Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.05.1985, Blaðsíða 1
56 SÍÐUR STOFNAÐ 1913 113. tbl. 72. árg. MIÐVIKUDAGUR 22. MAÍ 1985 Prentsmiðja Morgunblaðsins Noregur: Stjórnin býðst til að kaupa 1800 tonn af skreið Kaffihlé í veðurblíðunni Morgunblaftið/Ól.K.M. Seljendur vilja hærra verð Ósló, 21. maí. Frá Jan Erik Laure, fréttaritara Mbl. NORSKA ríkisstjórnin hefur boðist til að kaupa 1800 tonn af skreið, fyrir um 90 milljón- ir n. króna (um 414 millj. ísl. kr.), í því skyni aö hlaupa undir bagga með skreiðar- seljendum, sem margir eiga í erfiðleikum. Tilboðinu hefur verið hafnað. Um það bil 20 þúsund tonn af skreið eru nú fyrirliggjandi 1 Noregi og er andvirði þessara birgða metið á um 700 milljón- ir n. kr. Svo virðist sem varan sé nú óseljanleg með öllu. Tilboð ríkisstjórnarinnar gerir ráð fyrir, að skreiðin verði framlag Noregs til þró- unarhjálpar og send til hung- ursvæðanna í Afríku. Stjórn samtaka skreiðarselj- enda hefur rætt tilboð ríkis- Forystumenn Samstöðu verða dregnir fyrir rétt Pólsk stjórnvöld hafna áskorun frá 28 nóbelsverðlaunahöfum um að láta þá lausa stjórnarinnar og hafnað því í fyrstu atrennu. Hefur formað- ur samtakanna neitað að tjá sig um málið, en margt bendir til, að verðtilboðið þyki of lágt. Búist er við, að málið hljóti fullnaðarafgreiðslu seinna í þessari viku. Samkvæmt upp- lýsingum frá ríkisstjórninni getur ekki orðið um að ræða hærra verð. Er ekki að vænta nýs tilboðs úr þeirri átt. Varajá, 21. nui. AP. PÓLSKA stjórnin hafnaði í dag áskorun 28 nóbelsverðlaunahafa um að hún léti lausa andófsmanninn Adam Michnik og tvo aðra kunna meðlimi í Samstöðu. Menn þessir koma fyrir rétt síðar í þessari viku ákærðir fyrir að hafa efnt til óeirða með því að skora á fólk að fara í allsherjarverkfall. Að áskorun nóbelsverðlauna- hafanna standa m.a. rithöfund- arnir Saul Bellow og Czeslaw Mil- osz. í henni segir m.a., að Michnik hafi „helgað líf sitt friðsamlegum mótmælaaðgerðum fyrir frelsi á vettvangi stjórnmála, menning- armála og efnahagsmála." Með því að fangelsa hann og hina mennina tvo, þá Bogdan Lis og Wladyslaw Frasyniuk, hafi pólska stjórnin „brotið alþjóðareglur um mann- réttindi." í svari talsmanns pólsku stjórn- arinnar, Jerzy Urbans, sagði að það væri ekki markmið stjórnar- innar að ofsækja menn, sem hefðu aðrar skoðanir. Hún væri hins vegar ákveðin í því að „tryggja al- mannafrið" í landinu. Jafnframt var Michnik, sem er einn af stofn- endum mannréttindasamtakanna KOR, gefið að sök að „hafa hvað eftir annað stofnað til óeirða, sem stefnt hefðu innanlandsfriði í Póllandi í hættu.“ „Við getum ekki virt að vettugi stöðugar tilraunir hans til þess að koma af stað uppþotum í Pól- Iandi,“ sagði Urban ennfremur. Jafnframt bætti hann því við, að Michnik hefði gerzt sekur um að „dreifa ritum með slagorðum stjórnleysingja". Starfsmönnum UNESCO verði fækkað um 300 Paris, 21. nuí. AP. AMADOU M’Bow, aðalfram- kvæmdastjóri UNESCO, Menning- ar- og vísindastofnunar Sameinuðu þjóðanna, sagði í dag, að fækka yrði starfsmönnum stofnunarinnar um þrjú hundruð í sparnaðarskyni, eftir að Bandaríkin hættu aðild sinni að stofnuninni. Bandaríkjamenn lögðu fram 25% af öllum útgjöldum UNESCO og nú hafa ýms vestræn ríki auk Japans tilkynnt, að þau muni end- urskoða aðild sína að stofnuninni nú í árslok og jafnvel hætta allri aðild, nema gerðar verði víðtækar umbætur á starfsemi stofnunar- innar. Þessi ríki hafa lagt fram um 30% af öllum útgjöldum UN- ESCO. Bandaríkjamenn rökstuddu úr- sögn sína með því, að stofnunin væri orðin óvinveitt vestrænum ríkjum, eyddi allt of miklu fé og henni væri illa stjórnað. Síminn svarar ekki í Gorkí Auknar áhyggjur af Sakharov-hjónunum Newton, MuBaehuneltn, 21. mií. AP. TILRAUN til að ná símasambandi við sovéska vísindamanninn og andófsmanninn Andrei Sakharov og konu hans, Jelenu Bonner, bar engan árangur í dag. Starfsmaður hins sovéska Talsambands við út- lönd sagði að enginn svaraði. Það voru dóttir frú Bonner og tengdasonur hennar, Tatiana og Efrem Yankelevich, sem eru búsett í Bandaríkjunum, sem reyndu að ná sambandi við Sakharov-hjónin. Áreiðanlegir heimildarmenn í Moskvu hafa greint þeim frá því, að liklega hafi Sakharov og Bonner verið í hungurverkfalli frá 11. maí sl. „Við höfum ekki fengið það stað- fest, en ýmsar aðstæður renna stoðum undir þennan orðróm," sagði Tatiana í viðtali við AP- fréttastofuna. Sakharov, sem hlaut friðar- verðlaun Nóbels árið 1975, dvel- ur í útlegð í borginni Gorkí í Sovétríkjunum ásamt konu si- nni. Þau Efrem og Tatiana Yankelevich hafa ekki náð að hafa tal af þeim síðan í apríl i fyrra. Tatiana kveðst hafa pantað simasamtal við Sakharov með nokkrum fyrirvara og óskað eft- ir að fá að ræða við hann í dag, sem er afmælisdagur hans. Slíka pöntun þarf að gera þegar sá sem hringt er til hefur ekki síma, og er þá skilaboðum komið til hans og hann beðinn að mæta á símstöð á tilteknum tíma. „Starfsmaður sovéska Tal- sambandsins sagðist hafa beðið í eina klukkustund, en enginn hefði svarað símhringingunni," sagði Tatiana. Hún sagði, að starfsmaðurinn hefði jafnframt fullyrt, að skilaboðum um sím- hringinguna hefði verið komið á framfæri við Sakharov-hjónin. „Eftir þetta hafa áhyggjur okkar aukist og við teljum sterkari líkur, en áður á því að þau séu í hungurverkfalli," sagði Tatiana.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.