,4 milljónir til starfs- launa listamanna. Starfslaunin miðast sem næst við byrjunar- laun menntaskólakennara. Umsóknir voru að þessu sinni 128. Þessir hlutu starfslaun, sam- tals 38: 12 mánaða laun: Brynhildur Þorgeirsdóttir myndlistarmaður, Guðrún Tryggvadóttir myndlist- armaður, Áskell Másson tónlistarmaður, Karólína Eiríksdóttir tónlistar- maður. 6 mánaða laun: Gylfi Gíslason myndlistarmaður, Jóhanna Bogadóttir myndlistar- maður, Jón Gunnar Árnason myndlistar- maður, Kjartan ólason myndlistarmað- ur, Kolbrún Björgólfsdóttir mynd- listarmaður, Sigurður Örlygsson myndlistar- maður, Pétur Einarsson leikari, Friðrik Þór Friðriksson kvik- myndagerðarmaður. 3 mánaða laun: Bergþóra Árnadóttir tónlistar- maður, Helga Ingólfsdóttir tónlistar- maður, Hlíf Sigurjónsdóttir tónlistar- maður, Marteinn H. Friðriksson tónlist- armaður, Pétur Jónasson tónlistarmaður, Ása Ólafsdóttir myndlistarmað- ur, Daði Guðbjörnsson myndlistar- maður, Guðmundur Benediktsson mynd- listarmaður, Hannes Lárusson myndlistar- maður, Harpa Björnsdóttir myndlistar- maður, Ingólfur Örn Arnarson myndlist- armaður, ívar Valgarðsson myndlistar- maður, Jón Axel Björnsson myndlistar- maður, Kristinn G. Harðarson myndlist- armaður, Lísa K. Guðjónsdóttir myndlist- armaður, ólafur Lárusson myndlistarmað- ur, Ragnhildur Stefánsdóttir mynd- listarmaður, Valgarður Gunnarsson myndlist- armaður, Vignir Jóhannsson myndlistar- maður, Messíana Tómasdóttir leik- myndahönnuður, Kristín Bjarnadóttir leikkona, Filippía Kristjánsdóttir rithöf- undur, Guðmundur Halldórsson rithöf- undur, Ingólfur Jónsson rithöfundur, tJlfar Þormóðsson rithöfundur, Valgerður Þóra Másdóttir rithöf- undur. Úthlutunarnefnd skipuðu: Magnús Þórðarson, Þorkell Sig- urbjörnsson og Knútur Hallsson formaður. Sambandsfrystihúsin: Frysting 18%meiri á síöasta ári en 1983 — heildarvelta sjávarafuröadeildar Sambandsins jókst um 19,1 % milli ára Heildarframleiðsla Sambands- frystihúsanna af öllum frystum sjávarafurðum var á síðasta ári 46.860 lestir sem er 18% aukning frá árinu áður. Á sama tíma minnkaði botnfiskafli landsmanna um 8%. Heildarvelta Sjávarafurða- deildar Sambandsins var á síðasta ári 3,6 milljarðar króna og jókst um 19,1 %frá árinu áður. Upplýsingar þessar komu meðal annars fram á aðalfundi Félags Sambandsfiskframleið- enda, sem haldinn var síðastlið- inn þriðjudag. Þar kom enn- fremur fram, að hlutdeild Sjáv- arafurðadeildarinnar í útflutn- ingi landsmanna á freðfiski í fyrra var 34% og hefur hún ekki orðið meiri til þessa. Af útflutt- um freðfiski deildarinnar fóru nær 24.000 lestir til Bandaríkj- anna, rúmar 6.000 lestir til Bretlands og 5.500 lestir til ann- arra markaðslanda, en þar vegur útflutningur til Japan mest. Mikil sala freðfisks þangað hófst á síðasta ári og var hlutur Sam- bandsins í þeim viðskiptum meiri en nokkurs annars útflytj- anda hér á landi. Útflutningur á frystri rækju tvöfaldaðist frá fyrra ári og hélt deildin þar hlut sínum og nokkru betur. Halldór Ásgrímsson, sjávar- útvegsráðherra, flutti ávarp á fundinum og ræddi meðal ann- ars skuldasöfnun sjávarútvegs- ins og þær skuldbreytingar, sem þar hefðu staðið yfir undanfarið. Hann kvað ljóst að til þess að standa undir skuldum sínum þyrfti sjávarútvegurinn að hafa góða afkomu. Þá ræddi hann stjórnun veiðanna og kvótakerf- ið, sem hann sagði ekki galla- laust, en hefði þó skilað árangri, meðal annars í meiri verðmæt- um afurða en ella. Ljóst væri að kvótakerfið ætti ekki að leggja niður, það væri framtíðin. Árni Benediktsson, fram- kvæmdastjóri og formaður SAFF, rakti meðal annars af- komu frystihúsanna í landinu, sem á síðasta ári hefðu verið rekin með verulegu tapi, líklega 3 til 4% af veltu að meðaltali. Afkoman væri þó, eins og áður mismunandi eftir landshlutum og aðstöðu. Það virtist ekki óal- gengt að frystihús væru rekin með 10% halla, en einnig væri það til í dæminu að einstaka hús væru rekin með hagnaði. Afkom- an væri greinilega verst á vest- urhluta landsins, en bezt norðan lands. Hann vék sérstaklega að umræðum um það að Sambandið væri að leggja undir sig stöðugt stærri hluta sjávarútvegsins. Hann sagði, að fleiri frystihús hefðu á undanförnum árum far- ið frá Sambandinu eða verið keypt þaðan en þau hús, sem komið hefðu frá öðrum til Sam- bandsins eða verið keypt af sam- vinnufyrirtækjum. Ástæðan fyrir framleiðsluaukningu Sam- bandsfrystihúsanna lægi ein- göngu í því, að þau væru í upp- bygföngu, bæði varðandi tækni- væðingu og hráefnisöflun. Árni sagði einnig, að ýmiss konar eðlileg fyrirgreiðsla til Sam- bandsfrystihúsanna þætti fréttnæm, þó svo engum þætti ástæða til svo mikils sem að minnast á sams konar fyrir- gre'ðslu til annarra. Þessi fréttaflutningur hefði orðið þess valdandi, að almenningur hefði fengið alranga mynd af því, sem væri að gerast. Iceland Seafood Corporation: Selt fyrir 5 milljaröa króna á síðastliðnu ári ari grein, og þaðan eru sprottnar ýmsar nýjungar sem komið hafa íslenskum framleiðendum að góðu gagni. Einnig er stöðugt unnið að aukinni vélvæðingu í fiskréttaverksmiðjunni, og í sumar er áætlað að taka þar í notkun nýjan búnað, sem mun enn auka sveigjanleik og mögu- leika á framleiðslu. I stjórn Iceland Seafood Corp- ortation sitja þeir Erlendur Ein- arsson forstjóri, Reykjavík, for- maður, Guðjón B. Ólafsson framkvæmdastjóri, varaformað- ur, William D. Boswell lögfræð- ingur í Bandaríkjunum, ritari, Sigurður Markússon fram- kvæmdastjóri, Reykjavík, Mart- einn Friðriksson framkvæmd- astjóri, Sauðárkróki og Þorst- einn Sveinsson kaupfélagsstjóri, Egilsstöðum. Framkvæmd- astjóri Iceland Seafood Corpor- ation er Guðjón B. Ólafsson. Ný fræðslu- og kynningarGtarfsemi Á fundinum var frumsýnd ný fræðslumynd á myndsegulbandi, sem gerð hefur verið á vegum Iceland Seafood Corporation og lýsir ferli freðfisks frá því hann fer um borð í skip til flutnings og þar til hin endanlega afurð er komin á borð neytandans. Þessi mynd mun nú búin íslensku tali og texta og verður hún síðan not- uð í fræðslu- og kynningarskyni í Sambandsfrystihúsunum víðs vegar um land. (Fréttatilkynning.) Tryggvi Finnsson kjörinn formaður SAFF ICELAND Seafood Corporation, sölufyrirtæki Sambandsins og Sambandsfrystihúsanna í Banda- ríkjunum, skilaði góðum árangri á síðasta ári, og afkoma þess var einnig góð. Þetta kom fram á aðalfundi fyrirtækisins, sem haldinn var í Reykjavík 8. maí. A síðasta ári tókst að halda þeirri miklu söluaukningu, sem fyrirtækið náði árið 1983, þrátt fyrir síharðnandi samkeppni. Sala þess 1984 nam 120 milljón- um dollara, eða svipaðri upphæð og árið á undan, en fullyrða má að um 20% söluaukning þess það ár hafi verið með ólíkindum, þegar mið er tekið af kringum- stæðum á markaðnum á þeim tíma. I magni var salan 95,7 millj. lbs., sem var 3,6% aukning frá 1983. Á siðasta ári olli sterk staða dollarans miklu innstreymi af fiski til Bandaríkjanna. Af því leiddi verulega harðnandi verð- samkeppni á þarlendum mark- aði, ekki síst af hálfu Kan- adamanna. Fyrirtækinu tókst að halda hlut sínum, og að því er varðar tilbúna fiskrétti hélt það markaðshlutdeild sinni. Að því er varðar fiskflök, þá jók fyrir- tækið markaðshlutdeild sína í þeim lítið eitt, þrátt fyrir erfið- an markað vestra, mestan hluta ársins. Iceland Seafood Corporation rekur öfluga rannsókna- og þróunardeild í tengslum við fisk- réttaverksmiðju sína í Camp Hill í Pennsylvaníu. Þessi ran- nsókna- og þróunardeild er af mörgum talin ein hin fullkomn- asta hjá nokkru fyrirtæki í þess- AÐALFUNDI Félags Sambands- riskframleióenda (SAFF) lauk í gær. Árni Benediktsson fram- kvæmdastjóri Framleiðni hf. í Keykjavík, sem verið hefur for- maður félagsins allt frá stofnun þcss 1958, eða í 17 ár, gaf nú ekki kost á sér til cndurkjörs. Var Tryggvi Finnsson framkvæmda- stjóri Fiskiðjusamlags Húsavíkur hf. kosinn formaður í stað Árna. í tilefni af þessum tímamótum voru Árna þökkuð farsæl störf í þágu félagsins og traust forysta sem hann hefur veitt í félags- málastarfi og hagsmunagæslu fyrir Sambandsfrystihúsin í hátt á annan áratug. Á þessum tíma hefur starfsemi þeirra vaxið hröðum skrefum. Þannig var heildarframleiðsla þeirra af frystum sjávarafurðum 15 þús- und tonn árið 1968, en nær 47 þúsund árið 1984. Með Tryggva Finnssyni í stjórn sitja þeir Marteinn Frið- riksson frkvstj., Sauðárkróki, varaformaður, Ríkharð Jónsson frkvstj., Reykjavík, ritari, Bjarni Grímsson kaupf.stj., Þingeyri, Gísli Jónatánssonn kaupf.stj., Fáskrúðsfirði, Hermann Hans- son kaupf.stj., Höfn í Hornafirði, og Jóhann Jónsson frkvstj., Þórshöfn. (Fréttatilkynning.)
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.